Íslendingur - 16.06.1961, Page 4
4
ÍSLENDINGUR
Föstudagur 16. júní 1961
Kemur út hvern föstudag. §
Útgefandi: Útgáfufélag ís- I
lendings. — Ritstjóri og §
| ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1, Sími 1375. 1
I Fréttir og auglýsingar: Stefán E. Sigurðsson, Krabbastíg 2, =
= sími 1947. Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 81 (neðsta I
i hæð), sími 1354. Opin kl. 10—12 og 13.30—17.30. Á laugardög- i
| um kl. 10—12. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri. i
SKEMMDARVERKAMENN Á KREIKI
ENNÞÁ, meðan þetta er ritað,
eru verkföll í algleymingi, hart-
nær 10 þúsund þátttakendur að
sögn. Fyrirferðarmest eru þau að
sjálfsögðu í Reykjavík, en víðar
mun þeirra gæta. Hér á Akureyri
verður þess ekki tiltakanlega
vart, og hefur hið daglega líf í
bænum ekki breytzt tiltakanlega.
Framsóknarflokkurinn tók að
sér forustu í því, að koma á samn
ingum um verulegar kauphækk-
anir og hleypa verðbólguóvætt-
inni lausri. í helzta Framsóknar-
hreiðri landsins, Suður-Þingeyj-
arsýslu, var fyrst hafizt handa
um að reyna að kollvarpa efna-
hagskerfinu, sem hafði mót von
Framsóknar sýnt nokkra yfir-
burði við önnur eldri. Var það
gert með þeim hætti, að Karl
Kristjánsson alþingismaður, for-
seti bæjarstjórnar Húsavíkur og
formaður Kaupfélags Þingeyinga
fékk samþykkt í bæjarstjórn
staðarins, að þegar í stað yrði
samið við verklýðsfélög þar á
staðnum um verulega kauphækk
un, og í kjölfar K. K. synti síðan
stjórn og framkvæmdastjóri
Kaupfélags Eyfirðinga. Hvar sem
unnt var að brjóta skörð í þann
trausta múr, er núverandi ríkis-
stjóm hafði hlaðið til að bjarga
íslenzkum gjaldmiðli og fjárhags
legu trausti þjóðarinnar út á við,
safnaðist lið Framsóknar að með
sprengjur sínar og varð all-vel
ágengt í skemmdastarfinu.
Ekki verður í fljótu bragði séð,
hvaða markmiðum „samvinnu-
menn“ eru að þjóna á Húsavík og
Akureyri með forgöngu sinni um
að rífa niður það, sem byggt hef-
ur verið upp í efnahagsmálunum
síðustu tvö árin, og munu þó
margir ætla, að sjúkleg komm-
únistaþjónkun búi á bak við. Og
þau kynni hefur þjóðin haft af
Framsóknarflokknum síðustu
mánuði, að hún mun ekki reikna
með honum sem ábyrgum til eins
eða neins. Hin sjúklega valdafýsn
hans hefur svo umhverft honum,
að hann getur með köldu blóði
tekið sér stöðu vinstra megin við
kommúnista, ef þurfa þykir.
Hvaðan Framsókn hefur komið
sú vizka, að íslenzkir atvinnuveg
ir geti í dag bætt á sig allt að
15% launahækkunum, er ekki
vitað. En hafi samvinnufélögin
haft svo góða afkomu sl. ár, að
þau geti tekið á sig þessa launa-
hækkun, hví reyndu þau þá ekki
að bæta kjör viðskiptamanna
sinna með lægra vöruverði?
Enginn ágreiningur er um það,
að 4 þús. kr. mánaðartekjur eru
ónógar til að framfleyta fjöl-
skylduheimili. Það er heldur eng
inn ágreiningur um það, að af-
koma útflutningsatvinnuveganna
sl. ár var með hörmulegasta móti
vegna aflabrests og lækkaðs
verðs á erlendum mörkuðum. Og
þjóðin á nú einu sinni ekki öðru
að skipta sér'til framfæris en
tekjum sínum á hverjum tíma,
ef vel á að ráðast.
Framsóknarflokkurinn hefur
nú í sumar sýnt fádæma ábyrgð-
arleysi, enda kemur æ betur í
ljós með hverju ári, að uppistaða
hans er hópur tækifærissinnaðra
manna, sem vilja eitt í dag og
annað á morgun, allt eftir því,
hvort hann er í stjórn eða stjórn-
arandstöðu. Hann er samansettur
af rosknum ævintýramönnum,
valdagírugum og hrokafullum
annarsvegar, en að öðru leyti
byggður upp af ungkommúnist-
um, sem troðizt hafa inn í félags-
skap ungra Framsóknarmanna.
Eina markmið hans í dag er að
reyna að eyðileggja núverandi
efnahagskerfi, og til þess skal
öllu kostað. Samvinnufélögin eru
notuð til þeirra skemmdarverka,
og er auðsætt, að vegur þeirra og
virðing hlýtur að setja ofan með-
al annarra þjóða, er fylgjast með
efnahagsmálum okkar.
