Íslendingur


Íslendingur - 14.12.1962, Blaðsíða 4

Íslendingur - 14.12.1962, Blaðsíða 4
ÍSLENDINGUR Kemur út hvern iöstudag. Útgeíandi: Útgáíufélag íslendings. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1« sími 1375. Fréttir og aug- lýsingar: STEFÁN E. SIGURÐSSON, Krabbastíg 2, uími 1947. Skrifstofa og af- greiðsla í Haínarstræti 81 (neðsta hæð), sími 1354. Opin lcl. 10—12 og 13.30— 17.30. Á laugardögum kl. 10—12. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri. Og enn sökk skip Eins og blöðin hafa birt fregnir um, sökk síldveiðibátur frá Vestmannaeyjum skyndilega undir Jökli í sæmilegu veðri á dögunum. Nokkur „ylgja“ var í sjó, er að reið straumhnútur, er lagði skipið á hliðina, og var sokkið eftir ca. 5 mínútur, að því er skipverjar ætla. Farmurinn var ný- veidd síld, áætluð um 800 tunnur, þar af 200 uppi en aðal- rnagnið í lest. Stærð skipsins um 77 brúttólestir. Þótt hér væri lítið svigrúm til björgunar, tókst formanni bátsins að kalla nálæga báta upp í talstöðinni og öðrum skipverjum að koma gúmbátnum út. Aðeins formaðurinn varð að fara í sjóinn til að ná bátnum. Engum getum þarf að því að leiða, að þarna hefðu 11 rnenn horfið skyndilega í djúp sjávar, ef gúmbátsins hefði ekki notið við, því þótt skip bæri að slysstað eftir stundar- fjórðung er mjög óvíst, að nokkur hefði bjargazt, og þar að auki virðist hafa verið nokkurri tilviljun háð, að neyðar- kall skipstjórans í talstöðina skyldi heyrast. Gúmbáturinn, sem nú er fyrirskipaður á öllum fleytum yfir tiltekinni lág- marksstærð, er því eina björgunartækið, sem til greina kem- ur, þegar slík fyrirvaralaus sjóslys verða, sem hér er að vikið. En þetta slys er síður en svo einstætt. Það rná miklu frem- ur segja, að faraldur sé orðinn að skipsköðum, sem gera ekki nema nokkurra mínútna boð á undan sér, og það stundum í veðri, sem ekki er einu sinni talið válynt eða viðsjált. Þetta er mjög umtalað mál og veldur eðlilega áhyggjum. Meðan svo að segja engin öryggistæki voru til í skipunum, engin talstöð, engir björgunarbátar, hvorki úr tré, stáli né gúmi, óttuðust sjómannskonur ekki um menn sína eða syni, nema að nokkurn veðurham gerði. En hin síðari ár hverfa nýlegir 'bátar í djúpið í blíðskaparveðri á nokkrum mínútum. Og hversu margir mundu hafa farizt í sjó síðustu 5—6 árin, ef 'hins nýja björgunartækis, — gúmbátsins, hefði ekki notið við? Hér er ekki allt með felldu. Leita verður tafarlaust orsaka á þessum síendurteknu sjóslysum, — sem fram fara í veður- lagi, sem ekki hefur hingað til verið talið hættulegt, — til að fá svar við þeirri eðlilegu, áleitnu spurningu: HVAÐ OLLI ÞVÍ, AÐ SKIPIÐ VALT OG SÖKK? Skyldur, en engin rétfindi í bæjarblöðunum birtist um þessar mundir tilkynning frá stjórn Sjúkrasjóðs Verkamannafél. Akureyrarkaupstaðar, þar sem segir að verkamenn, er ekki hafi full félagsréttindi í V. A. hafi ekki rétt til úthlutunar fjár úr sjúkrasjóði félags- ins. Síðar segir í tilkynningunni: „Nokkur brögð virðast vera að því, að starfandi verka- menn séu ekki félagsmenn Verkamannafélagsins, heldur greiði því svonefnd vinnuréttindagjöjd, sem veitir þeim aðeins rétt til að stunda verkamannavinnu óákveðinn tíma en ekki rétt til bóta úr sjúkrasjóði NÉ HELDUR ÖNNUR FÉLAGSRÉTTINDI. .. .