Íslendingur


Íslendingur - 14.08.1964, Blaðsíða 2

Íslendingur - 14.08.1964, Blaðsíða 2
allt er hvítt af nýföllnum snjó. segir Yésteinn Guðmundsson fimmtugur VÉSTEINN GUÐMUNDSSON lireppstjóri og verksmiðjustjóri á Hjalíeyri er fæddur 14. ágúst 1914 á Hesti í Önundarfirði, son- ur hjónanna Guðmundar bónda þar Bjarnasonar og Guðnýjar Arngrímsdóttur. Hann settist í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1935. Síðan lagði hann stund á efna- verkfræði við verkfræðiháskól- ann i Kaupmannahöfn og út- skrifaðist þaðan 1940. Næstu þrjá vetur vann hann við frystihús og niðursuðuvei'k- smiðjur í Keflavík og Njarðvík- um, en var efnafræðingur á Hjalteyri á sumrin, unz hann settist þar að árið 1943 og hefur búið þar síðan. héraðsnefnd flokksins í Eyja- fjarðarsýslu. Hann er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Eyjafjarðarsýslu og á sæti í kjördæmisráði. Vésteinn vann að því að koma á samstarfi milli síldarverk- smiðja á Norður- og Austui'- landi og er formaður samtaka þeirra, SAN, og fulltrúi í verð- lagsráði sjávarútvegsins. Vésteinn hefur látið félagsmál mjög til sín taka bæði heima og í sýslunni og átt sæti í hrepps- nefnd um langt skeið. Trúnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn hefur hann sinnt um árabil, verið á lista flokks- ins í kjördæminu og átt sæti í VAXANDI UMFERÐ UM HÓLAFJALL UM HELGINA síðustu starfaði 5 manna vinnuflokkur með stór virk tæki frammi á Hólafjalli að vegabótum, en um veginn yfir Hólafjall fara þeir nú, sem leggja leið sína suður á öræfi héðan, eða koma að sunnan til byggða í Eyjafirði. Þá er tilval- ið að fara úr Eyjafirði inn á ör- æfi þessa leið og aka síðan um Bárðardal til baka, og hefir nokkuð verið gert af því í sum- ar. Þá 4 daga, er vinnuflokkur- inn var að slétta veginn suður eftir fjallinu var þó nokkur um- ferð ökutækja, en ekki 'mun ráðlegt að fara þessa leið nema á traustum og sterkum bílum. Fréttamaður íslendings heim- sótti þau hjónin Véstein og Val- gerði Árnadóttur frá Hjalteyri fyrir skömmu. Margt bar á góma og um margt var spjallað, bókmenntir og knattspyrnu, menn og málefni. Áður en lauk bar þó síldina á góma: — Hver voru þín fyrstu af- skipti af síld, Vésteinn? — Minn síldarferill hófst á Sólbakka, en þar var ég í tvö ár. Síðan fór ég á síld 1934 á Báru Ásgeirs Péturssonar með Jóni Sæmundssyni, sem síðar var á Fagrakletti. Árið eftir var ég á Ægi og Munin, tvílembingum frá Sandgerði. Fyrra árið var ágætt síldarár, en hið síðara fádæma lélegt. Hluturinn hjá okkur var'70 kr., sem nægðu svona rétt fyrir vettlingum og tóbaki. Mig minnir, að einmitt þetta ár hafi ríkisstjórnin orðið að borga fargjaldið heim fyrir síldarfólkið frá Siglufirði. — Hvernig hefurðu kunnað við þig hér á Hjalteyri? — Ég hef kunnað vel við mig. Þó hafa þessi ár verið erfið vegna síldarleysisins og það er mitt aðaláhugamál að auka rekstraröryggi síldarvei-ksmiðj- anna með betur skipulögðum flutningum og umhleðslustöðv- um og ég hef trú á, að það megi takast. Ég vil taka fram, að það er ekki síður mikils vert fyrir verksmiðjurnar á Austurlandi, ef síldin yrði hér úti af Norður- landi. — Hver er aðalbreytingin í vinnslunni síðan 1940? — Endurbætt vinnsla á lím- vatriinu og er það geysilega þýðingarmikið atriði, sem hefur bætt mjölnýtinguna um 20 til 25%. — Hefurðu trú á, að aukin síldarniðui-suða eigi framtíð fyr- ir sér hér á Norðurlandi? — Það er nauðsynlegt, að menn leggi sig meira fram um það að endurbæta nýtingu síld- arinnar til manneldis. Á hinn bóginn veit ég ekki nema Suð- ui-landið sé eins heppilegt til þess, þar sem veiðin reynist svona stopul út af Norðui-land- inu. — Ertu nokkuð farinn að þi-eytast svo á að bíða eftir síld- inni, að þú sért að hugsa um að flytja frá Hjalteyri? — Ég er búinn að bíða eftir henni í 20 ár og úr þessu vil ég helzt ekki fara, fyrr en hún kem ur aftur. Maður