Íslendingur - 21.10.1959, Side 4
4
ÍSLENDINGUR
MicJvikudagur 21. október 1959
Kemur út hvem
föstudag.
Útgefandi: Útgáfufélag íslendings.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1, sími 1375.
Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 81 (neðsta hæð), sími 1354. —
Opin kl. 10—12 og 13.30—17.30. Á laugardögum kl. 10—12.
PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f.
Sterk þjóðmálaforusta brýn
nauðsyn
Enn gengur íslenzka þjóðin til
kosninga á sunnudaginn kemur.
Ekki eru liðnir nema 4 mánuðir
síðan hún gekk að kjörborðinu,
og má því segja, að undirbúning-
ur að fyrirhuguðum kosningum
hafi tekið óvenjuskamman tíma
og minni „harka“ hafi færzt í við-
ureign flokka og blaða en löngum
áður. Sumir hafa jafnvel haft á
orði, að áhugaleysi geri vart við
sig hjá kjósendum, og er alls ekki
ólíklega til getið, að minna beri á
deilum um stjórnmálin vegna
þess, hve skammt er liðið frá síð-
ustu kosningum. Því mun þó
fjarri fara, að kjósendur láti sér
á sama standa, hverjir fari með
stjórn landsins á hverjum tíma.
Það snertir hvern einasta þjóðfé-
lagsþegn of mikið til þess, að
hann telj.i sér málið ekki viðkom-
andi.
íslenzk stjórnmál hafa verið
alltof festulítil á undanförnum ár-
um. Enginn einn flokkur hefir
haft hreinan meirihluta á Alþingi,
er skapaði honum skilyrði til
stjórnarmyndunar á eigin ábyrgð.
Því höfum v.ið orðið að húa við
samstjórn 2ja eða fleiri flokka,
þar sem þingstyrkur sumra þeirra
var mjög jafn. Af þessu hefir leitt,
að flokkarnir hafa orðið að semja
um sameiginlega stjórnarstefnu
og þá jafnframt slaka í einhverju
til á sinni eigin. Einn þessara
flokka, Framsóknarflokkur.inn,
hefir oftast verið aðili að slíkri
samstjórn, þar sem hann hefir
haft meiri þingstyrk en kjörfylgi,
og ætti ekki að þurfa frekari skýr-
ingar á því. Með nýju kjördæma-
skipaninni hefir tekizt að færa
þingstyrkinn til nokkurs samræm-
is við kjörfylgið, og mætti því
ætla, að meiri festa fáist innan
tíðar í íslenzk stjórnmál. Hvik-
lyndi sumra forustumanna Fram-
sóknarflokksins hefir valdið því,
að sumar samstjórnirnar hafa
orðið skammlífari en til hafði
verið ætlazt, því að eigi sjaldnar
en þrívegis á einum áratug hefir
Framsókn rofið samstarf um rík-
isstjórn, fyrst við Sjálfstæðis-
flokkinn og Alþýðuflokkinn 1949,
— við Sjálfstæðisflokkinn 1956
og loks við Alþýðuflokkinn og
kommúnista haustið 1958, er
Hermann Jónasson haðst lausnar
fyrir „vinstri stjórnina“, þar sem
engin samstaða um lausn efna-
hagsmálanna væri finnanleg inn-
an ríkisstjórnarinnar.
Það má því með sönnu segja,
að við búum við lítið öryggi um
starfhæfar ríkisstjórnir og stjórn-
arstefnan sé venjulegast harla laus
í reipum, þó að fyrst kastaði tólf-
unum á valdaárum V.-stjórnarinn-
ar, er ekkert tókst, eða hirti um,
að efna af gefnum loforðum. En
margt bendir til, að enn verði
reynt að fitja upp á slíkr.i stjórn
á ný eftir næstu kosningar, ef
kjósendur haga atkvæðum sínum
á þann veg, að sú aðstaða skapist.
Þurfa því kjósendur þeir, sem
ekki vilja fá yfir sig nýja hörm-
ungarstjórn í líki gömlu V.-stjórn-
arinnar að vera vel á verði í kosn-
ingunum á sunnudaginn.
Orugg og traust stjórnarforusta
er þjóðinni nauðsynlcg. Greiðasta
leiðin til að skapa hana, er að
kjósa frambjóðendur Sjólfstæðis-
flokksins ■ hverju kjördæmi og
stuðla að þvi, að hann nói hrcin-
um meirihluta á Alþingi. Til þcss
þarf ekki mikið ótak.
