Íslendingur


Íslendingur - 14.12.1962, Page 8

Íslendingur - 14.12.1962, Page 8
Friðrik Ólafsson si ursæll iim lielgina SL. SUNNUD AGSKV ÖLD tefldi Friðrik Ólafsson stórmeist ari á 37 borðum hér í Lands- bankasalnum. Vann hann á 31 Þingeyingar stofna áttíiagafélag á Ak. ÞINGEYINGAR, sem búsettir eru hér í bænum, stofnuðu sl. sunnudag félag, sem nefnist Þingeyingafélagið á Akureyri, og er það átthagafélag með líku sniði og tíðkast í Reykjavík, en hér eru fyrir nokkur átthagafé- lög, svo sem Austfirðingafélag, Ólafsfirðingafélag, Skagfirð- ingafélag og Húnvetningafélag. Stofnendur voru um 90, og lík- legt að við þá tölu bætist, þar sem allir þeir, er skrá sig í fé- lagið til ársloka teljast til stofn- enda. Fyrstu stjórn félagsins skipa: Marteinn Sigurðsson formaður, Einar Kristjánsson rithöf. ritari og Indriði Ulfsson kennari gjaldkeri. Meðstjórnendur frúrn ar Ólöf Jónasdóttir og Þórhild- ur Skax-phéðinsdóttir. borði, gerði.4 jafntefli, en tapaði fyrir Ólafi Kristjánssyni og Gísla Jóhanrissyni, Á mánudags kvöldið tefldi hann eftir klukku við 10 meistaraflokksmenn og eina blindskák.’ 'Vann hann 10 skákir að meðtalinni blindskák- inni og gerði eitt jafntefli. Er það hinn prýðilegasti árangur. Á þriðjudagskvöldið tefldi Friðrik við 18 nemendur M. A. Vann hann á 13 borðum, gerði 4 jafntefli og tapaði fyrir Jóni Þ. Þór. Höfðu skókmenn hér í bæ og nágrenni mikla ánægju af komu meistarans. Jóla-hraðskákmót verður hald ið á vegum Skákfélags Akur- eyrar 27. des., og er öllum heim il þátttaka í því. STAL 6 ÞÚSUND KR. NÝLEGA varð 14 ára piltur hér í bæ uppvís að því að hafa stol- ið 6 þúsund krónum úr mann- lausri íbúð. Voru peningarnir í lokaðri hirzlu en lykill að henni auðfundinn. Drengur þessi hef- ur ekki áður „komizt undir manna hendur.“ íslenzkt 130 tonna stálskip SNEMMA í vikunni var sjósett- ur nýr 130 lesta stálbátur, smíð- aður hjá Stálsmiðjunni í Reykja vík. Þetta mun vera stærsti fiski- bótur, sem smíðaður er úr stáli hérlendis. Báturinn heitir Am- ames. Til nýjunga í þessum bát má telja, að lestin er öll klædd innan með plasti til varnar því, að grútur komist að súðum JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS kemur út n. k. Þriðjudag, 18. des., en síðasta blað fyrir jól (og væntanlega á árinu) föstu- daginn 21. des. Brúðhjónin Erla Elva MöJler og Kolbeinn Kristjánsson jámsm. skipsins. Eigandi bátsins er ís- hús Hafnarfjarðar. Tekur við embætti ÞÓRHALLUR ÁSGEIRSSON, sem undanfarin 4 ár hefur starf- að sem fulltrúi Norðurlanda í stj órn Alþj óðagj aldeyrissj óðsins í Washington, hefur á ný tekið við starfi ráðuneytisstjóra í við- skiptamálaráðuneytinu. Dr. Oddur Guðjónsson, sem gegnt hefur störfum ráðuneytis- stjóra í viðskiptamálaráðuneyt- inu síðastliðið ár, hefur verið skipaður viðskiptaráðunautur ríkisstjórnarinnar og mun hann einkum fjalla um viðskipta- samninga og mál, er þá varða. Jónas H. Haralz, forstjóri Efnahagsstofnunarinnar, sem undanfarið hefur starfað sem ráðunautur ríkisstjórnarinnar í markaðsmálum Evrópu, lætur nú af því starfi. (Frétt frá ríkisstjóminni). Gamalmenni slasaðist Á MÁNUDAG var Tryggvi Helgason kvaddur til Kópa- skers á sjúkraflugvélinni, en þar hafði níræð kona lærbrotn- að. Tryggvi sótti konuna og flutti í Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. FRIÐRIK OLAFSSON snjallasti skákmaður íslendinga í dag. Frá fulltrúafundi búnaðar- sambandssljórna í Rvlk UM MIÐJAN nóvember var haldinn í Reykjavík fundur bún aðarsambandsstjórna um end- urskoðun afurðasölulaganna. Boðendur fundarins voru Bún- aðarsarrib. Austurlands og Bún- aðarsamb. S.