Íslendingur - 26.10.1962, Page 5
Svarfaðardalur - hin blómlega sveit
(NIÐURLAG)
AB HÆRINGSSTÖÐUM 1939.
Það var snemma í desember
1939. Ég er ásamt kunningja
mínum á leið fram Svarfaðar-
dal. Við erum ríðandi, en snjór
er lítill, og hestar okkar skokka
léttilega yfir freðinn veginn.
Þetta er að kvöldi til, og tungl
veður í skýjum. Sumir mundu
kalla umhverfið draugalegt,
einkum er við komum í „Urða-
engið“ en það er hrjóstugt yfir-
ferðar.
Við höfum heýrt alls konar
sagnir um drauga og forynjur,
sem eiga að halda sig á þessum
slóðum, og ekki er frítt við, að
kaldur gustur læðist niður um
bak okkar, er við sjáum ein-
hverja ókennilega skepnu nokk-
uð neðan við veginn. En þegar
nánar er að gáð, kemur í ljós,
að þetta eru útigönguhross Þor-
gríms á Tungufelli, en hann er
Skagfirðingur að ætt og upp-
runa og hefur lag heimasveitar
sinnar á hrossahöldum. Við er-
um á leið fram að Hóli, en þar
ætlum við á ball, sem haldið
verður í gamalli baðstofu, en á
bænum hefur nú verið byggt
nýtt íbúðarhús. Ungmennafélag
ið fær stundum afnot af baðstof-
unni til funda og skemmtana-
halds. Erindi ökkar félaga er þó
meira en að fara á ball, því við
höfum meðferðis ýmis amboð
frá húsbónda okkar, Helga á
Þverá, og þau ætlar Jón bóndi
á Hæringsstöðum að lagfæra,
en meðfram búskapnum stund-
ar hann ýmis konar smíðar. Fé-
lagi minn á þessu ferðalagi er
Þórarinn, en hann er sonur
hann er kunnur áætlunarbíl-
stjóri bæði hjá Norðurleið, þar
sem hann ók um einn áratug
eða svo á leiðinni Akureyri-
Reykjavík, og Sveinn, einn
þrautseigasti mjólkurbílstjórinn
sem ekur frá Dalvík til Akur-
eyrar og hefur svo gert um
margra ára bil.
Haustið hefur sett sinn svip
á Svarfaðardalinn, én samt er
þar jafn fagurt og endranær,
enda er þar haustfagurt.
,En er við komum í hlaðið á
Hæringsstöðum,, verð ég sann-
arlega undrandi. Undrandi yfir
þeim umskiptum, sem hér hafa
orðið, síðan ég leit staðinn í
fyrsta sinn fyrir rúmum 20 ár-
um. Hvarvetna blasa við nýhirt
en fagurgræn og slétt tún. Ný-
tízkulegt íbúðarhús úr stein-
steypu. Stór fjárhús ásamt
hlöðu og einnig fjós, allt nýtt
og gjört úr varanlegu efni. Hví-
líkur reginmunur nú og er ég
leit staðinn í fyrsta sinn. Hér
býr nú Árni, sonur Jóns, ásamt
Trausta bróður sínum, en hann
er ókvæntur. Árni er hinsvegar
kvæntur heimasætu úr Skaga-
firði, og eiga þau nokkur börn.
Árni segir, og brosir um leið,
að hann hafi náð í konuna, er
hann var við bændanám á Hól-
um, (og það munu fleiri hafa
gjört). Sveinn, bróðir Árna,
mun einnig eiga einhvern þátt
í þessu búi, þó hann sé sjaldan
heima.
Er ég sé alla þessa ræktun
og öll þessi hús, langar mig til
að vita mismuninn á búinu nú
og er ég kom hér fyrst.
Og ekki stendur á svörum hjá
LANDIÐ SENN FULL-
RÆKTAÐ.
„Við höfum verið að byggja
þetta upp á undanförnum árum
og einnig að auka ræktunina.
Nú höfum við hér 28 gripi í
fjósi og 180 kindur á fóðrum.
Hestarnir eru ekki nema þrír,
en við höfum tvær dráttarvélar
auk annarra jarðvinnslutækja
og einnig súgþurrkun í hlöðum
og önnur heyvinnslutæki. Hlöð-
urnar taka nú um 1500 hesta
af heyi, en alls munum við fá
um 1800 hesta, og það er allt
tekið af ræktuðu landi. Fyrir
nokkrum árum settum við upp
dísel-rafstöð og notuðum jafn-
framt kælivatn hennar til hit-
unar á íbúðarhúsinu. Nú höfum
við fengið rafmagn frá Laxá
eins og aðrir bæir í dalnum, og
tel ég það mikla framför. Eitt-
hvað getum við ræktað meira
hér, en senn er þó land okkar
á þrotum.“ . .
Eitthvað á þessa leið fórust
Árna bónda á Hæringsstöðum
orð um búskap þeirra bræðra,
sem þeir hafa stundað s.l. 10-15
ár.
