Íslendingur - 15.05.1959, Side 6
6
ÍSLENDINGUR
Föstudagur 15. maí 1959
aðanna. Þessi röksemd hefir ekki
stoð í veruleikanum. Bættar sam-
göngur valda því að fjarlægðirn-
ar milli landshluta torvelda ekki
lengur þingmönnum að hafa sam-
band við umbjóðendur sína, þótt
kjördæmin stækki og sá áhugi
þingmanna að hafa sem bezt sam-
hand við kjósendur sína, hlýtur
að verða sá sami, hvort kjördæm-
in eru stór eða smá. Aftur á móti
verður sú mikla breyting á, að
allir flokkar, sem einhverju fylgi
eiga að fagna í kjördæmunum, fá
sína fulltrúa kjörna á þing og
samábyrgð skapast hjá þing-
mönnum um velferðarmál kjör-
dæmanna.
Nokkuð hefir verið um það
rætt, að þessi breyting leiði af sér
aukna hættu á fjölgun smáflokka
í landinu og af því leiði rótleysi í
stjórnmálum. Það er að vísu rétt,
að hlutfallskosningar í stórum
kjördæmum geta falið í sér þessa
hættu. En eins og málum er skip-
að með þessari kjördæmaskipt-
ingu ætti sú hætta að vera hverf-
andi lítil. I 5 manna kjördæmun-
um þarf stjórnmálaflokkur að
hafa allt að 20% atkvæða til að
koma að manni og í 6 manna
kjördæmi 14—17%. í Reykjavík
allt að 8%. Hafi flokkar slíkt
fylgi, finnst mér þeir eiga fullan
rétt á að fá mann kjörinn. Annað
mundi ekki samræmast þeim lýð-
ræðishugmyndum, sem þetta
frumvarp byggist á. En hættuna
á að smáflokkar spretti hér upp
tel ég hverfandi litla.
Eg vil svo að lokum koma laus-
lega að því, hvaða áhrif þessi
kjördæmabreyting mun hafa í
sveitum og sjávarþorpum.
Því hefir verið haldið fram, að
sameining kjördæmanna hafi
hættu í för með sér. I hverju gæti
þessi hætta verið fólgin?
Ef við lítum t. d. á okkar kjör-
dæmi, Norðausturlandskjördæm-
ið, þá verða þar kosnir 6 þing-
menn í stað 5, sem nú eru. Dettur
nú nokkrum manni í hug í fullr.i
alvöru að þessir 6 þingmenn, sem
mjög líklega verða þeir sömu og
nú eru, verði verri fulltrúar hér-
aðanna, þótt þeir séu kosnir hlut-
fallskosningu. Ólíklegt er það.
Nei, þingmenn stóru kjördæm-
anna verða áreiðanlega jafn hollir
þeim og þeir voru sínum gömlu
kjördæmum.
Og ef litið er á hagsmuni sjáv-
arþorpanna í Eyjafjarðar- og
Þingeyjarsýslu, þá eru þeir alls
staðar þeir sömu. Sjómenn eiga
sömu hagsmuna að gæta, hvort
þeir eru húsettir á Húsavík, Dal-
vík eða Þórshöfn. Aukin útgerð
og bætt atvinnuskilyrði eru sam-
eiginleg áhugamál þeirra allra og
sjávarþorpin geta ekki þrifist
nema í kringum þau sé blómlegur
landbúnaður.
Sameiginleg
hagsmunamál.
orka og hvers konar umbætur eru
sameiginleg hagsmunamál byggð-
arlaganna allra, og hvers vegna þá
ekki að vinna saman að fram-
kvæmd þeirra. Sumir hafa talað
um að ábyrgðartilfinning þing-
manna sljógvist við að vera full-
trúar stórra kjördæma. Ekki
finnst mér það líklegt. Miklu
sennilegra virðist mér að sam-
keppni mundi skapast milli þing-
manna um að vinna kjördæmun-
um sem mest gagn, og væri það
vel. En þeir komast ekki hjá að
vinna saman og verða þá að setja
sameiginleg velferðarmál hérað-
anna ofar öllu öðru. Þegar fleiri
þingmenn koma sameiginlega
fram fyrir hönd kjördæmanna
verður aðstaða þeirra miklu sterk-
ari gagnvart ríkisvaldinu, heldur
en er einn þingmaður á i hlut.
Eftir þessa kjördæmabreytingu
á því dreifbýlið að geta komið
sterkara og samheldnara til móts
við ríkisvaldið, sem alltaf reynir
eins og góðum húsbónda sæmir,
að halda sem fastast um ríkiskass-
ann.
Góðir fundarmenn!
Ég sagð.i í upphafi máls míns
að kjördæmaskipan hverrar þjóð-
ar væri táknræn fyrir menningu
hennar og stjórnmálaþroska. Mik-
ill meirihluti þj óðarinnar hefir jjú
ákveðið að víkja til hliðar gömlu
og úreltu kjördæmafyrirkomu-
lagi, en taka í þess stað upp kosn-
ingafyrirkomulag, sem mótast af
frjálslyndi og víðsýni og tryggir
mönnum sem jafnast áhrifavald
á gang þjóðmála í hvaða flokki
sem þeir eru, og hvar á landinu
sem þeir eru búsettir.
Hvernig þessi nýja skipan gefst
verður reynslan að sjálfsögðu að
skera úr um.
