Íslendingur


Íslendingur - 06.06.1958, Page 8

Íslendingur - 06.06.1958, Page 8
KAUPENDUR vinsamlega beðnir að tilkynna af- greiðslunni strax, ef vanskil eru á blaðinu. 5. síðan í dag: Svavar Pálsson: Hvað er stóreignaskattur? Fyrri hluti. 'JOOOOOWOOOOOOOOOOOO^OW Úr heimahögum 75 ára varð í gær Jóhann Sigurðsson bóndi á Ulfsstöðum í Blönduhlíð, Skag. Frá sundlauginni. Sumartími í sund- lauginni er nú liafinn. Laugin opin all- an daginn, einnig í matartímum. Vatns- skortur hefir háð starfseminni að und- anförnu, en nýlega varð á því gagngerð breyting til batnaðar. Er liaðvatn nú nægilegt allan daginn. GróSursctningarferðir í Kjarnaland. Mánudag 9. júní (Starfsfólk KEA o.fl.) Þriðjudag 10. júní (Skógræktarfélag Tjarnargerðis o. fl.) Fimmtudag 12. júní (iðnaðarmenn o.fl.). Þátttökutil- kynningar í símum 1464 eða 1281. Far- ið frá Ilótel KEA kl. 7.20 e.h. — Mun- ið Þorsteinsdaginn á morgun. Maðurinn, sem missti hendina: kr. 100.00 frá J og G. Handavinnusýning nemenda IIús- mæðraskólans á Laugalandi vcrðiir í skólanum sunnudaginn 8. júní. Opin kl. 1—10 e.h. Fimmtugur varð 3. Ji. m. Guðmund- ur Tómasson framkv.stj. Helgamagra- stræti 23. Dánardœgur. Nýlega er látinn á Fjórðiingssjúkrahúsinu eftir tveggja ára dvöl Sigurður Guðmiindsson verka- maður, Norðurgötu 28. Var hann á 90. aldursári. Þá er nýlátinn að heimili sonar síns, Krónustóðum í Eyjafirði, Arni Hólm Magnússon kennari, 93Vi árs að aldri. Arni var Eyfirðingur að upprima og dvaldist í firðinum lengst ævinnar og all-Iengi á efri árum hér í bænum. Hann stundaði barnakennslu í firðin- um nær hálfa öld, og síðar smábarna- kennslu hér á Akureyri. Tók gagn- fræðapróf á MöðruvöIIum 1883, og stundaði síðar 2 vetur nám í Latínu- skólanum. Kvæntur var Árni Ragnheiði Jakobsdóttur prests í Saurbæ (d. fyrir fám árum), og eru tveir synir Jieirra, af sex börnum, á lífi: Magnús, bóndi á Krónustöðum og Jakob, fyrrv. ritstjóri. Nonnahúsið er opið á sunnudögum kl. 2.30—4 e. h. Fundur verður í Hestamannafélaginu Létti í kvöld kl. 8.30 í Stefni. Sjá aug- lýsingu í blaðinu. Áíram — Bíðið Samkvæmt fregn í dönskum blöðum mun vera til athugunar í Kaupmannahöfn að koma upp nýjum umferðamerkjum fyrir gangandi fólk við fjölfarin gatna- mót. í stað rauðra, grænna og gulra Ijósmerkja eiga að koma ljósaskilti, sem á er letrað „Bíð- ið“ og „Áfram“. Að sjálfsögðu þarf ekki mikla kennslu í uin- ferðareglum til að skilja þessi merki, og ættu þau að reynast ein- faldari en Ijósmerkin öllum þeim, sem læsir eru. Einar Kristjánsson aflietulir Matthíasi Gestssyni „Afreksbikar“ K. A. Matthias Gestsson sigraði í Einarsmótinn Hið svonefnda „Einarsmót" Skíðaráðs Akureyrar fór fram í Hlíðarfjalli laugardaginn 24. maí sl. Verður mótið haldið árlega framvegis og tekið á mótaskrá næsta vetrar. Afreksbikar KA, sem Einar Kristjánsson gaf til keppni á þessu móti, er veittur fyrir þríkeppni: 5 km- göngu, stökk og svig (150 m. braut með 15 liliðum). Keppendur í móti þessu urðu aðeins 6, og urðu úrslit þessi: Matthías Gestsson KA hlaut 293.2 stig. Gunnlaugur Sigurðsson M. A. 265.0 