Íslendingur


Íslendingur - 15.07.1981, Page 4

Íslendingur - 15.07.1981, Page 4
Útgefandi: íslendingur hf. Ritstjóri og ábm.: Kristinn G. Jóhannsson Auglýsingastjóri: Guölaug Sigurðardóttir Gjaldkeri: Ottó Pálsson Framkvæmdastj. og dreifing: Haraldur Hansen Ritstjórn, simi: 21501 Auglýsingar, simi: 21500 Áskriftargjald: kr. 35.00 á ársfjórðungi Lausasala: kr. 5.00 eintakið Auglýsingaverð: kr. 40.00 dálksm. Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar Forseti íslands á Norðurlandi Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, er nú að Ijúka ferð sinni um austanvert Norðurland. Forsetinn hefur kbmið víða við og hvarvetna verið fagnað svo sem verðugt er. í dag lýkur þessari heimsókn forsetans á Akureyri. Þaö hefur verið Norðlendingum sérstök ánægja að hafa forsetann i heimsókn þessa sólskinsdaga og heimsóknin verið til þess fallin að efla enn þau tengsl sem er milli þjóðhöfðingja og þjóðar. í litlu samfélagi sem okkar verða þessi tengsl nánari en almennt gerist, og persónulegri, svosem eðlilegt er hjá þjóð sem einatt lítur á sig sem stóra fjölskyldu. Við Norðlendingar vonum að heim- sóknin hingað norður hafi verið Vigdísi Finnboga- dóttur til ánægju með sama hætti og heimamenn fögnuðu því að fá að taka á móti henni sem Forseta íslands. Að loknu landsmóti UMFÍ Sautjánda Landsmót UMFÍ er nú lokið á Akureyri. Ekki hefur sennilega í annan tima verið meira fjölmenni gesta i bænum helden um s.l. helgi þegar menn giska á að fjöldi þeirra sem heimsóttu bæinn hafi nálgast íbúana að fjölda. Það er einsýnt að undirbúningur og framkvæmd svo fjölmenns móts hefur verið ærið verk fyrir mótsstjórnina og aðra þá er að unnu. Það er almennt mál manna að vel hafi til tekist. Ekki aðeins að mótið hafi farið þannig fram að sæmandi væri heldur voru einnig unnin þau afrek i íþróttum að sýnt er að þrátt fyrir allt er öflugt iþrótta- og æsku- lýðsstarf unnið innan ungmennafélaganna og þátttakendum í því starfi fer fjölgandi. Það kjörorð ungmennafélaganna að rækta land og lýð er sannarlega enn í fullu gildi og er ánægjulegt að sjá árangur þeirrar ræktunar í menningarlegum leik og keppni. Það er nýlunda á þessu landsmóti að nú tóku fatlaðir í fyrsta skipti þátt. Það er verðugt og sjálfsagt að ungmenna- hreyfingin gangi fram í því að efla þátttöku þeirra, sem við fötlun búa í íþróttum og félagsstarfi yfirleitt. Það er ánægjulegt til þess að vita að fatlaðir hasla sér nú völl á fleiri sviðum og sýnilegt að sú umræða sem fram hefur farið upp á síðkastið um kjör þeirra og vanda i samfélagi hinna fullfæru ber tilætlaðan árangur á mörgum sviðum. Jafn- rétti þeirra verður þó ekki afgreitt á einu ári, sérstaklega helgað þeim, heldur er þetta aðeins upphaf þeirrar jafnréttisbaráttu sem háð skal til sigurs. Ungmennafélagi (slands, og þó einkum þeim sem um framkvæmd landsmótsins sáu nú, er hér með óskað til hamingju með framkvæmd alla og þess óskað að hugsjónir þær sem ungmenna- félögin hafa að leiðarljósi megi enn eflast landi og lýð til blessunar. _ ... I Óhætt er að segja að Akureyri hafi verið sá staður á landinu sem augu flestra beindust að enda mun landsmót UMFI vera eitthvert mesta íþrótta- mót sem hér hefur verið haldið, altént hið glæsilegasta. Landsmót hófst að morgni föstudags þess 10. með körfu- bolta, knattspyrnu og sundi. Um klukkan 19.00 var safnast saman í skrúðgöngu við nýju Iþróttahöllina og haldið niður Þórunnarstræti, suður Glerár- götu og síðan gengið inn á Iþróttavöll Akureyrar þar sem mótssetning og útisamkoma var. Tókst hún vel og flutti margt stórmennið ræður, þar á meðal frú Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, Pálmi