Íslendingur - 14.08.1964, Side 5
Frá Laxárvirkjun.
UM MARGAR LEIÐIR AÐ VELJA -
til að bæta úr raforkuþörfiimi
Úr álitsgerð Sigurðar Thoroddsen, verkfr.
STJÓRN Laxárvirkjunar fór fram á það fyrir 4 árum við raforku-
málastjóra, að hann veitti aðstoð við álitsgerð um fullvirkjun Lax-
ár við Brúar, og varð úr, að Sigurður Thoroddsen tók að sér að
vinna verkið, en Jarðboranir Ríkisms annaðist nauðsynlegar jarð-
vegsrannsóknir. Fullnaðarálit frá Sigurði Thoroddsen barst stjóm
Laxárvirkjunar í byrjun júlí í sumar, í tveim vélrituðum bindum,
og liefur hún látið blaðinu í té eftirfarandi útdrátt, sem liún hefir
látið gera úr álitinu:
Nú nýverið hefir Sigurður
Thoroddsen verkfræðingur skil-
að áætlun um fullvirkjun Lax-
ár í Suður-Þingeyjarsýslu við
Brúar. Alls nær skýrslan yfir
áætlunargerðir um 10 mismun-
andi virkjanir og til Suðurár-
veitu. Ennfremur er gerð grein
fyrir flutnirigsvirkjun vegna
hinna ýmsu tilhagana, spenni-
stöðvum við virkjanirnar, há-
spennulínu til Akureyrar og
spennistöð þar.
Þess skal getið, að í öllum til-
högununum er gert ráð fyrir að
veita Suðurá í Laxá, en það
eykur orkuvinnslugetuna við
Brúar um 30—40% og ennfrem-
ur er gert ráð fyrir að gera háa
stíflu í Laxárgljúfrum í því
skyni að skapa miðlun og rekst-
ursöryggi og aukna fallhæð.
Allt bendir til þess að 30 metra
há stífla sé hin hagvæmasta.
Ennfremur skal þess getið að
þessar áætlanir eru miðaðar við
það að virkjað sé til almennings-
Varastöðin stækkuð
EINS og áður hefir verið frá
skýrt, hefir rafveitustjórn sam-
þykkt að auka orku varastöðv-
arinnar á Oddeyri um helming.
Hefir rafveitustjóri tjáð blað-
inu, að vélarinnar, sem til þessa
var pöntuð, sé von upp úr n. k.
mánaðamótum, og muni þá
verða hafizt handa um að koma
henni fyrir við hlið þeirra, sem
fyrir eru.
fSÍ ENDINGUR
nota og uppsett afl miðað við
það.
Fara hér á eftir hinar 4 til-
haganir að virkjun fallsins við
Brúar.
Auk þessa er sá möguleiki
fyrir hendi að virkja Laxá sam-
kvæmt tilhögun 4 en sem grunn
aflstöð (fyrir stórt veitusvæði)
með 50.000 kw. uppsettu afli.
Heildarkostnaður lauslega áætl-
aður um 627 millj. kr. og verð
á uppsett kw. um 8.200,00 kr.
Verð á hverja kwst. við stöðvar-
hússvegg yrði með 8% árlegum
kostnaði um 8,1 eyrir og á Ak-
ureyri um 12,3 aurar.
Orkuverð á Akureyri sam-
kvæmt tilhögun 2 yrði með 8%
árlegum kostnaði um 18 aur/
kwst. og samkvæmt tilhögun 3
og sömu forsendum um 17,5
■aur/kwst. Verðið samkvæmt til-
högun 4 yrði aftur á móti um
16 aur/kwst. Það er álit Sigurð-
ar Thoroddsen að ef- virkjað
verður í áföngum á 20—30 ár-
um, þá verði 2. og 3. tilhögun
ódýrastar miðað vii§ núgildi
stofnfjárins í upphafi heildar-
virkjunar.
Enn hafa ekki verið gerðar
endanlegar tillögur til lausnar á
raforkuþörf Norður- og Austur-
lands, en eftirfarandi 3 mögu-
leikar eru teknir til meðferðar
í skýrslu Sigurðar Thoroddsen:
1. Laxársvæðið. Sama orku-
veitusvæði og nú er.
