Íslendingur - 26.10.1962, Síða 1
ÍSLENDINGUR
XLVIII. ÁRGANGUR . FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1962 . 40. TÖLUBLAÐ
FÁUM YIÐ SMÍDAHÚS ÞOR-
STEINS Á LÓNI í BYGGÐA-
SAFNIÐ?
Húsið eitt liið elzta sinnar tegundar
IjORSTEINN DANÍELSSON á Skipalóni í Hörgárdal var þjóð-
kunnur maður á sinni tíð, langt á undan sinni samtíð í at-
vinnumálum, svo sem landbúnaði og útgerð en þó fyrst og fremst
í byggingariðnaði og fleiri iðngreinum. Hann byggði á jörð sinni
allmikið smíðahús úr timbri, þar sem liann smíðaði bóta og marga
gripi úr tré og járni. Þetta hús stendur enn á Lóns-hlaði, fornfá-
legt og veðrað, og nú notað einkum til heygeymslu.
Útskurður yfir dyrum íbúðarhúss Þorsteins. Sýnir ártalið að hús-
ið er .byggt 1824. (Ljósmynd: St. E. Sig.)
Smíðahús Þorsteins Daníelssonar á Skipa'óni í Hörgárdal, byggt
árið 1843. (Ljósmynd: St. E. Sig.)
46 stunda viimuvika
1 verzluninni allt árið
fJLAÐIÐ átti nýlega tal við formann Verzlunarmannafélags Ak-
ureyrar, Tómas Steingrímsson, og spurðist fyrir um vinnutíma
og fríðindi verzlunarfólks hér í bæ og höfuðstaðnum.
Iðnaðarmannasamtökin hér í
bæ hafa rætt nokkuð á fundum
sínum möguleika á að flytja
húsið í heilu lagi inn á Akur-
eyri og lappa upp á það á lóð
Norðlenzka byggðasafnsins, þar
sem það megi standa um næstu
ár eða áratugi sem minnisvarði
um merkilegan eyfirzkan iðju-
höld og búnaðarfrömuð á fyrri
hluta 18. aldar, sem jafnframt
var síhvetjandi sveitunga sína
til dáða og athafna, en sagði
óþrifnaði og óreglu stríð á hend
ur.
LÝSING A IIÚSINU.
í fyrra kom út bók í tveim
bindum um þennan merkilega
Eyfirðing, er Kristmundur
Bjarnason hafði safnað efni til
og búið til prentunar, en Bóka-
Á ÞRIÐJUDAGSMORGUN
varð gangandi maður fyrir bif-
reið í Gránufélagsgötu, ofan við
trésmíðaverkstæðið Skjöld.
Hlaut hann fótbrot og var flutt
ur í sjúkrahúsið. Var þetta mið
aldra maður, Sverrir Magnús-
son starfsmaður í Blikksmiðj-
unni. Á sunnudaginn varð 5 ára
telpa fyrir slysi í umferð í
Gcislagötu, en meiðsli hennar
urðu ekki alvarlegri en svo, að
hún fékk að fara heim að
aðgerð lokinni í sjúkrahúsinu.
útgáfa Menningarsjóðs gaf út í
samvinnu við Landssamband
iðnaðarmanna.
í bókinni segir m. a. um
smíðahúsið:
„Hið mikla smíðahús á Lóni
er frá árinu 1843, eftir því að
dæma, sem á húsinu stendur."
Og lýsing á húsinu er m. a.
þessi:
„Þessu mikla timburhúsi er
skipt í tvennt: norðari hlutinn
var í senn geymsla og trésmíða-
verkstæði, en syðri hlutinn járn
smíðaverkstæði. Hurðir eru
tvær á syðri hluta hússins, og
eru í tvennu lagi. Sú efri er
læst utan með lykli, en sú neðri
krækt að innan með járnkrók.
Undir glugga að sunnan var lít-
ið borð rétt við dyrnar. Á borð-
inu var skrúfstykki og skápur
með smíðatólum á þilinu. Hér
gat líka eins konar hlóðir í mikl
um múrsteinsbálki. Var komið
fyrir fýsibelg við gat á múr-
hleðslunni til að létta blástur á
hlóðirnar . “
„ ... . Sagnir eru um, að
skip og bátar hafi verið smíðað
í ytri enda hússins, geymsluhús
inu, og rennt út með rám og
reiða. Tvær vængjahurðir eiga
að hafa verið á norðanverðu
húsinu og yfir þeim ein mjórri,
sem náði upp undir risið, og
var hún til þess, að sögn, að
skipin kæmust út fullsmíðuð.
