Íslendingur


Íslendingur - 16.09.1965, Blaðsíða 4

Íslendingur - 16.09.1965, Blaðsíða 4
r BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTKA Kemur út hvern föstudag. — Útgefandi: KJÖRDÆMISRÁÐ. — Ritstjóri og ábyrgðar- xnaður: JAKOB ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1, sími 11375. Skrifstofa og afgreiðsia í Hafnarstræti 107 (útvegsbanlcahúsið) III. hæð (innst). Sími 11354. Opið kl. 10-12 og 13.30-17.30. Laugardaga kl. 10-12. Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri. Búvöruverð Íiækknr SVO SEM að líkum lætur eftir þær launahækkanir í flest- tun stéttum þjóðfélagsins, sem prðið hafa á þessu ári, hækk- ar allt búvöruverð á þessu liausti. Oeðlilegur dráttur hefur orðið á ákvörðun þess, sakir hinnar fáheyrðu samþykktar meirihluta stjórnar Alþýðusarnhandsins a"ð draga fulltrúa sinn út úr sex-manna nefndrnní, sem allt frá upphafi af- urðasölulaganna hefur möglunaríaúst átt þar sæti. Því furðulegri cr þessi uppreisn Alþýðusambandsins, sem á sl. ári var samkomulag nefndarinnar í betra • iagi, og fengust þá verulegar leiðréttingar á því misræmi, sem áður var orð- ið á afkomu sauðfjárræktarbænda og mjólkurframleiðenda, er hinir fyrrnefndu töldu verufegt spor í rétta átt, þó þeir viðurkenndu ekki allir, að fulhim jöfnuði væri náð í verð- lagningu þessara tveggja framjeíðslugréina. Stjórn Alþýðusambandsins var svo seint á ferðinni með þessa ákvörðun sína, að í eindaga var komið um verðlagn- ingu búvörunnar, þar sem ætfazt er til; að bún liggi fyrir um mánaðamót ágúst og september. Er að sjálfsögðu nauð- synlegt, að verð á kartöflum liggi fyjrirger þær koma í stór- um stíljá markaðinn og á kjöjafuijhim fyrir'sláturtíð. Sex- mannanefndin garnla var nú úr* Teik, þár sém einn aðili hennar hafði skyndilega lilaupizt undan þeim vanda að starfa í henni, án þess að bera fram nokkur frambærileg rök, og átti því ríkisstjórnin ekki annars úrkosta til að bjarga málinu, en að gefa út bráðabirgðalög um verðlagningu bú- viiru, sém hún og gerði sl. laugardag. Þar er svo gert ráð fyrir, að Hagstofan reikni út verðlags- gruiidviill fyrir afurðaverð til framleiðénda á verðlagsárinu 1965—66, en þriggja manna nefrtd taki svo við verkinu og ákvarði verð hinna sérstiiku búvara, en sú nefnd skal skip- uð ráðuneytisstjóra landbúnaðarráðúneytisins, forstjóra Efnahagsstofnunar og framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs jandbúnaðarins. Skal svo Framleiðsluráð landbúnaðarins starfa með nefndinni að verðlagningu landliúnaðarvara á verðJagsárinu, svo sem það gerði með „Séx-manna nefnd- inni“ áður. Hagstofa íslands hefur þegar lokið sínu verki, þ. e. að reikna út verðlagsgrundvöllinn, en samkv. honum telur hún hann vera hækkun á afurðaverði til Irænda um 11.2% mið- að við haustverð 1964 en um 9.4% miðað við það verð, er gilt hefur síðan í marz sl. Væntanlega mun þriggja manna nefndin ljúka verki sínu með svipuðum liraða svo að verð hinna einstöku búvara liggi fyrir innan skamms. sus XJM HF.LGINA var 18. jring Sambands ungra Sjálfstæðis- manna Jialdið hér á Akureyri, en jrað sóttu rúmlega hundr- að manns víðs vegar að af landinu. Tókst jrað í alla staði hið bezta, en umræður snerust aðallega um menntamálin og hina ýmsu erfiðleika dreifbýlisins. Rannsóknar- og upplýsingastofnun Samlrands ungra Sjálfstæðismanna, RUSUS, hefur unnið mikið starf með öfltin gagrta varðandi skólamál þjóðarinnar og eru álykt- anir þingsins byggðar á þeim. Hiklaust ma telja, að hér sé um mjög merka starfsemi að ræða, sem á eftir að móta og setja mjög svip sinn á bar- áttu ungra Sjálfstæðismanna á næstu árum. Átjánda þiiij Sambykktir um 1 J menntamál EFTIRFARANDI tillaga frá menntamálanefnd var samþykkt: „Átjánda þintg SUS samþykkir, að í fram- haldi af þeim umræðum, sem orðið hafa um menntamál á þinginu, verði hiö fyrsta efnt til ráðstefnu um þann mála- flokk á vegum ungra Sjálfstæðismanna, enda haldi RUSUS áfram at- hugunum sínum á þessu sviði.“ (Borin upp af Þóri Ein- arssyni). EFTIRFARANDI tillaga frá Rágnari Kjartanssyni var samþykkt: „Þingið beinir því til stjórnar RUSUS að kanna gaumgæfilega, hvort eigi sé framkvæmanlegt að koma á fót sérstöku lána- og styrkjakerfi til að auð- velda dreifbýlisæskunni að stunda nám fjarri heimilum sínum.