Íslendingur


Íslendingur - 10.08.1962, Blaðsíða 5

Íslendingur - 10.08.1962, Blaðsíða 5
 „Stíllinn, það er niaðurinn.“ I ÁGÚSTMÁNUÐI 1945 sá ég Konráð Vilhjálmsson í fyrsta sinn. Við vorum mjög á sáma aldursskeiði. Fæddir í sama mánuði og á sama ári. Með okk- ur var aðeins tíu nátta miseldri. Höfðum báðir lifað, þegar hér var komið, rúmlega sex tugi ára. Nú sátum við hlið við hlið á sama hvílubekk í einu af her- bergjum húsbóndans á Norður- pól og ræddum saman. Þessum fundi var ég allshugar feginn. Við höfðum skamma stund set- ið, þá er inn gekk í stofuna hús- freyja Konráðs, Þórhalla Jóns- dóttir. Bar hún innar kaffi og önnur góð föng. Bauð okkur íil matarins og hvarf á brott síðan til annarra starfa. Því hvenær er það, sem umhyggjusöm hús- móðir hefur eigi um margt að véla? Það mun hafa liðið alllöng stund. Þá var það, að Þórhalla húsfreyja gekk innar í stofuna, leit yfir vistirnar, er óhreyfðar stóðu á borðinu, og kaffið fyrir löngu kalt. Ég skammaðist mín og þóttist ósvinnur orðið hafa. En húsfreyjunni brást ekki vís- dómurinn. Hún keipaði á veg- um skilnings og nærgætni. Svo að segja að vörmu spori var heitt og gott kaffi komið á borð- ið, og neyttum við þess eftir fyllstu þörf. Síðar nokkrum sinnum heim- sótti ég Konráð Vilhjálmsson, jafnframt öðrum erindum mín- um á Akureyri. En allt voru það aðeins stundarkynni. Hann tók mér ætíð hið bezta, líkt og væri ég gamall æskuvinur hans, nákominn ættingi eða starfsfé- lagi Eitt af því, er einkennir rit- verk Konráðs Vilhjálmssonar, er það, hve orðspar hann er og gagnyrtur, og fer að hinu sama, hvort heldur um er að ræða ljóð hans eða laust mál. Kemur hér fleira til. Höfundurinn hef- ur upp ritgerðir sínar og kvæði — svo að tæplega kemur til á- lita — þar sem byrja skyldi. Meðferð efnis rökrétt og hnit- miðuð, svo að hver málsgrein, hver setning og hvert orð er þar sem bezt fer. í tiltölulega stuttu máli er efnið útrætt og að fullu tæmt, svo að hver, sem les, hef- ur það á tilfinningunni, að engu sé hægt við að bæta, nema til málskemmda komi og stórlýta. Ég hirði ekki um að færa fram, umsögn minni til.sönnunar, sér- stök atriði úr ritverkum Kon- ráðs Vilhjálmssonar. Og þó vera megi — og það er mér ekki grunlaust — að margt sé það karla og kvenna, er hvorki sjá eða finna göfgi og hrifmátt ís- lenzkrar tungu, þá er það ekki el á mínu færi og mér ofraun að skerpa þá sjón eða vekja þá kennd, ef engin er til. Hið sama er að segja um kveðskap Konráðs Vilhjálms- sonar. Kvæði hans geta veriB leiðarvísir eða kennslubók um það, hvernig yrkja skal. Nokk- urs konar Edda ásamt og með bragfræðilegum upplýsingum. Þá er þess að geta, að Kon- ráð frá Hafralæk var einn hinn ættfróðasti maður, er ég hefi þekkt, eigi aðeins um Þingeyj- arþing, heldur og um land allt. Þingeyingaskrána hans leit ég tvívegis augum. Hún var þá enn í smíðum. Allt það ættasafn, margra þúsunda manna, verður að teljast til stórvirkja eða af- reka, af eins manns höndum leyst. Mun fyrst og fremst hafa verið fórnarstarf, en ekki í fjár- aflaskyni gert. Að ytra útliti var Konráð Vilhjálmsson hinn gjörvilegasti maður, vænn og fríður. Svipur- inn