Íslendingur


Íslendingur - 10.08.1962, Blaðsíða 8

Íslendingur - 10.08.1962, Blaðsíða 8
r i. V) REKKJAN” UM Á NÆSTUNNI mun leikflokk- ur úr Reykjavík leggja af stað í leikför út á land og sýna í öll- um helztu leikhúsum og félags- heimilum á landinu. Leikritið, sem sýnt verður í þessari leik- för, er hið vinsæla og skemmti- lega leikrit Rekkjan, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrir 10 ár- um við afbragðsgóðar viðtökur. Sýningar á leiknum urðu 47 að meðtöldum nokkrum sýningum utan Reykjavíkur. — Það er skerhmst frá að segja, að þetta varð ein af vinsælustu leiksýn- ingum Þjóðleikhússins og hlaut leikucinn mjög góða dóma gagnrýnenda og leikhúsgesta eins og mörgum er enn í fersku minni. Þeir, sem taka þátt í þessari leikför, eru leikararnir Herdís Þorvaldsdóttir, Gunnar Eyj- ólfsson, Klemenz Jónsson og Guðni Bjarnason leiksviðsstj. — Leikflokkur þessi hefur hlotið nafnið „Rekkjuflokkurinn" eft- ir leiknum, sem hann sýnir. — Höfundur leiksins er Hollend- ingurinn Jan de Hartog, sem er vel þekktur í leikhúsheiminum. Rekkjan var fyrst sýnd í Lon- don 1950 og hlaut strax mjög góðar móttökur. Síðan hefur leikurinn verið sýndur í mörg- um löndum og kvikmynd var gerð eftir leiknum fyrir nokkru, sem varð mjög vinsæl. Rekkjan er hjúskaparsaga í sex atriðum og nær yfir 50 ára tímabil. Það má segja, að leik- urinn sé gamanleikur, þó mörg atriðin séu alvarlegs eðlis. — Hlutverkin eru aðeins tvö í leiknum. Þau eru að sjálfsögðu mjög erfið, og er það aðeins á valdi mjög góðra leikara að túlka þau. Leikurinn hefst á brúðkaupskvöldi ungra hjóna, og síðan er rakin sambúð þeirra í 50 ár á mjög skemmtilegan og; listrænan hátt. Margt broslegt hendir í löngu hjónabandi, en jafnhliða því spaugilega er leik- urinn raunsönn mynd úr lífi þessara heiðurshjóna. Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson fara með hin erfiðu hlutverk, en Klemenz Jónsson er leikstjóri. Leiktjöld eru gerð af Guðna Bjarnasyni. Þau eru mjög skemmtileg og LANDIÐ margbreytileg. Leikflokkurinn mun leggja af stað um 20. júní til Norður- og Austurlandsins. Ekki er að efa, að leikhús- gestir kunna vel að meta þenn- an skemmtilega leik, þar sem hann er líka fluttur af afbragðs leikurum. (Fréttatilkynning.) TIL KAUPENDA GJALDDAGI blaðsins var 15. júní sl. og þökkum við öllum, sem þegar hafa gert skil. Blað- burðarbörn munu .næstu daga koma með áskriftargjaldakvitt- anir til kaupenda á útburðar- svæði hvers þeirra (sem ekki hafa þegar greitt), en þeir kaup- endur innan lögsagnarumdæmis Akureyrar, svo og í næstu sveit- um, sem fá blaðið sent í pósti, eru vinsamlega beðnir að greiða árgjald sitt á afgreiðslu blaðs- ins, þegar þeir eru á leið um bæinn, og spara þar með sjálf- um sér póstkröfugjald og af- greiðslunni meiri skriffinnsku en ella. Kaupendum úti um land munu innan skamms verða send- ar póstkröfur fyrir áskriftar- gjaldinu, sem er 100 krónur. r IBA vann Færeyinga með yfirburðum ; í FYRRAKVÖLD fór fram kappleikur hér á íþróttavellin- um milli meistaraflokks ÍBA og færeysks landsliðs í knatt- spyrnu, sem dvelur hér á landi um þessar mundir. Úrslit urðu þau, að ÍBA van með 6:1 (3:0 í hálfleik). Dómari var Rafn Hjaltalín. Fyrsta leik sinn hér léku Fær- eyingarnir í Reykjavík við B- landslið Islendinga og töpuðu með 0:10. Sl. sunnudag keppti liðið á Isafirði, og varð leikur- inn jafntefli, 1 mark gegn 1. Síldveiði- Þar sem ekki n á ð i s t sam- I ... . komulag um kjOlin síídveiðikjörin (hlutaskipt- ingu), skar gerðardómur úr um þau, og kom liann nokkuð á móts við útgerðarmenn í því að ætla þeisn skipum nokkru meiri hlut af afla en áður, sem lagt hafa í mikdsverðar umbætur til að auka aflann og létta vinnu á- hafnar. Er hér um að ræða skip, sem komið hafa sér upp kraft- blökk (eða hliðstæðu tæki) eða síldarleitartæki (eða hvort tveggja). Samkvæmt úrskurði gerðar- dómsins skal afiahlutur skip- verja á síldveiðum með herpi- nót vera 37.5% af heildarafla- verðmæti skipsins, er skipíist í jafn marga staði og menn eru á skipi, þó ekki íleiri en 18. Á skipum, sem afla með hring- nót og eru búin hinum nýju HER OG ÞAR tækjum, skiptist aflinn svo: Á skipuin undir 60 rúmlest- uin 35.5% í 10 staði. Á skipum 60—119 rúml. 35% í 11 staði. Á skipuin 120—239 rúml. 34.5% í 