Íslendingur


Íslendingur - 15.05.1959, Blaðsíða 4

Íslendingur - 15.05.1959, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Föstudagur 15. maí 1959 iftetiuiiiMpr KrJnur ót hvern föatndaf. Útgefandi: Útgá/ufélag ítUndingt. Riutjórí og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Péturtson, Fjólng. L Sími 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 67. Sími 1354. Opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13.30—17.30, aðra daga kl. 10—12 og 13.30—17.30. Laugardaga kl. 10—12. PrentsmiSja Bjöms Jónssonar h.f. Hvar eiga unglingarnir að staría? Eitt helzta vandamál hinna vax- andi bæja síðari árin er sumar- starf handa unglingunum, sem sitja við skyldunám í skólunum allan veturinn. Meðan bæirnir voru minni og mestöll landbúnaðarvinna var unnin með frumstæðum tækjum og þurfti því margar hendur við, var venjan að ráða unglinga bæj- anna í sveit. En eftir því sem véla- kosturinn til heyöflunar jókst í sveitunum en unglingunum í bæj- unum fjölgaði, hefir reynzt örð- ugra að fá atvinnu handa þeim yf- ir sumarmánuðina. Akureyri á nú við þetta vanda- mál að stríða. Reynt hefir verið að halda hér uppi vinnuskóla fyr- ir unglinga yfir sumarmánuðina, en sú starfsemi hefir gengið frem- ur erfiðlega vegna skorts á hent- ugu verkefni fyrir börnin. Margir foreldrar óska eftir, að börn þeirra fái að læra nytsöm störf, og þá ekki sízt framleiðslustörf til sjávar og sveita. En nú eru sveit- irnar að lokast fyrir þeim, bæði vegna fækkunar húa og stórauk- innar vélvæðingar, og á togarana og önnur fiskiskip er ekki óskað eftir óvönu starfsliði. Til úrbóta á þessu vandræðaá- standi hefir nú komið fram hér í bænum sú hugmynd, að halda í sumar úti skipi til fiskveiða, er mannað yrði 15—16 unglingum auk yfirmanna. Yrði þetta eins konar skólaskip, þar sem ungling- arnir lærðu sjóvinnu, en slík út- gerð hlyti óhjákvæmilega að verða rekin með tapi. Bæjorstjórn hefir nú samþykkt að leggja fram fé að hólfu til að standa undir rekstri skólaskipsins, en Útgcrðarfélag Akureyringa og Útgerðarfélag KEA að öðru (eyti. Mó telja, að hér sé stigið mark- vcrt spor í óttina til að draga úr atvinnuþörf unglinga i bænum og nauðsyn þeirra ó því, að búa sig undir störf við framleiðsiuna. Margt bar þar á góma Fróðlegt var að hlýða á út- varpsumræðurnar frá Alþingi nú í vikunni, enda bar þar margt á góma, svo sem venja er til við slíkar umræður. Þótt fulltrúar gömlu stjórnarflokkanna hafi ekki verið á einu máli um, hver þeirra átti sök á uppgjöfinni í hyrjun desember sl. og engin ákveðin niðurstaða fengist þar um, varð þó öllum ljóst, að samkomulagið innan hennar hefir ekki verið á marga fiska. Kenndi þar hver öðr- um um svikin á loforðum „vinstri stjórnarinnar“, og var þó á sum- um ræðumönnum að heyra, að uppgjöfin hafi alls ekki verið stjórninni að kenna, heldur stjórnarandstöðunni, þessum 43% þjóðarinnar, sem stjórnin hafði komið sér saman um að „víkja til hliðar1! Aðalmálin, sem á góma bar, voru efnahagsmálin, kjördæma- málið og landhelgismálið. Var málflutningur sumra ræðumanna í því síðastnefnda með miklum endemum, þar sem þeir gáfu jafn- vel í skyn, að nær helmingur