Íslendingur - 14.12.1962, Page 1
tSLENDINGUR
XLVIII. ARGANGUR
FOSTUDAGUR 14. DESEMBER 1962
47. TOLUBLAÐ
ÁrferSi ræður meira um afkomuna
en stjórnarfarið í landinu
Það lögmál gildir til sjós og lands
Hraðsamtal við miðaldra bónda
TT’inlivemveginn bar svo til í byrjun vikunnar, að við hittum
^ góðbónda að máli, er við þekktum lítillega, og barst tal okkar
að búskaparháttum og búskaparhorfum. Fer þetta skyndisamtal
okkar hér á eftir:
— Þeir segja, að stjórnar-
stefnan sé að drepa ykkur bænd
urna.
— Ekki segja þeir það nú
beinum orðum, en mig minnir
að flestar stjórnir eftir síðari
heimsstyrjöld hafi átt að gera
það.
— En hvað um þitt álit?
Ekki sama hvernig árar.
— Mitt álit er, að stjórnar-
farið hafi tiltölulega lítil áhrif
á búskapinn, heldur sé það ár-
ferðið, sem mestu ræður. Engin
ríkisstjórn getur komið í veg
fyrir óþurrka að sumrinu, hefur
heldur engin áhrif á sprettu né
getur haft í hendi sér, hvort ær
láta fóstri eða ekki. Heldur get-
ur engin ríkisstjórn ráðið um
síldargöngur, né hvort bátur afl-
ar þúsund mál eða tíu þúsund á
vertíðinni. Landbúnaður og sjáv
arútvegur hafa það sameigin-
legt, að verða ýmist fyrir höpp-
um eða sköðum, og það vita
allir þeir, sem leggja á sig aci
stunda framleiðsluatvinnuvegi
hér til lands. Ég get meira að
segja sagt þér, að í kartöflu-
ræktinni hef ég fengið fjórfalda
uppskeru og annað ár tólffalda.
Það er ekki sama, hvernig árar.
Hvað er ekki dýrt?
— Sagt er, að enginn ungur
maður geti stofnað til búskapar
vegna féleysis.
— Það kann að vera, og er
mikið vandamál. Til nútíma bú-
reksturs með öllum nauðsynleg-
asta vélakosti þarf mikinn pen-
HEIÐURSMERKI
HINN T. desember sæmdi for-
seti íslands 8 menn heiðurs
merki hinnar íslenzku Fálka-
orðu. Meðal þeirra, er þannig
voru heiðraðir, eru sr. Sigurður
Stefánsson vígslubiskup á
Möðruvöllum og Jón G. Sólnes
bankastjóri.
ing. Og taki ungur maður við
jörð að erfð og þurfi að svara
systkinum sínum hluta þeirra,
þá er það mikið átak og hlýtur
að valda honum erfiðleikum,
verða nánast sagt dragbítur á
allar framkvæmdir hans í bú-
rekstrinum. En hvað er það,
sem ekki er dýrt? Hvað kostar
til dæmis miðlungsíbúð í henni
Reykjavík?
— Heyrðu, nú ert þú farinn
að spyrja, en það var ekki mein-
ingin. Hvað segir þú um sam-
drátt byggðarinnar, þar sem
heilir hreppar verða mannlaus-
ir, eins og á Vestfjörðum?
Það er framvindan.
— Ég veit nú varla, hvað
segja skal. Það veldur alltaf
nokkrum sársauka að sjá byggð
fara í auðn, hvort sem hún er
úti við sjávarströnd eða uppi til
heiða. En ég held þetta sé eðli-
leg þróun. Nú vill enginn búa í
einangrun þeirri, er afar okkar
og ömmur undu við. Nú þurfa
allir rafmagn og síma, helzt
malbikaðan veg eða flugbraut
framan við hlaðbrekkuna. En
höfum við efni á því? Ég efast
um það. Áður voru strandjarð-
irnar eftirsóttar vegna reka,
veiði, æðarvarps og annarra
hlunninda, en heiðajarðir vegna
vetrarbeitar. Nú lítur enginn
(Framhald á blaðsíðu 4).
BANASLYS
S.L. ÞRIÐJUDAG varð dauða-
slys hér í bænum og skeði það
við bát í Slippstöðinni h.f. Slys-
ið varð með þeim hætti að skip-
stjórinn á mb Særúnu frá Siglu
firði, Jón Jóhannsson, var á leið
upp í skip sitt, þar sem það
stóð í dráttarbrautinni. Er Jón
var kominn uppundir borðstokk
í um 4Vz meters hæð, féll hann
aftui'yfir sig og til jarðar. Mun
Jón hafa komið niður á höfuð
og herðar í frosna jörð. Menn
voru þarna viðstaddir og var
Jón þegar fluttur í sjúkrahús,
en er þangað kom var hann lát-
inn. Mun Jón hafa látizt strax
við fallið.
Jón var á sextugsaldri og átti
fjölskyldu á Siglufirði.
Skólafólk fær afslátt
FLUGFÉLAG ÍSLANDS mun
nú í ár, eins og að undanförnu,
veita afslátt á fargjöldum fyrir
skólafólk, sem óskar að ferðast
með flugvélum félagsins í jóla-
fríinu, eða á tímabilinu frá 15.
desember 1962 til 15. janúar
1963, og nemur afslátturinn 25%
frá núverandi tvímiðafargjaldi.
Gildir þetta á öllum flugleiðum
íélagsins innanlands.
