Íslendingur - 16.05.1958, Page 7
Föstudagur 16. maí 1958
ÍSLENDINGUR
7
FLESTAR VÖRUR
TIL
VORHREINGERNINGA
íyrirliggjandi.
Vöruhúsið h.f
ÞVOTTASNÚRUR
úr plasti og hampi.
Þvotfaklemmur.
Vöruhúsið h.f.
NÝMALAÐ:
Heilhveiti
Rúgmjöl «
Bankabygg.
Vöruhúsið h.f.
ÁVEXTIR:
Fjölbreytt úrval af
}mrrkuðum og niður-
soðnum californiskum
ávöxtum.
Vöruhúsið h.f.
VINNUFATNAÐUR
á unglinga og fullorðna
í fjölbreyttu úrvali.
Vöruhúsið h.f.
ír Skagafirði
tíurnaskóli SauSárkróks. — Skólaslit
fóru fram föstudaginn 2. maí. Skóla-
stjóri Björn Daníelsson sleit skóla með
ræðu. Gat hann um það helzta er snerti
skólalífið: I skólanum voru alls 143
hörn í 6 bekkjum. Utskrifuðust með
harnaprófi 20 börn. Innrituðust í vor-
skóla nú 29. Heilsufar hefir verið gott
að undanskildum stuttum tíma á önd-
verðum vetri meðan kvefpestin geisaði
mest. Skólasókn yfirleitt góð. En skóla
lokað nokkra daga vegna kvefsins, með-
an hæst stóð. Próf gengu yfirleitt vel.
Af 20 börnurn, er luku barnaprófi fengu
15 fyrstu einkunn. Þar af 4 ágætiseink-
unn. llæstu einkunn hlaut Stefanía
Arnórsdóttir (9.32) í 6. bekk, en Ólaf-
ur Guðmundsson (9.13) í 5. bekk. Öll
þau börn, sem hlutu hæstar ineðaltals-
einkunnir fengu bókaverðlaun. —
Skáklceppni fór fram í skólanum i vel-
ur í þrem flokkum. Efstu menn í hverj-
um flokki kepptu síðast til úrslita. —
Sigurvcgari varð Pálmi Sighvatsson í 5.
bekk. Fékk að launum bikar, er hann
vann nú í 2. sinn. Vinnist hann í 3. sinn
verður hann eignargripur. Bókaverð-
laun fékk sá næsti í skákkeppninni
Reynir Unnsteinsson í 6. bekk. - VerS-
laun úr sjóði Veðramótshjóna, Þor-
bjargar Stefánsdóttur og Björns Jóns-
sonar (er stofnaður var, er Jón I’. Bj.
lét af störfum við skólann), eru nú veitt
í 3. sinn •— fyrir auðsýndan góðleik og
prúðntennsku, kostgæfni og allan þegn-
skap. — Þau lilutu að þessu sinni:
Elísabet Stefánsdóttir Kemp í 6. bekk,
Gísli Olafsson í 5. bekk og Anna Þór-
katla Pálsdóttir í 4. bekk.
Voru verðlaun þessi nú 1il allra bin
söniu: Hin nýja myndskreytta útgáfa
Nýja testamentisins.
Sparifjársöfnun barnanna nam í vet-
ur 17.400.00 kr. Og er orðin frá upp-
liafi sem næst 74.400.00 kr.
Skíðanámskeið var í samfélagi við
Miðskólann (Gugnfræðaskólann) háð i
hálfan mánuð í marz.
Unglingadeild Rauða-Kross 6tarfaði
í skólanum í vetur í elzta bekk að
vanda. Er þetta 14. starfsár hennar, og
enn undir stjórn J. Þ. Bj. En meðstarf-
andi var aðalkennari 6. bekks Björn
Daníelsson skólastjóri. Á aðalfundi R.
K. I., Sauðárkróksdeildar, gengu 511
börn Unglingadeildarinnar (Árvekni)
20 að tölu inn í nefnda deild fullorð-
inna R. K. félagu hér.
Kennaralið skólans er óbreytt, nema
Marteinn Steinsson hcfir kennt í stað
Magnúsar Bjarnasonar, er nýtur nú or-
lofsárs úti í löndutn. Og Þórdís Ólafs-
dóttir frá Hegrabergi hcfir unnazt
liandavinnukennslu stúlkna.
Aflabrögð cru hér næsta treg all-
langa liríð. Ördcyða má heita um fislc-
afla. — Hrognkclsavciði hefir cinnig
verið treg, enda fáir stundað. — Urn
kolaveiði leita menn nú íyrir sér. Virt-
ist sú byrjun íreniur lofa góðu.
Veðuráttan hefir verið og er enn hér,
sem annars staðar í landi hér, köld.
Þrálátur landnyrðingur, svalur, þótt
sólfar sé sunia daga nær allan sólar-
ganginn. Vottar íyrir frósti um nætur
oftast, alll að sjó niður.
