Íslendingur - 02.12.1965, Síða 4
ÍSLENDINGUR
BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA I NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA
Kemur út hvern fimmtudag. — Útgefandi: KJÖRDÆMISRÁÐ. —- Ritstjóri og ábyrgðar-
maður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1, sími 11375. Auglýsingar og afgreiðsia:
ÁRNI BÖÐVARSSON, Norðurgötu 49, sími 12182. Skrifstofa og afgreiðsia í Hafnar-
stræti 107 (útvegsbankahúsið) III. hæð (innst). Sími 11354. Opið kl. 10-12 og 13.30-
17.30. Laugardaga kl. 10-12. — Prentun: Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri.
1 Sjóslysarannsókn
I>AÐ HEFUR slegið nokkrum óhug á marga íslendinga,
hve mjög hefur færzt í vöxt á síðari ,árum, að íslenzk fiski-
og síldveiðiskip sökkvi fyrirvaralítið á höfum úti, jafnvel þó
veður og sjólag sé rétt í meðaliagi. Sem Itetur fer, hafa
áhafnir skipanna venjulega bjargazt í önnur skip, er að hafa
komið eða verið á næstu grcisum, ó’g má raunar þakka hin-
um nýju gúmbjörgunarbátum, að ekki helur meira mann-
tjón orðið en raun er á við hin sviplegu.sjóslys.
Vegna hinna vaxandi sjóslysa, sem oft reyndist erfitt að
fá viðhlítandi skýringu á, samþykkti Alþingi fyrir röskum
tveim árum þingsályktunartillögu um opinbera rannsókn á
orsökum slysanna, þar sem ríkisstjórninni er falið að „láta
fara fram rannsókn á orsökum hinna mörgu skipstapa, er
íslendingar hafa orðið fyrir sl. 2—3 ár“. Þá um sumarið skip-
aði samgimgumálaráðherra 9 manna rannsóknarnefnd eftir
tiinefriingu ýmissa samtaka útvegsmanna og sjómanna,
tryggingasamtaka, slysavarnafélagsins og. skipaeftirlitsins, og
skilaði hún í marzlok sl. áliti, eftir að hafa haldið um 50
fundi um málið.
Alitsgerð sjóslysanefndar er langt'mál, svo að dagblöð eða
vikublöð liafa ekki séð sér fært að birta hana í heild. Hins
vegar er hún tekin öll upp í Sjómannablaðið Vxking 9.—10.
h. þessa árs.
Um skiptapa síldveiðiskipa segir nefndin, að á tímabilinu
1960—64 hafi farizt 11 síldveiðiskip eða h. u. b. helmingi
fleiri en á öllu tímabilinu frá 1927—59, þegar undan eru
skilin þau, er fórust við bruna, árekstur eða striind, þ. e.
a. s. samanburðurinn einungis miðaður vð orsakir, sem e. t.
v. eigi rót sína að rekja til búnaðar skipanna sem síldveiði-
skipa eða farms þeirra.
í skýrslunni segir, að niðurstöður af athugun nefndarinn-
ar séu þær,
AÐ yfirþungi skipa, sem hafa nót á bátapalli og eru 150
brúttólestir eða minni, sé orðinn of rnikill og skipunum
ofviða,
AÐ óhófleg þilfarshleðsla og há skjólborð og þilfarsupp-
stillingar séu hættuleg stöðugleika og öryggi skipanna,
AÐ sama máli gegni um tómarúm neðarlega í lest, sem
einnig valdi hættu á því, að skilrúm gangi úr fölsum eða
brotni og farmur raskist,
AÐ stærri og öflugri veiðitæki og aukin vélaorka skapi
þá hættu, að skipunum sé ofboðið,
AÐ vetrarsíldveiðar og lengri siglingar hafi aukið áhætt-
una við veiðarnar,
AÐ ekki sé unnt að tryggja öryggi skipanna, nema hleðslu
þeirra verði einhver skynsamleg takmörk sett,
AÐ vanmat á aðstæðum og vanþekking á stöðugleikalög-
máium skipa sé verulegur þáttur í þessum sjóslysum.
Að þessum niðurstöðum fengnum gerir sjóslysanefndin
tillögur í 13 liðum til að auka öryggi hintia mirini síldveiði-
skipa, og munu margar þeirra þegar hafa komið til fram-
kvæmda. í kapphlaupinu um að veiða sem mesta síld hefur
oft verið teflt á tæpt vað, þótt ekki yrði ævinlega að slysi,
en þeim kröfum má ekki linna, að öryggi þeirra, er sækja
fiskirin á miðin kringum landið sé sett öllu öðru ofar.
Hægri handar umferð 1968?
