Íslendingur


Íslendingur - 26.03.1965, Blaðsíða 7

Íslendingur - 26.03.1965, Blaðsíða 7
I.O.O.F. — 14632G8V2 — Er. AKUREYRARKIRKJA: Föstu- messa verður í kvöld (mið- vikudagskvöld) kl. 8,30. Sung ið verður úr Passíusálmunum sem hér segir: 16, 7—8 og 13 —15; 17, 21—27; 19, 17—21; 25, 14. — Almenn guðsþjón- usta verður n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Sálmar: 208—231—132 —220—203. B.S. MESSAÐ í Lögmannshlíðar- kirkju kl. 2 e.h. n.k. sunnu- dag Sálmar nr. 148, 658, 203 374, 232. Bílferð frá vegamót um í Glerárhverfi til kirkjunn ar kl. 1.30 e.h. P.S. KRISTNIBOÐSHtJSIÐ ZION: Sunnudaginn 28. marz. Sunnu dagaskóli kl. 11 f.h. Öll börn velkomin. Samkoma kl. 8,30 e.h. — Allir velkomnir. FRA SJÁLFSBJÖRG! í tilefni af alþjóðardeig fatlaðra verð- ur skemmtisamkoma að Bjargi sunnudaginn 28. marz kl. 3,30 e.h. — Fjölbreytt skemmtiatriði. Félagar fjöl- mennið. Stjórnin. FIMMTUGUR varð 19. þ.m. Björgvin Júlíusson auglýsinga stjóri og afgreiðslumaður blaðsins. * DAVÍÐSHÚS Frá gamalli konu kr. 200, afhentar blaðinu. GAMANLEIKURINN „Ást oig misskilningur" verður sýndur í Hrísey ____ÍJwökl, í Sólgarði laug- ardagskvöld, og á Grenivík sunnudagskvöld. Allar sýn- ingarnar befjast kl. 21. — Á eftir sýnirigu í Sólgarði verð- ur dansað. ....að Slysavarnafélagið hafi undanfarið verið með sífelldar aðvaranir í Reykjavíkurútvarp inu til foreldrá um að láta börn ekki vera með eldfæri.“ — Vís- ir, 23. marz. Hvað er þetta „Reykjavíkur- útvarp? Er það einhver stofnun hlið- stæð Keflavíkursjónvarpi? Eða er ekki aðeins um Ríkisútvarp- ið að ræða í þessu sambandi, sem greinarhöfundur eignar þarna viljandi eða óviljandi Reykvíkingum? - Um daginn og veginn (Framhald af blaðsíðu 5). fjörðunum. Svo vil ég minna strandbúa Norðurlands á, að hvítabjörninn kann að synda, já er fljótur og liðugur að stinga sér og synda, og syndir langt, meira að segja í kafi. Þess vegna getur hann komið, þótt ísinn sé ekki laridfastur, og étið ykkur! 7 S. D. tSLENDINGUR - A MÍKLU VELTUR AÐ SKILjA NATTURUNA (Framhald af blaðsíðu 1). inn eins og fiskur á þurru landi. — Treystir þú þér til að spá um framtíð landbúnaðarins? — Nei, það treysti ég mér ekki til, — hef aldrei verið spá- maður. En sannleikurinn er sá, ef ég reyni að segja eitthvað, að möguleikarnir virðast miklu meiri en áður, bæði fjárhags- lega og hvað alla aðstöðu áhrær- ir. Hitt er annað mál, hvort fólk er nokkuð ánægðara en áður. Það dreg ég mjög í efa. SEM LENGST FRÁ ÖLLU BRAUKI OG HÁVAÐA. — Næst landbúnaðinum hef- urðu einkum gefið þig að nátt- úrufræði? — Já, það er annar þátturinn af viðfangsefnum mínum; það er ekki svo fjarskylt hvort öðru landbúnaður og náttúrufx-æði. Það eru náskyldar gi'einar. Sér- staklega hef ég haft mikla ánægju af jarðfx-æði, a. m. k. vissum þáttum hennar. — Og þú hefur haft gott af kunningskap þínum við náttúr- una? — Já, það tel ég hiklaust. Mér líður hvei-gi eins vel og þeg ar ég er kominn sem lengst frá öllu brauki og hávaða og menn- ingu. — Óttastu að maðurinn fjar lægist náttúruna um of? — Enginn efi er á, að hann gerir það. Annars staðar, þar sem fjölmennið er meii’a, er hann nauðbeygður til þess. Nátt úran hvei-fur í þeirri mynd, sem