Íslendingur


Íslendingur - 29.11.1963, Qupperneq 7

Íslendingur - 29.11.1963, Qupperneq 7
HULD 596311307 — IV/V — H &V. I. O. O. F. — 145112981/2 — F. t. k. e. ÆSKULÝÐSMESSA verður í Akureyrarkirkju n. k. sunnu- dag kl. 2 e. h. Ungmenni lesa pistil og guðspjall. Sálmar: 198, 201, 645, 424, 675. Þess er óskað, að sem flestir foreldr- ar mæti með böínum sínum og ungmennum. Sóknarprest- ar. GUÐSÞJÓNUSTUR í Grundar þingaprestakalli: Munkaþver- á sunnudaginn 1. des. kl. 1.30 e. h. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ „ZION“ Samkomur verða föstudag, laugardag og sunnudag kl. 8.30 e.h. — Margrét Hróbjarts dóttir, kristniboði í Korisó og Gunnar Sigurjórisson, cand. theol. o.fl. tala. Eirisöngur. — Allir velkomnir! MINJASAFNIÐ er opið kl. 2—5 e. h. á sunnudögum. JKmtsliúlutsafntft er opið alla virka daga kl. 4—7 e. h. NÁTTÚRU GRIPAS AFNIÐ er opið kl. 2—4 e. h. á sunnu- dögum. FRÁ Bridgefélagi Akureyrar. í kvöld kl. 8 verða spiluð í Landsbankasalnum 16 fyrri spil Olympiukeppninnar. Fél- agar eru hvattir til að. taka þátt í þessarri lærdómsríku keppni. S. T. Georgsgildið — Fundurinn er í Varð- borg 2. des. kl. 9 e. h. Stjórnin. LESTRARFÉLAGIÐ í Ásgarði í Glerárhverfi er opið til út- lána á sunriudögum kl. 17— 18 Og miðvikudögum kl. 20— 21. FRÁ SJÁLFSBJÖRG: Áríðandi almennur fundur að Bjargi sunnudaginn 1. des. kl. 2 e. h. Fjölmerinið! Síðasti fundur fyrir jól. Stjórnin. BAZAR. Okkar árlega muna- og káffisala til ágóða fyrir Barnaheimilið Ástjörri, verð- ur að Sjónarhæð laugardag- inn 30. þ. m. kl. 3 til 10 e. h. Kl. 9 urri kvöldið verða sýrid- ar litskuggamyndir frá starf- inu og fleiru. Gefst fólki þá kostur á að kaupa sér kvöld- kaffið um leið. SLYSÁVARNAKONUR Akur- eyri! Jólafundirnir verða í A1 þýðuhúsinu fimmtudaginn 5. des. fyrir yngri deildina kl. 4.30 og fyrir eldri deildina kl. 8.30 Mætið vel og stundvís- Iega og takið með kaffi. 7 ÍSLENDINGUR fæst í lausa- sölu í Bókabúð Rikku, Bíó- sölunni, Borgarsölunni, Verzl. Höfn, Benzínafgr. Þórs hamars og Söluvagninum. ÞINGEYINGAFÉLAGIÐ á Ak- ureyri heldur skemmtun fyr- ir félagsmenn og gésti að Bjargi laugardaginn 30. nóv. n .k. kl. 8.30 e. h. Til skemmt- unar verður: Félagsvist, myndasýning og dans. Góð verðlaun. Fjölménnið. Mætið stundvíslega! Skemmtinefnd. HLÍFARKONUR. Jólafundur verður í Oddeyrarskólanum miðvikudag 4. des. kl. 8.30 e. h. Skemmtiatriði, kaffi. Fjöl- mennið. Stjórnin. VEÐRABREYTING. Á þriðju- dagskvöldið gerði hér hláku með allhvassri suðvestanátt og rigriingu. Rurinu þá allar götur sundur í krapi og gerði mikla ófærð í krapaelgnum. Höfðu ýtur ekki undan að ryðja honum úr vegi. í fy'rra- dag þornaði um á ný, og eru nú flestar götur í miðbænum auðar milli snjóruðninganna. Nýtt frá A V 0 N ! SOLO IN-THE SUN, tízkuvaraliturinn sanseraði. RAKARASTOFAN Strandgötu 6 Sími 1408 BÆKUR OG RIT ................ n iin ii 11111111 iiiniiiiitinii,,. BORGARBIÓ Sími 1500 MYND VIKUNNAR: BARBARA V£6 ■m skíiDsöeu ' : •?