bjartur og hreinn. Vaxtar- hlutföllin samræmd, svo að ekki sáust missmíði á. Að heilsast og kveðjast er at- hyglisverð athöfn. Sumir heilsa og kveðja aðeins hálfir og minna en það. Bóndinn og skáld- ið frá Hafralæk heilsaði og kvaddi allur. Kveðjuorðin ein- læg og hlý. Raddblærinn sam- einaði karlmennsku og mildi. í háttseminni allri þokki og traust. Nú er hann horfinn, þessi fallegi og vel mennti sonur Norðursins. Horfinn til uppruna síns. Siðhollum manni og góð- um dreng er alls staðar óhætt. Á mörkum vits og óvits, þekk- ingar og ókynna, heldur trúar- vitundin uppi öllum svörum. Runólfur í Dal. TÓMJSTAHSKÓLINN á Ak- ureyri auglýsir hér í blaðinu í dag, að fyrirhuguð sé breyt- ing á starfstíma skólans, þannig að hann hefjist 1. sept. að haustinu. Sjá auglýsingu á öðrum stað. - Gísli R. Magnússon (Framhald af bls; l) i — Hvaða bókum safnar þú helzt, ævisögum eða atómljóð- um? Guði sé lof, að ég á ekkert af atómljóðum, nema í ljóða- safni Menningarsjóðs, og þykir mér ljótt að sjá slíkan „skáld- skap“ innan um ljóð Davíðs um Bólu-Hjálmar og öndvegisljóð fleiri góðskálda. Ef um sérstaka söfnun er að tala, mundi ég helzt nefna tímarit, þjóðsagnir og þjóðleg fræði. Lék oft misindismenn. — Þú varst mikið í leiklist- inni. Hvað geturðu sagt okkur af því tómstundastarfi? •— Og það er nú lítið. Ég var með í stofnun hins nýja Leikfé- lags Akureyrar 1917. Hafði tölu- verðan áhuga fyrir þessu fyrstu árin og gaman af að leika, en þá var ckki tilsögninni fyrir að fara. — Iivaða hlutverk eru þér hugstæðust og helzt í minni? — Mér fannst sjálfum ég vera einna skárstur í misindis- og glæpamönnum. Ég hafði mjög gaman af að leika Skrifta- Hans í Ævintýrinu, en hann var nú enginn glæpamaður í raun- inni. Ekki nærri eins bölvaður og af honum var látið. Ég held að Olafur í „Dómum“ hafi ver- ið verri maður, og ég fékk hann. Svo var álfakóngurinn í Nýárs- nóttinni, og síðasta hlutverk mitt var Jiitner, kennari prins- ins í Alt Heidelberg hjá Geysi. Meirn, sem hann man. . : * _ Hvaða menn é'r.uþór minh- isstæðastir þeirr-a, er þú h'efur ' kynnzt á langri ævi? — Af mér óskyldum mönn- um held ég að Jakob Karlsson gleymist mér síðast. Svo man- ég alltaf kennara mína. úr Verzlunarskólanum: Björn Bjarnason frá Viðfirði, Jón Ól- afsson, Ágúst H. Bjarnason og konu hans Sigfíði,-er kenndi ensku við skólann, en síðast og ekki sízt skólastjórann, Ólaf G. Eyjólfsson. — Ætlarðu að halda áfram að vinna til 100 ára aldurs? ■— Ég treysti mér ekki til að svara því. En senniléga^ fei1 ég að hætta, enda ýmislegt farið áð biía. En það er hart að þurfa að hætta, meðan maður hefur fullt vinnuþrek, eíns og sumir em- bættismenn ríkisins og yfir- menn á siglingaflotanum verða að sætta sig við. Það er súrt epli að bíta í. Og svo var samtalið ekki lengra. En það höfum við sann- frétt síðan, að enn vinnur Gísli R. Magnússon fullan vinnudag, þótt hann hafi komizt yfir á ní- ræðisaldurinn 4. þ. m. Geri aðr- ir betur. J. Eggert Jónsson, bæjerfógeti ÞANN 18. júlí sl. andaðist á heimili sínu í Keflavík Eggert Jónsson bæjarfógeti, og kom öllum, er þekktu hann, fráfall hans mjög á óvart. Hafði