Íslendingur - 26.10.1962, Blaðsíða 4
ÍSLENDINGUR
Kemur út hvern íöstudag. Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. — Ritstjóri og
ábyrgðarmaður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1, sími 1375. Fréttir og aug-
lýsingar: STEFÁN E. SIGURÐSSON, Krabbastíg 2, sími 1947. Skrifstofa og af-
greiðsla í Hafnarstrœti 81 (neðsta hæð), sími 1354. Opin kl. 10—12 og 13.30—
17.30. Á laugardögum kl. 10—12. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri.
Ofsfækið blindar skynsemina
FYRIR skattayfirvöldum stendur pú yfir deilumál um út-
svarsálagningu SÍS hér á Akuréyri,'eri Reykjavík mun hafa
gert kröfu til fullrar útsvarsálagningar, á SÍS samkvæint
hinum nýju útsvarslögum og fengið stuðning yfirskatta-
nefndar til. Hinsvegar var útsvar lagt hér á starfsemi SÍS
hér í bænum, byggt á sömu lögum, þar sem svo er fyrir mælt,
að útsvör skuli lögð á fyrirtæki, þar sem „aðalstarfsemi
þeirra fer fram“, svo sem segir í 30. grein téðra laga, og á
grundvelli þessa ákvæðis lagði niðurjöfnunarnefnd Akur-
eyrar útsvarið á SÍS, enda leikur vart á tveim tungum, hvar
á landinu AÐALSTARFSEMI SÍS er rekin. Enda kom
nefndinni ekki til hugar að leggja útsvar á starfsemi KEA
á Dalvík, Hauganesi, Hrísey og Grímsey og svifta þannig
lítil sveitarfélög einum helzta tekjustofni sínum, en verði
sá skilningur lagður í 30. grein útsvarslaganna, að Reykja-
vík beri allt útsvar SÍS, þá ber Akureyri jafnt allt útsvar
af starfsemi KEA hvar á landinu sem er.
Ritstjóri Dags liefur tekið, mjög fávíslega á þessu máli.
Virðist hafa álitið, að hér væri tækifæri til að ná sér niðri
á einstökum stjórnmálaflokkum og einstökum opinberum
starfsmönnum, svo sem bæjarf.ógeta og þæjarstjóra Akur-
eyrar. Segir blaðið svo í forustugrein 4. þ. m>:
„Þrír löglærðir Akureyringar hafa fjallað um þessi
’ ■ lög. Fyrst bæjarstjórinn'ásamt starfsbræðrum sínum,
áður en frv. var lagt fyrir Alþingi, síða tveir lögfræð-
ingar og alþingismenn stjórnarflokkanna. Þessir menn
virðast hafa hugsað um annað og rnéira en bæjarsjóð
Akureyrarkaupstaðar, er ’þeir lögðu blessun sína yfir
hina nýju tegund „fjárdráttar", eða verið jafn fávísir
um, hvað var að gerast á Alþingi og baksvipinn á
tunglinu". -
Einn þeirra rnanna, sem hér er á ráðizt, hefur þegar rekið
þessa firru ofan í ritstjórann, en það er bæjarstjórinn á Ak-
ureyri, sem Dagur vill í skrifum sínum draga til ábyrgðar
fyrir löggjöf þeirri, sem hér um ræðir. Um þetta segir
ibæjarstjórinn: ,
„I fáum orðum sagt er það hreinn uppspuni, að ég hafi
fjallað um ofangreind lög, áður en þau voru lögð fyrir Al-
þingi. Frumvarp að lögum þessum undirbjó sérstök nefnd
undir forsæti Hjálmars Vilhjálmssonar ráðuneytisstjóra.
Frumvarpið sá ég ekki fyrri en það var lagt fram á Al{nngi.“
Síðar í athugasemd sinni segir bæjarstjóri, að hann viti
ekki til, að einstakir þingmenn hafi flutt breytingartillögu
við þessa grein frumvarpsins, og muni það hafa Verið sam-
þykkt athugasemdalaust í báðum deildum Alþingis..
Af öllu þessu ntá sjá, að sjúklegt, pólitískt ofstæki ræður
penna Dagsritstjórans og skyggir fyrir öll venjuleg skilvit,
en slíkir eru engum stjórnmálaflokki til framdráttar. Hefði
hann hirt um að kynna sér málið af eigin athugun, hefði
hann komizt að raun um, að formaður nefndar þeirrar, sem
útbjó frumvarpið, hefur ekki hingað til verið talinn stjórn-
arsinni, og að nefnd grein frv. fór í gegnum hendur þeirra
þingmanna, er Dagur er nákomnastur, án þess þeir æmtu
eð skræmtu yfir „fjárdrættinum".
