Íslendingur - 09.03.1964, Side 4
Bæjarstjóm Akureyrar ber kistu skáldsins úr kirkju. Fremstir eru bæjarstjóri og forseti bæjar-
stjórnar. — Ljósmynd: K. Hjalta.
MINNINGARATHÖFN
um Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi
fór fram í Akureyrarkirkju
s.l. laugardag að tilhlutan
bæjarstjómar Akureyrar, en
skáldið var heiðursborgari
bæjarins.
Kirkjan var fagurlega
skreytt blómum, og er athöfn-
in hófst um kl. 3 síðdegis, var
kirkjan jiegar fullskipuð og
nokkm meira, — stóðu margir
úti og hlýddu á athöfnina um
hátalara, en auk þess nutu
menn þessarar hátíðlegu at-
hafnar í heimahúsum, þar sem
henni var útvarpað. Veður var
gott, um 7 stiga hiti, en stinn-
ingsgola af suðri.
Athöfnin fór þannig fram,
að Jakob Tryggvason lék for-
leik á hið volduga pípuorgel
kirkjunnar, kirkjukór Akur-
eyrar söng sálm, sr. Pétur Sig-
urgeirsson flutti minningar-
ræðu og Karlakórinn Geysir
söng sálminn: Víst ert þú
Jesú, kóngur klár. Þá flutti
biskupinn yfir fslandi, herra
Sigurbjörn Einarsson, minn-
ingarorð frá íslenzku kirkj-
unni og Jóhann Konráðsson
söng sálm Davíðs, Ég kveiki
á kertum mínum, við undir-
leik Páls ísólfssonar tónskálds,
er einnig lék einleik á orgel-
ið. Loks sungu kirkjukórinn
og Geysir.
Bæjarstjóri og bæjarstjóm
báru kistuna úr kirkju, en
nemendur Menntaskólans
stóðu heiðursvörð meðfram
leiðinni, sein Iíkvagninn ók
frá kirkjunni. Kistan var síðar
flutt að Fagraskógi.
HÁTÍÐLEG ÚTFÖR I DAG.
f dag kl. 2 fór fram hús-
kveðja í Fagraskógi, en síðan
var kista skáldsins flutt að
Möðruvöllum í Hörgárdal, og
fór þar fram hátíðleg útför að
viðstöddum mannfjölda, þ. á.
m. ýmsum fyrirmönnum þjóð-
arinnar í menningarmáluin og
löggjafarstarfi.
KVEÐJA FRÁ AMTSBÓKASAFNINU
Davíð var vandlátur í bókasöfn-
un sinni eigi síður en öðru. A
bókahillum hans var sami hölð-
ingjabragur og yfir honum sjálí-
um og skáldskap lians. Þarna eru
raðir fágætra bóka, sem varla sjást
nefndar í sölutilboðum hérlendis
og erlendis nema á áratuga fresti,
og þá fyrir fjárhæðir, sem eru
langt umfram getu allra venju-
fegra manna.
„Ég veit ekki neitt,
sem ég vildi heldur
en veita þeim aðbúð góða,“
segir hann um bækur sínar. Allir,
sem litið hafa safn hans, vita sann-
indi þessara orða. Svo má heita,
að hverju eintaki sé gert eins vel
til og framast er unnt. Lúðar bæk-
ur og óhreinar Jivoði liann og
hreinsaði og gekk úr skugga um,
að þær væru heilar. Ef liin upp-
runalegu spjöld Jieirra og kjölur
urðu ekki bætt, fékk hann þeim
hið fegursta band, traust og ein-
falt. Hann var kröfuharður við
bókbindara sína, en Jieir lögðu
sig áreiðanlega oftast í fram-
króka, Jiegar hann átti í hlut,
enda eignaðist hann nokkra góða
vini í þeirra hóp. Allt var Jietta
unnið af alúð og vandvirkni,
Jreirri nákvæmni, jafnvel smá-
smygli, sem er aðalsnterki hins
fædda bókamanns.
Hver, sem kynntist honum á
Jtessum vettvangi, vissi fljótlega,
að bækurnar voru honum lífs-
nautn, ekki fordild, ekki einu
sinni tómstundagaman, heldur
lífsnautn, ást á þcim arfi, sem
bókin varðveitir og flytur frá kyn-
slóð til kynslóðar, ást, sem var
ofin úr virðingu og þökk til þeirr-
ar þjóðar og tungu, sem ól hann.
Það er engin hending, að Jietta
auðuga safn er af engu auðugra
en íslenzkum ljóðunt og íslenzk-
um þjóðfræðum. Einmitt þar hitt-
ust þeir bókamaðurinn og skáld-
ið. -
í dag verður Davíð Stefánsson
vígður til þeirrar moldar, sem
angaði og greri í Ijóðum lians um
hálfrar aldar skeið. Þjóð hans
Jiakkar honum líf hans og list,
lostin trega þess að hafa misst
ltann, fyllt íögnuði Jiess að hafa
borið hann og átt liann, fögnuði
Jiess að eiga liann méðan íslenzk
tunga er töluð. Amtsbókasafnið á
Akureyri tekur undir þær þakkir
af heilum hug. En Jiað vill einnig
mega Jiakka starf hans í Jiágu Jiess
á liðnum áratugum, forystu lians,
þjónustu hans, allan hans heita,
styrka hug, sent bar Jiessa litlu og
fátæku stofnun uppi á liðnum
árum. Minningin um hann verð-
ur ætíð einhver helgasti Jiátturinn
í sögu safnsins. Þvf skrifa ég Jiessi
fáu og fátæklegu orð nú, Jiegar
hönd náðarinnar hefur lokað lífs-
bók hans og lagt hana á hillu,
Jiar sem varðveitt er það dýrasta
í íslenzkum menningararfi.
