Íslendingur


Íslendingur - 14.08.1964, Síða 6

Íslendingur - 14.08.1964, Síða 6
Islendingar unnu lugþraut- arkeppni viS Ivær þjóSir r Valbjörn Þorláksson setti nýtt Islandsmet Erfitt um kínverskar þýðingar UM HELGINA síðustu fór fram í Reykjavík keppni í tugþraut milli þriggja Norðurlandaþjóða: íslands, Noregs og Svíþjóðar. Var henni þannig háttað, að þrír menn kepptu fyrir hverja þjóð, en stig tveggja beztu mannanna lögð saman hjá hverri. Úrslit urðu þau, að fs- lendingar unnu keppnina með verulegum stigamun, svo að bezti maðurinn, Valbjöm Þor- láksson, hefði mátt sleppa síð- ustu greininni, 1500 metra hlaup inu og ísland þó sigrað. Fyrir fsland kepptu Valbjörn Þorláks son, Kjartan Guðjónsson og Ól- afur Guðmundsson. Var Val- björn bezti maður í 4 greinum (100 m hlaup, 400 m hlaup, kringlukast og stangarstökk). og Kjartan í 3 greinum (kúluvarp, spjótkast, hástökk. Úrslit urðu þessi: Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ fór fram á Laugardalsvellinum í Reykjavík landsleikur milli ís- lands og Bermudaeyja, en í liði þeirra voru 8 blökkumenn og blendingar. Með landsliði okk- ar lék Þórólfur Beck, og lauk leiknum með íslenzkum sigri, 4 mörkum gegn 3, og var sigur- markið gert rétt fyrir leikslok. f hálfleik var staðan 2:1 fyrir ísland, en úr miðjum síðari hálfleik höfðu Bermudamenn jafnað (3:3) og var því mjög ísland 13241 stig, Noregur 12270 stig, Svíþjóð 12249 stig. Valbjörn hlaut 7024 stig og bætti með því fyrra íslandsmet sitt í þessari keppnisgrein, og var hann hartnær 700 stigum fyrir ofan næsta mann, er var norskur. Afrek hans voru þessi í einstökum greinum: 100 m hlaup 11,0 sek., lang- stökk 6,57 m, kúla 12,57 m, há- stökk 1,74 m, 400 m hlaup 50,0 sek., 110 m grind 15,3 sek., kringla 38,90 m, stöng 4,35 m, spjót 56,22 m og 1500 m hlaup 4:56,6 mín. Með afreki Valbjarnar hefur hann unnið sér rétt til keppni á næstu Olympiuleikum, því lágmarksskilyrði þar eru 7000 stig. tvísýnt um, hvernig ljúka mundi. Dómari var sænskur og hafði föst og góð tök á leiknum. Jón Stefánsson lék bakvarðar- stöðu í landsliðinu, en hann var eini norðanmaðurinn í liðinu. Sigurgeir Guðmannsson lýsti síðara hálfleik í útvarpi, og var hlustað með eftirvæntingu um land allt. í fyrrakvöld léku Bermudar við KR . Varð jafntefli 2:2, og í gærkvöldi léku þeir við ÍBA hér á vellinum. ATJAN DAGA UTAN- LANDSFERÐ FERÐASKRIFSTOFAN Lönd & Leiðir efnir til ferðar til Dan- merkur og Bretlands 7. septemb er. í þessu sambandi skal á það bent, að ef næg þátttaka fæst héðan frá Akureyri, verður séð fyrir sérstaklega ódýru fari suð- ur eða jafnvel, ef þátttaka verð- ur mikil, að skipulögð verði ferð héðan sérstaklega. Tilhögun ferðarinnar er í stór um dráttum þessi: 7. sept til Gautaborgar, og borgin skoðuð daginn eftir. 9. og 10. sept. dval- ið í Kaupmannahöfn. Þá verður siglt til Harwick í Englandi, far- ið með lest til London og nokkr- um dögum varið t'il að skoða sig um í Englandi og Skotlandi. Á 15. degi tekur Gullfoss hópinn og siglir með hann heim. Innifalið í verði eru öll ferða- lög í lofti, á sjó og landi, gisting ar á hótelum, morgunverður í stórborgum en annars fullt fæði. t GAMNI Bílstjóri hafði ekið út af og eyðilagt bíl sinn. Vegfarandi kom að og spurði, hvernig þetta slys hefði að borið. — Sjáið þér þessa beygju á veginum? spurði bílstjórinn. — Já, hún leynir sér nú ekki. — Ja, hún leyndi sér fyrir mér’ ' \ Rakarinn: Mér finnst ég hafa rakað þig áður. Maðurinn í stólnum: Nei, nei. Þessi ör eru eftir skurði, sem ég fékk í bílslysi. Læknir: Borðið bara varlega og reykið aðeins einn vindil eftir matinn. Viku seinna. Læknir: Hvernig gengur svo að halda reglurnar? Sj úklingurinn: Það gengur ágætlega með matinn. En það er helv.... vindillinn. Ég kasta alltaf upp af honum. Ég hef nefnilega aldrei reykt áður. STARFSMANNABLAÐ Sam- einuðu þjóðanna, „Secretariat News“ lýsir í greinaflokki, sem birzt hefur að undanförnu, hin- um mörgu og torveldu vanda- málum, sem upp koma