Íslendingur - 06.06.1958, Blaðsíða 2
Föstudagur 6. júní 1958
Um Oræfaleiðir
Sæluhiis í Herðubreiðarlindum
Blaðinu hefir borizt tímaritið
„Ferðir“, er Ferðafélag Akureyr-
ar gefur árlega út. Er þar jafnað-
arlega birt ferðaáætlun félagsins
yfir sumarið, og vísast til hennar
á öðrum stað hér í blaðinu. En
markverðasta efni þessa heftis er
greinin Oræfaleiðir eftir Sigurjón
Rist vatnamælingamann, en henni
fylgir uppdráttur af rúmlega 40
bifreiðaleiðum um öræfi landsins
og nokkur iýsing á hverri ein-
stakri leið. Hér er aðeins um ó-
ruddar slóðir að ræða, sem aðeins
eru færar bílum með drifi á öllum
hjólum, en Sigurjón er flestum
eða öllum kunnugri á öræfum
Iandsins, þar sem hann hefir ferð-
ast árum saman vegna starfs síns,
en var áður einn af ötulustu ferða-
mönnum Ferðafélags Akureyrar
um óbyggðir og torfærjir. Er ör-
æfaförum verulegur fengur af
þessari leiðalýsingu hans.
Annað efni ritsins er ávarp frá
félagsstjórn og reikningar félags-
ins. Stærsta verkefni þess í næstu
framtíð er bygging sæluhúss í
Herðubreiðarlindum, og hefir fé-
lagið keypt skíðaskála Barnaskóla
Akureyrar við Miðhúsaklappir,
sem nú er verið að rífa. Verður
sæluhúsið síðan smíðað úr efninu
hér í bænum að verulegu leyti og
að því búnu sett saman í Herðu-
breiðarlindum. Hvort verkið get-
ur unnizt til fulls á þessu sumri er
vafasamt, þar sem svo seint hefir
vorað, að enn hefir ekki verið
komizt inn í Herðubreiðarlindir
á bifreiðum, auk þess sem gangur
verksins er mjög kominn undir
sjálfboðavinnu félaga F. A. og
annarra, er áhuga hafa fyrir fram-
gangi þess.
Stjórn Ferðafélags Akureyrar
skipa: Kári Sigurjónsson form.,
Tryggvi Horsteinsson varaform.,
Jón Sigurgeirsson gjaldkeri, Karl
Magnússon ritari og Karl Hjalta-
son meðstjórnandi. — I ferða-
nefnd eru: Jón D. Ármannsson
form., Björg Olafsdóttir, Björn
Baldursson, Björn Þórðarson og
Ólafur Jónsson- — í ritnefnd
Ferða eru Björn Bessason, Björn
Þórðarson og Þormóður Sveins-
son.
Þeir utanfélagsmenn, sem vildu
eignast þetta hefti af „Ferðum“,
geta fengið það keypt hjá stjórn
félagsins, en ritið kostar aðeins
15.00 krónur.
JOÖGÖÖÖimöööG ÖOÍÖÖOQÖÖÍ
CHARSTEN HAUCH:
6rot úr Iöoqu kvicði
Tímans vötn, sem falla í dags hvers draumi,
duna um veruleikans myrka svið.
í skuggalandsins höll, frá höfgum straumi
heyri eg óm af lífsins strengjaklið.
Gegnum rökkurhraun og holurð blakka
hringa iður flaum um bleikan skóg.
Úti í fjarlægð röstin brýtur bakka
bjarmalands. í djúpan gleymskusjó.
Á tímans unn mörg frægð í gleymsku fellur,
fyrnist glæsivald og hreystiþor.
Yfir lífheim skapahrönnin skellur,
sköflum grefur hrós og sigurspor.
Ef una viltu efst á þroskans tindum
og eignast mikla vizku og sálarró,
verður þú að bergja á beiskum lindum
böls og auðnar lands, án sorgar þó.
Sig. Draumland íslenzkaði.
