Íslendingur


Íslendingur - 15.07.1981, Side 1

Íslendingur - 15.07.1981, Side 1
Heimsókn Forseta íslands til Norðurlands lýkur í dag Forsetinn við setningu Landsmóts UMFÍ Mynd: H. Hansen Svo sem kunnugt er hefur forseti íslands, Vigdís Finnboga dóttir, verið í heimsókn á Norðurlandi að undanförnu. Forsetinn var viðstaddur setn ingu Landsmóts UMFÍ ogflutti þar ávarp. Síðan hefur leið legið austur til Þórshafnar og Raufar hafnar, Húsavíkur, Mývatns- sveitar, Ólafsfjarðar og Dal- víkur. Síðasti dagur heimsóknar forsetans til Norðurlands er í dag og mun þá leiðin liggja um Eyjafjörð framanverðan og síð- an til Akureyrar þar sem heim- sókninni mun ljúka. Hér fer á eftir dagskrá dagsins i dag: Miðvikudagur 15. júlí Kl. 09.00 Ekið fram Eyjafjörð undir leiðsögn séra Bjartmars Krist- jánssonar. Staldrað við í Frey- vangi, Saurbæjarkirkju, Grund og á Kristneshæli. Kl. 12.00 Komið til Akureyrar, þar sem bæjarstjórn tekur á móti for- seta og býður til hádegis- verðar á Hótel KEA. Kl. 14.00 Ekið að Amtsbókasafninu, Slippstöðinni, Elliheimilinu og að Nonnasafni. Kaffi drukkið á Elliheimilinu. Kl. 17.45 Samkoma í Lystigarði Akur- eyrara. Ræðuhöld. Lúðrasveit o. fl. Kl. 19.30 Kvöldverður á Hótel Kea í boði bæjarstjórnar. (Sýslu- nefnd, bæjarstjórn o. É.) Fimmtudagur 16. júlí Kl. 12.30 Brottför frá Akureyrarflug- velli. Bæjarfógeti, bæjarstjóri, forseti bæjarstjórnar og e.t.v. fleiri kveðja forseta. Kl. 13.30 Komið til Reykjavíkur. Kvennaframboð á Akureyri: Leita verður nýrra leiða til að koma konum til áhrifa í bæjarstjórn Annar strætis- vagninn kom- inn í notkun Annar hinna nýju vagna Strætisvagna Akureyrar er nú farinn að flytja fólk um bæinn. ekki er vitað hvenær hinn kemst í gagnið og mun standa á fjármunum til að leysa hann út. A meðan mun annar hinna eldri vagna þjóna bæjarbúum ásamt þeim nýja. Hinir nýju vagnar taka um 79 farþega þar af rúmlega 40 í sæti. „Eftir ballið“ með Miðalda- mönnum Studio Bimbo á Akureyri hefur nýlega sent frá sér plötu með hljómsveitinni Miðaldamönnum. Hljómsveitina skipa Stur- laugur Kristjánsson, Leó Óla son, Birgir Ingimarsson Snorri Guðvarðsson, Viðar Eðvarðsson og Leó Torfa- son. Auk þess syngur Erla Stefánsdóttir meðhljómsveit inni. Studio Bimbo sá um upp- töku en pressum annaðist Alfa í Hafnarfirði. Á miðvikudaginn í fyrri viku °8 Þar sem Þaö virtist reynt til boðaði áhugafólk um kvenna- Þrautar að koma konum í framboð í næstu bæjarstjórnar- örugg sæti á listum^ stjórn- kosningum á Akureyri til fundar málaflokkanna væri sérstakur í Alþýðuhúsinu. kvennalisti það sem næst yrði Talsvert á annað hundrað grípa til. manns mættu á fundinn og voru Ekki voru þó allir þeirrar konur í miklum meirihluta. skoðunar að eingöngu konur Svava Aradóttir setti fundinn skyldu skipa listann. I ræðum og fundarstjórar voru Nanna kom fram að konum þykir Atladóttir og Elín Antonsdóttir helst til mikið einblínt á ýmsar en fundarritarar Ingibjörg verklegar framkvæmdir þótt Eiríksdóttir og Sigríður Þor- góðar væru, en hinn mann- steinsdóttir. eskjulegi þáttur vildi gleymast Stuttar framsöguræður fluttu eða verða útundan. Valgerður Magnúsdóttir, Hólm Ljóst var á fundinum að fríður Jónsdóttir, Karólína Stef talsverð hreyfing er nú komin á ánsdóttir og Guðmundur Sig- rnálið og er ætlunin að efla enn valdason. Þá voru umræður í sturfið og safna liði til frekari hópum og loks almennar um- átaka og styrkja samstöðuna rægur og mun annar fundur haldinn á næstunni og þá farið að Fundarmenn virtust ein- hyggja að drögum að stefnu- huga um að hlutur kvenna í skrá fyrir hinn nýja lista ef af stjórnun bæjarins væri of lítill framboði verður. Fiskhjallar á Gleráreyrum Mynd: Kr. G. J6h. . . . „ella verður gripið til við- eigandi ráðstafana“ íbúar við Lyngholt á Akureyri hafa nú sent bæjarstjórn mót- mæli vegna fiskhjalla í nágrenn- inu. í bréfí íbúanna segir: „Við undirritaðir íbúar við Lyngholt mótmælum harðlega staðsetningu hjalla Útgerðar- félags Akureyringa h.f. á bökk- um norðan Glerár. Hjallar þessir eru í ólöglegri fjarlægð frá íbúðarhúsum við Lyngholt og er óþolandi með öllu að búa við þann óþef og flugnamergð er leggur frá hjöll- unum. Krefjumst við þess að hjallarnir verði fjarlægðir tafar- laust, ella verður gripið til viðeigandi ráðstafana.“ Nú hefur bæjarráð bannað Útgerðarfélaginu að hengja upp meiri físk í hjallana á Glerár- eyrum og hefur bent á Þórsnes norðan Krossaness sem hugsan- legan framtíðarstað fyrir hjalla. MENGUN AF HÁVAÐA í HAFNARSTRÆTI? Á fundi heilbrigðisnefndar Akureyrar 22. júní s.l. er meðal annars fjallað um hávaðamengun í Hafnar- stræti. í fundargerð segir m.a.: „Ólafur H. Oddsson ræddi um hávaða í Hafnarstræti og talaði fyrst og fremst um þann hávaða er stafaði af vél- hjólum. Taldi hann þetta vera nokkuð alvarlegt mál, bæði væri af þessu mikil óþægindi og jafnvel skaðsemi. Ræddi hann möguleika á því að koma í veg fyrir þetta. Samþykkt var að fela heil- brigðisfulltrúa að gera hávaða mælingar í Hafnarstræti til að kanna hávaðann og leggja niðurstöður fyrir næsta fund. Jafnframt að kanna hjá lög- reglu hvaða ráðstafanir væru gerðar af hennar hálfu til að koma í veg fyrir þetta.“ Það er SPARNAÐUR fyrir Norðlendinga að drekka SANA drykki

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.