hún var. En það er ekki gott við að gera. Þegar sum lönd fæi'ast í það hoi-f að vei-ða tórnar borg ir, hættir fólkið að þekkja nokki-a náttúi-u nema þá í gervi mynd. Held hún varðveitist samt alllengi hér, svo við höfum möguleika til að hvei-fa til nátt- úrunnar öðru hvoru, sem bet- ur fer. Svo kemur það, að þegar bú- ið er að þui-rka náttúruna út á þéttbýlustu stöðunum, fer fólk ið að leita þangað, sem hana er að finna. — Óttastu kannski, að ferða- mannastraumurinn muni spilla kyrx-ð náttúrunnar hér heima? — Já vafalaust að einhverju leyti. Vélmenningin leggur t.d. auðnirnar undir sig, fæstir nenna að ganga að nokkru ráði, þótt gangur og áreynsla sé lífs nauðsyn. Á miklu veltur þó að við berum að skilja náttúruna og umgangast hana á réttan hátt, hættum að nota hana sem ruslaskrínu, hvar sem við erum stödd og di-ögum ekki með okk- ur allt glamur menningarinnar inn í auðnina svo við hættum að heyra raddir náttúrunnar og skynja þögnina. LANGT YFIR SKAiilMT — Þj-kir þér vænna um nátt- úruna, eftir þvi sem þú eldist? — Tengslin breytast. Maður verður ekki eins léttur á fæti að komast burtu og meir bund- inn við dag’egu stöi'fin; hættir að eiga ferðafélaga, þeir heltast úr lestinni á ýmsan hátt, og hættir að þoi-a að fara einförum. Þó er ekki alltaf nauðsynlegt að fara langt, — stundum leitum við langt yfir skammt. Er hér var komið, hafði ég orð á því, að mikið væri af steinum í stofu Ólafs; hálft í hvoru í spurnartón: — Ekki get ég sagt það. Þeir eru bara í hrúgu og varla að ég kunni sjálfur skil á þeim. Annars eru það margir, sem hafa gaman af steinum og mik- ill skaði, að ekki skuli vera til greinargóður leiðarvísir um steina- og bergtegundir, sem finnast hér. Allt of lítið er skrif að um náttúrufræði og furðu- legt, hve lítið er ritað um land- ið, sérstaklega jarðfræði þess, því að ísland er að mörgu leyti sérstakt jarðfræðilega séð. Það er t. d. athyglisvert, í þeirri miklu bæjakeppni, sem hér hef- ur verið háð í vetur, hve lítið náttúrufræði hefur borið á góma. HEFUR SKOÐAÐ Á ANNAÐ HUNDRAÐ FRAMHI.AUP — Að hverju hafa rannsókn- ir þínar í jarðfræði aðallega beinzt að undanförnu? — Fyi-ir utan mitt fasta starf hef ég aðallega fengizt við áfram haldandi rannsóknir á skriðu- hlaupum, sérstaklega þessum stóru skx-iðuhlaupum, sem köll uð eru framhlaup, var byrjaður á því meðan ég var að safna í „Skriðuföll og snjóflóð“ og hefi haldið því áfi-am síðan. — Hvei-nig eru þessi fram- hlaup? — Eg get nefnt sem dæmi Innilega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okk- ur samúð^og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar og afa, HALLGRÍMS JÓNSSONAR, járnsmiðs. Helena Hallgrímsdóttir, María Hallgrímsdóttir, Astxid Jensdóttir. hólana í Öxnadal, Vatnsdal, Möðrufellshraun, sem einnig er mjög sérkennjíegt og glöggt framhlaup, og'Víkúrhóla á Sval bax-ðsströnd. Þetta eru klofning ar úr föstu bergi,.sem hafa fall ið eða runnið fram, og eru sum mjög kunn eins og Stakkahlíð- arhraun eða Loðmundai'skriður, sem oft hafa verið nefndar í sambandi við bikstein. Eg hef skoðað á annað -hundrað slík framhlaup stærhri og minni og á þó eftir að fara um vissan lxluta af landinu til að skoða