Íslendingur - 14.08.1964, Side 8
Verðlar.nasysturnar fimin: Sokka, Dinnna, Doppa, Huppa og Ósk.
— Ljósmynd: S. B.
Fiinm kýr undan sömu kú - og
allar feiiffu 1. verðl.
ÍSLENDINGUR
50. ÁRG. . FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1964 . 33. TBL.
| Hvers vegna þegir Framsókn
| i;m hæstu útsvörin?
Á Húsavík geta menn séð, hvernig
vinstri samvinnan er í verki
Spjallað við Sveinbjörn bónda Níelsson
á Skáldalæk í Svarfaðardal
VIÐ höfðum komizt á snoðir
um, að bóndi einn í Svarfaðar-
dal, Sveinbjöm Níelsson á
Skáldalæk, hefði sent 8 kýr á
nautgripasýningu í sumar og
allar fengið I. verðlaun. Fimm
þeirra voru undan sömu kúnni.
Þá átti hann og hæsta meðal
innlegg á kú í Mjólkursamlag-
inu. En eftir kúabókum Svein-
bjarnar fengust 55.138 lítrar úr
11,9 kúm s.l. ár. Meðalfita var
4,15% og fitueiningar 228.913.
Hæstu nyt hafði Dimma, 5.684
lítra og 24.612 fitueiningar og
1962 5.694 lítra og 26.937 fitu-
einingar. Meðalnyt systranna
fimm var 4.582 lítrar þrjú s.l. ár.
Þegar við komura að Skálda-
læk var Sveinbjörn bóndi að
leiða bolakálf inn í fjósið. Við
buðum gott kvöld og sagði hann,
að hann héti Brandur og væri
undan sjöttu systurinni, Von, er
hann hafði misst um veturinn.
Var hann ráðinn í að fá þrjár —
fjórar kvígur undan Brandi, en
gallinn á honum væri, að hann
hefði of mikið úr pabba sínum,
Fylki, sem hefði verið of mjór.
Er við höfðum skoðað fjósið,
bjart og hreinlegt, og heilsað
upp á systurnar fimm, Sokku,
Dimmu, Doppu, Huppu og Ósk,
bauð Sveinbjörn okkur til
stofu, þar sem kona hans, Erla
Stefánsdóttir, tók á móti okkur
og bauð okkur velkomna. — Ég
vatt mér beint að efninu:
— Hvað hét móðir systranna
og hvað geturðu sagt mér um
ætt hennar?
— Hún hét Bleik og þegar ég
keypti Skáldalæk, 1949, var hún
ársgömul kvíga. Hún var sæðis-
kálfur, en dagbækurnar eru
týndar, svo að ómögulegt er að
(Framhald á blaðsíðu 7).
Í.B.A.-KEFLAVÍK
Á SUNNUDAGINN fer fram
bæjakeppni í knattspyrnu hér á
íþróttavellinum milli Akureyrar
og Keflavíkur, ef forföll ekki
hamla, og hefst kl. 4.
FRAMSÓKNARMENN og
kommúnistar verja nú mik-
illi prentsvertu til að fárast
yfir háum útsvörum og órétt-
læti valdliafanna. Svo fyrir-
ferðamikil sem þessi skrif
eru kemur það mjög á óvart,
að hvergi er einu orði minnst
á útsvörin, þar sem þau eru
hæst, — eða á Húsavík.
ÞAR ER enginn aukafrádráttur vegna sjómanna, sem er
verulegur t. d. hér á Akureyri.
ÞAR ERU fjölskyldubætur ekki undanþegnar útsvarsálagn-
ingu. Hér á Akureyri eru allar bætur almannatrygginga
undanþegnar útsvarsálagningu.
ÞAR ERU öll útsvör hækkuð um 5% og þannig færð
svarsskrána. Hér á Akureyri er veittur 5% afsláttur.
út-
Lílið er sðltað al síldinni i
UM helgina síðustu var heildar-
afli síldar fyrir Austur- og
Norðurlandi á vertíðinni orðinn
rúml. 1,6 millj. mál og tunnur
(á sama tíma í fyrra rúml. 865
þús.). Söltunin var nú tæpl. 162
þús. tunnur (í fyrra 340, 6 þús.
tunnur).
Bræðslusíld hafði borist mest
á eftirtalda staði: mál
Raufarhöfn 321886,
Siglufjörður 229276,
Seyðisfjörður 223053,
Neskaupstaður -200288,
Vopnafjörður 163405.
Þá. höfðu á sama tíma boi
79904 mál í Krossanes en 30708
á Hjalteyri.
