Íslendingur - 14.12.1962, Side 1
ISLENDINGUR
XLVIII. ARGANGUR . FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1962 . 47. TÖLUBLAÐ
Bœkur og rit
2
JÓLASKREYTING Á ODDEYRI. ;
bænum eru í lull-
um gangi og hafa aldrei verið meiri en nú. Kr. Hallgr. tók þessa
mynd á Oddeyri í fyrrakvöld. Sér þar suður Glerárgötu (JMJ til
v., Kjörver t. h.).
HNATTFERÐ í MYND
OG MÁLI.
YVerner Lutz og
Wemer Ludewig.
Bókaforlag Odds
Bjömssonar. Akureyri.
Svo nefnist forkunnarfögur
bók, sem nýkomin er út hjá
Bókaforlagi Odds Bjömssonar,
tæpar 200 bls. í stóru broti.
Frumútgáfa þessarar er þýzk
og nefnist á frummálinu „Die
Welt in Bild und Wort“, og eru
myndirnar prentaðar þar og bók
arspjöldin unnin, en í bókinni
eru 271 ljósmynd, þar af 47 lit-
myndasíður, sem gefa bókinni
sérstaka fegurð.
Séra Björn O. Björnsson hef-
ur gert textann, sem ýmist er
þýddur eða endursagður úr
þýzku útgáfunni og þó víða
frumsaminn. En bókin leiðir les
andann um allar álfur og helztu
lönd og borgir heims. Hvert
land eða landsvæði, svo og þær
stórborgir, er fá sérstaka kynn-
ingu, hljóta 2 síður í texta og
aðrar tvær í myndum, en röð-
inni lýsir þýðandi svo í inn-
gangi: „Hér verður fyrst farið
til heimskautasvæðanna, þá um
Norðurlönd og suður um
Evrópu og Afríku allt til suður-
odda þeirrar álfu. Þá um Asíu
frá vestri til austurs, um Ástral-
íu, Nýja-Sjálands og Kyrrahafs
eyjar til Alaska, um Norður- og
Mið-Ameríku en ferðalok í
Chile.“
Dásamlegt ferðalag með sól
yfir sundum og blámöttluð fjöll
í baksýn undir bláum himni.
FORTÍÐ OG FYRIRBURÐIR
Þættir úr Húnavatnsþingi
(Svipir og sagnir V).
Bókaforlag Odds Bjömssonar.
Eins og Gunnar Árnason
prestur segir í formála er hér
raunar um 5. bindi í ritsafni að
ræða, sem hófst með bókinni
Svipir og sagnir að tilhlutan
Sögufél. Húnvetnings 1948.
Komu fyrstu bækurnar út hjá
Norðra en hinar síðustu hjá
BOB. Nefnist önnur bók Hlynir
og Hreggviðir, þriðja Troðning-
ar og tóftarbrot, 4. Búsæld og
barningur. Einn ötulasti verka-
maðurinn í sagnavíngarði Hún-
vetninga er Magnús Bjömsson
fræðimaður á Syðra-Hóli, sták-
ur smekkmaður á mál og stíl,
en auk hans mikla framlags til
þesa verks hefur hann áður rit-
að tvær bækur af líkum toga og
þetta ritsafn (Mannaferðir og
fornar slóðir og Hrakninga og
höfuðból) er báðar hafa komið
út hjá BOB.
Skilst oss, að hér sé um loka-
bindi að ræða, þar sem nafna-
skrá fyrir öll bindin fylgir
þessu. Aðalhöfundar eru Magn-
ús Björnsson, 4 greinar, sr.
Gunnar Árnason, 2 og formáli
og Bjami Jónasson. Aðrir höf.:
Björn H. Jónsson, Jónas B.
