Íslendingur


Íslendingur - 15.02.1963, Blaðsíða 4

Íslendingur - 15.02.1963, Blaðsíða 4
ÍSLENDINGUR BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA Kemur út hvern iöstudag. — Útgefandi: KJÖRDÆMISRAÐ. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JAKOB ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1, sími 1375. Fréttir og aug- lýsingar: STEFÁN E. SIGURÐSSON, Krabbastíg 2, sími 1947. Skriístofa og af- greiðsla í Hafnarstræti 81 (neðsta hæð), sími 1354. Opin kl. 10—12 og 13.30— 17.30. Á laugardögum kl. 10—12. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri. Blaðað í vikublaðinu Hermóður Guðmundsson í Árnesi hefur kvatt sér hljóðs út af frétta- bréfi 'frá Húsavík eftir áramótin, þar sem m.a. var rætt um laxveið- ina í S.-Þing. og fer bré'f hans hér á eftir: IFRÉTT þessari er frá því greint, að nokkrir tugir þús- unda laxahrogna haíi verið flutt- ir úr Laxá í klakstöð ríkisins í Kollafirði s.l. haust til eldis þar, en síðar eigi að flytja nokkurn hluta sleppiseiðanna i Laxá. Fyrir þessum framkvæmdum segir að Degi SNEMMA Á ÞESSU ÁRI lýsti Dagur viðreisninni á þann hátt, að núverandi stjórn hefði „með gengisbreytingum og á annan hátt stórhækkað verðlagið í landinu, til þess, eins og hún sjálf sagði, að koma í veg fyrir verðbólgu“. Þetta er aðeins lítið sýnishorn af hinum órökstuddu full- yrðingum þessa virðulega blaðs, sem þykist vera að hjálpa okkur til að fylgjast með því, sem gerist í kringum okkur. Þess gengur enginn dulinn, sem fylgist með þjóðmálum, að gengisbreytingin var ekki önnur en rétt skráning krón- unnar, sem lengi hafði verið fölsk og var að fyrirkoma trausti okkar og áliti út á við. Lánstraust var farið veg allr- ar veraldar, þótt smálán fengist á vegum vinstri stjórnar- innar, þegar hún sveik það höfuðloforð sitt, að gera landið varnarlaust oa; senda varnarliðið á sína sveit. O Verðhækkun sú, sem í landinu varð vegna réttrar geng- isskráningar, á óverulegan þátt í „verðbólgu“ samanborið við hækkun launa í landinu og -framleiðsluverðs innan- lands. Dagur var nýlega að kenna Sjálfstæðisflokknum um, að hann hefði staðið með launahækkunum í tíð vinstri stjórn- arinnar og þar með eyðilagt „efnahagsgrundvöll" hennar. Með Jdví játar hann, að kaupgjaldið hafi úrslitaáhrif á efna- hagslífið. Þó getur hann aldrei nógsamlega hrósað sam- vinnusamtökunum í landinu fyrir að hafa gengið fram fyr- ir skjöldu um kauphækkanir í fyrra. „Samvinnufélögin hér nyrðra og fyrirtæki landssamtaka samvinnumanna höfðu þá forgöngu um það, að samningar tóþust (þ. e. um hækkað kaup) og sýndu sanngirni og skiln- ing, sem verkamenn og allt launafólk kunni vel að meta“, segir Dagur 26. maí í fyrra. Hvort verkamenn hafa „metið“ meira kauphækkanir á árinu 1957 eða 1962, skal ósagt látið, og fer það eftir því, hvort Jxeir gera sér ljósan ávinning af kauphækkunum, sem óhjákvæmilega fylgja verðhækkanir á helztu neyzluvörum þeirra (mjólkurvörum, kjötí og garðávöxtum), en sú stað- reynd er að verða flestum auðskilin, að hækkun kaupgjalds og verðlags fylgist jafnan að, hvort sem slíkir hlutir gerast á þessu ári eða hinu. Hafi kauphækkanir 1957 verið tilræði við efnahagslífið, hefur forganga samvinnuforkólfanna um kauphækkanir á árinu 1962 einnig verið það. Slíkt er svo auðsætt, að jafnvel ritstjóri Dags ætti að geta skilið það, ef hann er jafn spakur og hann sjálfur heldur. Framsóknarblöðin hafa fjargviðrast yfir því, að fjárlög hafi hækkað, síðan núverandi stjórn tók við