Íslendingur


Íslendingur - 08.01.1960, Blaðsíða 6

Íslendingur - 08.01.1960, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR Föstudagur 8. janúar 1960 Flugfélag Islands hyggur á fastar Grænlandsferöir Um margra ára skeið hefir Flugfélag íslands annazt mjög umfangsmikil leiguflug til Græn- lands fyrir ýmis fyrirtæki, sem þar hafa atvinnurekstur. Þessi flugþjónusta hefir aukizt ár frá ár.i og verið sérlega farsæl. Farn- ar hafa verið hátt á sjöunda hundrað ferðir án þess að nokk- urt óhapp hafi komið fyrir. Nú hefir Flugfélag íslands á- kveðið að hefja reglubundið á- œtlunarjlug til Grœnlands og hef- ir þegar sótt um leyfi til þess til danskra og íslenzkra stjórnar- válda. Reglubundnar leigu- ferðir sl. 2 ór. Tvö síðastliðin sumur hefir Flugfélag íslands annast reglu- bundin leiguflug frá Reykjavík til Kulusuk og Syðri-Straumfjarðar einu sinni í viku fyrir danska að- ila, auk annarra leiguferða. Þá fór „Sólfaxi“ fimm ferðir frá Reykjavík til austurstrandar Grænlands sl. sumar fullskipaður ferðafólki íslenzku og erlendu og komust færri með en vildu. Gefur þetta nokkra hugmynd um, að hér á landi er mikill áhugi fyrir Græn- landsferðum. Auk þess berast fé- laginu stöðugt fyrirspurnir frá ferðaskrifstofum og einstakling- um erlendis um flugför til Græn- lands. Fyrir um það bil tíu árum fóru flugvélar Flugfélags íslands fyrstu Grænlandsferðirnar. Síðan hafa þær verið þar tíðir gestir, flutt fólk og varning til ýmissa staða. Þessir flutningar hafa, sem fyrr segir, vaxið ár frá ári, og er nú svo komið, að Flugfélag ís- lands telur sig geta leyst verkefni sín í Grænlandsfluginu betur og hagkvæmar bæði fyrir sig og við- skiptavini sína á þann hátt, að stofnað verði nú til reglubund- inna áætlunarflugferða til hinna helztu staða þar, jafnhliða ein- hverju leiguflugi. Onnur ástæða þess, að Flugfé- lag íslands hefir fyrir sitt leyti ákveðið að stofna til áætlunar- flugs til Grænlands er sú, að sam- keppni um flugflutningana þang- að fer stöðugt harðnandi. Sækir um tvaer flugleiðir. Flugfélag íslands hefir nú um tíu ára skeið leyst Grænlandsflug af hendi á þann hátt, að aflað hef- ir íslenzkri flugliðastétt aðdáunar þeirra manna erlendra, sem að- stæður þekkja. Flugfélag Islands sækir um leyfi til áætlunarflugs á flugleið- unum Reykjavík—Kulusuk— Syðri-Straumfjörður fram og aft- ur og einnig um flugleiðina milli Reykjavíkur og Narssarssuaq. Ef umbeðin leyfi til þessa fyr- irhugaða áætlunarflugs til Græn- lands fást, sem fastlega má vænta, er ráðgert að hefja vikulegar ferðir milli Reykjavíkur, Kulusuk og Syðri-Straumfjarðar í byrjun maímánaðar þessa árs. Ekki hef- ir ennþá verið ákveðið, hve tíðar ferðir milli Reykjavíkur og Nars- sarssuaq verða. Grænlandsflug krefst gagngerrar þekkingar. Vegna landfræðilegrar legu ís- lands liggur flug héðan til Græn- lands mjög vel við, ekki sízt, þeg- ar sú staðreynd er höfð í huga, að vegna hinna tíðu veðrabreytinga á veturna, þarf að sæta lagi með flug til sumra staða þar. Flugfé- lagið gerir sér vonir um að reynsla þess í Grænlandsflugi verði talin veigamikið atriði, þegar gert verður út um það, hvort félagið fær umbeðin rétt- indi til fyrrgreindra áætlunar- ferða. Rétt er að minna á að á sl. ári hefir margt verið ritað um flutninga til Grænlands og á hvern hátt þeir yrðu hagkvæmast leystir af hendi. I þeim umræðum hefir blöðum í Danmörku, svo og í öðrum löndum orðið tíðrætt um hinn merkilega þátt Flugfélags ís- lands í flugflutningunum til Grænlands og hefir félagið und- antekningarlaust verið lofað fyr- ir, hve vel það leysir verkefni sín í Grænlandsflutningum af hendi og ennfremur hve frábærlega vel flugliðar þess eru starfi sínu vaxnir. Flug til Grænlands krefst gagn- gerrar þekkingar á aðstæðum á- samt árvekni og góðri þjálfun. Löng og happadrjúg reynsla Flugfélags íslands í Grænlands- flugi ætti að vera bezta trygging þess, að félagið leysi verkefni sín á þeim vettvangi vel og örugglega af hendi. SIGURÐUR KRISTINN DRAUMLAND: CJomlfl klukknn Þegar gamla klukkan kallar kveða minningarnar allar sama rómi, sama brag. Hljómar, Ijúfir unaðsómar æskustrengjum