Takist skemmdaverkaliði Fram
sóknar og kommúnista að
sprengja þann varnargarð, er
reistur hafði verið umhverfis
gjaldmiðil okkar, svo að leiði til
nýrrar verðbólgu og nýrrar
skráningar krónunnar, verðum
við að sjálfsögðu að taka afleið-
ingunum. Ríkisstjórnin mun ekki
hvika frá sinni stefnu: að treysta
efnahagskerfið og þar með traust
þjóðarinnar út á við, stöðva kapp
hlaupið milli verðlags og kaup-
gjalds og skrá gengi gjaldmiðils
okkar á hverjum tíma á raunhæf
an hátt. Til þess fylgir meirihluti
þjóðarinnar stjórninni og fer æ
vaxandi.
Sr. Friðrik A. Friðriksson prófasfur
KIRKJUÞINGMAÐUR Norður-
landskjördæmis eystra og pró-
fastur Suður-Þingeyjarprófasts-
dæmis, séra Friðrik A. Friðriks-
son, er 65 ára 17. júní n. k. —
Hann hefur um tugi ára verið í
fylkingarbrjósti kirkjunnar
manna, helgað krafta sína og ó-
venju fjölþætta hæfileika trú- og
menningarmálum hinnar ís-
lenzku þjóðar. Honum er árnað
heilla á merkum tímamótum æv-
innar með þakklæti margra vina
og samstarfsmanna.
Séra Friðrik Aðalsteinn er
fæddur í Reykjavík 17. júní 1896.
Foreldrar hans voru hjónin Frið-
rik Ólafsson, er síðast var dyra-
vörður í íslandsbanka og Ketil-
ríður Sigurbjörg Friðgeirsdóttir
bónda í Hvammi og síðar Refs-
stöðum í Húnavatnssýslu. Hann
gekk í Menntaskólann í Reykja-
vík og útskrifaðist þaðan 1916. —
Þá fór hann í guðfræðideild Há-
skóla íslands og lauk kandidats-
prófi 1921. Hann var vígður 9.
okt. 1921 og gerðist prestur hjá
Vestur-íslendingum í Vatna-
byggðum í Saskatchewan í Kan-
ada og búsettur í Winyard. Þá
varð hann prestur frjálslynda ísl.
safnaðarins í Blaine í Washing-
ton í Bandan'kjunum frá 1930—
1933. Honum var veitt Húsavík
1933, frá 1. júní. Hann varð pró-
fastur í Suður-Þingeyjarprófasts
dæmi 29. maí 1936, og af hálfu
presta í Norðurlandskjördæmi
eystra var hann kosinn þingmað-
ur á kirkjuþing hinnar íslenzku
þjóðkirkju.
Það yrði of langt mál í stuttri
blaðagrein, að telja upp öll þau
störf, sem séra Friðrik hefur unn
ið. Hann hefur verið mikilvirkur
og lagt mörgu góðu málefni lið.
Hann fór til framhaldsnáms í
kirkjusögu, trúarsálarfræði og
prédikunarfræðum við guðfræði-
skóla í Chicago 1928—1929. Á-
samt prestsstarfinu hefur hann
stundað kennslustörf, verið kenn
ari við barnaskólann og unglinga
skólann á Húsavík og skólastjóri
iðnskólans þar var hann 1944—
1953. í skólanefnd og barnavernd
arnefnd var hann 1934—1949 og
formaður frá 1947. Þá var hann
einnig í skólanefnd gagnfræða-
skólans 1944—1949 og formaður
fræðsluráðs frá 1950. Hann hefur
verið formaður Barnaverndarfé-
lags Húsavíkur frá stofnun þess.
Söngmálum, bæði utan kirkju
og innan, hefur hann lagt mikið
liðsinni. Hann hefur verið söng-
stjóri kirkjukórsins og um langt
timabil söngstjóri karlakórsins
„Þryrnur". Sjálfur hefur hann
samið bæði ljóð og lög, sem kór-
arnir hafa sungið. í „Tíðindum“
prestafélags hins forna Hólastift-
is er prentað mikið kórverk, sem
hann hefur samið. Eru tónsmíðar
séra Friðriks, ljóð hans og sálm-
ar, fagur vottur um listræna
hæfileika hans og sterka trú.
Séra Friðrik hefur verið lífið
og sálin í félagsmálum. Vil ég m.
a. nefna þar til rótaryklúbbinn á
Húsavík. Auk þess hefur hann
verið umdæmisstjóri rótaryklúbb
anna á íslandi og sótt erlend þing
á vegum þeirra, sem fulltrúi hins
íslenzka umdæmis.
Við séra Friðrik höfum átt
mikið og ánægjulegt samstarf í
barna- og æskulýðsstarfinu, sem
ég vil hér með þakka honum sér-
staklega. f mörg ár hefur hann
haft sunnudagaskóla á Húsavík
og nú hefur hann einnig byrjað
æskulýðsstarf með fermingar-
börnum. Það er uppörvandi að
starfa með honum, finna áhugann
og fórnarviljann. Hann gefur út
safnaðarblað, sem ekki er gert
nema á fáum stöðum hér á landi.
Þar í liggur mikið starf, sem ég
hef fengið að kynnast. Blaðið er
í senn skemmtilegt og fróðlegt,
að því er snertir kirkju og safn-
aðarlíf.
Fyrir nokkrum dögum var
hann á æskulýðsmóti, þar sem
saman var kominn mikill fjöldi
æskufólks. Þegar hann ávarpaði
börnin var auðfundið, hve þau
hlustuðu á hann með mikilli á-
nægju. Hann kann þá list, að
tala um alvarlegt efni í „léttum
tón“, svo að börnin skilja. Hið al
varlega má ekki losna úr tengsl-
(Framhald á bls. 5.)