/ " ''^IWKlí-nWHJWOlSflfS i H&RRIET SHDERS5QH j § Mynd um heitar ástríður og | § vilta náttúru, eftir sögunni | I Far veröld, þinn veg, sem | | komið hefur út á íslenzku og | i verið lesin, sem frafnhalds-1 1 saga í útvarpið. | Börinuð yngri eri 14 ára. i 1'11111111111111111111111111 iiiiiiin ii iiiiiiiiiiiiniiniii hollenzkir HOLLEN ZKIR PRJÓNAJAKKAR og GOLFTREYJUR HUFUR og TOSKUR nýjar gerðir. MARKAÐURINN Sími 1261 (Framhald af blaðsíðu 5). finnst manni sama gilda um að nefna þessa bók því nafni, er henni hefur verið valið. Það getur orkað tvímælis, hvort nefna á „dirfskubragð“ Krist- jáns í Stóradal afrek eða flokka það undir flan og fífldirfsku, því að ekki var það annað en mildi veðurguðanna, sem leiddi hann farsællega með sauðahóp sinn suður yfir jökla. Ævisaga Jónasar Sveinssonar er trúverðug og vel gerð svo langt sem hún nær, en henni lýkur á miðri ævi hans. Það er einkenni á sögunni, hve vel Jónasi falla orð til samferða- marina á lífsleiðinni. Virðast þetta hafa verið hálfgerðir engl- ar upp til hópa, en slíkt er ekki sennilegt. En hvað sem um það er, þá verður að telja bók þessa góðán feng í það safn þjóð- fræði- og minningabóka, sem svo hátt hefur borið í íslenzk- um nútímabókmenntum síðari ára. Leturgerð og frágangur bókarinnar er í bezta fagi. Við ókum suður, nefnist bók frá Útgáfunni Fróða, sem blað- inu hefur borizt, og er eftir danskan blaðamann og bók- menntagagnrýnanda, Jens Kruu se að nafni. Segir þar í gaman- sömum tón frá ferð hans, konu hans og fjölskylduvina í bíl til Miðjarðarhafsins. Lýsir Kruuse í léttu máli því, sem fyrir augu ferðafélaganna bar á þessari skemmtireisu, og hefur hann sýnilega haft glöggt auga fyrir dásemdum Suðurlanda. Annars er hin tíða upptalning á staða- heitum á frönsku og ítölsku fremur til trafala fyrir lestur- inn heldur en að þau veki líf í frásögninni. Meðal ferðafélag- anna er Einar Sigfússon fiðlu- leikari í Árósum, sonur Sigfús- ar Einarssonar tónskálds, og skrifar hann lokakafla bókar- innar, sem ekki stendur að baki frásögnum Kruuse. Andrés Kristjánsson þýðir bókina, en hv'ort 'hann nær kímni höfundarins til hlýtar, skal ósagt látið, en Andrés er orðinn þaulvanur þýðingum og hefur þar löngum vel tekizt. Þá hefur Fróði einnig gefið út bók eftir Breinholzt um hinn fullkomna eiginmann, en bókin Vandinn að vera pabbi hlaut skjótar vinsældir hér í fyrra. Eiginmannsbókin er skrifuð í sama létta stílnum, og verður Willy Breinholzt því að teljast „skemmtilegasti“ gamanrithöf- undur Dana nú í dag, eftir því sem við höfum kynnzt kímni- bókmenntum Dana. Ingibjörg Sigurðardóttir: Læknir í Ieit að hamingju, skáldsaga. Bókaforlag Odds Björnssonar Akureyri. Hér ýtir Ingibjörg sjöundu skáldsögu sinni úr vör á fám árum. Allar eru sögur hennar hugþekkar og siðbætandi, en sjaldan rismiklaf. Allar í stíl og hver annarri skyldar. Ungar sálir laðast hvór að arinarri, en svo kemur babb í bátinn. Venju lega er það björgunarstarf eða hjúkrun að afstöðnu slysi eða í veikindum, sem leiðir hinar að- skildu sálir saman að nýju. Og svo er enn í þessari læknis- og hjúkrunarkonusögu: Læknir- inn