Íslendingur


Íslendingur - 14.08.1964, Qupperneq 7

Íslendingur - 14.08.1964, Qupperneq 7
MESSAÐ í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 10,30. Sr. Jón I Bjarman predikar. Sálmar nr. ! 317, 349, 223, 203 og 680. — Sóknarprestar. HJÓNAEFNI. Ungfrú Snjólaug Bragadóttir og Reynir Brynj- ólfsson múraranemi. FERÐASKRIFSTOFAN SAGA efnir til berjaferðar að Nesi í | Aðaldal n. k. sunnudag. Sjá nánar í auglýsingu. ÚR DAGBÓK LÍFSINS. Hina umtöluðu mynd Úr dagbók ! lífsins, sýnir Magnús Sigurðs- t son skólastjóri, í Laugarborg i á mánudagskvöld, Hrísey á j þriðjudagskvöld og Dalvík á ! miðvikudagskvöld. — Allur ágóði af sýningunum gengur I til Hjálparsjóðs æskufólks. — j Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. HEILSUVERNDARSTÖÐ AK- UREYRAR: Eftirlit með þung- uðum konum fimmtudaga kl. 4—5 e. h. — Ungbamaeftirlit miðvikudaga og annan hvern mánudag kl. 1—2 e. h. Þarf að pantast í síma 1977 og 1773. — Hvorttveggja þetta fer fram í Hafnarstræti 81, neðsta hæð. — Berklavarnir: Þriðjudaga og föstudaga kl. 2—3,30 e. h. og bólusetningar fyrsta mánudag hvers mánað- ar kl. 1—2 e. h. — Hvort- tveggja í húsnæði Berklavarn arstöðvarinnar við Spítala- stíg. 1 MATTHÍASARSAFNH) opið kl. 2—4 e. h. alla daga, nema laugardaga. MINJASAFNIÐ! Opið frá 1,30 til 4 e. h., alla daga, nema mánudaga. Á öðrum tímum fyrir ferðafólk eftir samkomu lagi við safnvörð. Símar 1162 og 1272. NONNAHÚSIÐ opið kl. 2—4 síðdegis, daglega. N ÁTTÚRU GRIPASAFNIÐ er opið almenningi á sunnudög- um kl. 2—4 e. h. Sími safn- varðar er 2983. JVmtsluííutsafttttr er opið alla virka daga, nema laugar- daga, kl. 4—7 e. h. LEIÐRÉTTING. — Símanúmer Sigtryggs Júlíussonar er 1380, en það misprentaðist í auglýs- ingu frá rakarastofu hans í síðasta blaði. I í PILS og KJÓLA í miklu úrvali. KÁPUR ný send:ng n.k. mánudag. MARKAÐURINN ^ Sími1261 ÍSLENDINGUR - YFIR 1000 NEMENDUR GISTU . . . BRÚÐHJÓNIN Hjördís Rósa Daníelsdóttir stud. phil. og Tómas Ingi Olrich stud. phil., gift í Akureyrarkirkju 8. ágúst. Heimili Byggðavegur 88. — Ljósmynd: N. H. BRUÐHJONIN Guðbjörg Tóm- asdóttir og Axel Guðmundsson útvarpsvirki, gift í Akureyrar- kirkju 8. ágúst. Heimili Glerár- gata 1. — Ljósmynd: N, H. Tjaldstæðið mikið sótt TJALDSTÆÐIÐ á sundlaugar- túninu, sem Akureyrarbær leig- ir ferðamönnum, nýtur mikilla vinsælda og vaxandi. Aldrei mun þar hafa verið meira fjöl- menni en í sumar. Er oss sagt, að þar hafi eitt sinn verið talin um 70 tjöld, og sé óvíst, að fjöldinn hafi þá verið mestur. Nokkuð mun hafa dregið úr aðsókn síðan um verzlunar- mannahelgi, og taldi tíðindamað ur blaðsins þar 14 tjöld s.l. mánu dag. Tíðarfarið hér í sumar hef- ir vafalaust dregið nokkuð að staðnum, því á hlýjum og sól- ríkum dögum er ekki amalegt að búa svo að segja á bökkum sundlaugarinnar. (Framhald af blaðsíðu 2). á þessum ferðum skólánna næsta vetur? — Já. Ferðirnar tókust ágæt- lega og nemendurnir undu sér vel. STRAUMURINN