Íslendingur - 21.10.1959, Page 7
Miðvikudagur 21. október 1959
ÍSLENDINGUR
7
Bankabygg í pk.
Matbaunir í pk.
Soyjabaunir
Linsubaunir
Jurtakraftur.
Vöruhúsið h.f.
Saetar möndlur
Súkkat — Kúrenur
Búðingar, margar teg.
Súpur, margar teg.
Súputeningar.
Vöruhúsið h.f.
Gufusoðinn mais
Sérstaklega góður.
Verð kr. 18.00 dósin.
Vöruhúsið h.f.
Maizenamjöl
Rauðkúl, burrkað
Piccles
Hindberjasaft
„Herbayita" te
Eplablaðate
„Nvpon"te
Vöruhúsið h.f.
B A R N A-
NÁTTFÖT
á 10 — 12 — 14 ára.
Verð frá kr. 40.00.
Vöruhúsið h.f.
Orðsending
til bifreiðaeigenda.
Athygli bifreiðaeigenda hér í umdæminu er hér með vakin á
því, að framvegis verður gengið ríkt eftir því, að bifreiðar
séu með löglegum lj ósútbúnað.i, þar á meðal stefnulj ósaút-
búnaði, enda eru nú fyrir hendi reglur um þetta.
Bifreiðaeftirlitið lætur í té nánari upplýsingar um þessi
atriði.
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Bcejarfógetinn á Akureyri.
HLJÓMLEIKAR í NÝJA BÍÓ
fimmtudaginn 22. október kl. 3, 6 og 9 e. h.
Norrænir tonar
Sjónvarps- og útvarpsstjörnur
Danmörk, Noregur, Færeyjar, Svíþjóð, ísland
Færeyingarnir SIMMI OG FÉLAGAR
NILLER ROKKARI
LIV METTE, 10 óra
SIGRÍÐUR GEIRS
fegurðardrottning íslands
STÚLKAN MEÐ GULLTROMPETTINN
BAÐFATATÍZKAN 1959
sýnd af fegurðardrottningu
ROKK — JASS — DÆGURLÖG
CALYPSO
Aðgöngumiðasala í Bókabúð Rikku.
DANSLEIKUR
að Hótel KEA um kvöldið.
Skemmtikraftarnir koma fram á dansleiknum.
LIONSKLÚBBARNIR
I. O. O. F. — 14010238% —
Látin er að heimili sínu Gvendarstöð-
um í Köldukinn Halldóra Jónsdóttir
húsfreyja, frá Fornastöðum í Fnjóska-
dal, kona Helga Jónassonar grasafræð-
ings og bónda þar. Var liún um sjötugt.
Kjartan O. Bjarnason kvikmynda-
tökumaður sýnir myndir í Nýja Bíói
tvö kvöld síðar í vikunni. M. a. skíða-
kvikmynd frá Noregi, mynd úr norsku
þjóðlífi, auk nokkurra íslenzkra mynda.
Leiðrétting við grein um útvarpsum-
rœður. í síðasta tbl., þar sem sagt var
frá útvarpsumræðum, varð meinleg
prentvilla:--„mun síðari ræðumað-
ur“ o. s. frv., á að vera: mun síðasti
ræðumaður þeirra, o. s. frv. Til þess
með öllu að fyrirhyggja misskilning,
skal tekið fram, að átt var við Berg
Sigurbjörnsson.
Nonnahúsið er opið á sunnudögum
kl. 2.30—4 síðdegis. Fer nú að verða
hver síðastur að skoða húsið í sumar,
þar sem það er lokað að vetrinum.
Sölubúðir verða til áramóta opnar til
kl. 4 á laugardögum, en lokað kl. 6 á
föstudögum sem aðra daga vikunnar
að laugardögum undanteknum.
Frá Amtsbókasafninu. I vetur er safn-
Íð opið til útlána þriðjudaga, miðviku-
daga, fimmtudaga og laugardaga kl. 4
—7. Lesstofan opin alla virka daga á
sama tíma.
---------□-----------
Voxandi bjnrtsýni
Mjög mikið líf hefir færzt í all-
ar framkvæmdir í Ólafsfirði á
þessu ári. Má það mest marka af
því að bæjaryfirvöldin hafa á
þessu ári veitt alls 15 bygginga-
lóðir fyrir íbúðarhús. Margt mun
koma til þessarar auknu bjartsýni
fólksins á staðnum. Þangað er nú
væntanlegur nýr bátur, og fleiri
munu á eftir koma. Fólkið sér
fram á vaxandi atvinnu og mun
batnandi afkoma á síldveiðum
nokkru ráða þar um. Nokkrar
fjölskyldur hafa einnig flutzt til
kaupstaðarins á þessu ári.
------o--------
Leikskólinn vígður
n.k. laugardag
Svo sem bæjarbúum er kunnugt
hefir Barnaverndarfélag Akureyr-
ar haft í byggingu leikskóla á
Oddeyri. Skólinn verður vígður
laugardaginn 24. okt. kl. 4 e. h.
Allir velunnarar Barnaverndarfé-
lagsins eru velkomnir, meðan hús-
rúm leyfir. Kaffisala verður á
sama stað á eftir vígslunni.
Húsið verður opið til sýningar
fyrir almenning sunnudaginn 25.
okt. kl. 3—6 e. h., og fer þá einnig
fram kaffisala.
Lá við slysum
Á mánudagskvöldið varð hörð
ákeyrsla á þjóðveginum í Köldu-
kinn. Jeppabíll með kerru aftan í
stóð þar á vegarbrúninni, og voru
tveir menn að stíga upp í kerruna,
er vörubíl bar að á talsverðri ferð.
