Íslendingur


Íslendingur - 30.05.1974, Blaðsíða 4

Íslendingur - 30.05.1974, Blaðsíða 4
HALLDÓR BLÖNDAL: Útgefandi: íslendingur h.f. - Ritstjóri og ábyrgðar- maður: Halldór Blöndal - Auglýsingastióri: Gísli Sig- urgeirsson - Skrifstofur: Kaupvangsstræti 4, II. hæð, Akureyri - Ritstjórnar- og auglýsingasímar: 21500 og 21501 - Prentsmiðja: Prentsmiðja Björns Jónssonar, Hafnarstræti 67, Akureyri. ________________ Unga fólkið kýs Sjálfstæðis- stefnuna Sú staðreynd, að mikill meirihluti ungs fólks kaus sjálfstæðisstefnuna í nýafstðnum bæjar- og sveit- arstjórnarkosningum, mun hafa varanleg heilla- áhrif á íslensk stjórnmál Þeir árgangar ungs fólks, sem komast á kosningaaldur um þessar mundir og á næstu árum, eru mjög fjölmennir. Um það bil 40 þúsund íslendingar verða tvítugir á áratugnum milli 1970 til 80. Augljóst er, að stjórnmálaafstaða unga fólksins mun ráða úrslitum í íslenskri pólitík á komandi árum. Þetta fólk hefur nú rétt Sjálf- stæðismönnum örvandi hönd. Það eru tvímæla- laust athyglisvérðustu tíðindi kosninganna 26. maí. Útilokað er að skýra hina stórfelldu fylgisaukn- ingu Sjálfstæðismanna á annan veg en þann, að mikill meirihluti ungra kjósenda hafi kosið sjálf- stæðisstefnuna. Þetta afsannar með öllu þá fals- kenningu, að unga fólkið sé vinstrisinnað öfgafólk, þótt fámennir hópar, sem hafa hátt um sig, hafi svo viljað vera láta. Þetta merkir, að unga fólkið vill að ísland sé, eins og nú standa sakir, VARIÐ LAND. í því efni hefur stefna Sjálfstæðismanna verið skýr og ótvíræð. Ungir kjósendur hafa því ekki látið blekkjast af áróðri kommúnista í varnar- og örygg- ismálum þjóðarinnar og síst því að það sé stefna Sjálfstæðismanna, að á íslandi verði erlendur her um aldur og ævi. Það er ekki vandséð, hvers vegna unga fólkið kýs sjalfstæðisstefnuna. Það rís öndvert gegn því að allt mannlíf sé fellt í rígskorðað kerfi, sem stjórnað er af fámennri klíku í Reykjavík. Það vill persónu- frelsi, að hver og einn einstaklingur fái svigrúm til þroska, athafna og til þess að tjá sig og hafa sem beinust áhrif á umhverfi sitt. Það vill draga úr mið- stjórnarvaldinu og auka áhrif einstakra sveitar- stjórna þar sem að auðveldara er að ná til ábyrgra pólitískra aðila í hverju byggðarlagi heldur en ó- persónulegs ríkisbákns. Það styður í þessum grund- vallaratriðum sj álfstæðisstefnuna. VARIÐ LAMD Stefna ríkisstjórnarinnar, sem felst í viðræðupunkt um Einars Ágústssonar við Bandaríkjamenn, er sú að gera ísland varnarlaust á miðju árinu 1976. Þá yrði ísland eitt Evrópulanda varnarlaust á sama tíma sem Sovétmenn stórauka kafbáta- og skipa- flota sinn á Atlantshafi og ófriðlega horfir í heim- inum. Það er afdrifaríkt ábyrgðarleysi að taka þannig einhliða ákvörðun í öryggis- og varnarmál- um þjóðarinnar. Sjálfstæðismenn hafa einir flokka gagnrýnt þessa stefnu ríkisstjórnarinnar og vilja að ísland sé eins og nú standa sakir VARIÐ LAND. Undir þessa stefnu hefur meirihluti þjóðarinnar tekið í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum og með undirskriftum undir áskorunina VARIÐ LAND. Þessi vilji þarf að koma enn skýrar fram í næstu alþingiskosningum. — L J. 4 - ÍSLENDINGUR 99 