þjóðarinnar hefði verið mótfall- inn útfærslu landhelginnar. Þarf ekki að draga í efa, að slíkar stað- hæfingar hafa verið Bretum ' hvatning til ofbeldisaðgerða þeirra innan landhelginnar, því að reynsla þeirra mun vera sú, að I léttara sé að koma vilja sínum fram við sundraða þjóð en sam- huga. Þá var málflutningur Fram- sóknarmanna í kjördæmamálinu Jhinn aumasti. Karl Kristjánsson taldi kjördæmabreytinguna ein- göngu miðaða við að færa allt vald í landinu í hendur Reykvík- inga og bæri fólki í dreifbýlinu að vera vel á verði, ef þéttbýlið vildi rélta því bróðurhönd! Verst, að Framsókn skyldi bera fram til- (lögu um jafnmikla fjölgun þing- manna í þéttbýlinu eins og frum- varpið gérir ráð fyrir! Þá héldu þeir Karl og Bernharð Stefánsson því fram, að með sam- þykkt kjördæmafrumvarpsins mundu sveitirnar tæmast að fólki, en vinstri stjórninni hefði tekizt að stöðva fólksfjölgun í Reykja- vík og nágrenni. Sigurður Bjarnason upplýsti þó, oð fólksfjölgun í Reykjavík hefði verið í hómarki órið 1957, en síð- ara valdaór vinstri stjórnarinnar, órið 1958, hefði hún farið fram úr því og orðið ó 3. þúsund. ------------□---------- Barniskólim bœjorins slitið Barnaskóla Akureyrar var slit- ið laugardaginn 9. maí sl. að v,ið- stöddum mörgum gestum. Skóla- stjóri, Hannes J. Magnússon, flutti ræðu og gaf yfirlit um störf skól- ans á skólaárinu. í skólanum voru 768 börn, er skiptust í 29 deildir. 8 börn gátu ekki sótt skóla vegna vanheilsu. Björgvin Jörgensson forfallaðist alveg frá kennslu vegna slysfara. í upphafi ræðu sinnar minntist skólastjór.i frú Soffíu Stefánsdótt- ur, hjúkrunarkonu, sem lézt á skólaárinu og verið hafði hjúkr- son, skógfræð.ingur, Gísli Ólafs- son, lögregluþjónn og Gunnar Dal, rithöfundur. Danskennsla var nú í fyrsta drengja og stúlkna, og var keppt skipti tekin upp í skólanum, og nutu hennar öll börn í 6. bekk. Auk þess var haldið dansnám- skeið á vegum Heiðars Astvalds- sonar, og nutu hennar um 300 börn. Lúðrasveit og fiðlusveit. Þá var á síðastliðnu hausti stofnuð lúðrasveit drengja, og Sigurvcgarar í fimleikakeppni Barnaskólans. Ljósm.: P. Gunnarsson. unarkona við skólann í 20 ár, einnig sr. Friðriks J. Rafnar, sem lézt fyrir skömmu, en hann hafði um fjölda ára verið í skólanefnd og fræðsluráði, svo og prófdóm- ari við skólann langt árabil. Einnig minntist hann 12 ára stúlku, Unu Hjaltadóttur, sem var nemandi í 6. belck skólans, en lézt seint í vetur. Þá minntist hann loks tvíburanna Kristófers og Guðmundar Bjarnasona, sem lét- ust báðir í maíbyrjun. Þeir höfðu að vísu ekki sótt skólann vegna vanheilsu, en nutu kennslu þaðan. Skólastjóri bað menn rísa úr sæt- um í virðingarskyni við þessa látnu vin,i skólans. Heilsufar. Heilsufar í skólanum var gott fyrri hluta árs, en fremur illt síð- ari hluta vetrar, einkum af völd- um mislinga og inflúenzu. Öll skólabörn fengu vítamíntöflur, og rúm 100 börn nutu ljósbaða. Eklci fannst lús í nokkru barni þennan vetur, og mun það vera í fyrsta skipti í sögu skólans. Sparimerki seldust fyrir krón- ur 27.890.00 og er það nokkru minna en að undanförnu. Þessir gestir komu í skólann og fluttu erindi: Benedikt