Íslendingur - 26.10.1962, Qupperneq 2
11 j R GRENNDINNI I
'"llllllllllllllllMIMllllllllMMItMIIMII
Kornrækt og Mjólkur-
samsala
Vopnafirði í gær: Veðrátta hef-
ur verið fremur góð í haust, þar
til að í fyrrinótt gekk í all-
hvassa austanátt með snjó-
komu, og cru það snögg við-
brigði frá 17 stiga hita tveim
dögum áður. Bændur munu
lóga með meira móti af sauðfé,
eða um 17 þúsund, vegna hrak-
inna og lítilla heyja, en slátur-
tíð lýkur í dag.
Fleiri nautgripir verða settir
á en áður vegna væntanlegrar
mjólkursamsölu með vorinu. Þá
er talsverður áhugi fyrir korn-
rækt, og hafa bændur myndað
með sér félagsskap í því skyni.
Hafa verið brotnir 15 ha. lands
í haust, 10 í Hrappstaðalandi og
5 í Fremra-Nýps landi, og verð-
ur sáð í landið með vorinu.
Kaupa bændurnir jafnframt í
félagi sláttu- og þreskivél.
Mikið liggur hér enn af salt-
síld en saltendur langt komnir
að búa síldina til útflutnings:
Aískipunar er þó ekki von á
næstunni. Von er á 4 skipum
um helgina til að taka afurðir
frá síldarverksmiðjunni, 3 taka
lýsi en 1 síldarmjöl.
Vegagerð hefur verið með
minnsta móti í sumar. Vonir
stóðu til, að jeppafært yrði yfir
Hellisheiði, en framkvæmdum
seinkaði vegna votviðra. Ekkert
hefur verið unnið að ráði við
veginn út á Hauksstaðaheiði í
mörg ár, og er hann nú verri
en nokkru sinni. Þrír lækir sem
bólgna upp á haustin og eru þá
hinn versti vegartálmi, fást enn
ekki brúaðir, og er það ófært
ástand, að ekki skuli unnið bet-
ur að aðalsamgönguleiðinni á
landi héðan. Sj.
Laugaskóli tekinn til
starfa
Aðaldal 23. okt. Héraðsskólinn
á Laugum var settur 16. þ. m.
Hófst athöfnin með prcdikun,
er séra Pétur Sigurgeirsson
flutti, en síðan flutti settur
slcólastjóri, séra Sigurður
Guðmundsson ó Grenjaðarstað,
skólasetningarræðu, en hann
gegnir í vetur starfi Sigurðar
Kristjánssonar skólastjóra, í
ársleyfi, er honum var veitt
vegna vanheilsu.
Þær breytingar urðu á kenn-
araliði, að Lilja Kristjánsdóttir
hvarf frá skólanum og gerðist
forstöðukona við Löngumýrar-
skólann í Skagafirði. Við starfi
hennar tekur frú Guðrún Þórð-
ardóttir, og maður hennar, séra
Þórarinn Þórarinsson sóknar-
prestur í Þóroddsstaðapresta-
.kalli við stundakennslu.
Ráðskona í eldhúsi verður
Sigríður Karlsdóttir frá Mýri,
en bryti verður áfram Helgi
Sigurgeirsson í Stafni.
í skólanum verða 114 nem.,
61 piltur og 53 stúlkur, flest úr
Suður-Þingeyjarsýslu, en ann-
ars víðsvegar af að landinu. í
skólanum starfa þrjár bekkjar-
deildir og sérstök smíðadeild.
Sláturtíð lýkur í dag á Húsa-
vík. Fé þykir heldur með rýr-
ara móti í dölunum.
í byggingu er barnaskóli að
Litlu-Laugum, sem fyrst um
sinn verður heimangönguskóli,
en síðar heimavistarskóli, þegar
byggingin verður fullbúin.
Fréttaritari.
Eftirleit úr lofti
OFT hefur það borið við á
haustin, að fé hefur vantað i
ýmsum sveitum hér Norðan-
lands. Hafa þá bændur, einkum
í nágrenni Eyjafjarðar, fengið
flugvélar til að leita um afdali
og öræfi, og hefur það oft gefið
góða raun. S.l. mánudag fengu
bændur í Eyjafirði Tryggva
Helgason flugmann til að fara
í eina slíka leit, og voru með
honum-í vélinni kunnugir menn
á öræfum og í afdölum.
