Íslendingur - 08.01.1960, Blaðsíða 4
4
ÍSLENDINGUR
Föstudagur 8. janúar 1960
Kenuir út hvem
föstudag.
Útgefandi: Útgáfufélag íslendings.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1, sími 1375.
Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 81 (neðsta hæð), sími 1354. —
Opin kl. 10—12 og 13.30—17.30. Á laugardögum kl. 10—12.
Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f.
X,vM ár rnunið
Árið 1959 er liðið í „aldanna
skaut“ og nýtt ár runnið. Við ára-
mót er venja að horfa til baka yfir
liðna árið og meta, hversu það
hefir reynzt einstaklingum og
heilum þjóðfélögum. Okkur ís-
lendingum reyndist það um margt
gj öfult en einnig á sumum sv.iðum
þungt í skauti. Það varð t. d. mik-
ið slysaár. Má segja að það hafi
byrjað göngu sína með slysum,
þar sem sjúkraflugvél Norðlend-
inga fórst með fjórum ungum
mönnum. I febrúarinánuði fórust
tvö skip með samtals 42 manna á-
höfn. Og alls fórust fleiri manns-
líf en á tveim næstu árum á und-
an samanlagt.
Árferði var á hinn bóginn með
betra móti. Grasspretta með fá-
dæmum og heyöflun um mikinn
hluta landsins meiri en áður hefir
þekkzt. Um suðurhlula landsins
var þó óvenju votviðrasamt sum-
ar, svo að til vandræða leiddi um
margar sveitir. Síldveiði varð
betri en um mörg undanfarin ár.
Litlu fyr.ir áramótin 1958—59
settist ný ríkisstjórn að völdum,
— minnihlutastjórn Alþýðu-
flokksins. Setti hún sér það mark
að stöðva verðbólgu í landinu.
Naut hún stuðnings Sjálfstæðis-
flokksins til nauðsynlegra að-
gerða í því efni og varð þar betur
ágengt en vænta mátti. Tvennar
Alþingiskosningar fóru fram á ár-
inu vegna breytinga á kjördæma-
skipan, er leiddi til þess, að Al-
þingi má nú teljast nokkurn veg-
inn rétt mynd af þjóðarviljanum.
Verður kjördæmabreytingin talin
aðalviðburður ársins á þjóðmála-
sviðinu.
Efnahagsmálin eru nú helzta
vandamál ríkisstjórnar vorrar,
þings og þjóðar. Á farsælli lausn
þeirra veltur framtíðarvelferð
þjóðarinnar framar öllu öðru.
Gleðilegt ár!
Stefnubreyting óumflýjanleg
Síðan Alþingi var frestað í
desember hefir ríkisstjórnin unn-
ið með hagfræðilegum ráðunaut-
um sínum að rannsóknum á efna-
hagsmálunum og mun nú vera að
ganga frá tillögum um skipan
þeirra í næstu framtíð. I áramóta-
ræðu, er Ólafur Thors forsætis-
ráðherra flutti í útvarpið á gaml-
árskvöld, gerði hann ástandinu í
þeim málum aðallega skil, enda
verða þau að teljast mál allra
mála urn þessar mundir. Benti
ráðherrann á, að á fám undan-
förnum árum hefðum við notað
um 1 milljarð króna til fjárfest-
ingar og eyðslu umfram það, er
þjóðin hefði aflað með fram-
leiðslu sinni á sama tíma. Allt
þetta fé hefði orðið að taka að
láni, og yrði ekki lengra gengið á
þeirri braut. Kvað hann óumflýj-
anlegt, að þjóðin takmarkaði
neyzlu sína framvegis við það,
sem afrakstur framleiðslu hennar
leyfði á hverjum tíma, en til þess
þyrfti stefnubreytingu, er ríkis-
stjórnin væri fullkomlega sam-
mála um.