Væntanlega verður hinni umdeildu 30. grein breytt á
yfirstandandi Alþingi á þá lund, að hún samræmist anda
þessara útsvarslaga, enda mun að því stefnt, hversu sem
um mál þetta — útsvarsmál SÍS — fer fyrir dómstólum.
Þess má loks geta, að á fulltrúafundi kaupstaðanna á
Vestur-, Norður- og Austurlandi, sem haldinn var á Húsa-
vík í haust, var sú ályktun gerð, AÐ FÉLÖG OG FYRIR-
TÆKI VERÐI ÚTSVARSLÖGÐ Á ÞEIM STÖÐUM,
SEM STARFSEMI ÞEIRRA FER FRAM (30. gr. b-lið
verði breytt og 30. gr. j-liður felldur niður). Vekur fundur-
inn athygli á því, að á þessu ári eru sum stærstu fyrirtæki í
aðildarkaupstöðunum útsvarslögð að öllu leyti í Reykjavík.
SAGT hefur verið frá því í blöð-
uipi að fyrír nokkru liafi rek-
ið um 200 „grindur" upp á Barða-
ströðd vestarlega, og hafi því fyr-
irbæri ekki verið sinnt sem skyldi.
Þó segir Timinn 18. þ.m., að „ein-
staka menn ntunu hafa fengið sór
í soðið". Það kvað ekki hafa svar-
að kostnaði að hirða spikið, segir
í sömu grein, þar sem menn hafi
verið svo önnum kafnir.
Við skulum ekki vera að rifja
upp marsvínadrápið á Dalvík né
heldur búrhvelatorfuna í Vopna-
firði, en minnugir megum við
vera þess, að einn dauður hvaltir
rekinn á fjöru fyrir nokkrum öld-
um bjargaði oft heilum sveitum
frá hungurdauða. Sú saga mun
oft hafa gerzt á þcim slóðúm, sem
hina 200 hvali rak nú. En munur-
inn er sá, að þarna er byggð að
mestu lögzt í auðn, og svo að auki
hafa menn svo mikið að gera við
að bjarga matföngum á land ann-
ars staðar, að ekki er unnt að
sinna hvalrekum. Þetta er mikil
kaldhæðni örlaga, meðan milljón-
ir barna svelta til bana í hinutn
vanþróuðu og of jiéttbyggðu
Austurlöndum. „Móðuharðindi"
okkar í dag eru þá ekki meiri en
svo, að við höfum ekki tíma til að
hirða mat, sem ókeypis berst á
fjörur, í stað þess að í hinum
fyrri „móðuharðindum“ drógu
VlSNA
r
sumir lífið fram á skóbótum og
kjiiti af hordauðum skcpnum í
haga.
Þ
AÐ er óhugnanlega tíður við-
burður á síðustu 2—3 árum,
að skip og bátar taki sig til og
þIhrasrot
JÓn$cGtó?\m i
• ENGINN TÍMI TIL AÐ
HIRÐA MAT.
• TORSKILIN SJÖSLYS.
siikkvi fyrirvaralítið úti í hafi, án
þess að veður sé tiltakanlega vont.
Oftast hefur mannbjörg orðið
vegna hintra nýju giimbáta, en
hætt við, að meira og minna
manntjón hefði orðið, ef þeirra
hefði ekki notið við. Engin full-
nægjandi og algild skýring hefur
fengizt á þessu íyrirbæri.
í greinargerð fyrir þingsálykt-
unartillögu tveggja þingmanna,
sem lögð hefur verið fyrir Alþingi
og fjallar um opinliera rannsókn
á sjóslysum við Island síðustu 2—3
ár, eru talin upp 12 skiþ, er far-
izt hafa úti á rúmsjó síðan í árs-
byrjun 1960, og er skýringin í
flestum tilfellum aðeins „skipið
sökk". Manntjón varð þó ekki
nema á 3 skipunum. Tvö þeirra,
Rafnkell og Stuðlaberg, fórust
nieð alíri áhöfn, hið fyrra með 6
en hið síðara með 11, og 2 menn
fórust af togaranum Elliða, er
hann sökk við Snæfellsnes 11.
febrúar sl. Taka flutningsmenn
frþmvarpsins fram, að upptalning
þeirra á þessum skiptöpum á
rúmum 21/4 árum sé síður en svo
tæmandi. „Mörg fleiri skip liafa
farizt á þessu támabili, þó að
þeirra sé hér ekki getið", segir
þar.