sér hjúkruriarkonuna síria kveðja tvíburabróður með kossi, en það kostar áralanga andlega þjáningu beggja. En sem fyrr: Allt fellur í ljúfa löð í bókar- lok. Sem betur fer. Þær eru svo líkaV í trú og skoðunum, hjúkr- unarkonan og móðir læknisins. Önnur hefur biblíuna og sálma- bókina á náttborðinu, — hin Nýja-testamentið. Og út frá þeim bókmenntum er döprum sálum hollt að sofna. Okkur, sem lesið höfum allar bækur Ingibjargar, langar til, \ að hún taki efnið fastari tökum, láti svalara blása, hrikta betur í stoðum. Að hún skrifi sig npp, — ekki niður, svo sem þessi síðasta bók hennar gefur því miður fyrirheit um. J. - KENNEDY MYRTUR (Framh. af bls. 1). yfir sömu stéfnu og haldið hef- ur verið. Hins látna forseta var minnst á sérstökum þingfundi Alþingis og minningarguðsþjónusta var haldin í dómkirkjunni í Reykja- vík meðan útför hans vestra stóð. Þá minntist skólameistari Menntaskólans hér, Þórarinn Björnsson, forsetans á Sal. Með þurrkuðum BLÓMUM: JÓLAKORT ÞJÓÐSÖNGSKORT MUNNÞURRKUR JOLADUKAR í fallegu úrvali. Verzlun Ragnheiðar 0. Björnsson - Sauðfjárafurðir . . . (Framhald af blaðsíðu 2). fram frá Melbreið með viðkomu að Ketilási, en þar hafði Hann- es kennt bornum um áraraðir. Var útför hans hin fjölmenn- asta og virðulegasta, er itíena muna hér. Jarðsett var að Barði. — Sigríður Jónsdóttir, ekkja Hannesar, flutti til Rvík- ur í haust, en þari hjón áttu þar börn búsett. Guðvarður Val- berg sonur þeirra, sem nú er kennari hér, flutti einnig í haust frá Melbreið að Nýrækt. Eign- arjörð þessa fólks, Melbreið í Stíflu, er því mannlaus nú með tveimur íveruhúsum, rafmagni og síma, en hún hefur verið í ábúð ættmenna Sigríðar Jóns- dóttur frá 1896 og e. t. v. leng- ur. Það mundi því vera ósk Fljótamanna, að enn ætti þessi ætt eftir að sitja Melbreið um langt árabil. Hvort svo verður eða ekki, munu þeir er um StífluVeg fara, minriást þeirra, er þar bjuggu, með vinarhug og virðingu. Jón Guðbrandsson. Fær Egilsstaðaþorp hitaveitu? 1 BLAÐINU Þór í Neskaupstað birtist 30. fi m, svohljóðandi fréttagrein ásamt yfirlitsmynd af Egilsstaðakauptúni: „Að undanförriu héfur Jóri Jónsson jarðfræðingur unnið að jarðhitarannsóknum í Urriða- vatni, og var hitastig 5Ó í bor- holunrii, þegar hætt var að bora í sjálfu vatninu. Var þá talið, að fullur árangur mundi nást með því að bora á landi. Hefur Jón Jónsson lýst yfir þeirri skoð un sinni, að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu, að hitaveita yrði gerð fyrir Egilsstaðakaup- tún, en fjarlæð er ekki nema 5—6 km. Munu íbúar hins vax- andi kauptúns á Egilsstöðum hugsa gott til að geta innan fárra ára hitað hús sín með hitaveituvatni. Á Gísli í Skógar- gerði miklár þakkir skildar fyr- ir forgöngu þessa máls, en hann hafði athugað vakirnar þarna fyrir löngu og hvatt til þess, að þær væru rannsakaðar í frost- unum í fyrravetur." SÍMASKRÁIN Stóra SÍMASKRÁIN verður afhent símanotendum í afgreiðslusal stöðvarinnar, 1. hæð, kl. .8—21 daglega. SÍMASTJÓRINN. ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.