þetta. fSINN HEFUR SKÓFLAÐ ÚR FJÖLLUNUM — Og niðurstöðurnar? _ — Þær eru ekki fastmótaðar enn, en það er engum vafa bund ið, að höfuðástæða þessai-a fyr- ix-bæra er sú, að ísinn í lok ís- aldar hefur undii-gi-afið dala- hlíðai-nar. Bergið er líka allt meira og minna sprungið, en mest ber á þessu þar, sem mis- munandi bei-ggerðir hafa bland ast saman, og mest röskun á bei-glögum hefur ox-ðið. Eg get þó ekki farið lengra út í þetta. Það er allt of fræðilegt og ekki nóg skoðað enn þá. En hliðstæð fyrii-brigði er þekkt annars staðar, mjög algeng í Sviss og í Klettafjöllum. Þar eru þau í fellingarfjöllum en ekki í blágrýtisfjöllum eins og héi-. Þar vei-ður fi-amhlaupið oftast á skáflötum, sem mynd- ast við það að jax-ðlögin bogna og svigna, en hér kemur það atriði lítið til gx-eina. ÞYKIR VÆNST UM ÖSKJU OG DYNGJUFJÖLL — Hvaða stað þykir þér vænst um í náttúrunni? — Af þessum stöðum, sem ég hef farið um, þykir mér vænst um Öskju og Dyngjufjöll og svo Kverkfjöll. Eg býst við, að á þessum stöðum hafi ég orðið fyr ir mestum áhrifum af náttúr- unni. Annars ei-u það margir staðir, sem mér eru hugstæðir. — Geturðu lýst áhrifunum. — Það get ég varla. En lík- lega er það auðnin og þögnin, sem orsakar stei'kast á mann í svona stöðum, og svo þær stór- kostlegu náttúruhamfarir, sem þar hafa oi-ðið og líka hafa sín áhrif. Maður finnur aldrei eins vel, hvað maður er smár sjálfur og þegar maður kemur í slíkt um hverfi. — Og að lokum Ólafur: Ertu ekki ánægður með lífið? . — Eg hef enga ástæðu til að vera óánægður. Eg tel mig hafa verið gæfumann. Með aldrinum hefur mér svo lærzt að það skiptir ekki megin máli, hvoi-t við afi-ekum rrieiira eða minna. Þetta er allt foi-gengilegt og þurrkast út með tímanum eða bi-eytist. H.Bl. Togari frá Aberdeen, Donwood, strandar við Vestmannaeyjar. Kona hverfur af m.s. Esju í Faxaflóa. Hafði tekið sér far með skipinu frá Austfjörðum til Reykjavíkur. Grimsbytogari tekinn innan fisk veiðimai-ka við Vestíii-ði. Skip- stjórinn viðuikennir brot sitt og hlýtur 260 þús. kr. sekt. Félag. ísl. niðursuðuverksmiðja stofnað í Reykjavík. Fyrstu stjórn þess skipa: Bjöi-gvin Bjarnason form., Andrés Péturs son, Kristján Jónsson, Bjarni Magnússon og Ti-yggvi Jónsson. Togarinn Narfi í-ekst á poi'tú- galskan togai-a undan Labrador með þeim afleiðingum, að portú galski togai-inn sekkur á 15 mín útum. Einn af áhöfninni ferst, en hinir bjargast um boi'ð í Nai-fa. Hinrik Jónsson sýslumaður í Stykkishólmi andast í sjúkra- húsi í Reykjavík. Ibúðarhús brennur ásamt gömlu fjósi og heyhlöðu að Ketlu á Rangárvöllum, og fórust í eld- inum 400 hænuungar, sem þar voru geymdir, og stórt bóka- safn, en ekki var búið á jörð- inni. KULDASKÓR! KULDASKÓIX kvenna, verð ki\ 498.00 KULDASKÓR karlm. verð ki\ 659.00 LEÐURVÖROR h.f. Strandgötu 5, sími 12794 Þingeyingaíélagið heldur spilakvöld í Sjálf stæðishúsinu (litla sal) n.k. laugaidagskvöld, 27. marz, kl. 8.30. Skemmtiatriði. Aðgangseyrir kr. 40.00. Þingeyingar! Aíætið vel og stundvíslega. Nefndin. PILSEFNI svört og mislit. Einnig hentug EFNI í SLOPPA og BLÚSSUR á kr. 68.00 pr. m., 1.20 á br. MARKAÐURINN Sími 11261

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.