Um þetta fórust honum svo orð:
„Ef ekki verður tekin upp
ný stefna í efnahagsmálunum,
verður óhjákvæmilegt að
leggja á þjóðina, strax og Al-
þingi kemur saman, nýja
skatta, er nema um 250 millj.
króna á ári.
Þessir skattar og það, sem
þeim fylgir, munu hækka vísi-
töluna um 5—6 stig..
Krefj ist launþegar tilsvar-
andi hækkunar á krónutölu
ársteknanna, verður enn að
leggja á nýja skatta um næstu
áramót.
Til þess að þessi leið sé fær,
verða íslendingar að eiga kost
á erlendum lánum til kaupa á
óþarfavarningi.
Það er a. m. k. mjög ólík-
legt, að slík lán séu fáanleg og
raunar heldur ekki lán til arð-
bærrar fj árfestingar, nema
breytt sé um stefnu. .
Þær ástæður, þótt einar
væru, myndu neyða okkur til
að taka upp nýja stefnu. .
En jafnvel þótt fram hjá því
yrð.i komizt í eitt ár eða svo,
leiðir af framantöldu, að 5—6
stiga kjararýrnun er með öllu
óhjákvæmileg í bili, og sér þó
ekki fyrir enda ógæfunnar,
heldur sökkvum við aðeins
dýpra og dýpra í feigðarfenið
án stefnubreytingar.
Allt bendir til þess, að ís-
lendingar séu tilneyddir að
breyta tafarlaust um stefnu í
efnahagsmálunum.“
Máli sínu lauk forsætisráðherr-
ann með þessum orðum:
„.... Enginn okkar, sem
með völd förum, höfum neina
löngun til að skerða kjör
nokkurs manns. Enginn okkar
telur neinn vinnandi mann of-
sælan af því, sem hann nú her
úr býtum fyrir erfiði sitt. En
það breytir ekki þeirri stað-
reynd, að við getum ekki hald-
ið áfram að eyða meira en við
öflum.
Aðrar þjóðir hafa orðið að
fara út á vígvöllinn árum sam-
an, milljónirnar látið líf sitt
fyrir ættjörðina, frelsi hennar
og sóma.
íslenzka þjóðin mó ekki
lóta það henda sig að stefna
framtíð sinni í voða, ef til vill
bæði fjórhagslega og pólitískt,
einvörðungu vegna þess að
það kann að krefjast einhverro
fórna í bili að koma mólum
hcnnar í hcilbrigt horf."
jafnframt niðurjöfnunarnefndir, og
eins er það vitað, að bóndi getur unnið
jafnmikil afrek og skrifstofustjóri í
stjórnarráði, en ekki mun talin goðgá
að „krossa" þá. Því fer víðs fjarri, að
öll „afrek“ séu unnin í Reykjavík,
eins og Alþýðublaðið virðist halda. En
á sömu síðu og þessi fáránlega klausa
stendur er beðið um botn við þessum
vísuhelmingi:
Manstu þegar máninn var
miðstöð rómantíkur.
Dagskróin um jólin. — Róleg óramót,
segja blöðin. — Hvað eiga menn
norður i landi að gcra með heiðurs-
mcrki? spyr jólablað Alþýðublaðsins.
— Búfjóreign íslendinga og jarðar-
gróði.
MARGIR munu hafa hlýtt mikið á
útvarpið um jólin. Sjálfsagt hefir verið
vandað vel til jóladagskrárinnar að
venju, enda var þar margt merkilegt að
heyra. Þó varð ég fyrir vonbrigðum
með þáttinn milli kl. 22 og 23 á kvöldi
annars jóladags. Þar skildist mér, að
vera ættu blandaðir ávextir, gaman-
spjall með eitthvað fyrir alla, en úr
varð barnatími. Allur þátturinn fór í
söng lélegra barnaljóða og texta, svo
sem: Gekk ég yfir sjó og land, Nú skal
heyra o. s. frv. Þessi barnatími hefði
átt að vera fyrr að kvöldinu, því að
börnin voru farin að sofa víðast hvar.