HEFUR HALDIZT FRÁ PÁSKUM. — Hvenær byrjuðu sumar- annirnar? — Á pálmasunnudag. Og þá komu Lionsfélagar í Hugihn með píanóið, en þeir hafa alveg séð um dagstofuna. Alla pásk- ana voru hér um 80 manns og allt upp í 90 í mat. Síðan hefur straumurinn haldizt nokkurn veginn fram á þennan dag og hafa herbergin nýtzt ágætlega. Eins margir hafa þó ekki tekið svefnpokapláss og búizt var við. En á það er að líta, að mjög margir eiga nú léttan og góðan útbúnað til að liggja úti í tjöld- um. Annars eru básarnir vinsæl- astir og þykja þeir hentugir fyrir hjón með tvö börn, þar sem þau geta verið út af fyrir sig. Þá var töluvert um það, sér- staklega í júní, að ýmis þing væru haldin hér svo sem þing Sambands Noi'ðlenzkra kvenna, og 30 ára stúdentar voru hér í þrjá daga. ÞYRFTI AÐ LAGA TIL I KRINGUM HÓTELIÐ. — Hverjar endurbætur eru brýnastar við hótelið? — Það þyrfti að laga í kring- um húsið, svo að fólk geti stopp að hér og notið útsýnis og gróð- urs, en það stendur allt til bóta. Eins væri mjög æskilegt að koma upp hér t. d. tennisvelli og að einhver væri til staðar, er gæti leiðbeint ferðamönnum og farið með þeim upp á Súlur og Vindheimajökul, en þar er nóg- ur snjór allt árið um kring og ekki nema tveggja stunda ferð með kunnugum manni. — Hvað viltu svo segja að lokum? — Starfið hér hefur gengið ágætlega og engar kvartanir komið. Þetta er guðdómlegur staður og ég hef kunnað vel við mig hér. Að lokum biðjum við hjónin fyrir kveðju til þeirra Akureyringa, er við höfum kynnzt. H. Bl. Nýtt embætti stofnað NÝLEGA var auglýst eftir for- stöðumanni svonefndrar skatta- rannsóknardeildar, sem er ný stofnun og starfar á vegum ríkisskattstjóra. Á hlutverk hennar að vera rannsókn á bók- haldi fyrirtækja í sambandi við skattframtöl, þegar skattayfir- völd óska eftir henni.. Er um- sóknarfrestur útrunninn, og sótti aðeins einn um starfið, Guðmundur Skaftason lögfræð- ingur Akureyri, en hann hefir einnig próf í viðskiptafræðum. Hefir Guðmundur verið ráðinn í starfið. Hann hefir nokkur undanfarin ár rekið hér lög- fræðiskrifstofu, er annast hefir bókhald, endurskoðun og fast- eignaviðskipti. Er Guðmundur ötull starfsmaður og vel að sér í sínum greinum. - FIMM KYR ... (Framhald af blaðsíðu 8). komast að faðerninu. Móðirin, Skjalda, var héðan og að mörgu leyti góð kýr líka. Bleik var lógað 1960. Hún átti átta kvígur. Sex lifðu, ein drapst í fæðingu og sjálfur drap ég eina og sé eftir því enn. — Hvernig ferðu að því að fá svona mikla mjólk úr kúnum? — Það er eitt, sem ég álít, að Páll Zophaníasson hafi sagt af viti. Og það er, að ekkert sé of gott handa geldu kúnni. Það er ekki nóg, að kýrin sé feit, þegar hún ber. Hún má heldur ekki leggja af eftir burð, ef hægt er að koma í veg fyrir það. Ef heyið dugar ekki, gríp ég til fóðurbætis og gef nokkuð mikið af honum, frá 2, 3, 4 og mest upp í 5 kg. Ég held kúnum veiti ekki af þessu og ég fæ meiri og feitari mjólk síðan. Ef