völdum, en jafnframt haldið því fram, að krónan hafi lækkað stórkost- lega. Þess ber fyrst að gæta, að núverandi ríkisstjórn gerði einn ríkissjóð úr tveimur sjóðum vinstri stjórnarinnar með afnámi „Útflutningssjóðs", og leiðréttingin á falskri skrán- ingu krónunnar hlaut að hækka fjárlögin að krónutölu svo sem öll útgjöld einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. En rúsínan í pylsuenda Dags kemur í fyrradag, Jxar sem segir: „Ofan á þetta eru svo sparifjáreigendur hlunnfarnir á svívirðilegan hátt“(!) Hér mun ritstjórinn eiga við vaxtahækkunina, sem stjórn- in gerði til leiðréttingar á málum sparifjáreigenda, sem „hlunnfarnir" höfðu verið um nær tvo áratugi vegna verð- bólgunnar. Þessi ráðstöfun mæltist einna verst fyrir hjá stjórnarandstöðunni af öllum efnahagsráðstöfunum, en varð þó til þess að hleypa óvæntri grósku í sparifjármyndun i þjóðfélagsþegnanna, en sú gróska er undirstaða allra Jreirra j framkvæmda í landinu, sem lánsfé þarf til. ViSNA B&LKUR FYRST eru tvær stökur eftir Pela: Hálsinn teygði, hausinn reigði hann á feigðarstig, kringileygða konu Ieigði, kraup og hneigði sig. Mig langar að yrkja um erlenda [fugla, ef ég nenni því: Adenauer, Krúsa, Castro og Kennedy. N N. kvað: Aldrei hef ég út í keldur hleypt, alltaf búinn við, að leiðir skildi. Hún var ekki háu verði keypt, hún gat farið, hvenær sem hún [vildi. f sambandi við hin tíðu um- ferðaslys hefur bálkinum borizt eftirfarandi ljóð: Eignast hef ég bezta bíl, býsna var það gaman, hann er í nýjum stæl og stíl með stuðbretti að framan. Kaskótrygging eflaust er einhvers virði úr þessu, ef einhver leigði hann út hjá [mér og æki honum í klessu. Brunar áfram bíllinn minn beina götu og slétta. Ekki minnka áhrifin, alltaf er mér að létta. Upp í hundrað hér skal slá, hratt ég götu renni. Djöf. . . . maður, ók ég á eitthvert gamalmenni? Einar frá Ósi kom á bæ, þar sem dráttarvél og heyvinnuvél- ar stóðu á hlaði og sími var ný- lagður inn, en að húsabaki sá hann gamla kerru, taðkvörn og ýmis gömul amboð. Þá kvað hann: Mínum sjónum mætir hér: margskyns vélar, síminn. Að húsabaki aftur er allur gamli tíminn. Peli mætti móstrútóttum hundi á götunni, sem ekki var í fylgd með fullorðnum úr Hundavinafélaginu, enda ómýld ur og frjáls: Eitthvað lízt mér illa á þig, engan hefurðu sexapíl. Pissaðu ekki utan í mig eins og ég væri hjól á bíl. hafi staðið Kristján á Hólmavaði og Vigíús á Laxamýri. Það mun vera í samræmi við aðra fréttamennsku „Joðge“ að {ðtNKABROT • LAXVEIÐIN ENN A DAGSKRÁ. • EKKERT SKAUTA- SVELL. minnast í Jjessu sambandi ekki á Veiðifélag Laxár, stjórn Jress og ýmsa félagsmenn, sem unnu ötul- lega að klakveiðinni s. 1. haust. Auðvitað stóð Veiðifélagið fyrir þessum framkvæmdum. Mennirn- ir, sem nefndir eru, eiga vissulega skilið, að Jieirra sé minnst í Jæssu sambandi. Sérstaklega Kristján á Hólmavaði, sem vann mikið og óeigingjarnt starf í þágu Jressa málefnis. En J)á hefði einnig mátt nefna Forna í Fornhaga og fleiri, sem lögðu sig fram, svo að þetta erfiða verk mætti takast. Alls voru veiddir 17 klaklaxar, 10 hrygnur og 7 hængir. Ur þeim fengust um 12 1. af hrognum cða um 100 þús. hrogn samkv. áætlun starfsmanns ríkisklaksins, er sótti hrognin og flutti þau suður með flugvél fyrir tilmæli félagsstjórnar. STJÓRN Veiðifélagsins fékk veiðimálastjóra til að koma norð- ur að Laxá í sumar sem leið og samdi J)á við hann um uppeldi á seiðum liéðan í klakstöðinni í Kollafirði. Ósamið er um, hversu mikinn hluta