“ VlSNA BÁLKUR Stökur. Síldin snemma sótti heim svalar íslands strendur, utan úr fríðum fiskigeim í fiskimannahendur. Þó að reyndist gnægðin góð, glápt var fast á launin, að eignast meira en mikinn sjóð er mesta æviraunin. Tæknibúinn heim í höfn lileypti allur skarinn. Vildu fúsir friða Dröfn og fá sér glas við „barinn“. Skildi ei þennan skollaleik, skenimti sér á meðan. Þegar firðar fóru á kreik, flýtti ’ún sér héðan. Ovíst er um auðinn þann, upp sem skyldi róta. Kúgun aldrei auðgar mann, sem óskráð lög vill brjóta. Mælt við Alexander rektor á sjúkrabeði: Jóhannesar sagður sveinn, sannanlega greindur, Alexander íturhreinn, að ættjörð góðu reyndur. Egó. lÍl!lIllllllllIII!lIII31111IlllllIIl!!Illlll3III!llll!Ii!IÍI!ini!IllÍlÍIIBI r Alyktun 18. þings SUS um alvinnu- og samgöngu- má! dreiibýlisins STEFNA ungra Sjálfstæðismanna í atvinnu- og samgöngu- málum dreifbýlisins er mótuð með hliðsjón af byggðajrró- un síðustu ára og lreinist að æskilegri nýtingu fjárfestingar og auðlinda til lands og sjávar á hinum ýmsu stöðum. Ungir Sjálfstæðismenn telja að Jdcssu marki megi ná með: 1. Frumkvæði einstaklinga og félaga til athafna. 2. Skipulagningu og gerð framkvæmdaáætlana, er taki til ákveðinna landssvæða dreifbýlisins í efnahags-, sam- göngu- og félagsmálum. Reynslan liefur sýnt, að of Jrvingað Jijóðfélagskerfi getur ekki komið í stað frjálsra athafna einstaklinga. Á Jtinn lióg- inn er nauðsynlegt að setja efnahagsþróuninni ákveðin markmið, sena æskilegt er að ná. 1 svæðisáætlunum skal fjallað um uþpbyggingu atvinnu- veganna í ákveðnum landshlutum og stefna hins opinbera mörkuð, m. a. er varðar rafvæðingu, byggingu skóla, sjúkra- liúsa, nýbyggingu vega, lrafnarframkvæmdir o. s. frv. Mikil- vægt er að stuðla að myndun byggðakjarna, eins eða fleiri, á viðkomandi svæði og bæta vegakerfið innan héraðanna til jreirra. Jafnframt ber að treysta aðalumferðaæðar til lielztu verzlunar- og samgöngustöðva landsins. Með tryggari samgöngum skapast auknir möguleikar til iðnvæðingar og fjölbreyttari Jjjónustu í héruðunum sjálf- um. Aukna áherzlu ber að leggja á fullnýtingu landbúnað- arafurða og sjávarafla. Grundvöllur fiskiðnaðar verði treyst- ur með auknum síldar- og fiskflutningum. Til þess að fjárhagsafkoma hinna ýmsu staða verði elcki um of háð misjöfnu árferði og vinnuafl nýtist betur, ber að stuðla að því, að iðnfyrirtæki fyrir iimlendan markað verði staðsett í dreifbýlinu. í því skyni má m. a. lrenda á stérstaka lánsfjárfyrirgreiðslu, skattívilnanir tiltekinn tíma og aukna iðn- og tæknifræðslu út um land. iiiHiiiiiiiiiiiiiiniinuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin - FRÁ 18. ÞINCI SUS Á AKUREYRI (Framhald af blaðsí^u 1). á verkalýðsmálin, deiluna um bræðslusíldarverðið og bráða- birgðalögin um landbúnaðar- verðið. Síðan ræddi hann horf- ur í atvinnu- og efnahagsmál- um, ný viðhorf í utanríkismál- um og veik svo að •menntamál- unum, aðalviðfangsefni sam- bandsþingsins, og komst hann svo að orði í lok máls síns: „Menntun er undirstaða fram fara, vísinda og tækni. En samt sem áður getur engin mennt komið í stað manndáðarinnar sjálfrar. Fyrst og fremst skul- um við keppa að því, að allir geti notið sinna krafta, að manndáðin verði ríkjandi. Við skulum halda frelsinu á lofti. Það hefur verið, er og verður haldbezt.“ Síðan var þingstörfum fram haldið og lauk sambands- þinginu síðdegis á sunnudag. Árni Grétar Finnsson var ein- róma kjörinn formaður, en aðr- ir í stjórn: Birgir fsleifur Gunn arsson borgarfulltrúi, Reykja- vík, Bjarni Beinteinsson hdl., Seltjarnarnesi, Halldór Blöndal erindreki, Akureyri, Hörður Sigurgestsson viðskiptafræðing- ur, Reykjavík, Jón E. Ragnars- son stud. jur., Reykjavík, Krist- inn Ragnarsson húsgagnasmið- ur, Reykjavík, Kristján Guð- laugsson verzlunarmaður, Kefla vík, Lárus Jónsson bæjargjald- keri, Ólafsfirði, Óli Þ. Guð- bjartsson lcennari, Selfossi, Ra-gnar Kjartansson framkvstj. Reykjavík, Sigfús Johnsen kennari, Vestmannaeyjum, Sig- urður Hafstein stud. jur., Reykjavík, Styrmir Gunnars- son lögfræðingur, Reykjavík og Þórir Einarsson hagfræðingur, Reykjavík. - GOÐIR CESTIR (Framhald af blaðsíðu 8). ráðuneytis Bandaríkjastjórnar. Kvenhlutverkin leikur Ruth Brinkmann, en Maurice Warn- er karlhlutverkin. John Gitt- ings og Dorothy Millar annast söng og hljóðfæraslátt. ÍSLENBINGU^

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.