OG ÞEIR SPYRJA: „Eru hin
nýju liskiskip okkar nægilega sjó-
hæf? Er yfirbygging ofviða miðað
við stærð skipanna? Er kjölfesta
of lítil? Er meira lagt upp úr
ganghraða skipanna en nauðsyn-
legum stöðugleika?"
OG SVO AÐ LOKUM: Margar
sagnir ganga um það, að skipa-
eigendur leggi nú orðið mest upp
úr vélaaflinu og hraðgengi skip-
anna. Því sé oft skipt um vélar í
skipurn til að fá meira afl og
rneiri hraða. Getur þá ekki verið
að trölla ukin orka vélarinnar
blátt áfram skaki skipin í sundur,
ef þau eru ekki jafnframt styrkt
að byggingu til að mæta hinni
nýju orku? Einkis má láta óíreist-
að til að hafa upp á orsökum þess-
ara tíðu og oftast óvæntu sjóslysa.
r
Jón M. Arnason,
verksmiðjustjóri
BÁLKUR
Bragi frá Hoftúnum kvað um
áramótin 1960—1961:
Hverfur í djúpið árið eitt á ný,
ekki held ég við því neitt að
segja.
Flatur ég kúri fleti mínu í,
finn ekkert skárra ráð en hugsa
og þegja.
Komandi ár oss veiti von og
frið,
verndi gegn hættum bæði
snauða og ríka.
Blindfullur máninn blasir sjón-
um við,
bágt er að vera ekki fullur líka.
Þá sendir St. G. þessar stök-
ur:
HAUSTVÍSA.
Stormur nausti streymir íijá,
strindi Iaust við hlýju.
Kuldaraust og kólga grá,
— komið haust að nýju.
ORÐALEIKSGÁTUR.
(Karlmannsnafn).
Óslétt þar sem hauður helzt,
helmingur af nafni felst,
hinn við arm þinn eflaust er,
— ekkert fleira segi þér.
Djarfleik prýdd er drengsins
lund,
— drjúgt er vandans efni.
Sá bar eitt í sinni mund,
sem ég þvita nefni.
(K venm annsnafn).
Var nú orðið víða hvasst,
— veðraguð ei stansaði.
Dóttir Breka brá við fast,
bylti sér og dansaði.
St. G.
JÓN M. ÁRNASON verksmiðju
stjóri í Krossanesi lézt að heim
ili sínu, Eyrarvegi 1 hér í bæ,
fimmtudaginn 18. þ. m. á 52.
aldursári.
Hann var fæddur að Þverá í
Svarfaðardal 19. júní 1911, og
voru foreldrar hans Dórothea
Þórðardóttir og Árni Jónsson
bóndi. Ungur fór hann í Lauga-
skóla, lauk þaðan námi, en fór
síðan til náms í járn- og vél-
smíði, sem síðar varð hans at-
vinna, unz hann gerðist vél-
stjóri við Krossanesverksmiðj-
una og síðan verksmiðjustjóri
frá 1954. í starfi sínu reyndist
Jón mjög ötull og vinsæll, svo
að hvergi bar skugga á, og ekki
lét hann af starfi þar, meðan
honum var stætt fyrir þeim
sjúkdómi, er nú hefur leitt hann
til bana á miðjum aldri.
Jón heitinn var flokksbund-
inn í Alþýðuflokknum, og naut
þar mikils trúnaðar, svo sem
vænta mátti um mann með
hans hæfileika. Hann átti sæti
í stjórn Kaupfélags Verka-
manna, í stjórn Alþíðuflokks-
félagsins hér og trúnaðarráði
og var auk þess formaður Vél-
stjórafélags Akureyrar um
skeið.
Jón var kvæntur Dagmar
Sveinsdóttur Sigurjónssonar
kaupmanns, og eignuðust þau
5 börn, sem öll hafa tekið að
erfðum góða greind og mann-
kosti úr báðum ættum. Er þung
ur harmur kveðinn að konu,
börnum og öðrum nánum ætt-
ingjum góðs heimilisföður við
fráfall hans, þótt um skeið hafi
sézt að hverju stefndi. J.
Götunöfnin óbreytt
BÆJARRÁÐ lagði til á fundi
sínum 11. október, að götunöfn-
unum Lækjargata og Kaup-
vangsstræti verði breytt í Búð-
argil og Grófargil, en það voru
hin fornu örnefni giljanna. Á
bæjarstjórnarfundi fyrra þriðju
dag var tillaga bæjarráðs felld
með 7:3 atkvæðum.
ÍSLENDÍNGUR