Elr ég hef lokið samtalinu við
Árna, mæti ég Jóni.föður hans
á hlaðinu. Gamli maðurinn er
enn hress í fasi og anda, þrátt
fyrir aldurinn.
— Já, blessaður, jú ég held
ég muni nú eftir þér.
—' Það ér orðið nokkuð um-
breytt hjá þér, síðan ég kom
hér fyrst.
— Já, þetta hafa strákarnir
gert. Ég er bara svona rétt til
að horfa á þetta, en þetta eru
miklar framfarir, og mig hefði
ég var ungur, en þetta er nýi
tíminn. Já, svona'er þáð, vinur
minn. Þú varst heldrfr pkfei úþp
á marga fiska/þegar þú -varst
að byrja að slá hjá Helga á
Þverá fyrir svo sem 25 ái'um.
ÞRÓTTMIKIÐ FÓLK.
Já, þannig er framkvæmdin
í Svarfaðardal. Búið á Hærings-
stöðum er ekkert1 -einsdæmi.
Þessi saga gæti átt við öll býli
í dalnum. Og í húmi' haustsins
kveðjum við Svarfaðardal vit-
andi það, að þar býr þróttmikið
fólk, sem vill vinna að því af
alefli, að þáttur sveitafólksins
íalli ekki niður, en að hann
skipi öndvegi eins og var um
aldaraðir í íslenzku þjóðlífi.
(Framh. af bls. 8).
— Hvar er mest notað af
steininum?
— Hér á Ákureyri hafa ver-
ið byggð mörg íbúðarhús úr
steini frá okkur, einnig höfum
við selt stein víðsvegaf um land
ið, bæði austur og vestur, til
íbúðar- og útihúsagerðar.
6—800 Á DAG.
— Hvernig er framleiðslunni
háttað?
— Það er sérstök vél, sem
mótar steininn. Nú skalt þú
koma og sjá haná áð störfum.
Við göngum út í bragga að baki
skrifstofuhússins. Nálægt því
eru margra metra háir haugar
af efni. Vikur, gjáll og vikúr-
sandur. .
— Þetta er hráefnið, segir
Árni.
Og svo þegar inp kerpui’, sjá
um við fyrir okkur geisi stóra
„maskínu“, en á veggnum gegnt
henni er op.
— Um þetta op er efninu ek-
ið, síðan fer það í þessa hræri-
vél, og þar er sementinu bland-
að saman við, og við sjáum
heilmikla „maskínu“ á gólfinu,
sem snýst án áfláts og hrærir
saman einhverja gráleita leðju.
s.
í hyggingaiðnaði
í hrærivélinni, er efnið í stein-
ana.
Síðan sýnir Árni okkur hvern
ig verkið gengur fyrir sig.
Þegar steypan er fullhrærð,
hvolfist hrærivélin við, og allt
innihald hennar lendir í heljar-
miklu stáltrogi, sem síðan er
dregið af vélaafli í þriggja
metra hæð upp yfir trekt, sem
liggur að aðalvélinni, sem steyp
ir steinana.Eftir augnablik kem
ur heilsteyptur steinn út úr vél
inni, og hann er samstundis
tekinn af manni, sem þar stend
ur, og settur á sérstakan vagn.
Þetta endurtekur sig þar til
vagninn er fullur, en þá er hon
um ekið burt. Þannig gengur
steinasteypan fyrir sig, í fáum
orðum sagt.
— Við steypum 6—800 steina
á dag, ef vel gengur, segir Árni,
en til þess þurfum við fimm
menn. Því miður virðast þessir
fimm menn ekki vera til á Ak-
ureyri um þessar mundir, og
því er þetta iðnfyrirtæki, eins
og svo mörg önnur í vandræð-
um með afköst sín. Léttsteypan
sparar mörgum manninum
byggingarkostnað, og er því
leitt til þess að vita, að hún
skuli ekki geta starfað af full-
Jóns. Er við höfum blessunar-
lega komizt framhjá forynjun-
um á Urðaenginu, sem raunar
reyndust hestar, er skammt
þess að bíða, að við komum í
hlaðið á Hæringsstöðum. í
snatri eru amboðin afhent, en
lítil viðstaða höfð, þar sem okk-
ur ungu mennina fýsir að kom-
ast sem fyrst í gleðskapinn á
Hóli. Áður en við yfirgefum Jón
bónda, fæ ég þó vitneskju um
það, að Hæringsstaðir er frem-
ur rýrt kot. Túnið lítið og að
mestu óslétt. Fóðrar þó 3—4
kýr, en mest af heyjum þarf
að afla með orfi og ljá. Þá eru
um 50 ær á fóðrum og þrír hest-
ar, og þá er fullsetið og vel það.
Hús eru eins og þá gerðust víða
í sveitum, öll úr torfi og grjóti
utan, framhýsi við bæinn, gjört
af timbri, en baðstofa þiljuð í
hólf og gólf.
Á SAMA STAÐ 1962.
