Íslendingur


Íslendingur - 15.02.1963, Blaðsíða 5

Íslendingur - 15.02.1963, Blaðsíða 5
OG FRAMTIÐIN Mikið starf Varðarfélasa á sl. ári ]ón V. Guðlaugsson endurkjörinn formaður Á ÐALFUNDUR VARÐAR, félags ungra Sjálfstæðismanna á ^ Akureyri var haldinn 6. febrúar sl. Var hann fjölsóttur og mikill hugur í fundarmönnum að gera veg Sjálfstæðisstefnunnar sem mestan og vinna ötullega að framgangi hennar. Formaður félagsins, Jón Við- ar Guðlaugsson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarstjóri var kjörinn Leif- ur Tómasson og fundarritari Gísli H. Guðlaugsson. Formaðurinn flutti skýrslu stjórnarinnar. Starfsemin á liðnu starfsári var mikil og góð. Félagsmenn unnu mikið starf fyrir bæjar- stjórnarkosningar, héldu mörg bingó-kvöld, sem urðu mjög vinsæl, svo og skemmtikvöld. Stjórnmálanámskeið var haldið og var það mjög vel sótt og þátttakendur mjög ánægðir með það. STJORNARKJOR. Að lokinni skýrslu fol'manns var gengið til stjórnarkjörs: Formaður var endurkjörinn Jón Viðar Guðlaugsson. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Siguróli Sigurðsson, Gísli H. Guðlaugs- son, Sveinn Jónsson, Guðmund- ur Tuliníus, Sveinn Heiðar Jónsson og Birgir Svavarsson. Einnig var kosið í fulltrúa- ráð, kjördæmisráð og skemmti- nefnd. Að lokum ræddi formaður um framtíðarstarfið og verkefni félagsins. Stjórn Varðar: Sveinn Jónsson, Birgir Svavarsson, Jón Viðar Guðlaugsson forniaður, Siguróli Sig- urðsson, Sveinn Heiðar, Gísli H Guðlaugsson. UNGIR SJÁLI’STÆDISMENN I OLAFS- FIRÐI SJÁ UM ÚTGÁFU ÓLAFSFIRÐINGS AÐALFUNDUR GARÐARS, F. U. S. í Ólafsfirði var haldinn 15. des. sl. Svavar B. Magnússon setti fundinn og flutti skýrslu fráfarandi stjórnar um starfið á liðnu starfstímabili. Gat hann þess m. a. að á árinu 1962 hefðu verið haldnir 9 almennir félagsfundir auk sameiginlegra funda Sjálfstæðisfélag- anna á staðnum. Voru ýmis mál tekin til meðferðar á fundum þessum, þó einkum bæjarmál. Mjög mikið starf var unnið í sambandi við undirbúning bæjarstjórnarkosninganna, kjördæmisþmg og fjórðungsþing ungra Sjálfsæðismanna. Sjálfstæðisfélögin í Ólafsfirði gefa út blaðið „Ólafsfirðing“ og sjá ungir Sjálfstæðismenn alveg um útgáfu þess. Formaður var endurkjörinn Svavar B. Magnússon, tré- smiður, og meðstjórnendur Lárus Jónsson, bæjargjaldkeri og Jón Þorvaldsson verzlunarmaður. Varastjórn: Gunnar Þór Sigvaldason, verzlunarmaður, Ásgeir Ásgeirsson framkvstj. og Sigurgeir Magnússon bifreiðastjóri. Þá var ennfremur kosið í fullrúaráð og kjördæmisráð. Ff Svavar B. Magn- ússon formaður. NÆR 300 UNGLINGAR Á NÁMSKEIÐUM ÆSKULÝÐSRÁÐS STANDA YFIR þrjú námskeið á vegum Æskulýðsráðs Akureyrar og hefur þátttaka farið Iangt fram úr því, sem ætlað var. 180 taka þátt í námskeiði í dönsum, 70 í teiknun og 40 í meðferð lita og teiknun. Klúbbur unglinga hefur haldið dansleiki, þar sem áfengi er algjörlega útlægt og reykingar tak- markaðar, og liafa þeir farið vel fram í alla staði og þátttakend- ur ánægðir. Kennsla í atvinnugreinum væntanleg á næstunni. Þetta kom m. a. fram í ræðu sem Hermann Sigtryggsson Æskulýðs- og íþróttafulltrúi Akureyrar flutti yfir kvöld- verði félaga úr VERÐI, félags ungra Sjálfstæðismanna, sl. mánudag. MIKIL FÉLAGSSTARFSEMI UNGA FÓLKSINS. Var margt fróðlegt er fram kom í ræðu Hermanns, og er margt á döfinni hjá Æskulýðs- ráði, sem mun auðvelda ung- lingum alla tómstundastarf- semi. Af ræðu Hermanns má marka, hve ótrúlega mikil félagsstarfsemi er rekin af ungu fólki á Akureyri. Mun ráðið reyna að hlúa að allri slikri starfsemi eftir beztu getu. Aðsetur Æskulýðsfulltrúans er í íþróttavallarhúsinu, sem þó er ekki vel heppilegt, en starísemin öll er aðeins á byrj- unarstigi og stendur flest til bóta. Varðarfélagar eru þakklátir Hermanni fyrir erindi þetta, sem gaf mjög gott yfirlit yfir félagsstarfsemi unglinga á Ak- ureyri og um leið Æskulýðs- ráðsins. NYJUNG í STARFSEMI VARÐAR. Ákveðið er að þeir Varðar- félagar, sem hafa á því tök og vilja, komi saman einu sinni í mánuði og snæði saman kvöldverð og hlýði á erindi um eitthvert mál sem ofarlega er á baugi eða athyglisvert þykir. Eru ungir Sjálfstæðismenn hvattir til að nota sér þessi tækifæri til að kynnast og fræðast. Næsta erindi og kvöldverð- ur verður mánudaginn 11. marz að Hótel KEA. Æskilegt er að þeir, sem vilja taka þátt í þessu starfi hafi samband við einhvern stjórnarmeðlima Varðar. Ilermann flytur ræðu sína. Varðarfélagar hafa ákveðið áð koma saman einu sinni í mánuði til áð hlýða á crindi fróðra manna og snæða saman kvöldverð. ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.