Íslendingur


Íslendingur - 19.06.1975, Page 5

Íslendingur - 19.06.1975, Page 5
því svarið þið ekki? lútsendingar frá Akureyri verða að játa það, en það er þó satt. Leikfélag Ak. flutti Johan Ulvstjerne og tókst það jafn vel, ef ekki betur, en þeg ar atvinnuleikarar höfuðstað- arins vinna einn af sínum „stórkostlegu leiklistarsigr- um“ í útvarpsleikritum hér.“ Þetta eru sennilega of stór orð, sem ritstjórinn notar hér til að brýna samborgara sína til vasklegri framgöngu á hinni þyrnum stráðu leiklist- arbraut. En allt um það, hr. Ulvstjerne var leikurum LA til sóma, en þeir voru: Jón Norðfjörð, Matthildur Sveins- dóttir, Edda Scheving, Andrés Guðmundsson, Júlíus Odds- son, Ingólfur Kristinsson og Hólmgeir Pálmason. Vorið 1954 stjórnar Ágúst Kvaran útvarpsflutningi á „MeIkorku“ eftir eyfirzku skáldkonuna Kristínu Sigfús- dóttur og með sönglögum eft- ir Björgvin Guðmundsson. Að alhlutverkið var í öruggum höndum Bjargar Baldvinsdótt ur, en m. a. leikenda voru Guðmundur Gunnarsson, Matthildur Sveinsdóttir, Jó- hann Ögmundsson, Júlíus Oddsson, Vignir Guðmunds- son, Jenný Jónsdóttir, María Sigurðardóttir o. fl. Mjög var vandað til þessa verkefnis LA og var tónlist og ýmis leik- hljóð meira notuð en fyrr og þótti flutningur þessa verks takast vel. I nóvember 1954 eru merk timamót í sögu LA, en þá var sviðsett hér á Akureyri hin fyrsta óperetta hérlendis, ut- an Reykjavíkur, og var það hin hugljúfa „Meyjaskemma“ um ævi og ástir tónskáldsins Schuberts. í desember var óperettan hljóðrituð í Lóni undir stjórn Ág. Kvaran. Spól an með þessari upptöku mun hafa glatast í Reykjavík og er það mjög miður því hún hafði að geyma prýðilegan gamanleik Árna Jónssonar og Sigríðar Pálínu í hlutverkum gömlu hjónanna, og ágætan Framhald á bls. 6. Ikureyri [ynd þessi sem Hallgrímur inarsson tók árið 1925 af liðbænum á Akureyri sýnir el þann stað senr í daglcgu ili gengur undir nafninu aupfélagsliornið. — Húsið :ngst til hægri á myndinni r Hamborg, sem var byggt rið 1910 af Jóhannesi Þor- .einssyni. Við hliðina á Ham- org er París, sem Sigvaldi róðir Jóhannesar byggði ár- i 1913. Bræðurnir ráku versl nir í þessum húsum. f hús- num á liorninu hinumegin ið götuna bjuggu Ingimar ydal og Dúi Björnsson, sem Ftast var kallaður „Dúi oIiti“. Myndin er í eigu [injasafnsins á Akureyri. v V V V * V V%* V V V V X Gott hvers- dagsleik- anum Að áskorun Sigríðar Hall- grímsdóttur og Ólafs Bene- diktssonar koma hjónin Sig- ríður Gísladóttir og Júlíus Jónsson hér með uppskrift vikunnar: Kálfaschnitsel í karrý. 6 kálfasneiðar 1 peli af rjóma karrý, salt og pipar, hveiti Kálfasneiðarnar eru barðar og síðan er þeim velt upp úr hveiti, karrý, salti og pipar. Sneiðarnar eru steiktar á pönnu og síðan eru þær sett- ar í pott og soðnar í vatni, sem keimað hefur verið með kjötkrafti. Rjómanum bætt út í. Soðið í 15—20 mínútur. Sósan jöfnuð og síðan er kjöt- ið borið fram með soðnum hrísgrjónum. Gott er að strá ananasbitum yfir hrísgrjónin. Eftirréttur: Epla- marenge. 