KÖMIÐ F.R fram á Alþingi frv. til laga frá ríkisstjórninni
um luegri handar umferð, og gerir nefndin, sem undirbúið
hefur frumvarpið ráð íyrir, að verði það að lögum, geti
það vart komið til framkvæmda fyrr en vorið 1968, þvi að
„tími til breytinga á almenningsvögnum þarf að vera 2—
2V2 ár“. Kostnað við þessa breytingu áætlar nefndin 49.4
millj. króna, og gerir frv. ráð fyrir að sá kostnaður verði
LMFERÐIN Á VETRARDEGI
ER HAUSTA fer og dimma að
nóttij, verða ökumenn að hafa
í huga, að aðstæður við akstur
bifreiða breytast mikið frá þeim
tíma, er birtu gætir allan sólar-
hringinn og akstursskilyrði eru
góð.
Eitt það fyrsta er ökumenn
verða að athuga á bifreiðum sín
um, er dimma fer, er að gæta
að hvort ljósaútbúnaður sá í
lagi á bifreiðinni og hann lýsi
rétt og valdi eigi öðrum veg-
farendum hættu eða cþægind-
um. Hverjum bifreiðaeigenda
ber skylda til að láta stilla ljós
bifreiðar sinnar minnst einu
sinni á ári og er að sjálfsögðu
réttasti tími til þess, seinni hluti
sumars eða að haustinu. Ljós
bifreiða eiga að lýsa vel og
greinilega akbrautina t. d. lægri
ljósgeislinn 30 metra fram á
veg og hærri geisli allt að 100
metrum. Stöðuljós bifreiða er
óheimilt að nota í akstri nema
í þéttbýli, ef lýsing á götum er
góð og fyrirmæli um slíkt eru
gefin um notkun þeirra á viss-
um umferðargötum. Notkun
ljósa á réttan hátt er mjög mik-
ilsverð í umferðinni og getur
það valdið umferðarslysum ef
þau eru rangt notuð.
Lægri ljósgeisla ber að nota
í þéttbýli og þar sem vegir eru
upplýstir, þegar mætt er öku-
tæki og öðrum vegfarendum,
ekið yfir blindar hæðir eða
krappar beygjur og útsýn er tak
mörkuð, einnig ber að nota þau
(lægri ljósin) er ekið er í dimm
viðri t. d. í þoku og snjókomu.
Hærri ljósgeisla ber að nota
utan þéttbýlis nema í þeim til-
fellum, sem áður eru nefnd.
Hemlaljós skal vera á hverri
bifreið er sýni þeim er á eftir
fer, að sá er á undan ekur sé að
draga úr hraða eða nema stað-
ar, en forðast skal að hemla
mjög snöggt, vegna þeirra er
á eftir koma, nema um brýna
nauðsyn sé að ræða Tjónsskýrsl
ur sýna, að allmikið er um tjón
á bifreiðum í sambandi við akst-
ur aftan á annað ökutæki er á
undan fer og stöðvar snögglega
af einhverjum ástæðum. í þessu
sambandi ber að benda á, að
mikil hætta er á að farþegar
geti slasast er slíkir árekstrar
verða, einkanlega þeir er í fram
sæti sitja. Þá skal ökumönnum
bent á það að mjög hættulegt
er að hafa smábörn í framsæti,
ef eigi er einhver sem gætir
þeirra. Höfuðregla hvers er
stjórnar vélknúnu farartæki er
sú, að vera eigi nær því öku-
tæki er á undan fer, en að hann
geti stöðvað nægilega snemma,
ef sá er á undan ekur þarf ein-
hverra hluta vegna að stöðva
snögglega. í umferðarlögum
segir að hraði megi aldrei vera
meiri en svo, að ökumaður geti
haft fullkomna stjórn á öku-
tækinu og stöðvað á þriðjungi
þeirrar vegalengdar er auð er
og hindrunarlaus.
Aldrei er meiri nauðsyn á, að
stefnuljcs séu í lagi og rétt not-
uð en í dimmviðri og nátt-
myrkri.