Árni Jónsson.
I RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: JAKOB Ó. PÉT- \
\ URSSON — PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. |
ÍSLENDINGUR
50. ÁRG. . MÁNUDAGUR 9. MARZ 1964 . 10. TBL.
VINARKVEÐJA
ÞEGAR ég nú á skilnaðar-
stundu, lít til baka yfir
kynni mín af Davíð Stef-
ánssyni skáldi frá Fagra-
skógi, er óneitanlega margs að
minnast og mikið að þakka. Því
enda þótt ég hafi kynnst mörg-
um ágætum mönnum og kon-
um á lífsleiðinni, þá ber þó Dav-
íð Stefánsson vissulega langt af
öllum mínum vinum og kunn-
ingjum vegna óvenjulegra heill
andi persónulegra töfra og
mannlegra eiginda. Skáldskap-
ur hans átti erindi til allra, og
var auðskilinn og aðgengilegur
eins og ljóð Jónasar. En fram-
koma og viðmót Davíðs Stefáns-
sonar var líka hugstætt öllu
óbrotnu alþýðufólki, ef hann
kynntist því á annað borð, Hins
vegar kann það að virðast ein-
kennilegt, hve maður með hæfi-
leikum og glæsimennsku Davíðs
Stefánssonar var hlédrægur og
frábitinn því að láta á sér bera,
Davíð Stefánsson
á slúdentsárum.
eða að trana sér fram, en ég
hygg, að lífið hafi fljótt kennt
honum, hvað metorð og völd
eru í sjálfu sér fánýt, en það sé
manngildið og andleg viðleitni,
sem mestu máli skipti fyrir ein-
staklinginn og samferðafólkið.
Ekki gat farið hjá því, við
náin kynni, að maður tæki eft-
ir aðdáun Davíðs á íslenzku
sveitalífi og íslenzkri náttúru-
fegurð, enda bera kvæði hans
augljóst vitni þessa. Kom þetta
líka skýrt fram í tryggð hans
við æskustöðvarnar, og mun
honum enginn staður hafa ver-
ið kærari en Fagriskógur, og
æfinlega tók Davíð Stefánsson
málstað bóndans og yfirleitt
sveitafólksins, ef tilefni gafst.
Fyrst man ég eftir Davíð
Stefánssyni í veizlu, sem haldin
var hér á Akureyri sumarið
1917 til heiðurs Stephani G.
Klettafjallaskáldi. Við háborðið
sátu Matthías, Stephan G., Guð-
mundur Friðjónsson og mig
minnir Páll Árdal. Er líða tók
á borðhaldið, og margar ræður
höfðu verið fluttar, reis á fætur
ungur og glæsilegur maður, í
miðjum salnum, og flutti heið-
ursgestinum kvæði, af slíkri
snilld og háttvísi, að fagnaðar-
látunum ætlaði aldrei að linna,
er hann hafði lokið máli sínu.
Ég man, að Stephan G. kom
niður í salinn og heilsaði Davíð
og leiddi hann upp að háborð-
inu.
Nú liðu mörg ár, og leiðir
okkar Davíðs lágu ekki saman.
En svo var það á árunum 1926
eða 27, að við Kristján bróðir
minn, sem báðir stunduðum þá
atvinnu hér í bæ, borðuðum á
matsölu Rannveigar Bjarnadótt-
ur á Hótel Gullfossi. Þar borð-
aði þá líka Davíð Stefánsson um
all-langt skeið, og þar kynntist
ég fyrst að nokkru ráði þessum
andlega höfðingja og látlausa
manni, og upp frá því tókst með
okkur góður kunningsskapur,
sem haldizt hefur æ síðan.
Kom Davíð Stefánsson all-oft á
heimili okkar bræðranna, bæði
á meðan við áttum heima í
sveitinni og eins síðan við flutt-
um til Akureyrar. Höfum við
átt saman margar ógleymanleg-
ar ánægjustundir.
Þegar ég var unglingur, taldi
ég víst, að skáld og rithöfundar
væru á öllum sviðum langt
hafnir yfir alla venjulega
mennska menn. Seinna kynntist
ég lítið eitt örfáum þessara
manna, en við kynnin fannst
mér þeir lítið stækka — nema
Davíð Stefánsson. Hann hefir
alltaf við aukin kynni verið
að stækka fyrir mínum sjónum.
Með honum var gott að vera,
og við hann var auðvelt að tala
um hvað sem var.
• Nú, þegar þjóðskáldið Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi er
fallinn í valinn, hefir Akureyr-
arbæi' og Eyjafjörður misst
mikið. Þeir sem þekktu Davíð
persónulega hafa þó misst
meira. Við bræðurnir og fjöl-
skylda mín Jiökkum honum
ógleymanleg kynni.
Öllum ættingjum og vinum
Davíðs Stefánssonar vottum við
innilegustu hluttekningu.
Jón Rögnvaldsson.
r