Bjamason og Rósberg G. Snæ-
Magnús Bjömsson.
dal. Meðal læsilegustu þátt-
anna er Kammerráðið á Ytri-Ey
og Mannskaði e. Magnús Björns
son, og þá er þar eftirtektar-
verður þáttur um fyrirburði og
dulsagnir, er sr. Gunnar hefur
safnað til. Hafa flestir fyrirburð
irnir gerzt á þessari öld og allt
fram á hana miðja. Er þáttur-
inn gott framlag til ísl. þjóð-
sagna. Ekki eru þó þar þrædd
sýslumörk, því margir hinna dul
arfullu atburða gerast í Skaga-
fjarðai’sýslu.
Bók þessi er eins og eldri syst
ur hennar ákjósanlegt framlag
til íslenzkrar þjóðarsögu og ísl.
fræða. J.
ALDAMÓTAMENN IH.
Þættir úr hetjusögu.
Jónas Jónsson.
Bókaforlag Odds Bjömssonar.
Hér minnist höfundur skáld-
anna og rithöfundanna Þorgils
gjallanda, Guðm. Guðmundsson
ar, Guðm. Friðjónssonar, Steph
ans G. Stephanssonar, Valdi-
mars Briem og Þórarins Böð-
varssonar, náttúrufræðinganna
Bjarna Sæmundssonar og Þor-
valdar Thoroddsen, kennimann-
anna Haraldar Níelssonar og sr.
Jóns Bjarnasonar, Markúsar
Bjarnasonar baráttumanns fyr-
ir menntun sjómannastéttarinn-
ar og Stefaníu Guðmiondsdóttur
leikkonu.
Bók þessi er unnin á sama
hátt og hinar tvær fyrri með
sama heiti, en fyrir henni eru
aðfararorð, þar sem höfundur
gerir grein fyrir skólabókagerð
sinni og síðan í eftirmála fyrir-
hugaðri bók um Samtíðarmenn.
Mynd fylgir hverjum kafla, sem
nemur heilli síðu. Aftast í bók-
inni er nafnaskrá yfir öll bindi
„hetjusögunnar“, en alls er bind
ið hartnær 200 blaðsíður. Papp-
ír er hinn sami og í fyrri heft-
unum og frágangur allur af góð-
um efnum gerður.
KARLSEN STÝRIMAÐUR.
Magnea frá Kleifum.
Bókaforiag Odds
Bjömssonar. Akureyri.
Saga fyrir imgar stúlkur, áð-
ur framhaldssaga í Heima er
bezt. 162 bls. í þægilegu broti.
Ármann Kr. Einarsson: ÓLI
OG MAGGI. Bókaforlag
Odds Björnssonar.
Framhald af drengjasögunni
„Óskasteinninn hans Óla“, er út
kom í fyrra. Viðburðaríkar frá-
sagnir með teikningum eftir
Halldór Pétursson. 118 bls. með
skýru letri.
Jenna og Hreiðar Stefánsson
ADDA OG LITLI BRÓÐIR.
Bókafori. Odds Bjömssonar.
Onnur bókin í hinum vinsæla
Öddu-bókaflokki, en fyrstu bæk
urnar seldust upp á fyrsta mán-
uði eftir útkomu. Fyrsta bókin
kom út hjá sama forlagi í fyrra
í 2. útgáfu. 87 bls. Sama letur og
í „Óla og Magga“.
Mika Waltari: FÖRU-
SVEINNINN. Bókaforlag
Odds Björnssonar.
Síðara bindi hinnar þekktu
sögu finnska rithöfundarins
Waltari í þýðingu sr. Björns O.
Bjömssonar, er einnig þýddi
Egyptann eftir sama höf. Yfir
200 bls. • þét'tprentaðar í stóru
broti.
Sverre By:
ANNA-LÍSA OG KETILL.
Eiríkur Sigurðsson þýddi.
Prentsmiðjan Leiftur, Rvík.
Saga þessi er framhald af
sögunni „Anna-Lísa og Litla-
Jörp“, en getur þó talizt sjálf-
stæð saga. Litla-Jörp kemur
þarna mjög við söguna í sam-
bandi við sigra hennar á skeið-
vellinum og er hugþekk túlkun
á ljúfri sambúð bama og dýra.
Hæfileg kímni höfundarins ger-
ir bókina enn ánægjulegri til
lestrar.