Fólkið vill öf luga forystu 66 - Hugleiðiingar um jboð, sem gerðist i bæjarstjórnarkosningunum Úrslitin í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum þurfa engum að koma á óvart. „Nokkur atriði, sem maður tekur eftir, er það að fólk vill öfluga forystu, samanber úrslitin í Reykjavík og svo á Neskaupstað,“ segir Magnús Kjartansson í Vísi sl. mánu- dag. Aldrei þessu vant hitti iðnaðarráðherra naglann á höfuðið: Fólk vill öfluga forystu. En hann kærði sig ekki um að bæta við: 30. júní mun koma í ljós, að fólk vill líka öfluga forystu í þjóð- •nálum. , - Fyrir bæjar- og sveitarstjórnar kosningarnar voru festir sam- mála um, að þær hlytu að mót ast mjög af viðhorfinu í lands- málum eins og m. a. kom fram í dæmalausu kosningaávarpi í Degi, rituðu af fremsta þing- manni Framsóknarflokksins hér í kjördæminu, Stefáni Val geirssyni. Á þetta sjónarmiö hafa ýmsir forystumenn Al- þýðubandalagsins einnig fall- ist, bæði fyrir og eftir kosn- ingar. Þess vegna hefur það vakið undrun, hvernig for- menn stjórnarflokkanna, Ragn ar Arnalds og Ólafur Jóhann esson, hafa brugðist við úr- siitunum. Þannig segir sá síð- arnefndi: ,,Ég tel bara rétt að draga ekki of miklar ályktan- ir af þessum kosningum í sam bandi við alþingiskosningarn- ar.“ Ragnar Arnalds hefur sagt: „Það er alveg fráleitt að halda því fram, að úrslitin séu sérstakt áfall fyrir ríkisstjórn- ina.“ Þannig farast þessum fyrir- mönnum Framsóknarflokks og Alþýðubandalags orð, eftir að fyrir liggur, að Sjálfstæðis- flokkurinn einn hefur hreinan meirihluta, yfir 50% atkvæða, í öllum kaupstöðum og kaup- túnum á landinu! En ætli fólk ið meti þetta nú ekki öðru vísi, — fólkið, sem Magnús Kjartansson viðurkennir, aö vilji „öfluga forystu.“ Ýmsir ímynda sér, að at- kvæði muni falla öðru vísi í alþingiskosningunum. Rétt er að íhuga hvaða sveiflur urðu raunverulega á fylgi flokkanna 26. maí sl. Þeir, sem leíigst eru til vinstri í hinum ýmsu flokks- brotum og í Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna, halda dauðahaldi í vinstri stjórnina í von um að gera landið varnar - laust. Vafalaust hefur megin- þorri þessa fólks kosið Alþýðu bandalagið nú, en aðrir, eink um Möðruvellingar,' kosið Framsóknarflokkinn áfram. Þetta fólk mun hins vegar kjósa kosningabandalag Möðruvellinga, Samtaka frjáls lyndra og vinstri manna og vinstri jafnaðarmanna við al- þingiskosningarnar. Tap Fram sóknarflokksins og Alþýðu- bandalags er því raunverulega meira en kosningatölurnar báru með sér. Alþýðuflokkurinn beið nú mesta afhroðið í kosningun- um. Sumpart var það vegna þess, að Alþýðuflokksfólk sat heima, sumpart hefur flokkur- inn mist traust. Síðustu fréttir úr þeirra herbúðum benda ekki til þess, að flokkurinn sé í endurnýjun lífdaganna, þótt vera megi, að atfylgi Björns Jónssonar nægi honum til þess að eiga áfram, fulltrúa á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn naUt þess, að hann er eini óklofni stjórnmálaflokkurinn í land- inu. Hann naut þess einnig, að í öryggismálum hefur hann markað skýra stefnu og er sjá'.r um sér samkvæmur og í takt við vilja meirihluta þjóðarinn- ar. Af þessum sökum fékk hann nú nýtt fylgi frá