Íslendingur


Íslendingur - 29.11.1963, Qupperneq 4

Íslendingur - 29.11.1963, Qupperneq 4
ÍSLENDINGUR BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA f NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA Kemur út hvern föstudag. — Útgefandi: KJÖRDÆMISRÁÐ. — Rítstjóri og óbyrgðar- maður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1, sími 1375. Auglýsingar og afgreiðsla: BJÖRGVIN JÚLÍUSSON, Helga-magra stræti 19, sími 2201. Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 107 (útvegsbankahúsið) III. hæð (innst). Sími 1354. Opið kl. 10-12 og 13.30-17.30. Laugardaga kl. 10-12. Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri. Ástsæll þjóðhöfðingi fallinn TÆPLEGA hefur fráfall nokkurs þjóðhöfðingja á þessari öld vakið almennari harm um allan heim en morðið á John F. Kennedy 35. forseta Bandaríkjanna, sem framið var öll- um að óvörum sl. föstudag. Ber þar hvorttveggja til: Al- menn ástsæld mannsins og þjóðhöfðingjans og hve fráfall hans kom óvænt, svo að margir urðu að láta segja sér tvisvar eða þrisvar, áður en því væri trúað. En þarna munu verið hafa að verki þau öfl, sem enn standa í vegi fyrir friðsamlegri sambúð þjóða: mannhatur — þjóðahatur — kynþáttahatur. Hver sá, er berst í farar- broddi fyrir útrýmingu slíkra afla má alltáf búast við of- sóknum, — jafnvel bana, og hefur raunar kynþáttahatrið orðið öðrum forseta Bandaríkjanna að bana, Abraliam Lincoln, er einnig féll fyrir morðvopni fyrir fullum 100 árum. Lengra en þetta erum við ekki komnir í að stofna friðar- ríki á jörðunni — og kannske á það takmark árum lengra í land, þegar einn af áhrifamestu talsmönnum þess hverfur fyrir aldur fram úr baráttunni fyrir því, — fellur fyrir þeim öflum, er vilja ævarandi ófrið milli þjóða og kynþátta. En því treysta allar friðelskandi þjóðir, að merkið fyrir friðsamlegri sambúð alls mannkyns og jafnrétti allra þegna jarðarinnar til sæmilegra lífskjara verði ekki látið niður falla, þótt einn ötulasti talsmaður þess hafi óvænt fallið í miðju starfi. „FRAMSÓKNAR“-ÍHALDIÐ SL. SUNNUDAG reynir Tíminn að færa líkur að því í þættinum „Skrifað og skrafað“, að Sjálfstæðisflokkurinn sé mjög íhaldssamur fiokkur. Vissulega hefur blaðið oft áður gert tilraunir til slíks, en jafnan með neikvæðum árangri, því að engurn stjórnmálaflokki, sem stofnaður hefur verið á þessari öld á íslandi fer það verr að hafa uppi hugleið- ingar um íhaldssemi annarra flokka. Framsókn lifir sem sé ekki lengur á hugsjónaeldi frumherja flokksins, enda þeir þeirra, sem enn eru á lífi, flestir orðnir viðskila við hann fyrir lifandi löngu. Það virðist sitja fremur illa á framsóknarblaði, að saka Sjálfstæðisflokkinn um andstöðu við almannatryggingar. Þar fer saman óskammfeilni og furðuleg dirfska, því að allir, sem fylgdust með framvindu tryggingarmálanna muna enn afstöðu flokkanna til tryggingalöggjafarinnar og hverja „forgöngu" Framsóknarflokkurinn hafði um þau mál. Er ekki ástæða til að rekja það frekar að sinni. Ef nokkur íslenzkur stjórnmálaflokkur bæri með sóma heitið íhaldsflokkur, þá er það Framsóknarflokkurinn. Með öllum árum barðist hann svo lengi sem unnt var fyrir því að halda í úrelta kjördæmaskipan, sem færði framsókn nokkru fleiri {jingmenn en henni bar samkvæmt fylgi henn- ar meðal kjósenda og gerði Alþingi að hálfgerðri skrípa- mynd af þjóðarviljanum. Þá hefur framsókn talið sér það til tekna að hafa árum saman reynt að halda í sérréttindi samvinnufélaga um skattgreiðslur til þjóðfélagsins og stimplað hvern, sem vildi jafnrétti um skattamál