Tómasson, skólayfirlæknir, Snorri Sigurðs- voru í henni 23 drengir. Kennari var Jakob Tryggvason skólastjóri, og komu drengirnir fram á árs- skemmtun skólans í marz. Þá starfaði einnig við skólann fiðlusveit undir stjórn Gígju Jó- hannsdóttur, og voru í henni 14 börn. Sú sveit kom einnig fram á ársskemmtun skólans. Stofnaðir voru tveir minninga- sjóðir v.ið skólann: Jólagjafa- sjóður frú Soffíu Stefánsdóttur, er skal hafa það hlutverk að út- hluta gjöfum til fátækra skóla- barna fyrir hver jól, og Minning- arsjóður Unu Hjaltadóttur, en úr honum skal veita verðlaun þeim börnum í 6. bekk, er bera af í háttvísi og prúðmennsku. Skólanum bárust nokkrar gjaf- ir. Meðal annars eftirprentanir af íslenzkum listaverkum frá Ragn- ari Jónssyni bókaútgefanda og Jóni Gunnlaugssyni kennara, 500 kr. í Árdalssjóð frá frú Laufeyju Pálsdóttur og systkinum hennar, og stórt jólatré frá skipverjum á HvassafelLi, en það er „vinaskip“ Barnaskóla Akureyrar og hefir verið síðan 1953. í sambandi við Júlí- og Her- móðsslysið söfnuðu nemendur skólans 22 þúsund krónum, er verja skyldi til að styrkja og gleðja börn, er misstu feður sína í sjóinn. Sjóðurinn var afhentur biskupsskrifstofunni. Bókaverðlaun frá Bókaforlagi Odds Björnssonar fyrir beztu rit- gerðir við barnapróf hlutu þessi börn: Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, Margrét Valgeirsdóttir og Björn Sigurðsson. Verðlaun fyrir beztar teikning- ar hlaut Sigríður Sigurðardóttir. Ágætiseinkunn við barnapróf hlutu 11 börn, 72 fengu 1. eink- unn og 17 2. einkunn. Sýning á skólavinnu barnanna var á uppstigningardag, og sótti hana fjöldi fólks. 260 nemendur í Oddeyrar- skólanum Oddeyrarskólanum á Akureyri var slitið 9. maí sl. Eiríkur Sig- urðsson, skólastjóri, skýrði frá skólastarfinu á árinu. Sú breyting varð á kennaraliði á síðastliðnu hausti, að Sigrún Björgvinsdóttir kom að skólanum í stað Eiríks Stefánssonar og Jakobs Tryggvason var ráðinn söngkennari við skólann. Ný hjúkrunarkona, frú Guðríður Þorsteinsdóttir, var ráðin við skólann í haust. í skólanum voru i vetur 260 börn í 11 deildum. Fastir kennar- ar voru 7 með skólastjóra og tveir stundakennarar. Þrír foreldra- fundir voru haldnir á vetrinum. Sparifjársöfnun fór fram í öll- um deildum skólans og voru seld sparimerki fyrir rúmlega 15000.00 ; krónur. Er það svipað og síðast- liðið ár. Heilsufar var gott framan af vetr.i, en síðari hluta vetrar gengu í skólanum bæði mislingar og in- flúenza og hafði það mikil áhrif á skólasókn barnanna. Börnin fengu vítamíntöflur daglega. Ýmsar gjafir bárust skólanum frá velunnurum sínum. Vegna hinna miklu sjóslysa í febrúarmánuði gáfu skólabörnin 5100 krónur í hjálparsjóðinn. Barnaprófi luku 40 börn. Hæstu einkunnir á barnaprófi hlutu Jó- hanna Antonsdóttir 9.24, Rebekka Árnadóttir 9.13 og Sigurlína Þor- steinsdóttir 9.10. Kvöldvökuútgáfan á Akureyri sýndi skólanum þá vinsemd að gefa fjórar af útgáfubókum sínum til verðlauna við barnapróf. Sýning á skólavinnu barnanna var í kennslustofum skólans við skólaslit og einnig daginn eftir, sunnudaginn 10. maí. Sýningin var mjög vel sótt.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.