Íslendingur


Íslendingur - 04.10.1977, Blaðsíða 6

Íslendingur - 04.10.1977, Blaðsíða 6
Faöir okkar. HANNES BENEDIKTSSON, Hafnarstrnti 84, Akureyri, lést ( Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 27. september. Útförin verður gerð frá Reynistaðakirkju í Skagaf irði föstu daginn 7. október kl. 2 eftir hádegi. Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofn- anir. Fyrir hönd systkinanna, Sigurður Hannesson. Fulltrúakjör Verkalýðsfélagið Eining hefur ákveðið, að kjör fulltrúa félagsins á 14. þing Alþýðusambands Norðurlands og 8. þing Verkamannasambands- Islands fari fram að viðhafðri allsherjaratkvæða- greiðslu. Er hér með auglýst eftir framboöslist- um, en þeim skal skila til skrifstofu félagsins í Strandgötu 7 á Akureyri eigi síðar en kl. 17 miðvikudaginn 12. október. Félagið hefur rétt til að senda 25 fulltrúa á þing AN og 13 fulltrúa á þing VMSÍ, en á framboðs- listum skulu einnig vera nöfn jafnmargra til vara. Ennfremur skulu fylgja hverjum framboðslista meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Þing ASN verður haldið á Akureyri dagana 29. og 30. október, en þing VMSÍ verður haldið í Reykja- vík 2.-4. desember. Akureyri, 28. september 1977, Fulltrúakjör Kjör fulltrúa Sjómannafélags Eyjafjarðar á 14. þing Alþýðusambands Norðurlands fer fram að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. Framboðslistum með nöfnum 3 aðalfulltrúa og 3 til vara skal skila til skrifstofu félagsins, Strand- götu 7, Akureyri, eigi síðar en kl. 17 mánudaginn 24. þ.m. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli 31 fullgilds félaga. Akureyri, 3. október 1977, STJÓRN SJÓMANNAFÉLAGS EYJAFJARÐAR Kjörbingó í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 9. okt. kl. 20.30 Ómar Ragnarsson skemmtir. Margir góðir vinningar, svo sem: litsjónvörp, útvörp og fleiri heimilistæki frá Akurvík hf. Vinningar eru til sýnis í verslunarglugga Akurvfk- ur hf., Glerárgötu 20. Miðasala frá kl. 14-16 á sunnudaginn og viö inn- ganginn. STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA, kvennadeild. JUDO Judodeildir K.A., Þórs og Skautafélags Akureyrar hafa ákveðið að hefja innritun í byrjendaflokka. Innritun stendur yfir til 12. október n.k. í íþrótta- húsinu í Glerárhverfi á miðvikudögum kl. 19-20.30 og sunnudögum kl. 17.00-19.00. Upplýsingar eru veittar ísíma 21880á mánudög- um, þriðjudögum og miðvikudögum, frá kl. 19.30 til 22.00. JUDORÁÐ AKUREYRAR. Barnaheimili Framhald af forsíðu og hefja sem fyrst byggingu dagheimilis ( Glerárhverfi. Jóna Frímannsdótiir Sólveig Ingvadóttir Hulda Harðardóttir Hrafnhildur Stefánsdóttir Erla Böðvarsdóttir Hrafnhildur Sigurðardóttir Hrefna Jóhannesdóttir Þorbjörg Sigurðardóttir Ráðhildur Stefánsdóttir Jófríður Traustadóttir Margrét Albertsdóttir Arnþrúður Jónsdóttir Sigrún Ketilsdóltir Þurtður Sigurðardóttir. Lyftingar framhald af bls. 2 væri eftir rússnesku og norsku æfingakerfi og síðar í vetur væri von á Gústafi Agnarssyni og Guðmundi Sigurjónssyni til leið beininga hjá félaginu. Sigur- ganga akureyrskra lyftinga- manna var mikil í unglinga- flokki á sl. ári og nú eru mörg mót framundan. Á næstunni verður Norðurlandamót ungl- inga haldið í Svíþjóð og vonast er til að þangað fari 6 lyftinga- menn frá Akureyri. í stjórn lyft- ingafélags Akureyrar eru: Hjört ur Gíslason, Bernharð Haralds- son, Jakob Bjarnason og Guð- mundur Svanlaugsson. Viðurkenning framhald af bls 2 verður Ifka að láta jafnt yfir all- ar íþróttir ganga. T.d. er blað- inu ekki kunnugt um að körfu- knattleiksmenn Þórs, sem unnu sig upp í 1. deild i fyrra, hafi hlotið viðurkenningu frá bsjar- ráði. Sláturtíð framhald af bls. 8 Að sögn Jóhannesar Sigfús- sonar, sláturhússtjóra og bónda, verður slátrað 15 þús. fjár á Þórshöfn. Er það fé úr Þistilfirðinum og af Langanesi allt að Bakkafirði, en aðeins 2 kúabú eru á þessu svæði, að sögn Jóhannesar. Vinna um 40 manns við slátrunina, en reikn- að er með að henni ljúki 21. október. Sagði Jóhannes að meðalþungi dilkanna væri held- ur hærri það sem af væri, en lokið er við að slátra fé úr Þistilfirði. Hæsti meðalfallþung inn frá