Íslendingur


Íslendingur - 14.08.1964, Blaðsíða 1

Íslendingur - 14.08.1964, Blaðsíða 1
„Systur.“ — Ljósmyndir: K. Hjaltason. Listaverk sett upp í hmm UNDANFARNA DAGA hefir tveim standmyndum verið kom- ið fyrir á almannafæri hér í bænum, en það eru , ,Systur“ Ásmundar Sveinssonar, er Reykjavíkurborg gaf Akureyri í afmælisgjöf í hitteðfyrra, og „Litli fiskimaðurinn,“ er Ála- sundsbær færði bænum við sama tækifæri. krafti. Höfum við nú afkasta- meiri ýtur en áður, en mann- skapur er svipaður og í fyrra við vélstjórn og sprengingar. Verkstjóri er Sveinn Brynjólfs- son frá Efstalandskoti sem áður. SAUÐÁ BRÚUÐ. — Hvað liður fullvinnslu á þessum vegi hérna megin? — Vegurinn frá Dalvík er að mestu fullunninn út að Sauðá, að undanskildum kaflanum út að Karlsá. Þó er eftir að bæta möl í hann á nokkrum kafla. Fyrirhugað er að brúa Sauðá á þessu sumri. Verður til þess notaður stálhólkur af sérstakri ge.rð, sem er nýleg aðferð til að brúa minni vatnsföll. Mun þó hafa verið notuð á tveim stöð- um í Strákavegi og í eitt gil á Tjörnesi. Afkastamiklar ýtur vinna að Iagningu Múlavegar. MIKLAR SPRENGINGAR. — Hversu langt er enn eftir að ryðja? — Milli ruddra enda nú (Framhald á blaðsíðu 7). m 4 stórvirkar gröfur og ýtur eru þar að verki BLAÐIÐ talaði í vikunni við Guðmund Benediktsson yfirverk- stjóra hjá Vegagerð ríkisins og spurði hann frá framkvæmdum í Múlavegi í sumar, en svo er vegurinn, sem unnið er í milli Dal- víkur og Olafsfjarðar nefndur í daglegu tali. STÆRRI VÉLAR. hve mikið fé fengist, segir Guð- — Við fórum hægt af stað í mundur, — en fyrir nokkru var vor, enda lá þá ekki ljóst fyrir, tekið til við veginn af fullum „Litli fiskimaðurinn.“ „Systurnar“ eru staðsettar í Grófargili, rétt ofan við gatna- mót Kaupvangsstrætis og Laug- argötu, en „Litli fiskimaðurinn“ á graseynni í Geislagötu sunnan við Búnaðarbankann, og horfir hann fránum sjónum inn á Ráð- hústorgið. Nauðsynlegar breytingar á útsvars- og skattamáluni þegar í undirbúningi Opinber gjöld verði innlieimt jafnóðum af launum manna RÍKISSTJORNIN samþykkti s.l. miðvikudag ályktun um útsvars og skattamál, þar sem m. a. er lögð áherzla á eftirfarandi: Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því, að þeir gjald- endur, sem greiða opinber gjöld reglulega af launum sinum og þess óska, megi greiða eftirstöðvar gjaldanna nú á sex mánuðum í stað fjögurra, en hin greiddu út- svör verði frádráttarbær eigi að síður. Ríkisskattstjóra hefir ver- ið falið að undirbúa nauðsyn- legar breytingar á útsvars- og skattalögum. Svo fljótt sem auðið er verði því greiðslufyrirkomu- lagi komið á, að opinber gjöld verði innheimt jafnóð- um af launum. Ályktun ríkisstjórnarinnar fer hér á eftir: RÍKISSTJÓRNIN hefur í dag gert svohljóðandi ályktun út af erindum, sem lienni hafa horizt varðandi skattamál frá stjóm Framsóknarflokksins og framkvæmdanefnd miðstjórn- ar Sameiningarflokks Alþýðu — Sósíalistaflokksins: J EKKERT hefur komið fram, sem hendir til þess, að álagning opinherra gjalda á þessu ári hafi ekki farið fram lögum samkvæmt. Ráðstafanir til almennrar endurskoðunar eða endurmats gjaldanna yrðu því tilefnislausar. Einstakir gjaldendur, sem telja rétti sínum hallað, hafa samkvæmt gildandi lögum aðstöðu til þess að fá gjaldaálagninguna leiðrétta með kæru, ef efni standa til. ^ FRESTUN á innheimtu gjaldanna almennt er ófram- kvæmanleg, þar sein hún mundi lama starfsemi og stöðva framkvæmdir, einkum hjá sveitarfélögum. Á hinn bóginn hefur ríkisstjórnin ákveðið að beita sér fyrir því, að þeir gjaldendur, sem greiða opinber gjöld reglulega af launum sínum og þess óska, megi greiða eftirstöðvar gjaldanna nú á sex mánuðum í stað fjögurra, en hin greiddu útsvör verði frádráttarbær engu að síður. Q VEGNA liinnar miklu aukningar, sem á árunum 1!)83 og 1964 hefur orðið og fyrirsjáanlega mun verða á tekjum manna, hefur ríkisskattstjóra þegar verið falið að undirbúa nauðsynlegar breytingar á útsvars- og skattalögum. J RÍKISSTJÓRNIN VILL, svo fljótt sem auðið er, koma á því grelðslufyrirkomulagi, að opinber gjöld verði inn- lieimt jafnóðum af launum. Hefur ríkisskattstjóri að fyrir- lagi fjármálaráðherra unnið á annað ár að þeim undirbún- ingi, sem er mjög umfangsmikill og tímafrekur. P í SAMRÆMI við lagabreytingu á síðasta Alþingi hefur verið stofnuð sérstök rannsóknardeild við embætti ríkis- skattstjóra. Verður að því unnið að tryggja rétt framtöl og þeir, sem sekir gerast um skattsvik, verði látnir sæta ábyrgð. ISLENDINGUR R I, A1) SJÁLFSTÆÐISMANNA í NO RÐU R L A N D SK J Ö K D Æ M I EYSTRA 50. ÁRGANGUR . FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1964 . 33. TÖLUBLAÐ Um 1 km. milli „endanna" á Múlavegi

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.