Þeir félagar fundu nokkrar
kindur, m. a. fimm á Garðsárdal
og fjórar á Þverái-dal. Einnig
sáu þeir félagar mergð rjúpna,
en Tryggvi segir, að nákvæm
staðarákvörðun á þeim verði
ekki gefin. Jafnan má búast við,
að eitthvað af fé verði eftir í
síðustu göngum, og hefur oft
komið fyrir, að það fé hefui'
gengið veturinn af og komið
fyrir næsta ár í beztu holdum.
Fulltrúaráð Sjálf-
stæðisfélaganna
á Akureyri hélt fyrsta fúnd sirtn
á haustinu s.l. mánudag í Lands
bankasalnum, og mættu þar
flestir fulltrúaráðsmenn. For-
maður ráðsins, Árni Jónsson
bæjarfullti-úi, setti fundinn og
stjórnaði honum. Fyrst var
vetrarstarfið til umræðu og það
skipulagt í stórum dráttum. Síð-
an flutti Jón H. Þorvaldsson
bæjarfulltrúi stutta frásögn af
helztu framkvæmdum, sem
fram hefðu farið á vegum bæj-
arins á árinu og um fyrirætlan-
ir á næstunni. Ræddi liann einlc-
um um stofnun og byggingu
Elliheimilisins, gatnafram-
kvæmdir við Eyrarlandsveg og
Þingvallastræti, byggingar skól-
anna og loks stofnun og hlut-
verk Æskulýðsráðs. Tóku marg-
ir til máls um þessi efni.
Orðsending fil húsntæðra á Ak.
Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI 2. þ. m. var samþykkt svohljóð-
andi tillaga:
„Bæjarstjóm samþykkir, að bærinn seíji á stofn vinnumiðlun
í þágu húsmæðra.
Bæjarstjórn felur bæjarráði að setja — eða skipa nefnd til að
setja — reglugerð um vinnumiðlun þessa, og það án verulegra
tafa, svo að unnt sé sem fyrst að auglýsa eftir stúlkum til staría,
svo og eftir umsóknum húsmæðra um starfsstúlkur.“
Samkvæmt þessari samþykkt
skipaði bæjarráð undirrituð í
nefnd til þess að gera tillögur
um fyrirkomulag þessarar
vinnumiðlunar, og hóf nefndin
störf 19. þ. m.
Fyrir nefndinni vakir að ráða
stúlkur til heimilisstarfa, sem
gengju milli liúsa til aðstoðar
húsmæðrum. Gætu þá húsmæð
ur fengið vinnu þeirra ákveðna
daga vikunnar eða hluta úr
degi, eftir því sem hægt væri
að samræma óskir þeirra þeim
starfskrafti, sem fengist.
Slík störf verða að sjálfsögðu
að vera vel launuð, og meðan
þessi starfsemi er enn á tilrauna
stigi, verður að gera ráð fyrir
því, að lieimilin þurfi að borga
þessa vinnu fullu verði, eða allt
að 25 krónum á tímann.
Hins vegar verður að telja
eðlilegt. að þegar föst skipan er
lcomin á vinnumiðlun þessa, þá
leggi hið opinbera fram fé til
að greiða kostnaðinn niður, svo
að sem flest heimili geti orðið
HELGI VALTYSSON
hálfníræður
ÞESSI UNGI maður á mynd-
inni varð 85 ára í gær. Varla
svona unglegur í sjón í dag, en
þó ungur í spori og anda. Heit-
ir Helgi Valtýsson, fæddur aust
ur í Loðmundai-firði, en hleypti
snemma heimdraganum, stund-
aði kennslu og blaðamennsku í
Noregi á ungum aldri og síðar
heima á íslandi. Var einn af
þeim, er stóðu í brjóstfylkingu
ungmennafélagshreyfingarinnar
á sínum tíma, orti ljóö, skrifaði
skáldsögur og ævintýr, þýddi
fjölda úrvalsbóka, safnaði til
stórra ritverka og ski-ifaði
fjclda tímarits- cg blaðagreina
(og gerir raunar enn í dag).