í sam- bandi við þýðingar hjá alþjóða- stofnunum á borð við Samein- uðu þjóðirnar. Nú er röðin kom in að kínversku, elzta og mest notaða tungumáli heims. Kínverska er eitt af fimm op- inberum tungumálum Samein- uðu þjóðanna, og þess vegna verður að þýða umræður Alls- herjarþingsins, — tæknilegar skýrslur og margt annað á þetta mál. Þessu verkefni sinna ekki einungis sérfræðingar í tungumálum, heldur koma þar einnig við sögu sérfróðir menn í lögfræði, sagnfræði og öðrum greinum þjóðfélagsvísindanna. Ástæðan til þessa er sú, að upp koma mjög erfið tæknileg vandamál í sambandi við þýð- ingar á kínversku. Það er t. d. torvelt að finna tákn eða „bók- stafi,“ sem táknað geti hinar nýju hugsanir eða hugmyndir, einkanlega á hinum vísindalega og tæknilega vettvangi. Þessi vandamál eru leyst með því að stilla saman mörgum táknum, sem verða þá nokkurs konar skilgreiningar. Orðið „hlut- leysi“ er t. d. þýtt á kínversku með fjórum táknum, sem í orð- réttri þýðingu merkja „standa- mitt-á-milli-kenninganna.“ GAGNÓLÍK MERKING. Þýðandinn skrifar ýmist sjálf- ur eða talar inn á segulband. Noti hann seinni aðferðina, verð ur hannn að gæta sín sérstak- lega á samnefnurunum, þ. e. a. s. orðum sem hljóma eins, en hafa gagnólíka merkingu. Kín- verska er einsatkvæðistungu- ,mál og tiltölulega fátæk að hljóðum, en heíur hins vegar mörg tónföll. „Kúéi-kúó“ (fjórði tónn) þýðir þannig „Yðar heiðr aða land,“ en „Kúei-kuó“ (þriðji tónn) merkir hins vegar „djöf- ullega land.“ Þýðingarnar ganga síðan til skrautritara, sem skrifa táknin á stórar arkir, en síðan eru þau minnkuð niður í þriðjung af upprunalegri stærð sinni með ljósmyndum og því næst prent- uð í „offset-prenti.“ Tilraunir með ritvélar í stað handskriftar hafa ekki gefið góða raun. Kínverska ritvélin er tilbrigði við þá japönsku með um 1000 táknum á stafaborðinu og mörg þúsund varatáknum. Hún er bæði dýr og óhentug. Dönsku, útprjónuðu Dömu-jakkárnir • komnir aftur. Verzl. ÁSBYRGI ÚTLENT KEX Höfum á boðstólum 12 tegundir af ENSKU og DÖNSKU KEXI VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. N ý k o m i ð : BARNA og UNGLINGA VAÐSTÍGVÉL VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. BOLLAPÖR MATARDISKAR, djúpir og grunnir. ÓDÝR VATNSGLÖS VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. Akureyrarmóti í golfi er nýlokið Hermann Ingimarsson varð golfmeistari Slys á Öxnadalsheiðinni Fimm fluttir slasaðir til Akureyrar Landsleikur við Bermuda Island vann með 4:3 mörkum S.L. sunnudag lauk Golfmeist- aramóti Akureyrar 1964. Keppt var í tveim flokkum. Mótsstjóri var Sigurbjörn Bjarnason. — Úrslit urðu sem hér segir: Meistaraflokkur. Akureyrarmeistari Hermann Ingimarsson 316 högg Gísli Bragi Hjartarson 317 högg Ragnar Steinbergsson 323 högg Hafliði Guðmundsson 327 högg Jóhann Þorkelsson 329 högg Fyrsti flokkur. Hörður Steinbergsson 349 högg Reynir Adólfsson 353 högg .Gunnar Berg 354 högg Hermann Ingimarsson varð nú Akureyrarmeistari í fimmta sinn. Hann varð íslandsmeistari árið 1955 og Akureyrarmeistari sama ár og þrjú hin næstu á eft-ir. Reynir Adolfsson, sem varð annar í fyi-sta flokki, er að- eins 16 ára, en hafði lengi for- ustu í keppninni. í FYRRAKVÖLD valt Reykja- víkurbifreið út af veginum á Öxnadalsheiði með 5 menn inn- anborðs, sem allir hlutu meiri eða minni áverka og meiðsl. — Barst lögreglunni hér hjálpar- beiðni að vestan kl. rúml. 11 um kvöldið og fór á vettvang með lækni og sjúkrabíl. Vöru allir, sem í bílnum voru, fluttir í Fjórðungssjúkrahúsið, en tveir I losnuðu þaðan í gær. Bíllinn var á suðurleið er slysið varð. Um tildrög slyssins og meiðsli mann anna hafði blaðið ekki fregnir, er það fór í prentun. FLEIRI AKREINAR NÚ í VIKUNNI var götum við Ráðhústorg skipt í akreinar og staða strætisvagnsins flutt úr Brekkugötu að Ráðhústorgi 1. Mun þessi ráðstöfun til bóta. Dönsk JARÐARBERJASAFT Ensk JARÐARBERJASULTA MARMELAÐI EIINDBERJASULTA VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.