Alþýðu- flokki og Framsóknarflokki. En einnig var það áberandi, hversu margt ungt fólk kaus Sjálfstæðisflokkinn að þessu sinni. Nýju kjósendurnir eru búnir að fá nóg af vinstri stefnunni. Þeir finna, hvernig efnahagsöngþveitið er smám saman að þrengja að einstakl- ingnum í þjóðfélaginu og lama sjálfsbjargarviðleitni hans og frumkvæði. Þess vegna finnst þeim tími til kominn að slá frá sér og stuðla að öruggri ior- ystu í þjóðmálum. Á Akureyri vai sigur Sjálf- stæðisflokksins einna mestur á landinu. Hann hefur nú fimm bæjarfulltrúa af ellefu, svo að honum nægir samstaða við einn bæjarfulltrúa af hin- um sex til þess að mynda á- byrgan meirihluta um stjórn bæjarmálefna, eins og heitið var fyrir kosningar. Vafalaust á þessi afstaða flokksins mik-. inn þátt í sigri hans. Akureyr- ignar eru fyrir löngu orðnir dauðþreyttir á þeim henti- stefnuvinnubrögðum, sem Framsóknarflokknum hefur síðustu kjörtímabil tekist að viðhalda í þeirri vissu, að slíkt hafi þjónað best stundarhags- munum hans. í Ólafsfirði jók Sjálfstæðis- flokkurinn fylgi sitt, þótt hann missti meirihlutann Og munaði þó einungis um ellefu manns. Úrslitin á Dalvík urðu Sjálf- stæðismönnum vanbrigði. Hins vegar bætti hanu mjög stöðu sína á Húsavík og fékk tvo bæjarfulllrúa og einn í hrepps nefnd Raufarhafnar. Þar reynd ist hann vera sterkasta aflíð gegn Alþýðubandalaginu, sem mjög hefur vaðið uppi, en hlaut nú verðugan skell og er fylgið byrjað að hrynja af því. í heild hefur Sjálfstæðis- flokkurinn stórbætt stöðu sína í Norðurlandskjördæmi eystra. Á ofangreindum stöðum hlaut flokkurinn 2905 atkvæði. Framsóknarflokkurinn fékk eitthvað í kring um 2400 atkvæði, en vegna sambræðslu við aðra flokka verður fylgi hans ekki greint nákvæmlega. Fyrir fjórum árum hafði Fram- sóknarflokkurinn hins vegar ívið fleiri atkvæði á þessum stöðum en Sjálfstæðisflokkur- inn. Þessi úrslit benda til þess, að góðar horfur séu á því, að Sjálfstæðisflokknum auðnist að fá þrjá menn kjördæma- kjörna í alþingiskosningunum. Það er líka í samræmi við úi - slit bæjarstjórnarkosninganna í heild. „Fólk vill öfluga fov- ystu“ og nú stefnir Sjálfstæð- isflokkurinn að því að fá hrein an meirihluta í næstu alþing iskosningum og taka til hend- inni eftir vinstri stjórn, Það sem gefur mönnum trúna á, að þetta megi takast. er það, að unga fólkið, nýju kjósendurnir, standa með Sjálf stæðisflokknum. Uppgötvaði Lúðvík skuttogarana? Engu er líkara oft á tíðum, ef marka má stuðningsblöð ríkis- stjórnarinnar, en að Lúðvík hafi uppgötvað skuttogarana. Svo mjög rembast þessi mál- gögn við að telja fólki trú um, að þeir séu skilgetin afkvæmi núverandi ríkisstjórnar og sú atvinna, sem þeir hafa skapað í sjávarplássum víða um land Hverjar eru staðreyndir þessa ináls? 1. f tíð fyrrverandi ríkisstjórn- ar voru keyptir þrír notaðir skuttogarar erlendis frá: - Hólmatindur, Barði og Hegranes. 2. Reynsla af rekstri þeirra og efnahagsráðstafanirnar 1968 vöktu ahnennan áhuga fran*. kvæmdamanna á skuttogara kaupum. 3. í tíð fyrrverandi ríkisstjórn- ar var samið uin smíði á 17 skuttogurum: A Spáni, Alc- Framhald á bls. 5.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.