ÍSLENDINGUR
Golífréttir
Hermann Ingimarsson
vann Stigabikarinn.
Golfklúbbur Akureyrar hefir nú
hafið sumarstarfsemi sína, og fór
fyrsti kappleikur ársins fram dag-
ana 31. maí til 1. júní. Var það
keppni um Stigabikarinn. Kapp-
leikanefnd tekur nú upp þann
hátt, að afhenda verðlaun að lok-
inni hverri keppni, og verður að
þessu sinni gefinn bikar til cignar
fyrir hverja bikarkeppni.
Þátttaka í þessari fyrstu keppni
ársins var góð. Voru 17 kylfingar
skráðir til keppninnar, en 13 luku
keppni. Var fyrri hluti hennar vel
leikinn og spennandi. Einkum bar
þar af leikur Hermanns Ingimars-
sonar, en hann lék seinni hring-
inn í 34 höggum, sem mun vera
lægsti höggafjöldi, sem náðst hef-
ir á vellinum fram til þessa- Ann-
ar varð Gunnar Konráðsson og
þriðji Hafliði Guðmundsson.
Léku þeir báðir vel, og var lengi
tvísýnt, hvor þeirra hreppti 2. sæt-
ið, en Hermann sigraði örugglega
í 157 höggum. Veður var gott,
sólskin og sunnangola.
Fimm efstu menn í keppninni
urðu: //ögg
Hermann Ingimarsson 157
Gunnar Konráðsson 162
Hafliði Guðmundsson 163
Sigtryggur Júlíusson 169
Jóhann Þorkelsson 170
I fyrri umferð var Hafliði í 2.
sæti, en Gunnar náði yfirhöndinni
í síðasta hring.
I fyrrakvöld hófst keppnin um
Gunnarsbikarinn. Leiknar verða
72 holur og keppt með fullri for-
gjöf. I fyrrakvöld voru leiknar 18
holur, aðrar 18 verða leiknar á
morgun og síðan 36 á sunnudag.
Eftir 18 fyrstu holurnar er
Ragnar Sigurðsson efstur, ungur
og efnilegur kylfingur, sem mik-
ils má vænta af, ef hann æfir vel.
Annars er keppnin afarhörð, sem
hezt má sjá á því, að 8 efstu menn
eru undir 80 höggum en 5 næstu
með 80, sem er talinn prýðilegur
árangur.
Urslit eftir fyrsta kvöldið:
Ragnar Sigurðsson 76 högg
Sigtryggur Júlíusson 77 —
Jón Guðmundsson 77 —
Ragnar Steinbergsson 77 —
Gestur Magnússon 78 —
Þátttaka var mikil og veður
gott til keppni.
NÝJA-BÍÓ
Sími 1285
Föstudagskvöld kl. 9:
KAPPAKSTURS-
HETJURNAR
Ainerísk
mynd.
Þetta er frægasta og mest
spennandi kvikmynd, sem gerð
hefir verið um bifreiðakapp-
akstur. Leikurinn- fer fram í
París, Róm, Monte Carlo, Nissa
og svissnesku Ölpunum.
Aðalhlutverk:
KIRK DOUGLAS og
BELLA DARVI.
i Laugardag kl. 5:
KAMELÍU FRÚIN
Hin heimsfræga ínynd samin eft-
ir skáldsögu og leikriti eftir Alex-
andre Dumas. — Með leik sínum í
Jiessari mynd gerði Greta Garbo
myndina að sígildri kvikmynd. —
Aðalhlutverk:
GRETA GARBO og
ROBERT TAYLOR.
Síðasta sinn.
Um helgina:
l PARÍSARHJÓLINU
Afar skemmlileg, ný, amerísk
gamanmynd með hinum óviðjafn-
anlegu grínleikurum
BUD ABBOTT og
LOU COSTELLO.
VÍKINGAPRINSINN
(Prins Valient)
Stórfengleg litmynd i
CINEMASCOPE
Myndin gerist í Bretlandi á
víkingatímunum.