2. Norðurland. Hrútafjörður
— Þórshöfn. Orkuveitusvæðið
stækkað með veitu vestur til
Skagafjarðar, norður til Siglu-
fjarðar og austur til Þórshafnar.
3. Norður- og Austurland.
Fyrrnefnt svæði (2) að við-
bættu Austurlandi, .allt suður
fyrir Hornafjörð.
í skýrslunni eru línurit er
> sýna aflspá fram til ársins 1986
fyrir ofangreind svæði, og eru
virkjunarstigin við Brúar, sem
henta hverju sinni felld að línu-
ritunum. Gert er ráð fyrir að
aflþörfinni .verði fullnægt með
vatnsafli yfirleitt, en fram til
ársins 1968 verði aflþörfinni
fullnægt á annan hátt, en talið
er að fyrr verði ekki lokið hin-
um fyrsta áfanga virkjunar við
Brúar.
Lauslegar athuganir benda til
þess að byggingartími þeirra
virkjunarstiga, sem til greina
koma sem 1. áfangi sé um 3 ár.
Verði orkuveitusvæðið hið
sama óg nú er, Laxársvæðið,
eru virkjunarþrepin samkvæmt
2. og 3. tilhögun nokkuð stór.
Með 1. tilhögun fengist auðveld-
ari byrjun, en heildarvirkjunin
verður dýrari. Svipað er að
segja um 2. orkuveitusvæðið.
Fyrir 3. orkuveitusvæðið,
Norður- og Austurland, vex afl-
þörfin örast. Fyrir þetta svæði
mundi henta vel að virkja sam-
kvæmt 2. og 3. tilhögun í áætl-
un Sigurðar Thoroddsen. Með
3. tilhögun mundu tvö fyrstu
virkjunarstigin verða fullnýtt á
um 5 árum hvort, hið 3. á um 4
árum og hið 4. og síðasta á um
4 árum. Heildarvirkjun Laxár
við Brúar yrði þannig fullnýtt
á árunum 1985—1990.
Af framansögðu sést að heild-
arvirkjun Laxár við Brúar
mundi henta bezt fyrir orku-
veitusvæði, sem nær yfir Norð-
urland og Austurland. Telur
Sigurður Thoroddsen ólíklegt
að hægt verði að fullnægja orku
þörf þessa orkuveitusvæðis-
(Framhald af blaðsíðu 8).
prýdd myndum af íslenzkum
listavérkum.
BYRJAÐI UNGUR.
— Hvenær byrjuðuð þér að
handleika pensilinn?
— Ég var þá ekki nema 16
ára. Árið eftir sigldi ég til Hafn-
ar og var þar eitt ár við nám.
Síðan var ég 12 ár í Bandaríkj-
unum, og eyddi nokkru af þeim
tíma í að stunda málaralist,
höggmyndalist og tónlist.
Og margt fleira ber á góma.
Við komumst að raun um, að
Magnús hefur gefið út söng-
lagasafn eftir sjálfan sig, að
hann hefir skrifað í blöð og
tímarit heima og heiman um
íslenzka list og listamenn, að
hann er ljóðskáld og Ijóðaþýð-
ari. Við könnumst við þýðingar
hans á Ljóðfómum og Farfugl-
um eftir indverska spekinginn
Tagore, og hann fræðir okkur á
því að í prentun séu ljóðaþýð-
ingar á ensku eftir liann, þar
sem þýdd séu ljóð 30 íslenzkra
skálda og koma samtímis út á
íslandi (Menningarsjóður) og í
ódýrar með virkjunum annars
staðar en við Brúar, ef virkjað
er fyrir almenningsnotkun ein-
göngu.
Áætlun um flutningsvirkin
sem þarf til stækkunar orku-
veitUsvæðanna hefir að vísu
ekki verið gerð og þar af leið-
andi ekki heldur kostnaðar- eða
hagkvæmnissamanburður, á
þessum þremur möguleikum,
enda kemur þar einnig til
samanburðar við aðra virkjun-
armöguleika.
