Íslendingur - 19.06.1975, Page 2
Sló holu í höggi
Gunnar Sólnes sló draumahögg allra kylfinga, þ. e. holu í höggi á fyrsta degi í kcppninni
um Gunnarsbikarinn sem haldin var á Jaðarsvelli 12.—15. júní. Það gerðist á 4. braut, sem
er par 3 hola 158 metrar. Gunnar er annar maðurinn sem vinnur þetta afrek á Jaðars-
vellinum, en Heimir Jóhannsson varð fyrstur til að slá holu í höggi þar fyrir tvcimur árum.
Gunnar Sólnes er annar
maðurinn, sem slær holu í
höggi á Jaðarsvellinum.
í stuttu spjalli við Gunnar
sagði hann að það væri allt-
af „hundaheppni“ þegar
maður slægi holu í höggi og
völlurinn hefði í raun og
veru síður en svo boðið upp
á að þetta gerðist. Keppnin
var ekki haldin á venjuleg-
um flötum og völlurinn ekki
eins jafn og hann á að vera.
Gunnar sagðist vera búinn
að fara 4—5 sinnum á völl-
inn á þessu sumri en til
skamms tíma hefur tíðarfar-
ið norðan lands komið í veg
fyrir að golfáhugafólk gæti
stundað íþrótt sína. Sagði
Gunnar að tíðarfarið hefði
gefið golffólki á Suðurlandi
mánaðar forskot.
Keppnin um Gunnarsbik-
arinn er haldin árlega, en
hún er haldin til minningar
um Gunnar Hallgrímsson
tannlækni. Leiknar voru 72
holur með fullri forgjöf. Úr-
slit urðu þessi:
1. Konráð Gunnarsson 292
högg netto.
2. Sævar Gunnarsson
högg netto.
300
3. Ragnar Steinbergsson 304
högg netto.
4. Arnar Árnason 309 högg
netto.
5. Árni Jónsson 310 högg
netto.
Sviffluga stöðvaði
leik KA og ÞÖRS
A 17. júní kepptu KA og Þór
í knattspyrnu í 3. flokki. —
Leiktími var 2x15 mín. og
urðu úrslit þau að KA sigr-
aði með 2 mörkum gegn 1. I
leikhléi var staðan 1-1. Leik-
urinn var jafn og sýndu liðin
nokkuð skemmtilegan leik.
Dómari var Steindór Gunn-
arsson.
Það gerist ekki oft að það
þurfi að stöðva knattspyrnu-
leik vegna flugvélarlending-
ar, en það gerðist í leik KA
og Þórs. Þegar leikurinn stóð
sem hæst kom sviffluga með
Braga Snædal við stjórn og
lenti á vellinum. Lendingin
tókst vel og var leiknum hald
ið áfram eins og ekkert hefði
í skorist strax að henni lok-
inni.
Á 17. júní var einnig keppt
í 4x100 m boðhlaupi kvenna
á íþróttavellinum. Þrjár sveit-
ir mættu til leiks, frá Þing-
eyjarsýslu, Akureyri og Eyja-
fjarðarsýslu. Sveit Þingeyinga
sigraði með tímann 53.4 sek.
Látið matarpeningana endast lengur
Strásykur 1 kg. krónur 295.00
Fylgist með
vöruverðinu
Opið laugardaga frá kl. 9—12
og sunnudaga kl. 10 — 12 f. h.
• Hveiti 5 lbs. 236,00.
• Sykur 1 kg 295,00.
• Tekex 79,00.
• Kraftsúpur 65,00.
• Kakó Va kg 283,00.
• Sultuhleypir 69,00.
• Döðlur í pökkuni 67,00.
• Tómatsósa 3A 1 290,00.
• Vanilludropar % 1 384,00.
IVieira vöruval — IVieiri fijónusta
HAFNARBÚÐIN
Skipagötu 4 — 6, símar 1-10-94 og 2-18-89.
Bikarmeistarar í körfubolta
Það hcfur ekki farið hátt um það í blöðum að það voru Þórs-
stúlkur frá Akureyri sem fóru með sigur af hólmi í fyrstu
Bikarkcppni KKÍ í körfubolta. Hrepptu þær þar með Bikar-
mcistaratitilinn 1975 og færðu þar með félagi sínu skemmti-
lega gjöf á 60 ára afmælinu með því að fá nafn þess skráð
fyrst allra nafna á hinn nýja bikar.
Á myndinni hér að ofan eru
Bikarmeistararnir 1975, talið
frá vinstri: Aftari röð: Stein-
unn Einarsdóttir, Rósa Þor-
steinsdóttir, Ásta Pálmadóttir,
Guðrún Hreinsdóttir. Fremri
röð: María Guðnadóttir, Þór-
unn Rafnar, fyrirliði, og Sól-
veig Gunnarsdóttir. Á mynd-
inni er líka þjálfari liðsins,
Anton Sölvason.
Kynnið
leikmennina
Ahorfandi að leik KA og
Leifturs, á dögunum, hafði
samband við íslending og
kvartaði yfir því, að leik-
menn liðanna væru ekki
kynntir fyrir leikinn.
— Það eru margir ungir
leikmenn að koma fram og
ég þekkti t. d. ekki nema
3 af leikmönnum KA-liðs-
ins. Það ætti ekki að vera
mikið verk, né tímafrekt,
að kynna leikmennina áð-
ur en leikir hefjast, þar
sem hátalarakerfi er fyrir
hendi á vellinum, jafnvel
þó leikurinn sé bara í 3.
deild, sagði viðmælandi
blaðsins.
Weston
gólfteppin
eru dönsk gæðavara
• Nýir lilir. — Ný munstur.
• Úr 100 mismunandi litum og 14 tegunduin að
velja.
• 100% nylon, ull, acryl eða polyster. — Einnig
80% ull og 20% nylon eða polyster.
• Enginn afskurður, — tcppin eru pöntuð eftir
máli frá Danmörku.
• Afgreiðslufrestur 3 vikur til 1 mánuöur.
• \y*
1
••í
Weston-umboðið
Kaupvangsstræti 4. — Gengið inn frá Skipagötu.
Sími 2-29-34.
2 - ÍSLENDINGUR