Hér í Norðurlandskjördæmi
eystra benda vorkosningarnar til
þess, að kjörnir verði 3 Fram-
sóknarmenn, 2 Sjálfstæðismenn
og 1 Alþýðubandalagsmaður. •—
Miklar breytingar þurfa að verða
á kosningum í kjördæminu, ef úr-
slit ættu að verða önnur. Dagur
hefir öðru hverju verið að bolla-
leggja um möguleika fyrir Fram-
sókn að fá 4 menn kjörna í kjör-
dæminu og sá, sem í fjórða sæti
hefir verið settur telur sig hafa
rökstuddar vonir. Þessu fer mjög
fjarri. Vegna þess, að Framsókn
áskotnuðust all-mörg atkvæð.i í
vor hér í kjördæminu vegna áróð-
urs flokksins um eyðingu hyggða
og hrun bændamenningar m. m.,
fœkkar atkvæðum hennar við
kosningarnar á sunnudaginn í
stað þess að fjölga. Jafnframt má
telja fullvíst, að atkvæði, sem
Framsókn hlýtur fram yfir það,
sem þarf til að koma að 3 mönn-
um, verffa henni ónýt, en mundu
hins vegar geta tryggt 3. manni
Sj álfstæðisflokksins uppbótarsæti
og kjördæmið þar með hljóta 7.
þingmanninn, ef þau atkvæði féllu
á D-listann. Þetta allt er kjósend-
um í Norðurlandskjördæmi eystra
hollt að hugleiða fram að helg-
inni.
Kjósendur í Norðurlandskjör-
dæmi eystra geta með atkvæði
sinu ó sunnudaginn gert tvennt í
senn. Tryggt kjördæminu 7 þing-
menn og þjóðinni styrka stjórnar-
forustu. Og það geta þeir þó að-
eins gcrt með þvi að kjósa D-list-
onn.
Gjaldfallin skuldabréf ÍO
ára áætlunar verða að
Srreiðast
Tíu ára áætlunin kom sveitunum eins
og vorþeyr eftir langan snjóavetur
Nokkru fyrir 1930 fæddist sá
stórhugur á landi hér að raflýsa
allt ísland með vatnsafli. Það var
í huga Jóns Þorlákssonar.
Um þessa hugmynd minnir mig
segja Keldhverfing-
bæja? Hvað
ar, sem er næsta sveit við Tjör-
nesið. Hvað segja Norður-Þing-
eyingar yfirleitt um sinn hlut? En
fyrir þá hefur ekkert verið gert í
að Tíminn segði, að Jón ætlaði að þessu efni, ekki nokkur skapaður
raflýsa fátæktina.
Þessi napurlegu orð hafa setið
| lilutur, svo ég viti.
Hvað segja Aðaldælir um fram-
kvæmd þessara mála? Þar eru um
60 býli, og 12 hafa verið nídd út-
úr samíélagi sveitunga sinna um
raforkuna vegna furðulegs fram-
í huga mínum síðan eins og ryðg-
aður nagli í spýtu.
Arið 1953 gengu 2 sterkir
flokkar til samstarfs í ríkisstjórn,
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- kvæmdafyrirkomulags, mann-
arflokkur, og sömdu þá um það,' mörg býli með 94 heimilismenn
sem kölluð hefur verið 10 ára á- af 396 í öllum hreppnum. Og þó
ætlun um rafvæðingu dreifbýlis- er innan við 1 km. vegalengd
ins. Þá var þó draumur Jóns Þor- milli allra býla í hreppnum til
lákssonar þegar kominn mjög vel jafnaðar. Þetta er í sjálfri heim-
á veg að rætast, að því er snerti ilissveit Laxárvirkjunar. Og þeg-
mest allt þéttbýli og sum byggð- ar um þetta er kvartað við þing-
Ræða Bjartmars Guðmundssonar á Sandi
við úfvarpsumræðurnar.
arlög í sveitum, og miklar raflín-
ur komnar víða út frá Sogi, Anda-
kíl og Laxárvirkjun.
Með tilkomu 10 ára áætlunar-
innar fór fagnaðaralda um sveit-
irnar eins og vorþeyr eftir langan
snjóavetur, því sveitir okkar
höfðu setið mjög í myrkri og
kulda, síðan á dögum Náttfara í
Reykjadal.
Þetta var sterk ríkisstjórn að
þingfylgi og hafði hún þó nokk-
uð fé handa á milli eða gat haft
til að gera stóra hluti, sem búnir
voru að dragast alltof lengi.