“ Hvað felst í þessum orðum? Flestir munu skilja þau svo, að verulegur hópur verkamanna greiði lelagsgjöld til Verka- mannafélagsins fyrir að fá að vinna óáreittir á félagssvæðinu, en haii þar engin önnur réttindi, svo sem atkvæðisrétt og kjörgengi né heldur iinnur réttindi, sem svonefndir fullgild- ir félagsmenn njóta. Enda hefur það orð legið á, að í þeim félögum, er kommúnistar ráða, sé „vafasömum" mönnum haldið utan réttinda í félaginu og komist því ekki á kjörskrá. Ef svo er hér í bæ, þarf engan að furða, þótt fundir í Verka- mannafélagi Akureyrarkaupstaðar geti fengið uppsögn kjarasamninga samþykkta með 20—30 atkvæðum. SJOTUGUR: Olafur Tliorarensen fyrrv. bankastjóri SL. LAUGARDAG (8. þ. m.) átti Olafur Thorarensen fyrrver andi bankastjóri, einn af þekkt ViSNA BÁLKUR Vestur-Skaftfellsk ljóð (ný- lega útkomin og mér send). Gott þeir eiga gæfuþol gæddir kostum slyngum, það er ekkert víl né vol í Vestur-Skaftfellingum. Bjartsýnir eru þeir eystra, yrkja í jötunmóð þótt hið Unga ísland sé einkum fyrir stóð. En ekkert fyrir andann né orðsins fornu list, fyrir slíkt gefur fjandann fólkið dollaraþyrst. Kjarkaðir eru þeir eystra að yrkja og gefa út ljóð, án þess að geta ávísað öllu á ríkissjóð. Enn er stakan til og tæk tökin rétt og glíma, fyrir austan Fúlalæk fást þeir við að ríma. —o— Höfuðstafir, stuðlafar, staðið við orð og gerðir, íslenzkt mál og meiningar, minna um skýjaferðir. Þó að mörg sé syðra seld sæmd og þrjóti móðinn, heyrast kveðin austur við ELD ennþá stuðluð ljóðin. Þar er ekkert atómvæl, engin stuðlakreppa, ekki menn sem hopa á hæl og höfuðstöfum sleppa. Augun gömlu opin ríf, upp sig skottið hringar, yrkja um hesta, vín og víf Vestur-Skaftfellingar. Austri. í síðasta bálki voru birtar tvær vísur (hestlýsingar), er sagðar voru eftir óvissan höf- und. Svo er þó ekki. Vísurnar eru úr Hestavísum Sigurbjarn- ar Jóhannssonar og prentaðar í „Ljóðmælum“ hans, er út komu í Winnipeg 1902. Vísurnar eru 3. og 7. vísan í samfelldu kvæði og þannig gerðar: Stutt með bak og breitt að sjá, brúnir svakalegar, augu vakin, eyru smá einatt hrakin til og frá. Leggjanettur, liðasver, lag sé rétt á liófum, liarður, sléttur, kúptur, kver, kjóstu þetta handa mér. ustu og virtustu borgurum bæj- arins, sjötugsafmæli. Hann er eyfirzkur í báðar ættir og fædd ur hér á Akureyri, og hóf að fermingu lokinni störf við úti- bú Landsbankans hér í bæ. Síð- ar dvaldi hann 12—13 ár í Reykjavík og var fulltrúi við að albankann þar. Árið 1931 var hann ráðinn bankastjóri við úti búið hér í bæ og gegndi því starfi óslitið um 30 ára skeið, eða þar til hann fyrir IV2 ári hvarf frá störfum að eigin ósk eftir 53 ára samfellda þjónustu við eina og sömu stofnun. Bankastjórastarf hefur aldrei verið álitið líklegt til almennra vinsælda. þess, er með fer, en þar hefur Ólafur sloppið heill af hólmi. Um það