Megi honum sem lengst endast
æskan og áhuginn. J.
hennar aðnjótandi, þó efnahag-
ur sé mismunandi, enda sé þá
vissum skilyrðum fullnægt, t.
d. um fjölskyldustærð.
Þá .vill nefndin og leita fyrir
sér um unglingsstúlkur til barn
gæzlu og léttra heimilisstarfa
hluta úr degi.
Nefndin þarf nú í upphafi að
vita sem bezt um eftirspurn eft-
ir stúlkum til heimilisstarfa með
þeim hætti, sem áður greinir.
Fyrir því beinir hún þeirri
áskorun til allra þeirra hús-
mæðra, er þessu vildu sinna, að
senda sem allra fyrst umscknir
til frú Soffíu Thorarensen,
Strandgötu 25, bréflega eða í
síma, og greina þar hvaða viku
daga og dagshluta þær vildu fá
stúlkur, og þá einnig sérstak-
lega, ef um unglingsstúlkur til
barngæzlu væri að ræða. Enn
er auðvitað óreynt, hvort hægt
verður að sinna þeim umsókn-
um.
Það skal að lokum tekið fram
að Heimilishjálpin starfar
áfram með óbreyttu sniði og
mun gera það, þó þessi vinnu-
miðlun komist á.
Akureyri, 21. okt. 1962.
Gísli Jónsson. Jón Ingimarsson.
Soffía Thorarensen.
KVÖLDSALA.
Við lestur stöku í síðasta
Verkamanni:
Sumum þykir lífið leitt,
ef Ipkað er kvöldsölunum.
Benzínsalar brosa gleitt
við bæjarfulltrúunum.
Pi.
Sumaraukmn búinn
ER MENN litu út snemma að
rnorgni sl. miðvikudags, varð
þeim Ijést, að sumaraukinn var
allur á bak og burt, en Vetur
konungur tekinn við völdum,
því jörð var alhvít frá fjalls-
brún að fjöruborði. Að vísu var
þetta aðeins föl, en þó greinileg
umskipti frá því, sem verið hef-
ur. Það mun hafa verið einhver
lirollur í mönnum, er þeir
gengu til vinnu þennan morgun,
en hinsvegar var sýnilegt, að
börnin voru ánægð og skemmtu
sér konunglega. „Gaman gaman
nú er snjórinn kominn“, heyrði
maður frá þessum litlu, úlpu-
klæddu hnoðrum, er þeir streitt
ust í storminum áleiðis í skól-
ann.
Annars hefur eins og oft áð-
ur verið hlýviðri að undanförnu
einkum á Norður- og Vestur-
landi, en jafnframt miklar úr-
komur, og hefur rigningin ver-
ið svo mikil, að skaða hefur
valdið. Á nokkrum stöðum hafa
fallið aurskriður á vegi og teppt
þá um lengri eða skemmri tíma.
í Eyjafirði hefur lítið borið á
skriðum. Þó féil ein á suðurleið
ina á Oxnadalsheiði, en olli þó
ekki töfum svo teljandi sé. Þá
má geta þess, að við hina nýju
brú á Oxnadalsá urðu nokkur
spjöll, er áin gróf sig bak við
annan stöpulinn, svo að skarð
varð í veginn. Varð því að fara
gömlu brúna í tvo daga.
PLASTGLOS
Mannshöfuð með hreyf-
anlegum augum, sem
mjólkurglös.
Sérkennileg.
Tómstundabúðin
Strandgötu 17, Akureyri
ÚTSALA
Mánudagiim 29. október, hefst útsala í
VERZLUNARMANNAFÉLAGSHÚSINU
Opið frá kl. 1 til 6 e. h.
MARGSKONAR VÖRUR. LÁGT VERÐ.
VERZLUNIN ÁSBYRG!
ADALFUNDUR
Flugbjörgunarsveitar Akureyrar
verður haldinn í Geúlagötu 5 (lesstofu Ísl.-ameríska
félagsins) föstudaginn 26. þ. p. kl. 8.30 e. h.
STJÓRNIN.
ÍSLENUINGUR