Heilsufar almennt heldur gott. Kvef-
pestin frá sl. vetri virðist afrokin fyrir '
löngu.
Mannlát. Hér er nýlega dáinn eftir 1
margra ára sjúkdóinsvist hér Vigfús'
Magnásson smiður rúmlega hálf-átt- i
ræður (f. 8. apríl 1881 •— d. 24. ínarz
I
1958). Fyrir nokkrum árum, áður t.n
kom til óslitinnar sjúkrahúsvistar, hafði
hann fengið aðkenning af „slagi“. Náði
sér þó að nokkru, og komst jafnvel of- j
urlítið til smíðaslarfa. Heilsan þó ælíð
síðan mjög tæp og varð hann loks að
sæta stöðugri sjúkrahúsvist.- Hann var |
skagfirzkur að ætt. Kenndur við Selnes
á Skaga, þar sem hann var fæddur og
uppalinn. En fluttist til Sauðárkróks
fyrir löngu sem smiður (járnsmiður og
bátasmiður), líklega um 1910. Viglús
Magnússon var niyndarmaður, virkja-
mikill og vel vaxinn, vinsæll og vel lál-
inn, enda greindur maður og gegn, á-
gætur siniður. lljálpfús og raungóður
En hann átti fremur erfiða skapgerð,
og gat illa sætt sig við ýmislegt í skoð-
unarhætti nútímans. Ilann var alla t/ð
ókvæntur, en á eina dóttur barna, sem
er uppkomin og býr á Akureyri. — Sá
sem þetta ritar minnist Vigfúsar sál.
Magnússonar með' miklu JiakklæLÍ ig
hlýhng fyrir góðan nágrannahátt um
langt árabil og fyrir einstaka barn-
gæzku lians við liina mörgu, smáu ná-
granna sína hér. — En af slíkri fram-
koniu má oftast marka innræti manna
og eðli. — Guð blessi liann og leiði á
brautum hinnar óendanlegu framtiðar!
J. Þ. tíj.
1
i
I
y
1
y
1
1
y
1
y
I
r
ódýrar
bómullarpeysur
margir litir.
Verð frá kr. 49.00.
Verzl. DRÍFA
Sími 1521.
NÍRÆÐUR:
Guðmundur
Sigfreðsson
fyrrv. hreppstjóri
í fyrradag átti 90 ára afmæii
Guðmundur Sigfreðsson í Lög-
mannshlíð, fyrrum bóndi og
lireppstjóri að Króki í Rauða-
sandshreppi. Fæddur var hann að
Stekkjadal í sömu sveit, og voru
foreldrar hans Sigfreð Ólafsson
bóndi og kona hans, Kristín
Magnúsdóttir. Guðmundur bjó að
Króki í 35 ár, *en flutli að Lög-
mannshlíð 1930 og bjó þar, unz
Sigfreð sonur hans tók við búi af
honum. Árið 1895 kvæntist Guð-
mundur Guðrúnu Júlíönu ljós-
móður, Einarsdóttur b. að Lálr-
um Thoroddsen. Konu sína missti
Guðmundur árið 1943.
Guðmundur var um skeið
hreppsnefndaroddviti í sveit sinni
og árum saman hreppstjóri. Naut
hann þar ahnennra vinsælda,
virðingar og trausts, enda var
hann allra manna ljúfastur í um-
gengni, hjálpsamur og greiðvik-
inn. Segja kunnugir, að hann liafi
oft greilt sjálfur sveitargjöld úr
eigin vasa fyrir fátæka sveitunga
í bili, en fáir eða engir munu hafa
látið liann tapa því.
Á afmælisdaginn heimsóttu syn-
ir lians hatm heim að Lögmanns-
lilíð, allir sem því máttu við korna,
m. a. dr. Kristinn ambassador.
Vísitölubréfin vtrnd gegn ólHEttu
Forráðamenn
knattspyrnumála!
Að gefnu tilefni skal tekið
fram, að óheimilt er að nota
knattspyrnuvöll Þórs til æf-
inga eða keppni nema að
fengnu leyfi knattspyrnu-
deildar — Viðkomandi snúi
sér til Bjarna Bjarnasonar.
í ÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR.
l'immtugir urðu í íyrradag (14. maí)
tvíburBbræðurnir Axel Kristjánsson
Hafnarslræti 37 Akureyri og Olafur
Kristjánsson bóndi í Hraungerði Eyja-
firði.