Að vísu fannst okkur í sveit-
.inni þessi áætlun tæplega nógu
ljóslega fyrir okkur lögð og mað-
ur spurði mann sem svo: Hvenær
kemur Hali í Suðursveit inn á
þessa áætlun, Holtakot á Strönd-
um og Garðshorn á Melrakka-
sléttu? En allir vonuðu þó, að
málið yrði leyst með einhverju
móti á næstu 10 árum.
Og byrjunin fyrstu 2—3 árin
spáði góðu.
En áður en 3 ár voru liðin
komu fyrir hjónabandsvandræði
á stjórnarheimilinu. Frúna, þ. e.
Framsókn, fór að langa til að
hafa framhjá manninum sínum.
Þessu lauk með skilnaði árið
1956.
Með stj órnarslitunum gliðnaði
10 ára áætlunin. Eða að minnsta
kosti fór svo að því er snerti
byggðarlög, er rafmagn áttu að
fá út frá Laxárvirkjun.
Hvað segja Reykdælir t. d. og
Mývetningar um það að enn sér
ekki til hinna minnstu byrjunar-
framkvæmda Mývatnsveitu, sem
átti að koma inn árið 1958? Sýn-
ist nú einboðið að henni hljóti
að seinka um 3—4 ár, og öðrum
hinum viðlíka að minnsta kosti,
sem koma áttu á eftir.
Hvað segja Laxdælir um þessa
hluti, er búa á sjálfum Laxár-
bakka skammt innan við rafstöð-
ina? Hvað segja Tjörnesingar
með um 1 km. vegalengd milli
mann, segir hann: Það er ófram-
kvæmanlegt að leiðrétta þetta.
Ég er sveitamaður og þykist
vita, hvernig klukkan slær í sveit-
inni. Engar framkvæmdir eru þar
nú eins aðkallandi og rafvæðing-
in í einhverju formi. Heimilisstöð
við læk er líklegast ódýrast og
bezt, þar sem það er hægt. Þær
eru þegar víða komnar. Þar næst
kjósa menn heimtaug frá stærra
orkuveri, ef engan nothæfan læk
er að fá, sem víðast er. Þetta hef-
ur verið talinn viðráðanlegur
kostnaður fyrir ríki og einstakl-
inga, ef vegalengd er ekki mjög
mikil milli bæja. Svo verður að
viðurkenna, að það miklar geta
þær orðið á milli bæja í strjál-
Bjartmar Guðmundsson.
býli, að leysa verði nauðsyn
slíkra staða með olíustöðvum.
Við það verður ekki unað öllu
lengur en orð.ið er, að stór hluti
sveitafólks í þessu landi sitji það
afsíðis við önnur börn þjóðarinn-
ar, að það nái ekki í hin hvítu
ljós og orkuna, sem knýr tækin.
Við karlmenn getum máske un-
að þessu um sinn fyrir sjálfa okk-
ur. En konurnar geta ekki unað
því. Og þá getum við það þá ekki
heldur þeirra vegna.
Á konum hvílir allt heimilis-
hald fyrir innan stokk. Og svo eru
heimilin aftur undirstaða að öllu
þjóðfélaginu.
Við komust ekki hjá að gera
kröfu um að skuldabréf 10-ára á-
ætlunar, sem eru gjaldfallin,
verði greidd og verkefni, er á eftir
þeim áttu að koma tekin inn á rétt
an stað. Svo þarf vafalaust að
endurskoða þessa áætlun, ef hún
er þá lengur til.
Við sveitamenn verðum að
knýja á. Eg veit að þjóð.in í heild
láir okkur það ekki. Eða hver
mundi sú kona t. d. vera í alupp-
lýstum bæ eða borg, er gæti ann-
að en látið sér til rifja renna hlut-
skipti systur sinnar í sveitinni,
Framhald á 6. síðu.
Með tilkomu bátakvíarinnar á Oddeyrartanga norðanverðum voru
mörgum athafnasömum borgurum þessa bœjar sköpuð skilyrði til að
hafa báta sína í góðu vari, og með byggingu verbúðanna var þeim
gert kleift að geyma veiðarfœri sín á öruggum stað. Fjölmargir bœj-
arbúar stunda nú sjósókn á litlum bátum, sumir þeirra í atvinnuskyni
en aðrir sem tómstundaiðju. — Mynd þessi er nýlega tekin við ver-
búðirnar, þar sem bátarnir hafa uppsátur.