klakstöðin fær af •seiðunum. En auðvitað verður lagt kapp á að fá sem mest af J)eim í ána aftur, því mikill áhugi er hjá áreigendum fyrir stórauk- inni ræktun laxstofnsins. ÞESSI „Joðge" telur, að veiðst hafi 995 laxar á veiðisvæði Laxár- lélagsins s. 1. sumar, og má J)að rétt vera. En hvaða gildi hefur svona Irétt fyrir ökúnnuga? Ekki vita J)eir, hvaða stofnun Laxárfé- Iagið er né heldur, lnert er veiði- svæði J)ess. Auðvitað hefði frétta- maðurinn getað fcngið upplýsing- ar um heildarveiði í ánni, cf. ná- kvæmni i fréttaflutningi væri hon- um áhugamál. Ónákvæmni og missagnir virðast seint ætla við hann að skilja í sambandi við lax- veiðimál. Samanber lrétt lians um ofveiði og rányrkju í Laxá 1961, er birtist í Islendingi,' og Vigfús á Laxamýri svaraði á sínum tíma og hirti „Joð'ge“ svo rækilega í svari sínu, að hyggilegast hefði verið fyrir hann að minnast ekki framar á málefni Laxár. Að vísu lofar hann hátíðlega að styggja ekki framar búendur, er þar eiga hagsmuna að gæta. Eu jafnframt birtir hann Irétt, sem væri stór- móðgandi fyrir stjórn Veiðifélags Laxár og aðra, er unnu að veiði klaksins s.l. haust, ef einhver tæki ,,Joðge“ og fréttarugl hatts alvar- lega.“ OKKUR hafa borizt kvartanir yfir því, að tvær undanfarnar vikur í hinni ágætustu tíð, still- um og vægu frosti, hafi ckkert ver- ið gert til að halda við skautaís á íþróttasvæðinu, sem bærinn hefur gert öðru hverju og er almennt talin ein })arfasta framkvæmd bæjarins í þágu barnanna og ungl- inganna. Sagt er, að börnin, sem áður komu heim af svellinu um kl. 10 á kvöldin rjóð i vöngum, sæl og hress, hafi riú að engu að hverfa íiema göturölti eða kvik- myndasýningum, og hefur Jtessi stöðvun á lofsverðu framtaki bæj- arins valdið mörgum vonbrigð- um, og ])á ekki sízt, [)egar hið ný- kjörna Æskulýðsráð er að hcfjast handa um að sjá unglingunum lyrir liollri dægTadvtil. Knúfur Otterstedf formaður K. A. Félagið átti 35 ára afmæli í janúar síðastl. KNATTSPYRNUFÉLAG Akur eyrar hélt nýlega aðalfund sinn. Fráfarandi formaður, Hermann Sigtryggsson, flutti skýrslu stjórnarinnar, og gjaldkeri las upp og skýrði reikninga félags- ins, sem síðan voru samjrykktir. í skýrslu stjórnarinnar kom það fram, að KA hafði tekið þátt í all-flestum íþróttamótum, sem háð voru hér í bæ og ná- grenni sl. ár og skilaði mjög góðum árangri. Það varð Norð- urlandsmeistari í knattspyrnu og körfuknattleik og Akureyrar meistari í sömu greinum. Vann einnig frjáls-íþróttamót Akur- eyrar í 15. sinn, þ. e. frá upphafi slíks móts. Einn KA-félagi, Magnús Ingólfsson, varð ís- landsmeistari í svigi í sínum aldursflokki. KA átti 35 ára afmæli í janú- ar, og verður þess minnzt með afmælismóti í vor eða sumar. Á fundinum voru félaginu af- hentar gjafir: Fagur félagsfáni frá fyrrverandi formanni, Her- manni Sigtryggssyni og frú og innrömmuð mynd af Norður- landsmeisturunum 1962 frá Har aldi Sigurðssyni, fráfarandi rit- ara. í sumar er Einar Helgason íjrrótakennari, hinn kunni mark vörður I,- deildarliðs ÍBA, ráð- inn þjálfari félagsins, og mun starf hans hefjast með vorínu, þegar hann hefur lokið sinni föstu skólakennslu. Verður starf hans einkum meðal ung- linga í félaginu. í stjórn fyrir næst ár voru kjörnir: Knútur Otterstedt, for- maður, Halldór Ólafsson, Hall- dór Helgason, Skjöldur Jóns- son, Níels Jónsson, Haraldur M. Sigurðsson, Björgvin Júm íusson, Leifur Tómasson og Jónas Einarsson. ÍSLENDINGUK.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.