stig. ívar Sigmundsson KA 253.3 stig. í kveðjuhófi, er KA hélt fyrir íþróttaflokkana úr Reykjavík tveim kvöldum síðar, afhenti Ein- ar Kristjánsson verðlaunabikar- inn Matthíasi Gestssyni og hélt við það tækifæri góða livatningar- ræðu til skíðamanna og annars í- þróttafólks. Bikarinn er farandhikar, er vinnst til eignar, ef sami maður hlýtur hann þrisvar. Llmfcrðaslys á Ölvaður maður kasfar grjóti í bíla ó ferð. Síðastliðinn sunnudag um kl. 4 síðdegis varð umferðaslys á Laugalandsvegi neðan við Björk á Staðarbyggð. Var 4 manna bif- reið, A 342 á leið fram hyggðina, er bílstjórinn missti stjórn á henni (í lausamöl), og valt bifreiðin út í vegarskurðinn að austan. Auk bílstjórans, Páls Elíassonar, var félagi hans, Sigurður Þorsteins- son í bifreiðinni. Slösuðust þeir báðir við veltuna. Bílstjórinn við- beinsbrotnaði en Sigurður hand- leggsbrotnaði á framhandlegg (báðar pípur) og hlaut áverka á höfði. Heimafólk á Björk sá, er slysið varð og hraðaði sér á vett- vang. Náði það mönnunum úr bifreiðinni, en jafnframt var [ hringt eftir lækni og sjúkrabifreið og mennirnir fluttir í sjúkrahús- ið. Bifreiðin skemmdist mikið. Á laugardagskvöldið, er bif- reiðir hér úr bænum voru að aka fram að Freyvangi, var ölvaður utansveitarmaður staddur á þjóð- veginum skammt frá Kaupangi. Hafði hann steina í hendi og lét ófriðlega. Er ein bifreiðin var komin fram hjá honum kastaði hann steini í afturrúðu bifreiðar- innar, og fór hann gegnum rúð- una, lenti í bríkarbrún aftursætis og féll niður í það milli þriggja Laugalaodsvegi farþega, er í því sátu, en þeir sluppu ómeiddir, þótt hurð skylli nærri hælum. Maður þessi mun hafa snúizt gegn fleiri bíluin, en bílstjórarnir orðið fyrri lil og „af- vopnað“ hann. Brátt bar félaga hans að, og höfðu þeir hann á brott með sér í jeppabifreið. Mikil flðsóhn dð ndm- sheiðum Húsmsðrd- shðlafls Hinn 10. maí lauk námskeiðum sl. skólaárs við Húsmæðraskóla ^Akureyrar. Alls sóttu námskeiðin 150—160 konur. Voru þau mjög vinsæl og eftirsótt, og verða því tekin upp á ný á hausti komanda. Kennarar á námskeiðunum voru: Sigrún Höskuldsdóttir úr Bárðardal í fatasaumi og handa- vinnu, Olöf Þórhallsdóttir frá Eið- um í vefnaði og Guðrún Sigurð- ardóttir frá Reykjahlíð í mat- reiðslu. Mikill áhugi er nú fyrir heima- vist við skólann, enda fer eftir- spurn eftir skólavist við hús- mæðraskóla mjög vaxandi á ný- __*____ Frd Tónlistarfélagi Ahureyror Eins og getið var um í viðtali við formann félagsins, Stefán Ág. Kristjánsson, fyrir nokkru, verða 3. íónleikar íélagsins þriðjudag- inn 10. júní n. k. og hefjasl kl- 9 í Nýja Bíói. Strengjakvartetl jiannig skipað- ur kemur þar fram: Björn Ölafsson koncerlmeistari (1. fiðla), Jón Sen (2. fiðla), Ge- orge Humphrey (frá Boston) (vi- ola) og Karl Zeise (frá Boston) (cello'). Að afloknum tónleikum hér mun kvartettinn halda auslur um land og halda íónleika á nokkrum stöðum. Björn Ölafsson koncertmeistari er mikill velunnari Tónlistarfélags Akureyrar frá fyrstu tíð og hefir nokkrum sinnum komið hér til að skemmta bæjarbúum, og mun þeim kærkomið að