Hins vegar var þáttur Björns Th.
Björnssonar frá slóðum Hafnarstúd-
enta hinn fróðlegasti, þótt ekki væri
hann að sama skapi skemmtilegur, enda
e. t. v. erfitt að gera því efni skil á
þann hátt, að hlustendur gætu haft
„gaman“ af. Dagskráin á gamlaárs-
kvöld var mjög sæmileg, þótt gaman-
þátturinn væri tæplega nógu fjörmikill.
Söngur Tryggva Tryggvasonar og fé-
laga bar þar hæst og er ágætur dag-
skrárliður.
BLÖÐIN SEGJA, að friðsamlegra
hafi verið um áramótin víðast hvar en
undanfarin ár, og er gott til þess að
vita. Þjóðviljinn tekur sérstaklega
fram, að engin alvarleg umferðaslys
hafi orðið á nýársnótt, en „þó var mik-
ið annríki á slysavarðstofunni, en þar
var nær eingöngu um að ræða fólk, er
hafði hlotið meiðsl í heimahúsum
vegna ölvunar, ryskinga o. fl. þ. h., en
um áramótin drekka menn gjarnan
nokkuð fast í heimahúsum eins og
kunnugt er.“
Kirkjusókn kvað víða hafa verið ó-
venjulega mikil um jólin og áramótin,
og er gott til þess að vita, að fólki
skiljist, að jól og áramót eru ekki fyrst
og fremst „karneval“, þar sem kappát,
ærsl og ölæði eigi að setja svip sinn á
hátíðirnar.
og gæti.þá botninn t. d. verið svona:
Orðu fullvel enginn bar
utan Reykjavíkur."
ÉG HEF VERIÐ að blaða í nýjustu
Hagtíðindum, þar sem skýrt er frá jarð-
argróða og búpeningseign þjóðarinnar
á árinu 1958. Það ár var töðufallið 2750
þús. hestar (þar af vothey 295 þús.), en
úthey 447 þús. hestar. Árið 1954 varð
taðan 2402 þús. hestar en úthey 554
þús., og sýna þær tölur hve ört miðar í
þá átt að taka allan lieyskap á ræktuðu
landi. Kartöfluuppskeran var 1958 71
þús. tunnur á móti 95 þús. árið 1954.
Er af því auðsætt, að mikið hefir vant-
að á, að íslendingar séu sjálfum sér
nógir með kartöfluframleiðslu, en þó
má reikna með, að ekki komi hver
kartafla til framtals, sem ræktuð er í
landinu.
Búfjáreign landsmanna var þessi:
Nautgripir 48000 (þar af kýr og kelfd-
ar kvígur 35115), sauðfé 774814 (þar
af ær 659575), hross 31023, geitfé 82,
svín 774, hænsni 95206, endur og gæsir
rúmlega 300. Loðdýraeignin þurrkuð
út. Hrossum og geitfé fer mjög fækk-
andi, og er nú uggur í mönnum út af
því, að islenzka geitin verði brátt al-
dauða. Þyrfti opinberar ráðstafanir til
að koma í veg fyrir það.
Flest er sauðfé í Árnessýslu, 74 þús-
und, en næst í Norður-Múlasýslu, 62
þúsund. Af kaupstöðum er Ólafsfjörð-
ur fjárflestur, en undir hann teljast
líka nokkrar bújarðir fram um dalinn.
Nautgripir eru langflestir í Árnessýslu
(8394), en næst kemur Rangárvalla-
sýsla. Af kaupstöðum er Akureyri með
flesta nautgripi, 568, þar af eru 462
eign bænda. Töðufengur Akureyringa
var það ár rúmlega 26 þús. hestar.
Kveðið um
innrásina
í Tíbet
Rauðir ljúga ribbaldar,
Vísnabálkur
Svartur kveður:
Út ég ríð með óðarsnarl,
ekki fríða drögu.
Langt er síðan Svartur karl
sinnti smíði bögu.