Við skulum vona, að vel fari
og að þessi breyting verði þjóð-
inni til farsældar.
í trausti þess munu fylgismenn
þessarar kj ördæmahreytingar
leiða málið fram til sigurs og
heita þar á fulltingi góðra manna.
---------------□---------
Iðnskóla Akureyrar var slitið
fyrra miðvikudag. Skólastjórinn,
Jón Sigurgeirsson flutti þá skýrslu
um skólastarfið á liðnum vetri.
Starfaði skólinn í 4 deildum, og
voru nemendur alls 76. Hæstu
einkunn við burtfararpróf hlaut
Sigmar Sævaldsson rafvirkja-
nemi, 9.09, en alls útskrifuðust 27
iðnnemar. Fara nöfn þeirra hér
á eftir:
Arnar Sigtýsson, rafvirki.
Bjarki Þ. Baldursson, rafvirki.
Björgvin Leónardsson, rafvirki.
Einar Karlsson, vélvirki.
Eiríkur I. Ingvarsson, húsasmiður.
Grétar Olafsson, húsasmiður.
Gunnar Þorsteinsson, rennismiður.
NOTIÐ
gler
í gluggana.
ÞAÐ BORGAR SIG.
Einkaumboð:
Byggingavöruverzlun
Tómasar Björnssonar h.f.
Sími 1489.
NÝKOMIÐ
Þýzku strigaskórnir
ódýru, komnir aftur.
Strigasandalar
stærðir 21—33.
Sumarskór karla
og kvenna,
innlendir og
erlendir.
Fjölbreytt úrval.
Hvannbergsbræður
VANTARKARLMANN
í pylsugerð okkar.
Nýja kjötbúðin
Sími 1113.
UNGLINGUR
13-14 ára, óskast til barna-
gæzlu og léttra heimilis-
starfa. Uppl. í Bjarmastíg 8,
sími 1425.
FÓLKSBÍLL
til sölu. — Upplýsingar hjá
Guðmundi Jónassyni Gránu
félagsgötu 15, sími 1301.
TRILLUBÁTUR til sölu
Hefi ver.ið beðinn að selja
trillubát. — Upplýsingar í
síma 2199.
KAUPUM
TÓMAR FLÖSKUR
1/1 og i/2 og þriggja pela.
GRÁN A
Haukur Guðmarsson, ketil- og plötusm.
Helga Hannesdóttir, kvenklæðskeri.
Hildur Júlíusdóttir, hárgreiðslumær.
Hörður Kristgeirsson, hifvélavirki.
Jóhannes Arason, bakari.
Jónas Jóhannsson, pípulagningam.
Kristján Árnason, prentari.
Otto Tulinius, vélvirki.
Rafn H. Gíslason, bifvélavirki.
Róbert Árnason, múrari.
Sigmar Sævaldsson, rafvélavirki.
Sigurður J. Jónsson, ketil- og plötusm.
Siguróli M. Sigurðsson, hókbindari.
Sigurst. Brynjar Jónsson, húsasmiður.
Skúli Svavarsson, skipasmiður.
Stefán Árnason, húsasmiður.
Steinberg Ingólfss., ketil- og plötusm.
Sveinn Tryggvason, húsgagnasmiður.
IðnsfnlonBm ií Ah. supt upp
TILKYNNING
fró Síldarútvegsrtefnd til síldarsaltenda
ó Norður- og Austurlandi.
Þeir, sem ætla að salta síld norðanlands og austan á þessu
sumri, þurfa að sækja um leyfi til Síldarútvegsnefndar.
Umsœkjendur þurfa að upplýsa eftirfarandi:
1. Hvaða söltunarstöð þeir hafa til umráða.
2. Hvaða eftirlitsmaður verður á stöðinni.
3. Tunnu- og saltbirgðir.
Skrifleg yfirlýsing Síldarmatsstjóra um hæfni eftirlits-
manns verður að fylgja umsóknum.
Þeir, sem ætla að salta síld um borð í veiðiskipum, þurfa
einnig að senda nefndinni umsóknir.
Nauðsynlegt er, að tunnu- og saltpantanir fylgi söltunar-
umsóknum.
Umsóknir sendist skrifstofu vorri fyrir 24. maí n. k.
Siglufirði, 30. apríl 1959.
Síldarútvegsnefnd.
Atviima
Viljum ráða nú þegar nokkra bifvélavirkja og lagtæka menn
til bílaviðgerða.
Einnig 1 mann á smurningsstöð vora.
BSA-Verkstæði h.f.
Raðhú§
Til sölu eru nokkrar íbúðir í raðhúsi, sem byggt verður í
sumar.
Upplýsingar gefa
Sigurbjörn Þorsteinsson,
Þverholti 4, og
Guðbrandur Sigurgeirsson,
Engimýri 6.
Veiðimenn!
Lax- og silungsveiðitækin eru komin.
Laxa-, flugu- og kaststengur.
Silungastengur — Bambusstengur
Spinninghjól
Kasthjól, Reckord, Ambassadeur
Spænir — Flugur — Minnó — Girni
Laxagoggar — Ennfremur margt fleira.
Veiðimenn ath. Hvergi meira og vandaðra
úrval í bænum. — Sendum í póstkröfu.
JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD
Bættar samgöngur, aukin raf-
Ilafsteinn Þorbergsson, rakari.
Þorsteinn Áskelsson, húsgagnasmiður.