Nú er vetur genginn í garð og
færð vega hefir mikið spillzt og
verður þá hver, er ekur bifreið,
að hafa bifreið sína með snjó-
keðjum eða öðrum þeim bún-
aði er til greina kemur við
akstur í snjó t. d. snjóhjólbörð-
um. Um notkun snjóhjólbarða
er það að segja, að þeir geta
verið góðir til aksturs undir viss
um kringumstæðum, enda eigi
samþykktir af bifreiðaeftirliti
né tryggingafélögum sem full-
gild öryggisráðstöfun, og verð-
ur í hverju tilfelli að meta það,
ef árekstur eða slys verður,
hvort bifreiðin hefir stöðvað á
eðlilegri hemlunarvegalengd við
þær áðstæður, sem fyrir hendi
eru, t. d. er notkun snjóhjól-
barða í hálku eða ísuðum veg-
um, enganvegin nægjanleg og
verður hver ökumaður að gera
sér Ijóst, hvenær ber að nota
snjókeðjur, þótt hann sé með
snjóhjólbarða. Akstur í snjó og
hálku ■ er allt annar en þegar
vegir eru auðir, þar af leiðandi
reynir mikið á ökumanninn,
hann verður að gera sér ljóst að
hemlun getur ekki orðið með
sama hætti og þegar ekið er á
auðum vegum. Forðast skal við
hemlun að standa stöðugt á fót-
hemli því þá setjast öll hjól öku
tækisins föst og það rennur eins
og sleði og ökumaður fær ekk-
ert að gert. Sú aðferð er hentar
bezt til stöðvunar í slíku færi
er að nota gírana þ. e. að skipta
í lægra hraðastig og stíga á fetil
ekki mjög fast, gefa hann eftir
og stíga aftur á hann o. s. frv.
Þá skal ökumönnum á það
bent, að áður en þeir hefja
akstur, ef snjókoma hefir verið,
að hreinsa vel rúður, hreinsa
klaka af rúðuþurrkum, hreinsa
snjó af stefnuljósum, einkenn-
ismerki og glitglerjum. Allt
þetta er mikilsvert fyrir öku-
manninn svo og aðra vegfar-
endur.
Gangandi vegfarendur skulu
sýna varúð í umferðinni og
gæta vel í kringum sig, áður en
þeir fara yfir akbraut. Oft er
það svo, að hinn gangandi veg-
farandi gengur eftir akbraut,
og er það vitanlega skiljanlegt,
þar sem gangstéttir eru eigL
Veldur það ökumönnum tals-
verðum óþægindum eigi sízt að
vetri til, er hjólför hafa mynd-
ast. Á þá ökumaður oft engan
kost að komast upp úr hjólför-
unum, verður hinn gangandi
vegfarandi að skilja það og sýna
þá tillitsemi að víkja út fyrir
hjólförin og það vel, að eigi sé
hætta á að bifreiðin sláist 1
hann eða að föt geti festst í bif-
reiðinni og valdið hinum gang-
andi slysahættu. Vegfarendum.
ber að sýna fyllstu yarúð í um-
ferð og gæta þess að valda eigi
öðrum hættu eða óþægindum
með gáleysi eða tillitsleysi í
umferðinni.
Látið eigi smábörn vera ein
og umsjónarlaus á umferðargöt-
um, né vera með sleða eða aðra
slíka hluti, kennið þeim að var-
ast hættuna sem slíku er sam-
fara.
Nú stendur yfir umferðarvika
hér á Akureyri. Sýnum öll að
við séum virkir þátttakendur í
henni og hjálpumst að, að sýna
það í verki, að við vinnum að
bættri umferðarmenningu bæði
ökumenn og aðrir vegfarendur
og þá mun margt betur fara £
umferðinni en nú er.
(Frá umferðarvikunni)
- Bókaútgáfa ÆSK
(Framhald af blaðsíðu 1.)
slokknað hafði, en rétt í samav
mund er skip að berast upp und-
ir brimótta ströndina. Vitaljós-
ið verður skipinu til bjargar, en
Sveinn litli vitavarðarsonur er
talinn hafa unnið mikla hetju-
dáð, og verður hún til að gjör-
breyta lífi hans.
Sr. Jón Kr. ísfeld varð stúd-
ent frá MA og er nú 57 ára að
aldri. Hann var prestur á Bíldu-
dal um 15 ára skeið en er nú.
settur prestur í Æsustaðapresta
kalli. Hefur hann skrifað nokkr
ar kristilegar sögur fyrir börn
og unglinga.
Ymsir hafa orðið til að styrkja
hina nýju bókaútgáfu ÆSK, m.
a. Menningarsjóður KEA með *
10 þúsund krónum. (|
ÍSLENDINGUE
mestmegnis greiddur með sérstökum bifreiðaskatti. Lang-
stærsti kostnaðarliðurinn er breyting á almenningsvögnum
(36.3 millj.) en því næst kostnaður við breytingar á vega-
kerlinu. Þá verður talsverður kostnaður við flutning á um-
ferðamerkjum og gerð nýrra.
Ákveðið hafði verið að taka hér upp hægri umferð 1. jan.
1941, en var frestað vegna hernámsins, en Rretar hafa
vinstri umferð eins og við. Svíar hafa einnig vinstri umferð,
sem nú er ákveðið að breyta um sunnudaginn 3. sept. 1967.
Verðum við því að líkindum hálfu ári síðbúnari um skipt-
inguna, ef frv. þetta verður að lögum, sem líklegt má telja,
þótt allir séu ekki á einu máli þar um.