Rétt íyrir miðjan aprílmánuð
vakti Seðlabankinn sérstaka at-
hygli almennings með auglýsing-
um og á annan hátt á vísitölubréf-
um þeim, sem veðdeild Lands-
banka íslands gefur út. Var með-
al annars á það bent, að 3. flokk-
ur vísitölubréfa yrði til sölu með
sérstaklega hagkvæmum kjörum
út aprílmánuð. Vel hefir verið
undir þessa viðleitni Seðlabank-
ans tekið, því að á rúmurn hálfum
mánuði eða til aprílloka seldust
vísitölubréf 3. flokks fyrir rúm-
lega 4.5 millj. kr., en þó mun enn
eitthvað af pöntunum ókomið ut-
an af landi. Verður að telja, að
þetta sé viðunandi árangur, og
liafa þá vísitölubréf að upphæð
um 25 millj. kr. verið seld almenn-
ingi frá því sala 1. flokks hófst síð-
ast á árinu 1955.
í tilefni þessa áfanga er ástæða
tii að skýra nokkuð frá þeirri
reynslu, sem þegar er íengin af
vísitölubréfum. Verður þetta bezt
gert með dæmi.
Fyrsti flokkur vísitölubréfa var
að mestu seldur seinast á árinu
1955 og vorið 1956. Hugsum oss,
að maður liafi keypt bréf 1. janú-
ar 1956 og bréfið hafi verið dreg-
ið út í vetur og innleyst á gjald-
daga 1. marz síðastliðinn. Vísi-
töluuppbót að upphæð 10.4%
iiefði þá verið greidd, en auk þess
hefði eigandi notið 5%% vaxta
fró kaupdegi lil gjalddaga, eða
samtals 11.9%, ef vaxtavextir eru
ekki reiknaðir. Alls hafa því tekj
ur af bréfunum numið 22.3% á
þessutn 26 mánuðum. Berum
þetta svo saman við verðlagsþró-
unina.
Vísitala framfærslukostnaðar
hækkaði á þessu tímabili úr 175
stigum 1. janúar 1956 í 191 stig
1. marz 1958 eða um 9.1%. Á
þessu thnabili jókst niðurgreiðsla
vísitölunnar um 8.5 stig. Ef þessu
væri bætt við vísitöluna 1. marz
1958, yrði hún 200 stig og öll
hækkunin frá 1. janúar 1956 25
stig eða 14.3%. Auk þess að bæta
fyllilega upp þessa vísitöluhækk-
un hafa bréfin á þessu tímabili því
skilað 8% hreinum arði.
Ein önnur vísitala, sem beita
má til að sýna verðlagsþróun
þetta tímabil, er vísitala bygging-
arkostnaðar. Hún hækkaði frá 1.
október 1955 til 1. febrúar 1958
um 17% á móti 22.3% afrakstri
bréfanna.
Af þessum dæmum má ljóst
vera, að vísitölubréf hafa veitt eig-
endum þeirra mikla vernd gegn á-
hættum verðbólgunnar. Þegar við
þetta bætist skattfrelsi, eins og á
öðru sparifé, verður að telja, að
bréfin veiti mönnum kost á að á-
vaxta fé sitt á mjög hagkvæman
hátt. Hefir sú líka orðið raunin á,
að langflestir, sem fengu bréf út-
dregin 1. marz síðastliðinn, festu
fé sitt á ný í vísitölubréfum.
(F réttatilkynning.)
-f
gnmni
Ungur maður með kraftmikla
rödd var í nokkrum vafa um,
hvaða listagrein hann ætti að
leggja fyrir sig og leitaði þess
vegna ráða hjá hinu kunna tón-
skáldi Cherubini, sem bað hann
að syngja dálítið fyrir sig. Og
ungi maðurinn söng svo að allt
lék á reiðiskjálfi.
— Jæja, sagði liann að lokum;
hvað ráðleggið þér mér svo að
verða?
— Uppboðshaldari, svaraði
Cherubini.
□
— Stundum er maður þó neydd
ur til að skrökva að konunni
sinni.
— Já, blessaður vertu, það cr
ekki það versta. Það er miklu
verra, þegar maður er neyddur til
að segja henni sannleikann.
— 1 gamla daga sagðir þú, að
ég væri allur heimurinn fyrir þig.
— Já, en síðan hef ég orðið
talsvert betur að mér í landafræð-
ínni.
□
Greta Garbo er sögð hafa stað-
ið eitt sinn, er himinninn var
stjörnubjartur, og starað upp í
loftið. Þá kom vegfarandi að og
furðaði sig á háttalagi hennar.
Hvíslaði hann varlega í eyra
hennar:
— Hvað horfið þér á, ungfrú
Garbo?
— Á hinar stjörnurnar, svaraði
leikkonan.
□
Hún: — Ég er miklu eldri en
þér haldið, liðsforingi.
Hann: — Nei, heyrið þér mig
nú, svo gamlar fáið þér mig ekki
til að trúa að þér séuð!
□
—Öskubakki er hlutur, sem
maður lætur í öskuna úr vindlingi
sínutn, ef ekki er rúm fyrir liana
á gólfinu.