syngja lag. Stofan fyllist hörpuhliómum, hugurinn gullnum sólskinsómum, þeir hafa oft til leiks mig leitt. Manstu vorið! — klukkan kallar, kallar vorið . . . Höggið eitt . . . Breyta ómar brag og rómi, bylgjur kasta þyngri ómi, kalla vonir, kalla trú. Manstu blóm þín! — klukkan kallar kallar sumar . . . Höggin þrjú . . . í klukkuómnum haustsins hlótur hljómar eins og fiðlugrótur. Svipir þjóta. Varúð vex. Þögnin hringir. Klukkan kallar, kallar rökkur . . . Höggin sex . . . / Veðradynur deyfir óminn, dregur seim í klukkuhljóminn. Húmið stróir stjörnudögg. Stundin bíður! — klukkan kallar, kallar vetur. . . Níu högg . . . Hljómur, Ijúfur æskuómur ymur líkt og skapadómur um hljóða óttu klingi kólf. Manstu, manstu! — klukkan kallar, kallar eilífð . . . Höggin tólf . . . Zfmmmmmmm'mmmfmmmmfmriíMfömrmmMmmi Iiagimar Eydal íyrrv. ritstjóri Hann andaðist hér í bænum að heimiii dóttur sinnar hinn 4. jóla- dag, 86 ára að aldri, og hafði þá verið farinn að líkamlegri heilsu um mörg ár. lngimar var fæddur að Stekkj- arflötum í Eyjafirði 7. apríl 1873, og voru foreldrar hans Jónatan Jónsson bóndi þar og kona hans, Sigríður Jóhannesdóttir frá Brekku. Ingimar fór til náms í Möðruvallaskóla og iauk þaðan prófi vorið 1895, og stundaði næstu 10—11 ár barna- og ungl- ingakennslu í Eyjafirði. Einn vet- ur á því tímabili stundaði hann nám við iýðháskólann í Askov á Jótlandi. Árið 1908 gerðist hann kennari við Barnaskólann á Akur- eyri og gegndi því starfi samfellt í 30 ár, þar af var hann eitt ár skólastjóri. Ingimar Eydal var mikill og heilhuga samvinnurnaður. Sat hann í stjórn KEA frá árinu 1917 og æ síðan, meðan heilsan entist. Skrifaði hann og mikið um sam- vinnumál. Þá var hann árum sam- an bæjarfulltrúi og forseti bæjar- stj órnar um skeið. Þegar Sigurður Einarsson Hlíðar stofnaði vikublaðið ís- lending í apríl 1915, gerðist Ingi- mar meðritstjóri blaðsins og liafði þann starfa á hendi til árs- loka 1916. Er Dagur var stofnað- ur, gerðist Ingimar ritstjóri hans í ársbyrjun 1918 og var ýmist að- alritstjóri hans eða annar tveggja ritstjóra allt til 1945, að undan- teknum 7 árum, er Jónas Þor- bergsson annaðist það starf. Blaðamennskuna og kennara- starfið ber hæst í lífi hins látna borgara. Farsælar gáfur og tamin skapgerð skipuðu honum framar- lega á bekk í hópi starfsbræðra hans. Hann var mikill málafylgju- maður, hvort sem hann stóð í ræðustóli eða ritaði stjórnmála- greinar, og sem nærri má geta, yrði það stór bók, ef öllum grein- um hans um stjórnmál, samvinnu- mál og annað það, er hann ritaði um í blaðið Dag, yrði safnað saman. Þrátt fyrir það, að hart vær.i oft deilt um þjóðmálin í Ak- ureyrarblöðunum, entist það ekki til fáleika eða úlfúðar milli hans og annarra ritstjóra. Hann var persónulegur kunningi þeirra, glettinn og gamansamur í viðræð- um, fróður um menn og málefni og hlýr í öllu viðmóti. Kvæntur var Ingimar Guð- finnu Jónsdóttur, sem látin er fyr- ir nokkrum árum. Attu þau þrjá syni og tvær dætur. II | iiikaimrheit Hjónaefni. Um jólin opinberuffu trú- lofun sína ungfrú Elín Hafdís Ingólfs- dóttir, tannsmíðanemi, Akureyri, og Andrés Ingólfsson, hljóðfæraleikari, Reykjavík. — Ungfrú Arnheiður Krist- insdóttir, tannsmiður, og Orn Ragnars- son, bifvélavirki, Akureyri. — Á gaml- ársdag opinberuðu trúlofun sína ung- frú Mattliildur Egilsdóttir og Arngrím- ur B. Jóhannsson, loftskeytamaður, Ak- ureyri. Hjónaejni. Á gamlárskvöld opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Hrönn Jó- hannsdóttir frá Akureyri og Ingibergur Egilsson, flugvirki, Rcykjavík. -— Sama dag ungfrú Ilildur Júlíusdóttir, hár- greiðslumær, Akureyri, og Eiríkur Al- exandersson, kaupmaður, Grindavík. Þakkir Frá MœSrastyrksnejnd. lljartans þakkir til allra hinna mörgu, sem að- stoðuðu okkur með rausnarlegum fjár- framlögum og fatagjöfum fyrir jólin. Ennfremur alveg sérstakar þakkir til skátanna og skátaforingjans, Tryggva Þorsteinssonar, sem veittu okkur alveg ómetanlega hjálp. — Mæðrastyrks- nefndin. rOLAiR rafgeymar allar stærðir — í bifreiðar, vélbóta og landbúnaðarvélar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.