Vísa botnuð. Fyrir löngu var
æskt botns við vísuhelming í blaði
þessu, en árangurslaust. Hér kem-
ur vísan heil:
Sækja tækan bögubotn,
bragna magnast vandi.
Fann ég hann við fylkið Þotn,
fornt, í sagnalandi.
Böggull með skammrifi.
Lofar fagurt atomöld
auknum hag og gróða.
Eftir daga kemur kvöld,
kynnir sagan þjóða.
Sveinn Víkingur.
Víkings nafni. — Síra Sveinn
seguls hefur stálið. —
Þagnar Islands þjóð sem steinn
þegar hann byrjar málið.
Eftir eldhúsumrœður.
Þá er búinn þessi slagur,
þingið dauðahljótt.
Upp mun renna aftur dagur
eftir þessa nótt.
Kveðskapur.
Margir kveða vísur vel,
vernda háttu forna.
Nýja tímans tæknivél
trautt við því má sporna.
Grétar Fells.
Geislar jafnan Grétars mál
gullnum sannleikskjarna.
Fræði hans þau frjóvga sál
flestra landsins barna.
Stormur.
(Sléttubönd aldýr.)
Vindar gjalla, byrja brag,
binda liallir álfa.
Tindar fjalla leika lag,
lindir vallar skjálfa.
Æskan.
Æskan rennur upp við tál,
eiturmenning sanna.
Vitið grennir víðheimsmál
villukenninganna.
Góðar sJafir til
Peli skrifar:
í JÓLABLAÐI Alþýðublaðsins las
ég þessa klausu:
„Það tíðkast nú mjög í þjóðfélagi
okkar að veita mönnum orður fyrir af-
rek ýmiss konar, sem þeir hafa unnið á
lífsleiðinni. Sjálfsagt þykir, að til dæm-
is maður norður í landi (lbr. hér), sem
hefir unnið það einstæða afrek að vera
bóndi allt sitt líf og hefir þar á ofan
setið í hreppsnefnd og kannske verið
oddviti meira að segja, að ekki sé talað
um minniháttar afrek hans eins og t. d.
að eiga sæti í niðurjöfnunarnefnd,
hundahreinsunarnefnd og nefndanefnd
— fái riddarakross Fálkaorðunnar, og
auðvitað eru allir sammála um, að ná-
nasarlegt hafi verið að veita honum
ekki Stórriddarakrossinn.“
Segja má, að vanþekking og vits-
munaskortur tvímenni á þessari fyndni
blaðsins. Hreppsnefndir í sveitum eru
ragir trúa fábjánar,
marga kúga mannvargar,
mynda grúa hálfvitar.
Tárum gráta Tíbetar,
tryllast láta Kínverjar,
fleðumáta- forsprakkar
flærð af státa náhausar.
Forsmán rauð af falsi gerð
er fjandinn einn kann duga,
vei, níðingslund ber nakið sverð
með nægan glæpahuga.
Vei! níðingslund ber nakið sverð
með nægan glæpahuga.
Steinar Magnússon.
leikskólans
Tveim dögum fyrir jól kom
hingað flugvél frá Keflavíkurvelli
og með henni prestur frá varnar-
liðinu, er afhenti stjórn Barna-
verndarfélags Akureyrar myndar-
legar gjafir til hins nýja leikskóla
félagsins, Iðavallar við Gránufé-
lagsgötu, sem að verðmæti munu
nema hartnær 20 þús. krónum.
Voru það ýmis leiktæki og leik-
föng, svo sem þríhjól, vagnar,
brúður o. fl.
Varnarliðsmenn höfðu safnað
fyr.ir gjöfinni með samskotum, og
er hún aðeins ein af fleiri slíkum
gjöfum, er þeir afhentu hliðstæð-
um stofnunum annars staðar fyr-
ir jólin.
Stjórn Iðavallar hefir beðið
blaðið að færa gefendum beztu
þakkir fyrir hugulsemi þeirra.