Aðalhlulverk:
Jarnes Mason — Janet Leight
Hoberl Wagner.
Bönnuð innan 12 ára.
Synti inniii! um hóhorlo
í íimm tð holjo hlst.
Snemma í vor vildi það til í
carabiska hafinu, að 43 ára gam-
all danskur sjómaður féll fyrir
borð af norsku olíuskipi, án þess
að eftir væri tekið, og var hans
ekki saknað, fyrri en skipið kom
til Itafnar. Eftir að sjómaðurinn,
Vagn Astrup, hafði synt um cara-
biska hafið, sem er fullt af hákörl-
um, í 5klukkustund, komu
menn á Panamaskipi auga á liann,
þar sem hann var syndandi 14
sjómílur undan landi. Var bátur
þegar settur á flot og maðurinn
fluttur á næsta sjúkrahús í landi,
þar sem hann náði sér fljótt eftir
erfiðið.
Talið er, að það hafi létt Astrup
hið langa volk í carabiska hafinu,
að sjórinn er þar bæði ldýr og
saltur. Sjálfur er hann sagður
mjög æðrulaus og viljasterkur.
| Hann fór í siglingar til að búa sig
BORGARBÍÓ
Slmi 1500
í kvöld kl. 9:
HEIMA5ÆTURNAR
Á HOFI _______________
(Die Madels from Immenhof)
Bráðskemmtileg, þýzk litmynd,
er gjörist á undurfögrum stað
í Þýzkalandi.
Aðalhlutverk:
HEIDI BRÍÍHL
ANGELIKA MEISSNER-
VOELKNER.
Þetta er fyrsta kvikmyndin,
sem íslenzkir hestar taka veru-
legan þátt í. En í myndinni sjá-
ið þið Blesa frá Skörðugili,
Sóla frá Skuggabjörgum, Jarp
frá Víðidalstungu, Grana frá
Utanverðunesi og Rökkva frá
Laugarvatni.
Eftir þessari mynd var beðið
með óþreyju í Reykjavík og
eftirvæntingin er sömuleiðis
mikil á Akureyri og við Eyja-
íj örð.
Frestið ekki að sjá þessa fögru
mynd. Flýta þarf sýningum
vegna endursendingar myndar-
innar til útlanda.
Togararnir
Kaldbakur veiðir í salt við
Veslur-Grænland.
Svalbakur var vænlanlegur af
veiðuin í jnorgun.
Harðbakur kom af veiðum s.l.
mánudagsmorgun. Landaði í
frystihúsið ca. 270 tonnum. Fór
aflur á veiðar s.l. iniðvikudag.
Sléttbakur er á veiðum. Vænt-
anlegur eflir helgi.
Tiaktor; r í Svíþjóð
I árslok 1957 er talið að trakt-
oraeign Svía væri 143.913 trakt-
orar.
Mest er af sænskum Volvo-
traktorum eða 33.681, næsl kem-
ur Ferguson 33.331 traktor, núm-
er þrjú að tölu til er Fordson
24,311.
Á árunum 1956 og 1957 seldust
í Svíjrjóð:
Ferguson 6.582 traktorar.
Volvo 5.463 traktorar.
Bolinder Munktell 5.631 trakt-
orar.
Fordson 2.350 traktorar.
En alls seldust 12.457 traktor-
ar í Svíjrjóð á þessum tveimur ár-
um.
12. maí 1958.
Á. G. E.
undir verklegt gjóvinnunám með
það fyrir augum að öðlast stýri-
manna- og skipstjóraréltindi. Frá
Jjví áformi hefir hann ekki hvik-
að, jrrátt fyrir þenna atburð.
Astrup er ættaður frá Skive, og er
einhleypur.
Kunnur farmaður, sem frétti af
atburði þessum, lét þau orð falla,
að carabiska hafið væri ekki æski-
legur staður fyrir slík ævintýri.
Þar væri sá mýgrútur af hákörl-
um.