-Þingeyinga. Fram- sögu af hálfu boðenda hafði Þorsteinn Sigfússon á Sand- ' brekku, form. B. S. Austur- lands.. Á öðrum fundardegi var Jón Austmar skip- stjóri á Mærks Line SJÓMANNABLAÐIÐ Víkirigur (jólablað 1962) segir svo frá: „f nóvember tók Jón Austmar skipstjóri við skipstjórn á 40 þús. lesta olíuflutningaskipi, eign A. P. Möller, sem er eitt af 3 stærstu skipum nefnds fé- lags. Jón Austmar hefur starfað um alllangt skeið hjá þessu risa stóra félagi, sem nú á 85 skip og er stærsta skipafélag á Norð- urlöndum. Hann varð skipstjóri 7. marz 1957 á Nelly Mærks, þá Alexander Mærks 21 þús. lestir, síðan Emma Mærks 30 þús. lest- ir og nú Katrine Mærks 40 þús. lestir. Það er öllum íslendingum gleðiefni, er landinn brýtur sér braut á erlendum vettvangi og kemst í æðstu trúnaðarstöður, á hvaða sviði sem er. íslenzkir farmenn fagna þessum frama, er Jón Austmar hefur hlotið, er honum er falin stjórn á Katrine Frá Bridgefélagi Ak. I. FLOKKS KEPPNIN: Urslit 9. umferðar: Soffía vann Ásbjörn 6:0 Magni vann Hjört 6:0 Aðalsteinn vann Guðmund 6:0 Jónas vann Zophónías 6:0 Björn vann Óla 6:0 Hallgrímur vann Sigurjón 6:0. Albert sat yfir. Lokið er einnig leik Alberts og Jónasar, sem var frestað. Jónas vann 6:0. Úrslit 10. umferðar: Jónas v. Soffíu......... 6:0 Aðalsteinn v. Zophonías .. 6:0 Hallgrímur v. Magna .... 6:0 Óli v. Sigurjón......... 6:0 Albert v. Björn......... 5:1 Hjörtur jafn Guðmundi .. 3:3 Ásbjörn sat yfir. Röð sveitanna er nú þessi: 1. Jónas Stef. 57 st. (10 1.) 2. —3. Aðalst. Tóm. 48 st. (9 1.) 2.—3. Hallgr. Bened. 48 st (9 1.) 4. Soffía Guðm. 47 st. (9 1.) 11. umferð verður spiluð 8. jan. 1963. Mærks, og senda honum beztu árnaðaróskir. . .. “ Síðan er rakin nánasta ætt og uppruni Jóns og starfsferill, en svo sem Akureyringum er kunn ugt, ólst Jón upp hér á Akur- eyri frá því hann var lítið barn, þar til hann réðst í siglingar á skipum Eimskipafélagsins. MALSHÖFÐUN Á PRÓF, DUNGAL Eftir að áhangendur spirit- ismans og efnishyggjumenn leiddu saman hesta sína í út- varpinu í þætti Sigurðar Magn ússonar nýlega, hófust blaða- skrif og opinberar deilur þriggja þátttakendanna: Sveins Vík- ings, Sigurjóns sálfræðings Björnsonar og próf. Níelsar Dungal. í grein, er próf. Dungal skrifaði í eitt dagblaðanna réðst hann óviðurkvæmilega að Láru Ágústsdóttur miðli og vanda- mönnum hennar, og hefur nú eiginmaður Láru, Steingrímur: Sigursteinsson, skýrt blöðum frá því, að hann muni fyrir hönd konu sinnar hefja meið- yrðamálsókn á hendur prófess- ornum og jafnvel fleirum, er ritað hafa meiðandi um frú Láru eftir nefndan fund eða í sambandi við útkomu bókar sr. Sveins Víkings um ævi hennar og störf. HEIMA ER BEZT jólahefti, flytur jólasögu (Klukknahljóð) eftir Gestum- blinda, Sálfarir e. Kristján Hall- dórsson Stóru-Tjörnum, mynd- umprýdda grein um Huldu skáldkonu e. Aðalbjörgu Bene- diktsdóttur, Sýnir Gúðríðar Guðbrandsdóttur e. Jóhannes Ásgeirsson, Klukkan er að verða fjögur (niðurl.) e. Alex- ander Jóhannsson, Upphaf á nýrri framhaldssögu e. Magneu frá Kleifum, framhald á sögunni Eftir Eld, unglingaþátt o. m. fl. svohljóðandi ályktun samþykkt með atkvæðum allra fulltrúa: „Fulltrúaráðsfundur búnaðar sambandsstjórna, • haldinn í Reykjavík 14. og 15. nóv. 1962 til þess að ræða hugsanlegar breytingar á afurðasölulöggjöf- inni,. lýsir ánægju sinni yfir Ákvorðun aðalfundar Stéttar- sambands bænda um endurskoð un Framleiðsluráðslaga og skor- ar á stjórn Stéttarsambandsins og nefnd þá, er síðasta Búnað- arþing kaus til endurskoðunar laganna, að hraða störfum. Verði sá möguleiki kannaður til hlítar, hvort frumvarp til nýrra Framleiðsluráðslaga feng ist samþykkt á yfirstandandi Alþingi. Fundurinn bendir á eftirfar- andi atriði, sem m. a. þyrfti að athuga: 1. Hvort fella beri niður ákvæði laganna um störf sexmanna- nefndar og yfirdóms og hvað geti komið í staðinn, sem betur tryggir rétt bænda. 2. Hvort lögfesta þurfi rétt bænda til sölustöðvunar. 3. Á hvern hátt verðlagsgrund- völlurinn verði undii'byggð- ur með raunhæfum niðurstöð um búreikninga og Búreikn- ingaskrifstofa ríkisins endur- skipulögð í því skyni, eða sérstök hagdeild stofnuð. 4. Hvernig bændum verði tryggð hæfileg hlutdeild í framleiðsluaukningu og bættri framleiðni. 5. Hvort breyta þurfi tímamörk um vei'ðlágsársins. 6. Að fjölga beri fulltrúum í Framleiðsluráði um tvo með tilliti til þess, að landshlut- um verði tryggð réttlát hlut- deild í skipun ráðsins. (Úr fréttatilkynningu) Verður borgardómari KRISTJÁN JÓNSSON fulltrúi bæjarfógetaembættisins hér hef ur fengið veitingu fyrir einu af borgardómaraembættunum í Reykjavík frá næstu áramótum, en mun þó gegna starfi sínu hér framan af næsta ári.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.