5
Sunnudaginn 7. þ. m. átti ég
leið um þessar sömu slóðir, og
voru þá með mér tveir af son-
um Jóns á Hæringsstöðum, þeir
Gunnar bílstjóri á Dalvík, en
Ái'na.
Þunnt
f Degi fyrra
iniðvikudag er
, ^ vikið að lokun
moðureyra kvöidsaia í for
ystugrein og
þá sem vænta mátti skýrt vill-
andi frá afgreiðslu þessa máls
í bæjarstjóm og bæjarráði. Seg
ir hann þar m. a.: „Af sérstök-
um ástæðum er þunnt móður-
eyra íhaldsins í þessu efni, enda
greiddu fulltrúar þess atkvæði
gegn lokuninni í bæjarráði“.
En hvers móðureyra var
þunnt, Dagur sæll, þegar bæjar
fulltrúi Jakob Frímannsson,
stjórnarnefndarmaður í Olíu-
félaginu h. f. kom því fram á
bæjarstjómarfundinum, að
benzín- og olíusölum skyldi á-
fram lieimilt að verzla með all-
ar „sjoppu-vörur“, eftir þann
tíma, er annars staðar verður
lokað fyrir þær?
Varðandi það,
að bæjarráðs-
.ii menn Sjálf-
tlllaga stæðisfl. hafi
verið á móti
lokun kvöldsala, skal aðeins
vitnað í bókun bæjarráðsfundar
Önnur
aldrei dreymt um þær, þegar
— Þetta, sem þú sérð þarna
HER og þar
frá 4. október, þar sem vara-
menn Sjálfstæðisfl. í bæjarráði
voru mættir. Segir svo:
„Árni Jónsson og Jón H. Þor-
valdsson leggja til, að lokunar-
tími kvöldsala verði óbreyttur
á sumrin, en á veturna 1/10 —
31/5 verði Iokunartími kl. 22
sörnu daga og áður.“
Að sjálfsögðu fylgdu flutn-
ingsmenn sinni eigin tillögu,
sem að vísu gekk nokkru
skemmra en sú, er samþykkt
var, og því ekki von til að þeir
stæðu að samþykkt hinnar. Dag
ur getur svo næst dundað sér
við að taka saman úr fundabók-
um skelegga baráttu Framsókn
ar gegn kvöldsöluleyfum!
Tíminn segir
svo frá föstud.
3 IOlkl aldrei hafi ver-
ið meiri hörg-
ull á fólki til starfa í sveitum
en nú og hefur upplýsingar frá
Ráðningarstofu landbúnaðarins.
Segir blaðið svo frá:
Skortur
„Allt útlit er fyrir, að' miklu
meiri lxörgull sé á fólki til sveita
starfa nú en síðustu ár. Frá síð-
ustu áramóíum til þessa dags
hafa Ráðningaskrifstofu Land-
búnaðarins borizt beiðnir um
útvegun fólks til sveitastarfa
frá 472 bændum, en árið 1961
bárust beiðnir frá 262 bænd-
um“.
Þessi stóraukna eftirspurn
eftir fólki til sveitastarfa bendir
ekki til þess saxndráttar í land-
búnaðinum, sem stjómarand-
staðan er sífellt að tala um,
enda æpa staðreyndir um frarn
leiðsluaukningu og útflutnings-
aukningu gegn öllum fullyrðing
um hennar í því efni. Hinsvegar
var grasspretta víðast um land
með lélegra móti á því sumri,
er kveður í dag, og því munu
ýmsir ekki geta aukið bústofn
sinn að þessu sinni.Og þó land-
búnaðurinn hafi eftir tilkomu
nýrra atvinnugreina við sjávar-
síðuna oftast skort vinnuafl
bæði sumar og vetur, sýnir
þessi stóraukna eftirspurn nú í
um ki-afti allan ársins hring.
lok fremur Iélegs lieyskapar-
sumars, að enginn samdráttur
á sér stað í búskapnum lieldur
sýnilega hið gagnstæða.
Skortur
á smekk
Það vakti
furðu margra,
er Jakob Frí-
mannsson bæj-
arfulltrúi, fram
kvæmdastjóri KEA og stjórnar
meðlimur í Olíufélaginu h. f.,
flutti tvær tillögur á síðasta
bæjarstjórnarfundi, aðra um,
að KEA hlyti lóð undir verzlun
arútibú á Suður-brekkum (en
tveir sóttu um) og að ekki yrði
lokað fyrir tóbaks- gosdrykkja-
og sælgætissölu hjá olíu- og
benzínsölum, þótt slíkt vcrði
gert hjá kvöldsölunum í mið-
bænum.
Sumir telja, að það liefði sýnt
meiri smekkvísi, að J. Fr. liefði
látið Reykjalín flytja aðra til-
löguna en Sigurð Óla eða Arn-
þór hina, en kannske hefur átt
að sýna, livert vald flutnings-
maður á yfir samstarfsmönnum
í bæjarstjórn. í það minnsta er
þetta gott aðvörunarmerki fyrir
hinn aimenna kjósanda.
ÍSLENDINGUR