Mennirnir köstuðu sér út úr kerr-
unni ofan í vegarskurðinn, en í
næsta vetfangi ók vörubíllinn á
kerruna og lagði liana næstum
saman. Munaði því mjóu, að
þarna yrði alvarlegt slys. Vöru-
bíllinn var ekki í ökufæru standi
eftir hinn harða árekstur.
Sl. laugardagsnótt valt 4 manna
bíll með plasthúsi út af beygju á
þjóðveginum vestan við Fnjósk-
árbrú í Höfðahverfi. Hvolfdi hon
um, og urðu á lionum all-miklar
skemmdir. Ökumaður var einn í
bílnum og slapp ómeiddur.
LÖGREGLAN
óskar að tala við sjónar-
votta.
Sl. sunnudag laust fyrir kl. 1
e. h. var 11 ára drengur á leið
suður Skipagötu á reiðhjóli. Fór
þá bifreið fram hjá honum og
mun lmfa komið við hjólið, því
drengurinn stakkst á höfuðið í
götuna og skrámaðist. Auk þess
skemmdist hjólið. Bifreiðin ók á
brott.
Tveir menn, er staddir voru við
sýningarglugga á Verzl. Brynjólfs
Sveinssonar h.f. komu drengnum
til bjálpar. Við þessa menn óskar
lögreglan að tala og einnig aðra
sjónarvotta, ef einhverjir eru.
NÝJA-BÍÓ
Sími 1285.
Aðgöngumiðasala opin frá 7-9
/ kvöld kl. 9:
SKUGGI
FORTÍÐARINNAR
Afarspennandi og vel leikin
ný amerísk kvikmynd í litum.
Aðalhlutverk:
Richard Egan,
Dorothy Malone.
Bönnuð innan 16 ára.
BORGARBÍÓ
Sími 1500
BRAVO, CATERINA!
(Das einfache Madchen)
Söngva- og gamanmynd í litum
— Danskur texti. —
Aðalhlutverkið leikur og
syngur lang vinsælasta söng-
kona Evrópu:
CATERINA VALENTE
Ennfremur Rudolf Prack.
Hljómsveit Kurt Edelhagens
leikur.
Nú er liver síðastur að sjá
þessa bráðskemmtilegu mynd.
Næstu myndir:
VÍTI í FRSCO
(Hell on Frisco Bay)
Hörkuspennandi sakamála-
mynd í litum og
! CÍliÉMMScpPÉ
Aðalhlutverk:
Edward G. Robinson
Alan Ladd.
Bönnuð yngri en 14 ára.
GIFT RÍKUM MANNI
Þýzk úrvalsmynd, byggð á
skáldsögu eftir Gottfried Kell-
er. — Danskur texti.
Aðalhlutverk:
Johanna Matz (hin fagra)
Horsy Bucholz (vinsælasti
leikari Þjóðverja í dag.)
Yfirlýsing
Af gefnu tilefni vill Sjólfsbjörg
félag fatlað'ra ó Akureyri taka
fram eftirfarandi: Félagið hefur
fengið kr. 100.000.00 styrk og
kr. 250.000.000 lén úr Erfða-
fjórsjóði til húsbyggingar.
Stjórnin.
Kosningaskrifstofa Sjólf-
stæðisflokksins er í Hafn-
arstræti 101, opin kl. 10
f.h. til 7 e.h. Sími 1578 og
2478.
Vegasamband opnað á Vestfjörðum,
sem hefir stórmikla þýðingu í sam-
göngumálum Vestfirðinga, a. m. k. að
sumarlagi og opnar leið til vöruflutn-
inga á landi milli Reykjavíkur og ísa-
fjarðar og annarra staða á Vestfjörðum.
□
Dr. Björn Sigurðsson forstöðumaður
tilraunastöðvarinnar á Keldum, andast
í Reykjavík eftir langa vanheilsu 46
ára að aldri.
□
Vísitala framfærslukostnaðar fyrir
október reiknast 100 stig.
□
Aldraður maður á reiðhjóli verður
fyrir bíl á' Stokkseyrarvegi og slasast
til hana.
□
Ingimar Vilhjálmsson frá Hamraend-
um í Hraunhreppi á Mýrum drukknar
á Hjörseyjarsundi. Var hann einn á
báti, og sökk báturinn.
□
Skemmtikliibb ur inn
»Allir eittcc
hefur starfsemi sína með dans-
leik í Alþýðuhúsinu 1. vetrar-
dag, laugardaginn 24. þ. m. kl.
9 e. h. — Félagsskírteini verða
afhent á sama stað miðviku-
daginn 21. þ. m. kl. 8—10 e. h.
og verður þá borðum ráðstaf-
að. — Félagar frá fyrra ári
sitja fyrir. — Fimmtudaginn
22. þ. m. verður nýjum félög-
um seldir miðar frá kl. 8-9 e.h.
STJÓRNIN.
EINMUNA HAUSTTÍÐ
Einmuna tíð hefir verið hér á
Norðausturlandi í haust, og muna
menn ekki eftir því, að slátrun
hafi fram farið í jafn góðu veðri
og nú. Oll haustverk eru unnin
enn við hin beztu skilyrði svo sem
ræktunarframkvæmdir og annað,
er vinna þarf á haustdögum.
-----X-------
Heimili og skóli,
18. ár, 3.—4. hefti, hefst á út-
varpserindi Hannesar J. Magnús-
sonar skólastjóra, „Að hverfa í
múginn“. Þá er afmælisgrein um
Snorra Sigfússon fyrrv. skóla-
stjóra 75 ára, uppeldismálaerindi
e. Ólaf Gunnarsson sálfræðing,
nokkrar þýddar greinar um upp-
eldis- og skólamál, Svipmyndir úr
skólastofunni, dagbókarbrot eftir
H. J. M. o. m. fl.