það er art í kúnni, þá borgar hún þetta. — Hvað verður kýr að mjólka mikið yfir árið, til að þú látir hana lifa? — Það veltur allt á því, hvernig farið er með hana. Ég veit svei mér ekki nema ég hafi drepið kýrefni hér á árun- um, af því að ég fór ekki rétt með þær. Ef menn fara ekki vel með kýrnar, er ómögulegt að fá þær beztu fram. Ég held til dæmis, að jafn góðar kýr geti verið annars staðar, en það sé ekki farið nógu vel með þær. Það má enginn taka þetta svo, að það sé fyrsta flokks fóðrun hjá mer enn. Það koma tímar, sem ég lendi í hraki með þær. Það veltur svo ákaflega mikið á högunum. — Segðu mér að lokum: Hvað áttu margar kýr og hve margar undan Bleik? — í sumar eru kýrnar 16 og 14 þeirra undan Bleik gömlu. Þegar ég keypti, voru tvö kyn hérna. Annað er að eyðileggjast og nú er aðeins ein kýr eftir af því. H. Bl. MALBIKUN NÚ í VIKUNNI var torgið aust- an og norðan við Landsbankann malbikað, en að því verður mik- ill þrifnaður í vætutíð. Franskir vísindamenn skjóta tveim eldflaugum á loft frá Mýr- dalssandi með fárra daga milli- bili til rannsókna í háloftum, og tókst ágætlega. Nýstofnað flugfélag í Vest- mannaeyjum fær 11 manna flug- vél, er hlýtur nafnið Helgafell. 75 ára afmæli bændaskólans á Hvanneyri haldið hátíðlegt. Vísitala ágústmánaðar óbreytt frá næsta mánuði á undan, eða 163 stig.. Gamalt íbúðarhús í Sandgerði, sem ekki var búið í, brennur. Grunur leikur á að unglingar hafi viljandi eða óviljandi verið valdir að honum. - MULAVEGUR (Framhald af blaðsíðu 1). beggja megin Ófærugjár mun vera nálægt 1 km. Við nálgumst nú óðfluga Flagið svonefnda, en frá því að gjánni er erfiðasti kaflinn á allri leiðinni, mest- megnis sprengingar á klettum og klöppum. Ég vil gjarna geta þess, að út í Múlann er stöðug- ur straumur af fólki, einkum fyrir helgar, sem kemur þangað af forvitni og til að njóta útsýn- is, sem þar er fagurt. En slíkar heimsóknir flýta ekki verkinu, er mér óhætt að fullyrða. — En þarf margar brýr á þessari leið? — Á henni verða tvær all- stórar brýr, yfir Torfgil Dalvík- urmegin og Brimnesá Ólafsfjarð armegin. En til þeirra koma sér- stakar fjárveitingar, — væntan- lega úr brúarsjóði, en ekki tekið af vegafé. Hinsvegar þarf að byggja mörg ræsi á leiðinni, sem beint tilheyra vegagerðinni og reiknast henni. — Hve mikil upphæð hefir fengist í veginn í sumar? — Heildarupphæð mun vera rúrnar 3 millj. kr., en af því fer talsverð upphæð í afborganir og vexti auk annars kostnaðar í sambandi við verkið utan þess, sem unnið er á staðnum. Til vegaruðningsins beint mun upp- hæðin vera á milli 2 og 2,5 millj. króna. Verður unnið fyrir þá upphæð í veginum í sumar og haust, svo framarlega að tíðar- farið geri okkur það mögulegt. SKÍÐAHÓTELIÐ HLÍÐAR- FJALLI. Opið daglega fyrir gistingu og greiðasölu. Borð og matpantanir í sima um 02. — Hótelstjóri. FERÐIR í VIKU BESIMA LEIÐ TIL LONDON

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.