hefur alltaf Frú Valgerður Árnadóttir og Vésteinn Guðmundsson. ímyndað sér, að hún muni koma aftur eins og hún var og ég er ekki búinn að missa vonina enn þá. — Það var á þínum afmælis- degi, sem hrotan byrjaði 1944? — Já, ég varð þrítugur þá og fyrsti báturinn kom einmitt inn 14. ágúst. Ég man það svo vel, af því að við veðjuðum um hvaða bátur þetta væri, eftir vélahljóð- inu. Veiðin var svo ofsaleg, að hér var látlaus bræðsla til 20. september og bátarnir voru oft ekki nema 10 tíma að fylla sig. Þeir fóru út að Gjögrum og fylltu sig í einu eða tveimur köstum. — Hefurðu trú á að þetta endurtaki sig nú, er þú ert fimmtugur? — Ég vildi gjarna óska þess, en satt að segja geri ég mér ekki vonir í þessa átt. Það var komið mál að tygja sig. Er við stóðum úti á tröpp- unum og horfðum á þokuna teygja sig inn fjörðinn, barst tal- ið að fegurð Eyjafjarðar og feg- urð staðarins. Ég spurði Véstein, hvenær fallegast væri á Hjalt- eyri: — Það er fallegast í júní og svo á veturna, þegar allt er hvítt af nýföllnum snjó. H. Bl. Yfir 1000 nemendur oisfu Skíðahótefið sl. vefur Rabbað við Friðrik Jóhannsson hótelstjóra ÞAÐ var mikið átak, er Akureyringar komu upp Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli. Nú er það er risið, þykir mönnum mikils um vert, livernig tekizt hefur um reksturinn. Fréttamaður íslendings var á ferð þar fyrir skömmu og greip tækifærið til að líta í kringum sig og ræða við hótelstjórann, Friðrik Jóhannsson og konu hans Jórunni Þórðardóttur. — f fáum orðum sagt er öll umgengni þar efra til slíkrar fyrirmyndar, að einstakt er um hótel hér á landi. Sama er, hvert litið er, í krók og kima: Alls staðar er sama snyrti- mennskan. Maturinn er ódýr og vel fram reiddur. — Eiga þau hjón þakkir skyldar fyrir stjórn sína á hótelinu og er vonandi, að eins vel takizt til um eftirmann þeirra, er þau hætta nú 1. október n. k. SKÓLANEMENDUR SÓTTU KAPALINN I VAÐLAHEIÐI. — Voru miklar annir í hótel- inu, er þú byrjaðir s.l. haust? — Það var lítill ferðamanna- straumur framan af. Hins vegar Vegagerðarmenn að. verki á Hólafjalli. Ljósmynd: K. Hjaltason. var mikið af sjálfboðaliðum hér við að setja upp skíðalyftuna og símann. En það voru 63 nem- endur úr Menntaskólanum og Gagnfræðaskólanum, sem lögðu símann hingað upp eftir undir stjórn Hermanns Stefánssonar alla leið neðan frá Hlíðarenda, eftir að hafa rifið kapalinn upp á Vaðlaheiði. Það var ómetan- legt framtak hjá krökkunum, því að annars hefði síminn lík- lega ekki verið kominn hingað. FLUG FELL NIÐUR í FYRRADAG kom engin af flugvélum Fí hingað að sunnan vegna þoku hér nyrðra. Náði hún þó ekki niður á láglendi. En svo dimm var hún á Vaðla- heiði, að aka varð með ljósum um hábjartan daginn. Hér var ekkert um að vera um jólin. Nokkrir voi-u þó bún- ir að panta herbergi, en þegar verkföllin skullu á, óttuðust menn að þau mundu standa yfir hátíðarnar og þeir því teppast hér á Akureyri. Hins vegar var töluvert af skíðafólki hér í jan- úar. Það var bara svo lítill snjór og mér er sagt, að þetta hafi verið snjóléttasti vetur, sem verið hefur í Hlíðarfjalli. KUNNI VEL VIÐ SKÓLA- KRAKKANA. — Hvenær byrjuðu skólanem endur fjallaferðalög sín? — 10. febrúar. Fyrst komu nemendur Gagnfræðaskólans og síðan Menntaskólans. Þeir voru hér frá mánudegi til föstudags, auk einnar helgi til að ljúka af fjallaferðunum fyrir páska, alls 1050 nemendur. — Hvernig var samstarf þitt við þá? — Ég kunni vel við skóla- krakkana. Ekki kom til neinna árekstra og dvölin hér var þeim áreiðanlega góð upplyfting frá námsönnunum. Það var margt til skemmtunar hjá þeim. Mér er séi-staklega minnisstæð kvöld vaka 3. bekkjar Menntaskólans, sem var mjög vel sett upp með ágætri músik. Kx-akkarnir voru bæði frískir og skemmtilegir. — Mundirðu hafa satna snið ~ (Framhald á blaðsíðu 7). £ ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.