Sverre By er einn meðal
þekktustu og vinsælustu bama-
bókahöfunda í Noregi og hefur
hlotið verðlaun norska mennta-
málaráðuneytisins oftar en einu
sinni fyrir bækur sínar. Um
góða þýðingu þarf ekki að efast.
Vilhjálmur Stefánsson land-
könnuður: Hetjuleiðir og
landafundir, þýðendur Ár-
sæll Árnason og Magnús Á.
Ámason. Bókaútg. Hildur.
Reykjavík.
ÞAÐ er vel við eigandi, að þessi
bók skuli koma út á dánarári
frægasta íslenzka vísindamanns
ins, dr. Vilhjálms Stefánssonar
landkönnuðar og rithöfundar,
eigi sízt, þar sem hún fjallar um
landafundi og landakannanir.
Hér verður ekki rúm að rekja
efni hennar, aðeins nefnd þátta-
heitin, sem bezt gefa hugmynd
um efnið, en þeir nefnast:
Menn frá Miðjarðarhafi finna
Norður-íshafið.
Evrópumenn komast um
þvert Atlantshaf.
Polynesar komast um þvert
Kyrrahaf.
Norð ur-Ame ríka fundin frá
Kína.
Norður-Ameríka fundin frá
Norðurlöndum.
Portúgalar finna leið til Indía
lands.
Rómanskar þjóðir finna Suð-
ur-Ameríku.
Balboa rekst á Kyrrahafið.
Evrópumenn sanna að jörðin
sé hnöttótt.
Haft er eftir L. P. Kirwan,
framkvæmdastj. Kommglega
brezka landfræðifélagsins, að
Vilhjálmur Stefánsson hefði ver
ið einn djarfasti maður síns
tíma og að því leyti jafnoki Nan
sens og Pearys. Hitt vitum við
einnig, að hann var djúpskyggn
vísindamaður og einn hinn mik-
ilvirkasti rithöfundin*, svo sem
ferðabækur hans og margar aðr
ar sýna.
Atli Már hefur teiknað bók-
arkápu, en bókin er öll 255 bls.
Jóhannes Helgi:
HIN HVÍTU SEGL.
Æviminningar Andrésar Pét-
urssonar Matthiassonar.
Setberg, Reykjavík. 1962.
Þetta er fjórða bók höfundar.
Fór hann vel úr hlaði með tveim
smásagnasöfmun, en vann sér
þó meira rithöfundamafn með
HÚSI MÁLARANS, þar sem
hann rekru garnimar úr Jóni
Engilberts listmálara.
í „Hinum hvítu seglum“ læt-
ur haxm vestfirzkan sægarp
segja frá því, sem á daga hans
hefur drifið, frá því hann fór
sem barn að sækja sjóinn vest-
ur í Haukadal og síðan sem tog-
arakarl og farmaður um álfur
heims. Þessar tvær síðustu bæk
vu Jóhannesar Helga eru ólíkar
að efni en eiga það sameiginlegt
að vera skemmtilegar. Þó leyn-
ist það ekki fyrir lesandanum
að hún er ýkjublandin, þessi
hin síðari, t. d. hversu sögumað-
ur lék sér aS því að þverskall-
ast við boðum og fyrirmælum
yfirmanna sinna strax á ungum
aldri með þeim árangri að
hljóta vináttu þeirra og virð-
ingu fyrir, svo og eftirfarandi
kafli um skemmtanalíf Keflvík-
inga:
„í Keflavík lifa menn á blóts-
yrðum og brennivíni. Skemmt-
anir, ef skemmtanir skal kalla,
eru nær því að vera stríð en
gaman. Það er aldrei slegið svo
upp balli, að það standi nema
klukkutíma. Þá er kvenfólkið
flúið og sjómennimir að slást.
Þeir koma í stríðsskapi beint af
sjónum, búnir að vera í hálfs-
mánaðar þrotlausum róðrum og
eiga óútkljáð mörg deiluefni frá
því á miðunum, flest smávægi-
(Framhald á blaðsíðu 2).