milli allra félagsforma, sem hættulegan samvinnufjanda. Og enn má nefna, hve framsókn var gjarnt að vilja halda í ýmsar nefnd- ir og ráð, sem stofnuð voru á sínum tíma til að hafa eftirlit með og hömlur á innflutningi til landsins. Enginn flokkur hefur lagt sig nálægt því eins í líma um að halda í innflutn- ingshöft og ófrjálsa verzlun. Hér er ekki rúm til að taka nema nokkur dæmi af mörg- um, sem sýna svo að ekki verður um villzt, að sá íslenzkra stjórnmálaflokka, sem lengst gengur í íhaldssemi og oft aft- urhaldshneigð, er Framsóknarflokkurinn. KRISTILEGA bókmenntadreif- ingin í Hafnarfirði hefur gef- ið út smekklegan lieimilispésa, sem nefnist: Ertu hamingjusam- ur? og hefur mér borizt hann í hendur. 1 pésa þessum, sem fjall- ar um syndina, segir: „Það lieiur verið skyhsamlega og réttilcga sagt, að drykkjuskapur, reykingar, blót, þjófnaður, sviksemi, morð og annað þessu líkt sé synd . .. .“ Ég 'he£ nú alltaf talið, að synd- ViSNA BÁLKUR JÚNÍUS JÓNSSON fyrrv bæj- arverkstjóri er vísnavinur og lætur endrum og eins fjúka í hendingum. Einu sinni sendi Þura í Garði, þá nágranni Júníusar, konu hans afmælis- kveðju svohljóðandi: Gegnum lífið góða ferð á gæfuvegi fínum. Þú ert ekki öfundsverð af eiginmanni þínum. Júníusi fannst sér skylt að þakka kveðjuna og sendi Þuru þessa stöku: Þú kvartar ei, en kalt er það að kúra ein í næturhúmi, cn enginn hefði öfundað ciginmann í þínu rúmi. Þegar Guðmundur Karl yfir- læknir varð fimmtugur, kvað Júníus til hans: Þú sem græðir brotin bein og botnlangana tekur, skerð úr manni skaðleg mein, en skratti hart þú ekur, aðdáun samt allra manna vekur. Um gosið kvað Júníus á dögunum: Hafgos þeytist hátt í loft, hálfa skelfir veröldina. Þetta gerist ekki oft að eldgos stækki landhelgina. Ben. Vald. kvað: Þegar trúin verður veik, vissu hvergi að finna, ber ég þá að köldum kveik kyndil vona minna. HEIMSSPEKI? Sumir tala, sumir þegja, sumra hnífur kemst í feitt, aðrir hafa satt að segja sultarvist og ekki neitt. Sumir lifa, sumir deyja, sumir gera ekki neitt, bezt mun vera um það að þegja þessu verður ekki breytt. Austri. Hún er forrík þessi þjóð, þarfnast engra vona, enginn maður lítur í Ijóð, land og fólk er svona. Hún er stöndug þessi þjóð og þykist góð, trúa mest á merar og stóð menn og fljóð. Austri. Þrátt í Degi það má sjá, þar eru menn að verki, sem að trúa alveg á austræn stjömumerki. A. S. m geti verio misjatnlega aivarlcg, enda gengur liegningarlöggjöf allra þjóða út frá því. Það virðist t. d. rcginmunur á, flvort maSur kveikir í pípusterti (tóbak var ó- Móses gerði lögmál- ÞÁm&MQT • HVEÐ ER SYND? • FYRIRSPURN TIL ÚTVARPSINS • FORYSTA — FORUSTA • FLUTNINGSGJALD, SEM SEGÍR SEX • KLAKAHÖGG AF HÚS- ÞÖKUM ið) eða hreinlega sviptir náung- ann lífi. Og að dreypa á glasi hlýtur að varða minni viðúrlög- uni hinum megin en nauðganir og misþyrmingar. ÞaS hlýtur líka að vera meinlausara að nefna myrkrahöfðingjann með nafni en að fremja stórþjófnað og rán. En það er nú svona með synd- ina. Það taidist ckki til syndar í Gyðingalandi að „breyta vatni í vín“. Hins vegar heyrir það und- ir glæpi liér úti á íslandi ekki sízt, ef sykur og ger er sett út í vatnið. Það er líka bannað í lög- málinu að „girnast þernu náunga sfns“. I-Ive margir hafa ekki brot- ið það boðorð liér á landi, með- an önnur hver ung stúlka í land- inu var vinuukona? Já, það er nokkuð vandlifað í þessum heimi og vandratað meðalhófið. Ég e£- ast um, að ei ég væri ungur núna og mætti ekki kveikja í pípunni minni, ekki taka mér einn ein- faldan á barnum