hann veikzt tveim eða þrem dögum Erlingur Friðjónsson, kaupfélstj. HANN andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík 18. júlí eftir stutta legu, 85 ára að aldri. Erlingur var einn hinna kunnu Sands-bræðra, fæddur að Sandi og alinn þar upp hjá foreldrum sínum, Helgu Halldórsdóttur og Friðjóni Jónssyni, ásamt mörg- um systkinum. Ungur fór Erling- ur í skóla Torfa í Ólafsdal og lauk þaðan prófi 1903. Eftir það nam hann trésmíði og stundaði þá iðn um skeið hér í bæ, unz hann gerðist framkvæmdastjóri Kaupfélags Verkamanna árið 1915, og gegndi hann því starfi til skamms tíma eða yfir 4 ára- tugi. Erlingur var einn helzti bar- áttumaður verkalýðshreyfingar- innar, meðan hann var í blóma lífsins. Stofnaði Verkamanninn ásamt Halldóri bróður sínum og síðar Alþýðumanninn, er komm- únistar náðu yfirráðum Vm. Var Erlingur jafnan ábyrgðarmaður blaðanna og mun hafa borið hita og þunga fjáröflunar til að standa undir rekstri þeirra. Snemma valdist Erlingur til trúnaðarstarfa í bæjarfélaginu. Hann var í bæjarstjórn Akur- eyrar óslitið frá 1915—1946 og þingmaður bæjarins kjörtima- bilið 1927—1931. Starfaði mik- ið í UMF-hreyfingunni, sat í stjórn ASÍ ög Alþ.fl. o. fl'. Hann var ágætlega hagmæltur sem bræður hans og Unni skáldskap og fögrum listumi." Ókvæntur lifði Erlingur sína löngu ævi og átti ekki afkomendur. áður, en var á góðum batavegi, er lífi hans lauk skyndilega. Eggert Jóhann Jónsson fædd- ist að Ytri-Löngumýri í Blöndu- dal 22. maí 1919, og voru for- eldrar hans hjónin Jónina Ólafs- dóttir og Jón Pálmason bóndi, síðar alþingisforseti og ráðherra, en frá Löngumýri fluttist fjöl- skyldan síðar að Akri. Haustið 1937 settist Eggert í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1942 með góðri einkunn. Inn- ritaðist um haustið í lagadeild Háskólans og lauk embættis- prófi við deildina vorið 1948 með I. einkunn. Að prófi loknu gerðist Eggert ritstjóri þessa blaðs, og hafði það starf á hendi þar til í apríl 1949, að hann gerðist stárfsmað- ur útibús Útvegsbankans hér í bæ og jafnframt lögfræðingur þess. Árið 1951 fluttist hann til Reykjavíkur og var næstu 7 ár- in framkvæmdastjóri Landssam- bands iðnaðarmanna, eða þar til hann var kjörinn bæjarstjóri í Keflavík eftir bæjarstjórnar- kosningar 1958. Bæjarfógeti í Keflavík var hann skipaður fyr- ir rúmu ári síðan og nú í vor kjörinn í bæjarstjórn staðarins og bæjarráð. Eggert heitinn lætur eftir sig konu, Sigriði Árnadóttur, og þrjú börn, 6—16 ára. Er htð sviplega fráfall hans þeim qg öðrum nánum ástvinum þung raun. Eggert var gæddur góðum gáfum og mörgum öðrum hæfi- leikum, sem góðan starfsmann mega helzt prýða, enda auðsætt af hinum fjölþætta en skamma starfsferli hans, að hann hefur verið mjög eftirsóttur til vanda- samra trúnaðarstarfa. Skaplyndi hans var einkar traust. Glað- lyndi og rólyndi voru þau ein- kenni, sem fyrst vöktu eftirtekt. Hann var jafnlyndur og fast- lyndur, m. ö. o. traustur maður. Öllum þótti gott með honum að -vera, enda brugðust honum aldrei prúðmennskan og glað- værðin. Að slíkum mönnum er manhskaði. J. Ó. P. fSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.