Dregið verður í efa, að þessar
sagnir séu á rökum byggð-
ar . . .. “
ÍBÚÐARHÚSIÐ ELDRA.
Er tíðindamaður blaðsins
kom að Skipalóni fyrir nokkr-
um dögum gafst honum að líta,
að frásögnin af dyra- og hurða-
(Framhald á bls. 7.)
ur verið talsvert um skipa- og
bátasmíðar á Akureyri. Og enn
er mikið smíðað. Blaðið hefur
aflað sér upplýsinga hjú þrem
helztu skipasmíðastöðvunum
— Hér á Akureyri hefur af-
greiðslufólk í verzlunum 46
stunda vinnuviku allt árið, en í
Reykjavík vinnur það 48 klst.
vetrarmánuðina 1. okt. til 30.
apríl. Þann tíma eru verzlanir
þar opnar til kl. 7 á föstudögum
og 1 á laugardögum, en hér er
lokað eins og aðra daga á föstu-
dögum og allt árið kl. 12 á laug
ardögum. Vinnutíminn er mið-
aður við, að fólkið vinni hálfa
stund eftlr lokunartíma við frá-
gang, eða jafnlengi fyrir opnun
artíma.
— En hin lengri vinna fyrir
um fyrirhugaðar framkvæmdir
í vetur, og er þetta það helzta:
Slippstöðin er að byggja tvo
15—20 lesta báta, og eru líkur
á að sá þriðji verði smíðaður
seinna, þó það sé ekki fullráðið
og veldur mestu mannekla, en
við skipasmíðar, sem aðrar at-
vinnugreinar, skortir nú tilfinn
anlega mannafla. Þá hefur
Slippstöðin eins og að undan-
förnu umfangsmikið viðhald og
viðgerðir skipa og báta. M. a.
eru fyrirhugaðar stórviðgerðir
og endurbyggingar á fimm skip
um í vetur.
Skipasmíðastöð K. E. A. er
að byggja 120 lesta skip, og á
það að fara til SkagaStrandar,
en aðaleigandi þess er Björn
Pálsson alþingismaður á Löngu
mýri. Mörg fleiri verkefni hafa
stöðinni boðist, en forráðamenn
fyrirtækisins telja sig ekki geta
lofað meiifu, nema til komi auk
ið vinnuafl. Þá hefur einnig
mikið verið unnið að viðgerðum
ar lengur opnar en hér fyrir
jólin, jafnvel alla laugardaga í
desember, og veit ég ekki, hvort
afgreiðslufólki er sérstaklega
greitt fyrir. Hér verðum við að
greiða því sérstaklega fyrir
aukavinnu á Þorláksdagskvöld
og ef við höfum opið fram á
eitthvert annað virkt kvöld fyr-
ir jól, sem stundum hefur verið
gert.
— En hvað um fríðindi?
— Sumarleyfi munu vera
jafnlöng hér og í Reykjavík, en
hér er lengra gengið í kaup-
greiðslum í veikindatilfellum.
Eftir að afgreiðslustúlka hefur
(Framhald á bls. 7.) ■
báta í SkipasmíðastÖð K.E.A.
Skipasmíðastöð Kristjáns Nóa
Kristjánssonar lét fyrir nokkru
frá sér fara 12—14 lesta bát, og
verið er að ljúka þar við 6—7
lesta bát. Mikil verkefni eru
framundan hjá stöðinni, en
óvíst er á hverju byrjað verður.
Að fengnum þessum upplýs-
ingum hjá skipasmíðastöðvun-
um í bænum er sýnt, að skipa-
smíðar eru í örum vexti a. m. k.
hér í bæ, en svo mun vera um
fleiri iðngreinar, að fæð verka-
fólks stendur mörgum þeirra
fyrir þrifum.
INNBROT
UM HELGINA var farið inn í
kjallara á bakhlið Hafnarstr.
96, þar sem Vöruhúsið hefur
vörugeymslu. Var þar ýmsu
rótað til, en ekki neins saknað,
nema nokkurra epla úr kassa,
sem ummerki báru með sér að
etin hefðu verið á staðnum.
Ekki mun hafa verið um spjöll
a£ ræða.
Múrsteinshleðslur í smiðju Þorsteins. (Ljósmynd: St E. Sig.)
jólin?
í Revkjavík eru búðir hafð
Skipasmíðar liér takmarkast -
vegna mjög mikils skorts á vinnuafli
Á UNDANFÖRNUM árum hef