eða leggja liug á íaflega vinnukonu eða segja ljótt, ef ég bér á þumalfingurinn í stað- inn fyrir naglann, — að ég tefdi mig aðeins vegna þessarar sjálfs- afneitunar vera liamingjusaman. Hluslandi slaifar: MIKIÐ er talað og ritað um sjónvarp þessa dagana, og væri ekki úr vegi, að við, sem bú- um við endurvarp frá Ríkisút- varpinu krvddað mótorskellum frá nýbyggðri Loranstöð ásanit dillandi músik frá rússneskri stöð og nokkrum torkennilegum ó- hljóðum, færum fram á það, að lyrst yrði komið á sómasamlegu sambandi við hlustendur á öllu landinu, — og síðar komið á sjón- varpi.“ SÍÐUSTU MÁNUÐINA apar hver blaðamaðurinn eltir öðr- urn að tala um forYstumenn og forYstuhlutverk, þar sem hingað til helur verið talað utn forustu. Mál okkar hefur ekki af lorYstu- sauðum að segja, og lieldur er ekki þá orðmynd að f'inna í Staf- setningarorðabókFreysteinsGunn- arssonar. Þar er aðeins gert ráð fyrir forustu. Þessi máltilgerð er óþörf og jafnvel leiðinleg. MAÐUR, sem á afkomanda hú- settan úti 1 Svíþjóð kom að máli við mig um daginn og sagði sínar íarir ekki sléttar. Kvaðst hafa á undaníörnum árum sent ættingja sínum þar úti hangikjöt og annan íslenzkan mat fyrir jól- in og ekki þurft að greiða ýkja mikið fyrir. Á dögunum hefði liann svo farið með pakka á af- greiðslu Eimskips, þar sem Bakka- foss var að fara beina leið frá Ak- ureyri til Lysekil í Svíþjóð. Pakk- inn vó 5—7 kg. og heyrði þá und- ir lægsta ilutningsgjafd á þessari leið. Engri ábýrgðartryggingu var kostað til. Þó varð hann að borga 220 krónur undir höggulinn. Það virðist ekki á færi hvers sem er að senda ættingja í útland- inu jólaglaðning. ALDRAÐUR húseigandi hér í bæ kom að máli við mig fyr- ir fám dögum, og kvaðst hann vera í vandræðum með, hvernig hann ætti að riá snjó og klaka af upsum húss síns og þakrennum, hæði til að fyrirbyggja, að klak- inn hryndi í höfuð vegfarenda eða stórskemmdi húsið vegna leka, því að þegar þiðnaði, feit- aði leysingarvatnið inn uiadir ris- ið. Hann sagðist hafa heyrt, að slökkviliðið tæki ekki þessa þjón- ustu að sér vegna þess, að hærinu vildi ekki slysatryggja menn við sfík störf, en slökkvifiðið eitt ræð- ur yfir hentugum stigum til Jtessa verks (klakahreinsunar af' þak- hrúnum), þar sem þeir eru lausir frá. Stiga, sem liggja upp að þak- skegginu er ekki unnt að nota, þar sem menn mundu þá mölva allt yi’ir sig. ÉG TEL þess vert, að athugun sé gerð á því, hvort ekki sé rétt að hærinn hafi fofgöngu um þetta. Slökkviliðsmenn hafa sem betur fer lítið að gera við hús- bruna. Hins vcgar eykur það brunaliættu í fnisum, e£ vatn rennur inn undir þök liúsanna, þar sem meiri og minni rafmagns- leiðslur eru. Húseigendur ættu að geta gréitt l’yrir þessa þjónustu svo vel, að bærinn þurfi ekki að verða fyrir útlátum vegna slysa- tryggingar þeirra, er verkið vinna. UTVARPIÐ var nýlega að segja frá bát, er vantaði. Átti hann að koma við á tveim stöðurn, en „hefúr cklii koniið fram á hvor- ugum staðnum" eins og útvarpið sagði. Þarna hefði farið betur að segja, að báturinn hafi „á hvor- ugum staðnum komið fram“, éða „ekki komið fram á þcim stöð- um“. Síldarafurðirnar frá sumrinu eru að mestu seldar ALLT síldarlýsi frá sumrinu hefur nú verið selt, og fór verð þess síhækkandi. Var magn þess 15500 tonn. Var þriðjungur af því seldur á 46 sterlingspund tonnið en síðasti farmurinn á 71—72 pund. Síldarmjölsframleiðslan, 18 þús. tonn, er að mestu seld, og hefur verð á mjöli farið hækk- • andi með haustinu. ÍSLENDiNGUm

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.