segir einn af kunningjum hans hér í blaðinu fyrir 10 árum: „Hollt es heima hvat“ segir í fornum fræðum, og er ekki hvað sízt mikils um vert, að rúm Ólafs fylli maður, sem er gagnkunnugur byggðarlaginu og íbúum þess. Það er ekki öll- um hent að veita forstöðu stærsta bankaútibúi í smákaup- stað — heimahögum kunnings- skaparins — án þess að bíða tjón á vinsældum sínum og virðingu. Það gera traustir skapfestumenn einir, með ríka (Framhald af blaðsíðu 1) við slíku. Rekinn fer minnk- andi, því færri skip farast nú en fyrrum (sem betur fer), eng- inn nennir að hreinsa dún, enda óþrifaverk, og hver nennir að standa yfir rollum í krafstri uppi í fjalli? Nei, þróunin er eðlileg og engu stjórnarfari að kenna, heldur framvindunni. Og enginn spornar við henni. Fjölbýli. — Telur þú þéttbýli æski- legt? — Já, og ekki. Þar sem svo hagar til, að unnt er að rækta hundruð eða þúsundir hektara lands á einu bretti, er eðlilegt að þar myndist eins konar sveitaþorp eða fjölbýli. Þjóð- hagslega séð er það miklu á- kjósanlegra en að byggðinni sé dreift um allar jarðir. — Hugsar þú þér þá sam- yrkjubúskap á þessu landi? — Nei, síður en svo. Ég mundi gera úr þessu sjálfstæða reiti fyrir hvern búþegn, rétt eins og lóðum er úthlutað við götur bæjanna. Aðalvandinn ábyrgðartilfinningu, sem vilja velja og hafna, á ákveðnum for sendum, án manngreinarálits að öðru leyti. Hygg ég, að Ólafur rísi undir“. Ólafur Thorarensen virti sjálf ur starf sitt mikils, og sá er virð ir starfið, vanrækir það ekki né hefur „framhjá11 því, sem kallað er. Því var Ólafur jafnan tregur til opinberra starfa. Sat þó eitt kjörtímabil í bæjarstjórn en ó- fáanlegur til að halda því áfram. Þá var hann um skeið í stjórn sjúkrahússins og Húsmæðra- skólans og endurskoðandi bæjar reikninga. Af helztu áhugamál- um hans má nefna skógræktina, en þar hefur hann verið drjúgur liðsmaður. Þótt Ólafur Thorarensen kysi að hverfa frá starfi sínu eftir meira en hálfrar aldar þjónustu, er hann enn í fullu fjöri og get- ur því snúið sér að eigin hugð- arefnum eftir langan og giftu- saman starfsdag. myndi þá sennilega vera við skiptingu eða sameign bithag- ans, en hann er allsstaðar óhjá- kvæmilegur, þar sem kvikfjár- rækt er stunduð. Frj^Jsasta starfið. —r Hefur þú stundað búnað- arnám? — Nei, en ég gekk í farskól- ann í minni sveit á sínum tíma. Það var nokkru áður en þeii' komu með skyldunámið. En ég hef síðan mikið lagt mig eftir því að læra af umhverfinu, vitr- um bændum og glöggum ráða- nautum, og mér er engin laun- ung á því, að landbúnaðurinn er ákjósanlegasta og frjálsasta starf sem völ er á, — að vísu áhættusamt á sinn hátt, þar sem eitt einasta tilvik getur ráðið úrslitum um, hvort maður synd ir ofan á eða fer í kaf, — en það er undir árferði komið á hverj- um tíma, — ekki ríkjandi stjórn, enda hafa þær yfirleitt skilið þýðingu landbúnaðarins í þjóðarframleiðslunni, og núver- andi stjórn þó fremur en sumar • hinna fyrri. J. í SLENDIN GUR - ÁRFERÐI RÆÐUR MEIRA UM AFKOMUNA

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.