Að lokum segir svo í álitsgerð
Sigurðar Thoroddsen:
„Að öllu athuguðu verður
ekki annað sagt en að virkjun-
arstaðurinn við Brúar sé heppi-
legur. Tæknileg vandamál í
sambandi við framkvæmdir fá,
og ekki umfram það, sem eðli-
legt má teljast á góðum virkjun-
arstöðum og virkjunarkostnað-
ur tiltölulega mjög vægur. Þar
er nægt afl og orku að fá fyrir
orkuveitusvæði, er nær yfir
Norður- og Austurland, næstu
■tvo áratugi, auk þess að annað
eins má virkja ofar við Laxá,
Mývatnsvirkjanir, væntanlega á
líku verði.“
Það er álit Laxárvirkjunar-
stjórnar að þessar virkjanir við
Laxá þoli fyllilega samanburð
við aðrar þær virkjanir sem til
greina koma í dag, og að taka
beri fullt tillit til hinna miklu
möguleika sem Laxá í Suður-
Þingeyjarsýslu hefir i sambandi
við orkuöflun fyrir Norðurland,
og jafnvel Austurland og Suður-
land áður en ákvörðun er tekin
um aðrar hugsanlegar leiðir.
Bretlandi. Og hann sýnir okkur
all-mikið kvæði um Jökulsá á
Fjöllum, er hann orti í útilegu
sinni í sumar austur við Hljóða-
kletta, þegar rigningin buldi á
tjaldsúðinni og ekki var unnt
að mála undir berum himni.
KYNNTUST Á ÞINGVÖLL-
UM.
Kvæntur er Magnús Barböru
Moray Williams, þekktri mynd-
listarkonu, og svarar að því
spurður, að hann hafi fyrst
kynnzt henni á Þingvöllum, þar
sem bæði voru samtímis með
málaragrindina og léreftið. Frú-
in málar enn, og ferðast þau
hjón mikið saman innan lands
og útan og lengstum með pensil-
inn í hendinni, ef svo má segja.
Af framansögðu má sjá, að
hér er á ferðinni einn af okkar
fjölhæfustu listamönnum, sem
vakið hefir athygli í flestum
listgreinum, svo sem tveim
greinum myndlistar, ljóðlist og
ritlist, og hamingjan má vita,
nema þær greinir séu fleiri, þótt
ekki komi beinlínis fram í þess-
ari stuttu viðræðu, er við áttum
við listamanninn. J.
1. Tilhögun. Fallið nýtt í 3 þrepum. Laxárvirkjun 1 lögð niður.
Uppsett afl 86.300 kw.
Orkuvinnsla á ári 395 millj. kwst.
Heildarkostnaður 1005,9 millj. kr.
Verð á uppsett kw. við stöðvarhússvegg um 8.300,00 kr.
2. Tilhögun. Fallið nýtt í 3 þrepum. Laxárvirkjun 1 lögð niður.
Uppsett afl 85.400 kw.
Orkuvinnsla á ári 391 millj. kwst.
Heildarkostnaður 882,9 millj. kr.
Verð á uppsett kw. við stöðvarhússvegg um 7.400,00 kr.
3. Tilhögun. Fallið nýtt með samsíða virkjunum í einu og tveimur
þrepum. Laxárvirkjun 1 lögð niður.
Uppsett afl 84.700 kw.
Orkuvinnsla á ári 386 millj. kwst.
Heildarkostnaður 843,4 millj. kr.
Verð á uppsett kw. við stöðvarhússvegg um 7.135,00 kr.
4. Titiiögun. Fallið nýtt í einu þrepi. Núverandi virkjanir lagðar
niður.
Uppsett afl 90.000 kw.
Orkuvinnsla á ári 404 millj. kwst.
Heildarkostnaður 805,2 millj kr.
Verð á uppsett kw. við stöðvarhússvegg um 6.540,00 kr.
- Fjölhæfur listamaður opnar sýningu á Ak.