12 staði. Á skipuin 240—300 rúml. 34.5% í 13 stáði. Á skipum 300 rúml. og meira 34.5%- í 15 staði. Mótmæli sjómanna Eftir að þessi gerð var kunn- gerð bárust sjávarmálaráð- herra mótmæli frá 10 skipshöfnum, er lögðu upp á RaufarhÖfn. Meðal mól- mælenda var skipshöfnin á Viði II, er hafði samkvæmt hinum nýja dómi aðeins haít rúmlega 84 þús. kr. hlut á 33 dögum, eða langt yfir meðalárstekjur dag- launamanns! Meðal mótmæl- enda var skipshöfnin á einu aflalægsta skipi síldveiðiflotans, og var hlutur hennar innan við 12 þúsund krónur. Meðalaíla- lilutur á öllum mótmælenda- skipunum var rúmlega 48 þús. kr. þessa 33 daga hjá hásetum, en skipstjórahlutur rúmlega 126 þúsund krónur. Þótt reikna megi með, að síld- veiðisjómenn húi við stopula og stundum enga atvinnu 3-4 mán- uði ársins, virðast þeir ekki í beinni nauð með þeim lilut, er þeim er ætlaður með framan- nefndri gerð, enda var svo kom- ið í fyrra, að jafnvel hásetar á síldveiðibátum voru að „sprengja af sér“ venjulega skatts- og útsvarsstiga. — Mót- mælasamþykktir áhafnanna á síldveiðiskipunum vekja því að- XLVIII. ÁRG. FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1962 . 30. TBL. Stjóm Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra á fyrsta fundi sínum í fyrradag. Sitjandi frá vinstri: Valdimar Óskarsson, Gísli Jónsson, formaður, og Bjöm Þórarins- son. Standandi: Vemliarður Bjarnason og Sigvaldi Þorleifsson. Öskjuferðir auðveldaðar MARGAR ferðir hafa verið farnar í Öskju á þessu sumri, mest að tilhlutan Ferðafélags Akureyrar, en einnig á vegum einstaklinga. Um Verzlunar- mannahelgina voru í Óskju um 80 manns á vegum F. F. A. og einnig nokkrir, er fóru á eigin vegum. Er bílalestin kom að nýja hrauninu, sem rann í vet- ur, brá mörgum við, því þar sem áður var úfið hraun og óárenni- legt til göngu var nú kominn vel fær bílvegur. Menn voru undr- andi og spurðu hvern annan, hvaða undur hér hefðu gerzt. En einhverjir í hópnum voru fróðir um þessa vegagerð, og brátt kom hið sanna í ljós. Ey- vindur hafði ekki gengið aftur og gert veg, heldur hafði Pétur Jónsson verkstjóri í Reynihlíð farið með ýtu, bíla og mannskap frá Vegagerðinni og rutt þenn- an nýja veg. Hófu þeir verkið á miðvikudag um kl. 4 og voru komnir í Mývatnssveit að loknu starfi síðdegis á föstudag. Hinn nýi vegur liggur inn í hraunið skammt frá, þar sem gamli vegurinn hvarf undir það. Er hann um 4 km. að lengd og nær-svo til alla leið að gossvæð- inu frá því í vetur. Til fróðleiks má geta þess, að nú er aðeins um 50 mínútna gangur frá bílunum inn að Öskjuvatni. Síðar er áætlað að gera veg alla leið inn í Öskju, svo að unnt verði að aka alla leið að vatninu. Má þá segja, að ekki sé lengur erfiðleikum bundið að skoða Öskju og þau undur, sem þar hafa gerzt. S. cins vorkunnlátt bros á vörum allra þeirra, er önnur störf stunda í þjóðfélaginu. Skilnings- sljóleiki „Á sjónskíf- unni“ í Verka- manninum s. 1. föstúdag er drepið á síldar- sölumálið. og er þar enn hamr- að á þeirri bieklcingu, að við viljum ekki selja Rússum síld. „Vér vestrænir viljum helzt ekki selja þessum austanvérum góðan mat“, segir þar. En litlu síðar segir, að ríkisstjórnin sé nú á hnjánum að biðja Rússa að kaupa af okkur síld. Ekki er nú samræminu fyrir að fara. Ritstjóra Sjónskífunnar má helzt færa skilningssljóleika til afsökunar fyrir slikum fram- burði. Alkunnugt er, að Rússar liafa verið tregir um vörukaup af okkur, þótt þeir séu ólmir að selja okkur, og hefur það leitt til þess, að hallað hefur á okkur í þeim viðskiptum. Þrátt fyrir það hafa Rússar ekki sýnt neinn áhuga fyrir að kaupa af okkur síld, og er Síldarútvegsnefnd gerði lokatilraun í sumar til að selja þeim saltsíld, fengust eng- in svör. Óiíklega hefur nefndin verið „á hnjánum“ við sarnn- ingaumleitanirnar, enda mundi þá kannske hafa betur gengið. Því vitað er, að æðsta takmark þeirra „austanvéra“ er að allav þjóðir skríði fyrir þeim á hnján- um. Ekki þarf að efa, að rit- stjórum Verkamannsins mundi knéfallið ljúft. Efrir að þctta er ritað hafa „austanvérar" gengizt . inn á að' kaupa af okkur 80 þús. tn. af saltsíld. Um tvcir þriðju hlutar þcss magns var þegar fyrir hendi, svo að viðbótarsöltun verður hverfandi lítil.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.