einstöku búi, er enn sem komið er frá félagsbúinu á Tunguseli á Langanesi. Þaðan var slátrað 300 lömbum, sagði Jóhannes og var meðalþungi þeirra vel yfir 19 kíló, sem er mjög gott, sérstaklega með tilliti til þess, að yfir 80% af lömbun- um voru tvílembingar. Meðal- fallþunginn það sem af er slátur tíðinni á Þórshöfn er 16.8 kg. Akureyringar sigursælir Aðalfundur Bridgefélags Akureyr- ar var haldinn í Gefjunarsal þriðju- daginn 20. september. Að venju mættu fremur fáir á aðalfund en vonir standa til að þátttaka félaga í vetrarstarfinu verði í öfugu hlut- falli. Ný stjórn var kosin, en hana skipa: Stefán Vilhjálmsson, formaður, Ingimundur Árnason, varaform. Gylfi Pálsson, gjaldkeri, Magnús Aðalbjörnsson, ritari, Guðmundur Víðir Gunnlaugs- son, áhaldavörður. Að venju mun tvímennings- keppni félagsins verða fyrst á dag- skrá, en hún hefst í kvöld, þriðju- daginn 4. október, kl. 20.00 í Gefj- unarsal. Á laugardaginn leiddu akur- eyrskir og siglfirskir bridgespilarar saman hesta sína og spiluðu um veglegan bikar, sem Sparisjóður Sigluíjarðar gaf á sínum tíma. Akureyringar sigruðu með nokkr- um yfirburðum, hlutu 556 stig á móti 340 stigum Siglfirðinga. Sveit Arnars Einarssonar, Akureyri, varð stigahæst, hlaut 155 stig, en sveit Alfreðs Pálssonar varð 1 2. sæti með 142 stig. 13. sæti varð sveit Ævars Katlessonar, sveit Ingimund ar Árnasonar varð 4., sveit Boga Sigurbjarnarsonar frá Siglufirði varð 5., sveit Björns Þórðarsonar, Siglufirði, 6., sveit Páls Pálssonar, Siglufirði, varð 7. og sveit Björns Ólafssonar, Siglufirði, varð 8. Frjálsíþrótta- æfingar á vegum ÍBA verða í íþrótta- skemmunni í vetur á fimmtu- dögum milli kl. 6-7 sd. Fyrsta æfingin verður nk. fimmtudag. ÖUum er heimil þátttaka. - Frjálsíþróttaráð. IOOF - 159107814 • Samkomur hjá Ffladelfiu Lundargötu 12 Almenn samkoma er hjá Fíla- delfíu, Lundargötu 12, hvern sunnudag kl. 20.30. Ýmsir ræðumenn, söngur og tónlist. Almennur bibliulestur hvern fimmtudag kl. 20.30. Verið velkomin. • Sunnudagaskóii Ffladelfiu Börnum og foreldrum er bent á, að Sunnudagaskóli er hvem sunnudag hjá Fíladelfíu, Lund argötu 12, kl. 11 f.h. öll börn hjartanlega velkomin. • Fundur og sunnudagaskóli hjá Zfon Á sunnudaginn verður sunnu- dagaskóli í Kristniboðshúsinu ÍZÍon kl. 11 f.h. öll börn i velkomin. Fundur verður í 1 Kristniboðsfélagi kvenna kl. 4. Allar konur velkomnar. Samkoma kl. 20.30. Ræðu- maður Benedikt Amkelsson. Allir velkomnir. • Krakkar - fundur hjá barna stúkunni Sakleysið Sunnudaginn 9. þ.m. verður fyrsti fundurinn haldinn i barnastúkunni Sakleysið nr. 3 að Hótel Varðborg. Allir krakkar velkomnir. - Gæslu- maður. • Árnað heilla Hinn 17. september sl. voru gefin saman í hjónaband í Munkaþverárkirkju, ungfrú Guðrún Ingveldur Baldurs- dóttir, sjúkraliði, Ytri-Tjörn- um á Staðarbyggð, og Ingvar Þóroddsson, læknanemi, Ásabyggð 3, Akureyri. Heim- ili þeirra er á Ytri-Tjörnum. • Systkinabrúðkaup Laugardaginn 1. októbervoru gefin saman í hjónaband í Ak- ureyrarkirkju brúðhjónin ung frú Svana Hólmfríður Krist- insdóttir, sjúkraliði, Ægisgötu 19, og Hörður Gunnsteinn Jó- hannsson, rafvirki frá Bálka- stöðum í Ytri-Torfustaða- hreppi - og brúðhjóninungfrú Inga Katrin Vestmann, verka- kona, Skarðshlið 5, og Krist- ján Þorsteinn Kristinsson, plötusmiður, Ægisgötu 19, Akureyri. Borgarbíó er að ljúka sýning- um á myndinni „Maður til taks“, sem gerð er eftir sam- nefndum sjónvarpsflokki, sem sýndur var ( sjónvarpinu á sl. ári. Næsta mynd verður „Hreinsað til ( Bucktown“, en í aðalhlutverkum eru Fred Williamson og þeldökka kyn- bomban Pam Grier. Segir myndin frá manni, sem kemur tii heimabæjar síns til að verða við jarðarför bróður sins, en i bænum verður hann var við mikla spillingu, sem hann reynir að uppræta. Kl. 11 á fimmtudaginn verður sýnd myndin „Kvennabósinn", sem er djörf gamanmynd frá Ástr- alfu. Kl. 3 á sunnudaginn verð- ur sýnd myndin um Emil og grfsinn, en myndin er með is- lensku tali. Nýja bíó sýnir i kvöld mynd- ina um Hróa hött og Marian, þar sem Sean Connery og Andrei Hepurn fara meðaðal- 6 - iSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.