Síldina þa'rf að sækja langt
austur í haf, allt að sólarhrings “
siglingu hvora leið, svo að lítið
af henni er söltunarhæft, þegar “
komið er að landi með aflann.
Er það aðalorsök þess, hve sölt-
unin er nú miklu minni en í
fyrra.
ÍSLENDINGUR |
kemur næst út 21. ágúst, og 5
verður það síðasta blað fyrir
sumarleyfi, er væntanlega lýkur ZS
um miðjan september.
Á HÚSAVÍK er því með öðrum orðum neytt livers færis
við útsvarsálagninguna, enda munu Húsvíkingar nú skegg-
ræða sín á milli, hvort ekki væri unnt að fá lögfræðing
kaupfélagsins til að telja fram fyrir sig næst, en það greiðir
ekki einn einasta cyri í útsvar. Rétt er að taka fram, að
Söltunarstöð KÞ greiðir 1.300 kr. — eitt þúsund og þrjú
hundruð krónur — í útsvar, svo að það er ekki að furöa,
þótt Karl Kristjánsson kvarti yfir því á Alþingi, að kaup-
félögin séu þrautpínd með nýju útsvarslögunum.
ÞAÐ ER þó ótalið, sem verst er. Allt gerist þetta á sama
tíma og framkvæmdir kaupstaðarins dragast saman. Fram-
lag til bæjarhússins var fellt niður í ár, framlag til félags-
heimilis skorið niður um helming og gatnagerðarfram-
kvæmdir eftir því. Engar áætlanir eru uppi um varanlega
gatnagerð, svo sem í flestum öðrum kaupstöðum landsins.
Þessu una Húsvíkingar verst. Þeir eru sem aðrir fslending-
ar fúsir að leggja mikið af mörkum, en það verður þá að
koma einhversstaðar fram. '
SVO ERU Framsóknarmenn og kommúnistar að tala um
sukk í bæjarmálum!
IIIHlHlIIIIIIIIIllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIimiIIIIIIIIIIIIIIIIIIBII
Fjölhæfur lislamaður opnar sýningu á Akureyri
Er í senn listmálari, myndböggvari, tónskáld,
ljóðskáld og rithöfundur
LISTMÁLARINN, Magnús Á. Ámason opnar í dag sýningu 62ja
olíumálverka í Landsbankasalnum, er verður opin til 21. þ. m. kl.
14—22 daglega. Náði blaðið tali af Iistamanninum á þriðjudaginn
og forvitnaðist um sýningu hans hér og listferil
Þetta er Bleik gamla. — Fimm kýr undan henni fengu I. verðlaun
á nautgripasýningu. Sjálf komst hún aldrei á slíka sýningu og
ekki sjötta systirin, Von. — Ljósmyndir: S. B.
FRA ÍSLANDI TIL MEXICO.
— Hvar eru flestar myndirn-
ar á sýningu yðar málaðar?
— Þær eru nokkuð víða að,
allar málaðar á árunum 1963 og
64. Margar þeirra eru málaðar
nú í sumar á svæðinu kringum
Hljóðakletta upp af Axarfirði.
Nokkrar eru úr Skagafirði, m.
a. úr Málmey. Aðrar úr Barða-
strandarsýslu, Þingvöllum og
víðar af landinu. Einnig nokkr-
ar frá Mexico og Frakklandi.
—”T^I
Allar myndirnar verða til sölu
og kosta 3000—3500 kr. Og all-
ar eru þær í sömu stærð, 38x46
sm. Héðan mun ég fara til Húsa-
víkur og sýna þar.
— Hyggið þér á að mála hér
í nágrenninu?
— Ég hef verið beðinn að
mála mynd af Hraundröngum í
Öxnadal, og sjálfan langar mig
til að skreppa í Svarfaðardalinn,
þar sem látið er mjög af nátt-
úrufegurð.
SÝNDI FYRIR 9 ÁRUM.
— Þér hafið sýnt hér áður að
okkur minnir?
— Já h'klega 5 eða 6 sinnum,
síðast fyrir 9 árum. Líklega hef
ég fyrst sýnt hér á árunum
1938—40, og samsýningu höfð-
um við hjónin hér árið 1948
eftir dvöl í Grímsey, og voru
myndir þaðan uppistaðan í
þeirri sýningu.
— Hvar hafið þér sýnt síð-
ast?
— Á Listahátíðinni í vor átti
ég eina höggmynd, en í fyrra
tckum við hjónin þátt í samsýn-
ingu í Mexico, er við dvöldum
þar. Þar skrifaði ég eftir beiðni
grein um íslenzka myndlist í
dagblaðið Excelcior, og var hún
(Framhald á blaðsíðu 5).