4 epli, helst súr 3 msk. sykur 3 eggjahvítur Eplin eru flysjuð og skorin í helminga og soðin í örlitlu sykurvatni í um það bil 10 mínútur. Eldfast mót er smurt með smjöri og raspi er síðan stráð yfir. Eplunum er raðað •:•❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖.:❖.:❖❖❖❖❖❖❖. einnig flutt í útvarpi syðra og þótti Alda Möller frábær í hlutverki Nóru og Stefán Jóns son fékk lof fyrir túlkun sína á Helmer. Aðrir leikarar voru Júlíus Oddsson, Jónína Þor- steinsdóttir, Hólmgeir Pálma- son o. fl. Eftir nokkurra ára hlé voru „Dómar“ eftir Andrés Þormar fluttir í apríl 1953 undir Gunnarsson. Þulur var Björn Þórðarson. Þetta leikrit var hið fyrsta sem hljóðritað var á Akureyri, en áður hafði verið flutt beint í síma, svo sem fyrr getur. Veturinn 1953—1954 sá Árni Jónsson um marga út- varpsþætti héðan frá Akur- eyri. Þættir þessir báru skap- ara sínum gott vitni, því þeir ' sér heyra í leikritum sem LA hefur flutt í útvarpinu: Lengst til sson, þá kemur Árni Jónsson, og loks Ágúst Kvaran. Myndin af í hlutverki sinu í Swedenhjelmsfjölskyldunni. þóttu bæði fróðlegir og skemmtilegir og fengu þar ýmsir listamenn bæjarins eld- skírn sína bæði í leik, söng, upplestri, gamanvísum o. fl. Alls munu 9 leikþættir hafa verið fluttir í þessum Akur- eyrarkvöldum Árna og má þar m. a. nefna þátt úr Gamla Heidelberg með Brynhildi Steingrímsdóttur og Jóhanni Guðmundssyni í aðalhlutverk um, og Af sama sauðahúsi eftir J. O. Francis með Sig- urð Kristjánsson, Guðmund Gunnarsson og Andrés Guð- mundsson í hlutverkum. í des. 1953 tók LA til út- varpsflutnings Johan Ulv- stjerne eftir Thor Hedberg í leikstjórn Jóns Norðfjörð. Mánudagsblaðið í Rvík sagði svo um þetta framlag LA: „. . . . það er ekki gott að stjórn Jóns Norðfjörð. Auk Jóns léku Þórir Guðjónsson, Ingibjörg Rist, Brynhildur Steingrímsdóttir, Margrét Ólafsdóttir Kondrup, Páll Halldórsson, Kristján Krist- jánsson og síðast en ekki sízt Steingrímur Þorsteinsson frá Dalvík og Sigurður Hallmars- son frá Húsavík, sem vakið hafa einna mesta athygli allra leikara í nágrannabyggðum Akureyrar. Skömmu síðar, eða þ. 25. maí var LA enn á ferðinni og flutti þá „Jörðin bíður“ eftir séra Jakob Jónsson og var Guðmundur Gunnarsson leik- stjóri. Þar komu fram Sigur- jóna Jakobsdóttir, Jón Norð- fjörð, Anna Tryggva, Björn Sigmundsson, Árni Jónsson, Sigríður Pálína Jónsdóttir og leikstjórinn Guðmundur HÆTTIJR AF VÖLDUM RAFMAGIM8 eflir Agnar Arnason 4. þáftttur Rafstraumur er hættulegt afl og getur valdið íkveikju. Það er erfitt að segja til um hvaða straumstærð þurfi svo að úr verði eldur, en fyrir venjulegt tréverk er reiknað með að straumurinn þurfi að vera minnst 0.5 A. Eins og við vitum þá geta margar ástæð- ur verið meðverkandi fyrir hinum svokallaða rafmagns- bruna. Mjög oft er ástæðan óvarkárni og athugunarleysi á meðferð rafmagnstækja og lampa. Ljósbogi er ca. 3000 gráðu heitur og er hann algengastur á hreyfanlegum taugum eins og t. d. lausataugum (snúr- um). Við hreyfingu slitnar einangrunin og þá