Íslendingur


Íslendingur - 04.10.1977, Blaðsíða 1

Íslendingur - 04.10.1977, Blaðsíða 1
37. TÖLUBLAÐ . 62. ÁRGANGUR . AKUREYRI . ÞRIÐJUDAGINN 4. umÚHKK 1977 íslendingur í Ármann "] Hitaveita Akureyrar: r VÖRUSALAN SR ■ HAFNARSTRÆT1104 • AKUREYRI VERZLAR í / VÖRUSÖLUNNI Ármann sigraði i KA og Þór i Um helgina var 1. deildarlið Ármanns i handknattleik hér í keppnisferð og lék við KA á laugardaginn, en Þór á sunnu- daginn. Sigruðu þeir KA, 20- 17, en KA hafði yfir i hálfleik 11-8. Munaði mest um góða markvörslu Magnúsar Gauta i | fyrri hálfleik, en i siðari hálfleik Isóttu Ármenningar i sig veðrið og sigruðu. Bestu menn KA | ásamt Magnúsi voru Jóhann IEinarsson og Þorleifur Anani- asson. | Á sunnudaginn sigruðu Ár- Imenningar Þór með 23-28, en í hálfleik var staðan 14-7. f Þórs- I liðið vantaði nokkra af fasta- Imönnum liðsins, en bestir v'tu Ragnar Þorvaldsson og F r I Björnsson. Hiíaveita Akureyrar: Framkvæmdum míðar vel Veitír fyrstu A kureyringunum yl um áramót - ef tíðhelstgóð Samkvæmt framkvæmda- skýrslu Hitaveitu Akureyrar, sem gerð var um sl. mánaða- mót, þá er staða hitaveitufram- kvæmdanna nokkuð góð og virðist ekki ástæða til að ætla annað en að fyrstu húsin ættu að geta fengið varma frá veit- unni um áramótin - en það veltur á veðurfari nú næstu vik- urnar. Ef litið er til mannvirkja að Laugalandi, þá er reiknað með að dæluhúsið verði fokhelt um miðjan mánuðinn. Einnig er reiknað með að stokkasmíði og leiðslulögn frá loftskiljunni verði lokið á sama tíma. Lokið er við byggingu kjallara undir loftskiljuna og Oddi er að hefja járnsmíðí. Þá er von á dælum í 'borholurnar um íniðjan mánuð inn og það sama et að segja um efni í leiðslur frá holunum í loft- skilju. Þá er von á Jarðbornum Narfa að Laugalandi á næst- unni, en hann á að lagfæra tvær borholurnar. Vinnu við aðveitumannvirki hefur miðað vel áfram á sl. vikum. Norðurverk hefur lokið jarðvegsskiptum og Vegagerðin hefur lokið brúarsmíðinni. Mið fell sér um lagningu aðveituæð- arinnar og var fyrsti hluti hennar, frá Laugalandi að öng- Niðurstöður arkitekta staðfesta umsagnir fslendings Laxdalshús illa farið Stjórn Húsfriðunarsjóðs gerir tillögur um friðun húsa Stjórn húsfriðunarsjóðs hefur gert það að tillögu sinni, að Laxdalshús verði endurbyggt í upphaflegri mynd sem íbúðarhús og gert verði ráð fyrir fastri búsetu í húsinu. Einnig vill stjórnin að gaumgæfilega verði athuguð tillaga félagsmálaráðs, þess efnis, að í húsinu megi verða aðstaða til félagslegrar þjónustu og veitinga, eftir nánari ákvörðun bæjarstjórnar. Þá hefur stjórnin lagt til að húsið verði friðað samkvæmt þjóðminjalögum, A-flokki, ásamt Friðbjarnarhúsi, Nonnahúsi og Davíðshúsi. Sam- kvæmt B-flokki leggur stjórnin til að Aðalstræti 50, 52 og 14, Tuliníusarhús, Höepfnershús, Sam- komuhúsið, Sigurhæðir og Menntaskólinn verði friðuð. Um fyrri helgi komu arkitekt- arnir Hjörleifur Stefánsson og Jón Arnar Einarsson til Akur- eyrar og skoðuðu Laxdalshús ítarlega og gerðu á því mæling- Fóstrur skora á bæjarstjórn að hraða byggingu dagheimila Fimmtudaginn 29. sept. 1977 lcomu fóstrur á Akureyri saman til fundar og ræddu það ófermd- arástand, sem rikir í dagvistar- málum á Akureyri. Þar kom fram að um 300 börn eru á biðlistum dagvist- arstofnana Akureyrarbæjar, fyr ir utan öll þau börn, sem ekki er sótt um vistun fyrir vegna hins langa biðtíma, sem er að jafnaði 1 til 2 ár. Dagheimilispláss eru 4> i hús- næði, sem er ætlað fyrir 26 börn og leikskólapláss eru 135 á tveim leikskólum. Þessar þrjár stofnanir eru allar í gömlu og ófullkomnu húsnæði. Fóstrur skora á bæjaryfir- völd að hraða byggingu fyrir- hugaðs leikskóla i Lundahverfi Framhald á 6. síðu ar. Út frá þeim athugunum verða síðan gerðar teikningar af húsinu eins og það er nú. Tillögur um breytingar á hús- inu þarf síðan að gera með tilliti til upphaflegrar gerðar þess og til hvers á að nota húsið í fram- tíðinni. Þeir Hjörleifur og Jón telja ástand hússins slæmt, en það staðfestir það sem kom fram í íslendingi fyrir rúmu ári síðan. Sú grein varð síðan til þess að skriður komst á aðgerðir til að varðveita Laxdalshús - elsta hús bæjarins. Einna verulegast- ar telja þeir skemmdirnar á hús- inu af völdum steinsteypu, sem sett var utan á útveggi að neðan- verðu fyrir tæpum 20 árum. Ýmislegt