heilsa honum í þessari tónlistarför og fagna öll- um þessum listamönnum, sem munu vera mjög færir listamenn á tónlistarsviðinu. . ___*_____ Húsavíknrbréf Ilúsavík, 4. júní. Nýlega er lokið prófum í Gagn- fræðaskóla Húsavíkur. í skólanum voru 72 nemendur. Ifeilsufar nemenda var gott. Fé- lagslíf nemenda var mjög öflugt og fjölbreytt. Ársskemmtun sína hélt skólinn 8. fehrúar s.l. að við- stöddum nemendum og fjökla gesta. Skólaslit fóru fram 18. maí. Sama dag var sýning á handa- vinnu nemenda og teikningum. Hæsta einkunn í skóla hlaut Gunnar Sigurðsson 1- bekk, 9.10, en hæsta einkunn við landspróf miðskóla hlaut Nanna S. Baldurs- dóttir, 8.66. Hún hlaut jafnframt bókaverðlaun úr minningarsjóði Benedikts Björnssonar fyrrver- andi skólastjóra fyrir hæsta eink- unn í íslenzku. KÝR Á FLÖTI. Allóvenjulegur atburður skeði hér við höfnina að morgni 3. þ.m. Er bæjarbúar höfðu nuddað stír- urnar lir augunum og sumir reik- að niður á hafnarbryggju — sást hilla undir eitthvað á floti inn og fram af bryggjunni. Skotið var báti á flot og Jietla fyrirbæri at- hugað. Kom þá í ljós, að þetta var hvorki ineira né minna en skrokk- ur af miðaldra mjólkurkú, rauðri að lit. Var skrokkurinn óskemmd- ur, og mun því ekki hafa legið Iengi í sjó. Fullvíst er, að kýrin er ekki héðan úr bænum. Hvaðan hún er, eða hvað kussa hefir viljað á sjó út er óráðið, þegar þetla er skrif- Ánnáll íslendings MAÍ : Smíðaverkstæði brennur að Kaðals- stöðum í Stafholtstungum, Borgarfirði. Brtinmi Jiar trésmíðavélar, fullgerð liúsgögn o. m. fl. □ Snorri Arinbjarnar listmálari andast í Reykjavík tæplega sextugur að aldri. □ Belgiskur togari tekinn í landhelgi við Ingólfshöfða. Skipstjórinn dæmdur í Vestmannaeyjum í 85 Jiús. kr. sekt, en afli og veiðarfæri upptækt gjört, metið á 146 Jiús. kr. □ Kaupgreiðsluvísitala frá 1. júní til ágústloka ákveðin 183 stig. □ Vöruskiptajöfnuðurinn frá áramót- um óhagslæður um 189 millj. króna. □ Sr. Sigurður M. Pétursson kosinn prestur í Breiðabólsstaðarprestakalli á Snæfellsnesi. Sótti einn um kallið. □ Smári Sigurjónsson liárskeri í Hafn- arfirði drukknar í Þingvallavatni, er bát hvolfir þar undir 3 veiðimönnum. Hinum bjargaði Reykvíkingur, er sá til ferða þeirra úr sumarbústað sínum, en þeir voru Jiá aðfram komnir af kulda. Hresstust þó brátt. Smári var rúmlega þrítugur og lét eftir sig konu og börn. □ 50 ára afmælis Haínarfjarðarkaup- staðar minnst Jiar með hátíðahöldum. □ Sölflfliilmiflð KEA 9 prés. Aðalfundur KEA var haldinn í Nýja Bíói 3. og 4. þ.m. Sóttu hann um 180 fulltrúar úr 24 félagsdeild- um auk stjórnar og gesta. Samkvæmt upplýsingum árs- skýrslu stjórnarinnar varð heild- arsala félagsins á s.l. ári um 240 millj. kr., en jiað er um 20 millj. aukning eða 9 af hundraði miðað við árið 1956. Fundurinn sainþykkti að tillögu stjórnarinnar að leggja í stofn- sjóð félagsmanna 3% af ágóða- skyldri vöruúttekt þeirra og í reikninga þeirra 6% af lyfsölu- ágóða. að, en Húsvíkingar tóku vel móti sendingunni, drógu hana á land og jarðsungu. Joðge.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.