Afsláttur þessi er háður eftir-
farandi skilyrðum:
1. Að keyptur sé tvímiði og
hann notaður báðar leiðir.
2. Vottorð frá Skólastjóra, er
staðfestir að viðkomandi
stundi nám við skólann.
3. Gildistími farseðilsins er,
eins og áður greinir, frá 15.
des. 1962 til 15. jan. 1963.
Það skólafólk, sem hugsar sér
að notfæra sér þessi hlunnindi,
ætti að panta sér sæti með góð-
um fyrirvara, því búast má við
að síðustu ferðir fyrir jól verði
fljótt fullskipaðar.
Séð að kvöldlagi norður Hafnarstræti (París t. h., KEA t. v.).
Ljósmynd: Kr. Ilallgr.
Fögur jólaskreyting í bænum
UNDANFARNA daga hafa
menn verið önnum kafnir við
að setja upp marglitar Ijósa-
skreytingar í aðalhverfum og
við helztu umferðagötur bæjar-
ins. Fyrst komu upp hinar
þekktu ljósaskreytingar, sem
einkum hafa sett svip á bæinn
undanfarin ár, svo sem Amaró-
stjarnan og KEA-stjaman og
bjallan. Síðan hafa nýjar ljósa-
skreytingar daglega bætzt við
hjá verzlunum, og ber þar einna
mest á krossgötunum við Gler-
árgötu og Gránufélagsgötu, þar
sem herradeild JMJ og Kjörver
hafa komið upp mikilli ljósa-
dýrð þvert yfir götur. Slíkar
skreytingar þvert yfir götur
eru einnig í verzlunarþyrping-
unni við Skipagötu og í Hafnar-
stræti frá gatnamótum Kaup-
vangsstrætis norður eftir stræt-
inu. Þá er Ráðhústorg skraut-
lýst og ýmsir fleiri staðir, sem
of langt yrði að telja. Er sér-
staklega fagurt að horfa frá
Landsbankahorninu við Brekku
götu inn Hafnarstræti, þaðan
sem jafnframt sér yfir Ráðhús-
torg og inn í Skipagötu.
I gær var byi-jað að reisa jóla
tré Fegrunarfélagsins á þeim
stöðum, sem þau hafa verið til
augnayndis um undanfarin jól.
Stöðuveitingar á Ak.
NÝLEGA var auglýst hér eftir
rafveitustjóra, skrifstofustjóra
hjá Rafveitunni og fram-
kvæmdastjóra Æskulýðsráðs og
íþróttaráðs.
Umsækjandi var aðeins einn
um stöðu rafveitustjóra, Knútur
Otterstedt rafmagnsfræðingur,
en tveir sóttu um skrifstofu-
stjói'astarfið, þeir Sigurður Hall
dórsson bókari hjá Rafveitunni
Esja fer utan til viðgerðar
og Sigmundur Björnsson deild-
arstjóri. Um framkvæmdastjóra
starf „ráðanna" bárust þrjár
umsóknir, og hlutu tveir um-
sækjenda, Hermann Sigtryggs-
son og Höskuldur Goði Karls-
son jöfn atkvæði á sameiginleg-
um fundi Æskulýðsráðs og í-
þróttaráðs. Báðir hafa þeir starf
að mikið að íþrótta- og æsku-
lýðsmálum. Væntanlega verður
skorið úr um ráðningu í öll
störfin á næsta bæjarstjórnar-
fundi.
ENGIN fullnægjandi skýring
virðist enn hafa fengizt við sjó-
próf á strandi Esju hér á firð-
inura nýlega. Helzt er svo að
skilja, að strandið hafi stafað
af misheyrn þess, er við stýrið
var, hafi heyrzt stýrimaður á
vaktinni nefna 330 gráður í stað
30. Þá hefur skipstjóri Esju vé-
fengt þörf á þeirri aðstoð, er
Stapáfell veitti samkvæmt
beiðni tryggingarfélags. Myndi
Esja hafa losnað á næsta flóði
með eigin vélarkrafti, þegar
botntankar hennar voru tæmd-
ir.
Miklar skemmdir urðu á
botni Esju við strand þetta, og
átti að bæta þær í Reykjavík,
en vegna skorts á vinnuafli var
horfið að því ráði að senda hana
til Álaborgar til viðgerðar, en
þar var hún byggð. Er ekki
búizt við að því verki verði
lokið fyrri en undir janúarlok.
Veldur þetta óhapp miklu tjóni
fyrir félagið og röskun á öllum
áætlunum í innanlandsflutning-
Hekla tekur niðri.
Þá varð það óhapp austur á
Fáskrúðsfirði á miðvikudags-
nótt, er Hekla var að sigla þang
að inn í vondu veðri, að hún tók
niðri á sandgrynningu. Losnaði
hún þó fljótlega af sjálfsdáðum
án teljandi skemmda.
RAFMAGNSTRUFLUN
VARÐ Á AKUREYRI
SL. ÞRIÐJUDAG
RAFMAGNSLAUST varð á Ak
ureyri sl. þriðjudag í nokkrum
hluta bæjarins og stafaði það
af bilun, sem varð í legu í
stærri túrbínu stöðvarinnar við
Laxá. Rafmagnsskorturinn var-
aði í 2Vz klukkustund og sátu
sumir bæjarbúar við kerta- eða
lampaljós á þeim tíma. Sá hluti
bæjarins, sem hafði rafmagn
fékk það frá minni stöðinni við
Laxá og toppstöðinni á Akur-
eyri.