Íslendingur


Íslendingur - 16.09.1965, Page 2

Íslendingur - 16.09.1965, Page 2
Norðurlandsmót í knattspyrnu SIGLFIRÐINGAR hafa lokið leikjum sínum í I. deild, töpuðu fyrir Þór 6:2 á Akureyri og 5:0 á Siglufirði, gerðu jafn- tefli við KA 3:3 á Siglu- firði og töpuðu fyrir KA 7:1 á Akureyri. KS fellui- því niður í II. deild. Báðir leikir Þórs og KA eru eftir. — Hinn fyrri verður sennilega n. k. miðvikudag. í II. deild voru fjögur lið, HSÞ, UMSE, Völs- ungar á Húsavík og Skag firðingar. Unnu hinir. síð- astnefndu alla leiki sína og leika því í I. deild Norðurlandsmótsins á næsta ári. ÞOR—SIGLUFJÖRÐUR 6:2 Norðurlandsmótið í I. deild hófst á sunnudaginn með leik Þórs og K.S., en Siglfirðingar eru núverandi Norðurlands- meistarar. Þór tókst nú að hefna rækilega fyrir ósigurinn í fyrra, enda Siglfirðingar ekki eins röskir og dugmiklir og þá. Vinstri innherji virtist bezti maður Siglfirðinga. AKUREYRI—KEFLAVÍK 2:0 Sunnudaginn 21. f. m. léku Akureyringar við íslandsmeist- arana frá Keflavík og unnu þá öðru sinni á þessu sumri. Leið- indaveður var, er á leið leikinn, strekkingur og rigning. Ekkert mark var skorað í fyrri hálf- leik, þrátt fyrir talsverða yfir- burði Akureyringa, en í síðari hálfleik komu mörkin tvö, þó gegn veðrinu væri að sækja, bæði snemma í hálfleiknum, og voru þar að verki Skúli og Páll. Eftir það léku Akureyringar varnarleik, enda tókst Keflvík- ingum ekki að skora. Frábær markvarzla Einars Helgasonár vakti ekki hvað sízt athygli í þessum leik. Akureyringar áttu nú vonar- glætu að komast á toppinn í I. deild, ef allt gengi að óskum um þá leiki, er eftir voru. Sú von er nú orðin að engu, því að AKRANES VANN f.B.A. 2:0 í lok fyrri mánaðar á Akranesi. Ekkert mark var þá heldur skor að í fyrri hálfleik, en snemma í hinum síðari fengu Akureyring- ar á sig vítaspymu fyrir óheppni, og tókst nú Einari ekki að verja nema til hálfs, svo að Akurnesingar náðu forystunni. Kári og Sigurður sækia að markmanni Siglfirðinga í leiknum á þriðjudaginn. Sigur KA 7:1 var mikill og óvæntur eftir 1:0 í hálf- leik fyrir Siglufjörð. — Ljósmynd: H. T. Knaffspyrnufréfíir í sfuftu máli Hafa nú aðeins þeir og K.R. möguleika á íslandsmeistaratitl- inum í sumar. Akureyrarliðið hefur staðið sig með prýði og skipar nú 3. sætið í I. deild. Knattspyrnu- unnendur á Akureyri þakka þeim marga góða leiki og vænta þess, að þeim skili upp á topp- inn, áður en langt um líður. Meistaramót Akureyrar í frjálsum íþróttum MEISTARAMÖT Akureyrar í frjálsum íþróttum hófst í gær á íþróttavellinum -kl. 7 e. h. — Keppnin heldur svo áfram á í dag, fimmtudag, og lýkur á laugardag. — Tilhögun er eftir- farandi: Fimmtudaguri Ú 200 m hlaup, 800 m- hlaup, lang- stökk og kringlukast. kast, stangarstökk og 4x100 m boðhlaup. Laugardagur. 3000 m hlaup og 110 m grinda- hlaup. Keppnin hefst alla danana kl. 7 (19,00) nema laugardag kl. 2 (14,00). Föstudagur. 1500 m hlaup, hástökk, spjót- (Frá Frjálsíþróttaráði Akur- eyrar). □ ÞÓR AKUREYRARMEISTARI Knattspyrnumót Akureyrar í meistaraflokki fór fram sl. laug- ardag, og léku Þór og K.A. Lið K.A. var ákaflega slappt og fékk hina verstu útreið 4:0, enda þótt suma beztu mennina vantaði hjá Þór. Steingríinur Björnsson, hægra megin við markvörð, skorar í leik Þórs og KS. — Ljós.: H. T. RITSTJÓR!: HREIÐAR JÓNSSON SEX ÁRA DRENG BJARGAÐ FRÁ DRUKKNUN (Framhald af blaðsíðu 8). Lagðist hann þá flatur á bryggj- una, með hendina við vatns- skorpuna og beið þess að Þor- móður kæmi upp í þriðja sinn. Tókst honum þá að ná í hár drengsins og draga höfuðið upp úr vatninu og halda honum SANA H.F. Norðurgötu 57 . Akureyri þannig nokkur andartök. Ðreng urinn var þá orðirin máttfarinn og hreyfingarlaus, en skyndilega greip hann andann og fálmaði með annarri hendinni upp fyrir sig og greip þá Sigurgeir í hend ina en sleppti höfðinu. Þegar svo var komið hjálpuðust þeir að Sigurður og Sigurgeir við að koma Þormóði upp á bryggj- una og stóð þá sjógusan upp úr honum. Síðan fóru þeir með hann heim og hresstist liann brátl eftir volkið. Tveir fullorðn ir menn voru að vinnu þarna skammt frá, en allt var um garð gengið þegar þeir komu aðvíf- andi. MARKAÐINUM getið þið fengið ílíkina SNIÐNA og ÞRÆDDA SAMAN. MARKAÐURINN Sími 1-12-61 VARÐBERG, félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu heldur KVÖLDVERÐARFUND sunnudaginn 19. þ. m. kl. 19 í Sjálfstæðishúsinu (litla sal uppi). Erindi flytur próf. Jóhann Hannesson um vanda- mál Suðaustur-Asíu. STjÓRNIN. HINIR VINSÆLU pólsku barna- og unglinga- kuldaskór eru komnir. Verð í stærð- unum 24-33, kr. 275.00 í stærðunum 21—38, kr. 308.00. LEDURVÖRUR H.F., Sfrandgöfu 5, sími 12794 NÝTT! NÝTT! FRÁ ÍTALÍU! KVENTÖFFLUR, margar gerðir ÓDÝ'RIR GÖTUSKÓR úr skinni og rúskinni FÓTLAGSSKÓR, ný gerð, verð aðeins frá kr. 495.00 ÍTALSKIR og ENSKIR KARLMANNA- og DRENGJASKÓR (BEATLE-SKÓR) Póstsendum. SKÓVERZLUN M. H. LYNGDAL H.F. SÍMI 1-23-99 SHELL benzín os olíur opiðtau.23.30 FERÐANESTI VIÐ EYJAFJARÐARBRAUT ISLENDINGUR

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.