Gíslason, formaður UMFI og Ingvar Gíslason, menntamála- ráðherra. Ef eitthvað var hægt að finna að mótsetningunni á föstudagskvöld þá var hún of löng og langdregin en þess ber þó að gæta, að Landsmót UMFÍ er einungis haldið þriðja hvert ár. Eigi færri en 27 ungmenna- félög sendu keppendur til mótsins og munu keppendur hafa verið kringum 1200. A einum og sama tíma var keppt á 8-10 stöðum víðs vegar um bæinn og tókst mótið í alla staði frábærlega vel. Aldrei hefur slík reisn verið yfir nokkru ungmennafélagsmóti sem nú og hjálpaðist margt að. Framkvæmd mótsins var til fyrirmyndar, íþróttamann- virki næg og veðrið í heild gott, sól og blíða. íþróttamót áborð við þetta er mikið fyrirtæki og útheimtir mikla vinnu og mikið fé sem skilar sér væntanlega að mestu aftur í aðgöngumiðasölu, o.fl.þ.h. En ungmennafélagsmótið er orðið svo stórt og þungt í vöfum að ótrúlegt er að minni bæjar- og sveitarfélög ráði við þau ó- breytt. Allir keppendur er rætt var við rómuðu aðstöðuna og framkvæmdina og voru sam- mála um, að Akureyri væri ákaflega heppilegur staðurfyr- ir mót sem þetta. Það sem hér fer á eftir er engan veginn tæmandi úttekt á mótinu heldur verður stiklað á stóru og minnst á það helsta er fyrir augu bar á þessu mikla móti. Eins og jafnan áður bar frjálsar íþróttir hæst á Ung- mennafélagsmótinu og var oft um mikla keppni að ræða og frækin afrek unnin. Fyrsta grein mótsins var spjótkast kvenna og sigraði íris Grönfelt UMSB all örugg- lega með 42.96 metra, sem gaf félagi hennar 6 stig í stiga- keppni mótins. Síðan rak hver greinin aðra, misjafnlega spennandi en ætíð með mikilli keppni. Eins og ávallt á stórmótum kemur fram afreksfólk sem stendur öðru framar hvað árangur varðar og það er þetta fólk sem lengst verður minnst síðar. Þetta landsmót er engin undantekning fyrri móta. Að vísu var flest þetta íþróttafólk þekkt fyrir en sigrar á lands- móti eru ætíð eftirtektarverðir. Það er ógjörningur að ætla sér að meta á vogarskálum hversé öðrum fremri, til þess eru íþróttagreinarnar of líkar. Það dylst þó engum er með fylgdist, að Jón Diðriksson UMSB bar nokkuð af í karlaflokki frjálsra íþrótta, a.m.k. í lengri hlaup- unum sem hann tók þátt í, 800 metra, 1500 og 5000 metra hlaupi. Hann vann 800 metr- ana á nýju landsmótsmeti, 1.55,5 mínútur en þó virtist sem Jón gæti miklu meira en hann hafði sáralitla keppni. Keppnin var þó enn minni í lengri hlaupunum því kappinn hreinlega kvaddi keppinauta sína og vann 1500 metrana á 4.06.4 mínútum og 5000 metr- ana 14.39.6 mínútum og tryggði félagi sínu þar með 18 stig. En það voru fleiri iðnir við kolann, Gísli Sigurðsson UMSS tryggði félagi sínu 17 stig er hann sigraði 110 m grindarhlaupi á 15.6 sek. stangarstökk með því að fara 4.30 m og verða annar í 100 m hlaupi, sjónarmun á eftir Agli Eiðssyni UÍA á 11.1 sek. Sannarlega fjölhæfur piltur sá. Sama má segja um Egil Eiðsson UIA sem virtist kunna vel við sig á Akureyrarvelli. Egill vann 100 metra hlaupið eins og áður kom fram og 400 metrana á 49.6 sek. sem er landsmótsmet, var í sigursveit- im þeirra Austfirðinga í 1000 m boðhlaupi 2.03.8 mín. og 4X100 m (45.3 sek.) og varð loks fjórði í 800 m hlaupi á 1.58.00 mín. Eftir þessa upp- talningu getur hver séð að val mestu afreksmanna er engan veginn auðvelt. Nafn Vésteins Hafsteinssonar kom mikið við sögu í kastgreinunum og Einar Vilhjálmsson vann eitt glæsi- legasta afrek mótsins með því að kasta spjótinu 75.07 metra. Kári Jónsson HSK stóð vel fyrir sínu svo ekki sé talað um Á landsmóti er m.a. keppt í jurtagreiningu og er það íþrótt út af fyrir sig. 4 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.