Íslendingur


Íslendingur - 08.01.1965, Page 8

Íslendingur - 08.01.1965, Page 8
51. ÁRG. . FÖ5TUDAGUR 8. JAN. 1965 . 1. TBL. <j> f ÞRATT FYRIR mikla fannadyngju og erfiðar samgöngur r bænum á nj'ársnótt, var þeirri gömlu venju fylgt að skjóta sólum og flugeldum á loft, er kirkjuklukkur landsins hringdu £ nýtt ár í garð. — Ljósmynd: K. Hjaltason. % Ólafsfjarðarkaupstaður 20 ára Munkarnir á Möðruvölium frumsýndir 21. janúar Leikstjóri er Ágúst Kvaran MUNKARNIR á Möðruvöllum eftir Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi verða frumsýndir 21. janúar n.k. en þá verða 70 ár liðin frá fæðingu skáldsins. Leikstjóri er Ágúst Kvaran, en hann lék sem kunnugt er príorinn, er leikritið var frumsýnt í Reykjavík 1926 og einnig hér á Akureyri 1928. VIÐAMIKIL SYNING Jóhann Ogmundsson gat þess m.a. við blaðamenn sl. sunnu- dag, að í sumar hefði verið ákveðið, að LA sýndi leikrit Davíðs skglds Stefánssonar, Munkana frá Möðruvöllum. Leikfélagið hefði verið svo hepp ið, að Ágúst Kvarau tók að sér leikstjórn, en hann er bezti leik húsmaður Akureyrar, sagði Jó- hann. Og ógerningur hefði ver ið að setja verkið á svið án þess að kunnugur maður væri að verki. Ágúst Kvaran leikstjóri ræddi þá erfiðleika, sem á því eru að setja svo umfangsmikið verk á svið, en leikarar eru yfir 20 talsins. Með hlutverk priorsins fer Jóhann Ogmundson, Ottar leikur Ólafur Axelsson, Sigrúnu Þórey Aðalsteinsdóttir og Borg hildi Jakobína Kjartansdóttir. Aðrir leikendur eru: Guðmund ur Magnússon, Hallmundur Kristinsson, Eggert Ólafsson, Jón Kristinsson, Árni Böðvars son, Kjartan Ólafsson, Hreinn Pálsson, Tryggvi Aðalsteinsson, Jón Ingimarsson, Karl Tómas- son, Jón Ingólfsson, Hafsteinn Þorbergsson, Bjarni Aðalsteins sön, Björg Baldvinsdóttir, Ingi- björg Rist og Þórhalla Þorsteins dóttir. Lárus Ingólfsson teiknaði flesta búninga og leiktjöld fyrsta og þriðja þáttar en Aðal steinn Vestmann teiknaði leik tjöld annars þáttar og málaði þau öþ. — Leiksins verður nán ar getið síðar. VORÐUR FUS heldur kvöldverðarfund í Sjálf- stæðishúsinu, Litla sal, í kvöld, fösludag, kl. 7.15. Magnús Jónsson, klæðskeri, flytur erindi um Varðbergsför og sýnir litskuggamyndir. Vetrarriki um áramót ÞREM dögum fyrir áraskiptin gerði norðanáhlaup með mikilli fannkomu og setti niður meiri snjó en komið hefur um mörg ár á svo skömmum tíma. Sam- göngur á landi tepptust eða töfð ust, og ekki var unnt að fljúga dögum saman. Hátt á 2. hundr að manna beið á annan í nýári hér nyrðra eftir flugferð til Reykjavíkur, og mun ekki að fullu hafa gréíðst úr fyrri en allra síðustu daga. Engir mann skaðar urðu af völdum veðurs í fyrradag gerði hláku, og seig þá fönnin vcrulega, og vegir voru ruddir víða. Hér í bæn- um voru allar fáánlegar ýtur og moksturstæki í gangi langt á nótt fram, og var orðið sæmi- lega fært um göt'ur í gær. Ljósmynd: K: Hjaltason. Fjárliagsáætlunin SÍÐARI umræða fjárhagsáætl- unar fyrir Akureyrarbæ árið 1965 verður n.k. þriðjudag kl. 4 e.h. í