ná vírarn- ir að leiða saman í tauginni og myndast þá ljósbogi. Mest er íkveikjuhættan af ljósboga sem myndast í herbergi þar sem í eru eldfimir vökvar og gastegundir. Ef tengin eru laus eða - slæmt samband af öðrum or- sökum á þeirri leið sem raf- magnið þarf að komast, mynd ast hiti yfir tenginguna og við aukinn hita verður sam- bandið enn verra, þannig að hitastigið vex. Á þessu sést að vanda verður allar tengingar á rafmagnstaugum og þar sem flestar tengingar eru í rafmagnstöflunni, verður hún að vera úr eldtraustu efni. Laust samband er líklega algengasta íkveikjuorsökin, þegar kviknar í út frá raf- magni. Ef við lítum t. d. á rafmagnstöflu úr tré með utanáliggjandi varhúsum, sem vartappinn (öryggið) er skrúfaður í, kemur oft í ljós að rafmagnstaflan er sviðin við varhúsin vegna hita. Al- gengasta orsökin fyrir þessu er að vartappinn hefur losn- að og við það myndast hiti. Þar sem þessi búnaður er, þarf að herða á varhausnum að minnsta kosti tvisvar á ári. Eftir að mikið rafmagn hefur verið notað er ráðlegt að þreifa á varhúsunum. Ef þau eru það heit að ekki er hægt að halda um þau, þarf að leita fagmanns. Oft er það laus skrúfa eða laust samband sem veldur hitanum. íkveikja vegna útleiðslu skeður á sama hátt og íkveikja vegna slæms sam- bands. í því tilfelli fer raf- magnið aðrar leiðir en það á að fara og getur því víða á leið þess verið laust samband sem veldur hita og jafnvel raf neista. Tæknilegir gallar í sam- bandi við uppbyggingu lýs- ingartækja og lampa eru því miður nokkuð algengir. Þetta stafar líklega af því að lýs- ingartæki virðast í fljótu bragði vera það einföld að þau ættu ekki að gefa tilefni til brunahættu. Lýsingartæki skipa oft fyrsta sæti í erlend- um skýrslum yfir slys og bruna. Mörgum verður það á að gleyma því að lýsingar- tæki er fyrst og fremst upp- hitunartæki, en í öðru lagi tæki til lýsingar. Af þeirri orku sem lampar nota fer iðulega rúm 90% í hita og þá tæp 10% í ljós. Þess vegna verður að tryggja lampa nægi lega kælingu þegar honum er komið fyrir. Yfirborðshiti á 100 W ljósa- peru getur orðið allt að 250 gráður og þar þarf því að gæta þess að ryk safnist ekki á hana. Gerist það að eldur verði Framhald á bls. 6. X í fatið, þannig að kúpta hlið- in er látin snúa upp. Rifsberja hlaup er sett á milli eplanna. Eggjahvíturnar eru þeyttar stífar og sykri bætt út í. Þessu er smurt yfir eplin og þau síð an bökuð í 20 mínútur í 200 gráðu hita. Borið fram með þeyttum rjóma. Að lokum skora hjónin á Sigfríð Einarsdóttur og Otto Pálsson að koma með næstu uppskrift. i t y t ❖ t k ! .♦ * I Aukið hlutafé Islendings Til að trcysta enn frekar fjárhagslega stöðu íslend- ings og gera blaðið veg- legra og f jölbreyttara, hef ur stjórn íslendings h.f. ákveðið að leita eftir aukningu lilutafjár mcðal velunnara blaðsins. Hlutabréfin cru sem fyrr að fjárhæð kr. 2 þús- und, 5 þúsund og 10 þús- und og hljóða á nafn. Stjórn íslendings h.f. ÍSLENDINGUR - 5

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.