fleira er það sem Jón og Hjörleifur tilgreina, sem þarf að lagfæra, t.d. gólfbita, glugga, klæðningu innanhúss og utan, vatns- og raflagnir ásamt hreinlætisbúnaði ofl. Þá er ljóst að húsið hefur sigið all- mikið, sérstaklega að vestan- verðu, og skekkst. Húsið virð- ist gert úr 5 eða 6” júfertum með hefðbundinni grind að þeirra tíma vísu, og fyllt í grindina með reiðingi. Virðist grindin heilleg fyrir ofan steypuna. Niðurstöður þeirra félaga staðfesta það sem áður hefur veri^ bent á um ástand hússins. Ljóst er að byggja þarf það upp að mestu leyti, og vonandi sér fram á verklegar framkvæmdir að vori. Gfsli Jónsson, stjórnarformaður Húsfriðunarsjóðs. Mikið álag hefur verið á smiðun- um við hitaveituframkvæmdirnar og hafa þeir helst þurft að leggja dag við nótt. ulsstöðum, um 2.7 km., þrýsti- prófaður á föstudaginn. Pípu- suðan er langt komin, en festu- suðan er rétt rúmlega hálfnuð. Það sama er að segja um máln- inguna, en einangrun er komin á ‘/á og álkápa^ á V* hluta leiðslunnar. Grétar og Rúnar hf. sjá um að leggja aðveituæð- ina frá Skammagili að Elliheim- ilinu, en á þeim kafla er hún lögð í steyptum stokk. Að mestu er lokið við að steypa stokkinn og pípusuða er um það bil hálfnuð, en festusuðan ekki hafin. 1. áfangi dreifikerfisins, sem Norðurverk annast, er langt á veg kominn og það sama má segja um 2. áfanga. 3. áfangi, sem einnig er unninn af Norður- verki, er hins vegar skemmra á veg kominn, en þar er vinnu að mestu lokið sunnan Þingvalla- strætis og búið að grafa frá Þór- unnarstræti norður í Ullar- þvottastöð SÍS. Grétar og Rún- ar hf. sjá um lagningu 4. áfanga, sem er lang umfangsminnstur. Þar eru framkvæmdir um það bil hálfnaðar. Rekstrar- erfíðleikar hjá L A Leikfélag Akureyrar - sem rekur eina atvinnuleikhúsið ut- an Reykjavíkur. - á við mikla fjárhagserfiðleika að stríða um þessar mundir. Starfsfólkið er ekki margt, en um sl. mánaða- mót var einungis hasgt að greiða hverjum starfsmanni 50 þús. kr. upp í launin fyrir september, að sögn Brynju Benediktsdóttur, leikhússtjóra. - Það eru margir, sem standa í þeirri meiningu, að leikararnir hafi einhver ráð- herralaun og þurfi lítið að vinna, sagði Brynja, en það er mesti misskilningur. Leikaram- ir taka laun samkvæmt 13. launaflokki, sem nú er kr. 128.500, en vinnuskyldan er 178 klst. á mánuði. Boða má leik- arana til vinnu alla daga frá 10-8 og oft eru sýningar og æfingar á kvöldin. Þá æfum við í 7 tíma á laugardögum og sunnudögum, en mánudagur- inn er okkar frídagur, sagði Brynja. Þó við rekum atvinnuleik- hús, þá byggist reksturinn að meira eða minna leyti upp á sjálf boðavinnu, bæði hjá fastráðnu fólki og lausráðnu. Fjárhagur- inn þolir ekki annað. Opin- berir styrkir til okkar á árinu voru ákveðnir á fyrra ári, en þeir hafa ekki hækkað í takt yið annan tilkostnað, sagði Brynja að lokum. Fær NLFA lóð hjá Kjarnalandi Skipulagsnefnd hefur fallist á fyrir sitt leyti, að veita Náttúrulækninga- félagi Akureyrar lóð fyrir heilsu- hæli norðan Kjarnaskógar, austan vegarins að skóginum. Hefur nefnd in lagt til að frekari viðræður fari fram við fulltrúa NLFA um land- þörf og nýtingu lóðarinnar. Hins vegar bendir nefndin á, að fjarlægja þurfi háspennulínur, sem liggja um lóðina, áður en hún verði bygging- arhæf. Míkill lambadauði er nú í Þistilílrði Tugir lamba hafa drepist úr garnafári n - Hérna herjar á okkur garna- fár, sem við stöndum nær ráða- lausir fyrir, sagði Jóhannes Sig- fússon, bóndi og sláturhússtjóri á Þórshöfn, I viðtali við blaðið. - Taka lömbin veikina eftir að þau koma inn á tún eftir göngur. Ágerist veikin mjög fljótt eftir að fyrstu einkenni koma í Ijós og leiðir hún lömbin til dauða á 2-3 tímum. Ég veit dæmi um að minnsta kosti 3 bæi í Þistilfirð- inum, þar sem um 10 lömb hafa drepist á hverjum bæ, sagði Jó- hannes. Stafar þessi garnaeitrun af sýkli, sem mun alltaf vera til staðar í lömbunum, en hann ágerist og veldur eitrun við fóðurbreytinguna þegar lömbin koma inn á tún. Það bar líka talsvert á þessu í fyrra, en nú virðist þetta vera að ágerast og er orðið mun útbreiddara. Við höfum fengið bóluefni við þessu, en það hefur ekkert gagn- að, enn sem komið er, sagði Jó- hannes Sigfússon að lokum. NOROLENZK fyrir Norðlendinga

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.