Landsbankasalnum. ekki aðeins á sviði sjósóknar og útgerðarmála heldur og um al- hliða framfarir á heimaslóðum. Rafvæðing, sundlaug, hitaveita, — öllu þessu hafa þeir í höfn komið fyrir löngu, og nú er Múlavegurinn þeirra aðalmál, auk hafnarmálanna, sem ekkert annað getur skyggt á. Fræðs’.u málum sínum hafa þeir komið í gott horf, og byggingar íbúðar húsa munu vera þar meiri hlut fallslega en í öðrum bæjarfélög um. Fyrsti bæjarstjóri Ólafsfjarð ar var Þórður Jónson frá Þór- oddsstöðum, en frá öðru ári cg til þessa dags Ásgrímur Hart- mannsson. íslendingur árnar hinum unga kaupstað við Eyjafjörð allra heilla í tilefni þessa afmælis. Hið unga blað Sjálfstæðis- manna í Ólafsfirði, ÓLAFS- FIRÐINGUR, nýtur forustu Lár usar Jónssonar bæjargjaldkera (Framhald á blaðsíðu 7). Góðar flugsamgöngur við Grímsey Grimsey í gær: Hér er mikil aflatregða og ógæftir, lítið ró- ið og lélegur árangur. Kalla má snjólaust í eynni, því þótt nokk ur snjókoma væri síðustu dag_- ana fyrir áramót, var svo hvasst að snjórinn fauk að mestu fyrir björg. Norðurflug hefur nokkurnveg inn getað haldið uppi áætlunar flugi það sem af er vetri og far ið nokkrar ferðir utan áætlun- ar. Má því segja, að við búum við sæmilegar samgöngur. Heilsufar hefur verið gott í vet ur. — A. J. FRÁ LITLU JÓLUNUM í Bamaskó'a Akureyrar 1964. Hafnarmálin eru þar „mál málanna“ Á NÝARSDAG s. 1. voru 29 ár liðin frá því að Ólafsfjörður hlaut kaupstaðarréttindi, en fram að þeim tíma hafði hann verið eitt af sveitarfélögum Eyjafjarðarsýslu. í tilefni af þessum tímamótum í sögu hins unga kaupstaðar gáfu Sjálfstæðismenn í Ólafs- firði út viðhafnaútgáfu af blaði sínu Ólafsfirðingi, þar sem saga kaupstaðarins er rakin, gerð grein fyrir helztu atvinnuveg- um bæjarins og framkvæmdum á hinum liðnu tveim áratugum, og þó skyggnzt lengra aftur í tímann. Auk þess rita nokkrir menn og konur þar minninga- þætti og frásagnir. Ástæðan til þess, að Ólafs- fjörður hlaut kaupstaðaréttindi á þeim tíma er ekki með öllu Ijós þeim, er þá voru í vöggu eða á barnsaldri. En hún var í stuttu máli sú, að vegna hafn- leysis var sýnt, að ætti Ólafs- fjörður að dafna og byggja upp aðalatvinnuveg sinn — sjávar- útveginn, var honum nauðsyn- legt að fá fé til hafnargerðar, en það lá engan veginn á lausu í byrjun styrjaldarinnar síðustu Þá var ekki annarra kosta völ en leita til sýslunefndar Eyja- fjarðarsýslu um bakstuðning, og. var þá sótt um, að sýsian veitti lántökuheimild og ábyrgð fyrir væntanlegu láni. Sýslu- nefnd svnjaði erindinu, og virt ist þá fokið í flest skjcl. En þá var gripið til þess ráðs að til- lögu þingmanna sýslunnar, að Ólafsfjörður sækti um kaup- staðarréttindi, en að þeim fengn um fengju þeir sín HAFNAR- LÖG sem aðrir bæir og væru ekki lengur upp á sýslufélagið komnir. Gekk þetta allt að ósk- um, og hlaut Ólafsfjörður bæj- arréttindi svo sem áður segir á nýársdag 1945. Ólafsfirðingar hafa löngum verið kappsfullir athafnamenn, ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.