Íslendingur


Íslendingur - 12.02.1980, Blaðsíða 5

Íslendingur - 12.02.1980, Blaðsíða 5
dæmis nefnt, að algengt var þá að við keyptum saumnálar og renndum úr þeim óróaása, og þegar ég kom til Sviss til fram- haldsnáms í úrsmíði, þá neituðu Svisslendingar að trúa að slíkt væri gert á smáverkstæði norð- ur á hjara veraldar. En neyðin kennir naktri konu að spinna, og innflutningshöft og önnur óáran í íslensku þjóðlífi þá á tímum beinlínis neyddi okkur til að smíða ýmislegt, sem van- hagaði um á meðan Pétrar og Pálar í „kerfinu“ voru að velta því fyrir sér, hvort leyfa ætti þeim úrum sem landsmenn áttu, að ganga áfram, eða hvort tím- inn skipti í raun og veru nokkru máli, - en nú er ég kominn út á hálar brautir, sem best er að sleppa að þessu sinni, hafðu samt eftir mér, að ég hef ýmis- legt við „kerfið“ að athuga. - - Þú fórst í framhaldsnám til Sviss. Mér er sagt, að þú dáir Svisslendingar mest allra þjóða. - Já, þú mátt bóka það! Af þeirri þjóð gætum við fslend- ingar mikið og margt lært, en vonin dofnar nú með hverju ári um, að það verði á meðan ég tóri. Þó skulum við aldrei segja aldrei. Nóg um það. En af Sviss- Renndum óróaása úr saum- nálum Til vinstri: Jón grúfirsig yfir vanda- sama aðgerð. Til hægri: Gini lærði íslenski kven- úrsmiðurinn. lendingum tel ég mig hafa lært ómetanlega hluti, ekki aðeins í úrsmíði, heldur einnig á mörg- um öðrum sviðum. - Stofnar þú þitt eigið fyrir- tæki strax þegar þú kemur heim? - Nei, það var ekki fyrr en árið 1961, að ég hóf sjálfstæðan rekstur. Ég byrjaði í Hamborg, þar sem nú er Cesar, og var þar þangað til ég keypti húsnæði í Kaupvangsstræti 4, og þar er ég enn. - Og rekur nú stærstu úr- smíðavinnustofu landsins? - Ég veit það nú ekki, en á sl. ári störfuðu hér auk mín og pabba tveir úrsmiðir, þau Stefán Sigurðsson frá Reykja- vík og Guðbjörg Einarsdóttir, en hún er eini íslenski kven- maðurinn, sem lokið hefur prófi í úrsmíði. Jafnréttið er í góðu lagi hér hjá okkur. Auk þess vinna hér Halldóra Einarsdótt- ir, afgreiðslustúlka, Ólöf og Bjarni, börn mín og Sigrúnar Helgadóttur, og síðast en ekki síst vinnur Sigrún hér ómetan- leg störf í sambandi við inn- kaup, innflutning og alls konar störf, sem vinna þarf í svona fyrirtæki og þeir þekkja sem við þetta fást, að eru ótrúlega mikil. Nú, íhlaupafólk er einnig tals- vert, og á síðasta ári voru 15 á launaskrá hjá fyrirtækinu. - Flytjið þið talsvert inn af úrum sjálf? - Svo til allt, og ég hef alla tíð lagt kapp á að hafa einungis góða vöru til sölu. Stundum hef ég ef til vill skaðast eitthvað á því fjárhagslega, því oft er það svo, að upp koma og eru auglýst mikið ódýr úr, sem oftast eiga að vera byggð á einhverjum tækninýjungum. Þetta hefur þó oft reynst vera auglýsingaskrum eitt, og höfum við úrsmiðir ekki farið varhluta af því, þegar fólk kemur með þessi svokölluðu einnota úr og biður okkur að gera við þau, kannski nýbúið að kaupa þau. En þau eru bara ekki byggð þannig, að hægt sé að gera við þau og því situr kaupandi þessara úra oft eftir með sárt enni. En slík auglýs- ingaherferð er nú í gangi, svo sem ekki hefur farið fram hjá fólki og þarf ekki í sjálfu sér að hafa mörg orð um hana. Það eru alltaf til menn sem kaupa sér t.d. Trabant, aðrir kaupa sér Mercedes Benz, einn kaupir sér bréfþurrkur til einnota, aðrir kaupa handklæði, og svo mætti lengi telja. Góðu úri getur mað- ur treyst til að telja tímann rétt, lélegu úri ekki. - Eru svokölluð kvartsúr nú orðin ráðandi á markaðnum? - Já, heita má að þau séu að verða í meirihluta í dýrari gerð. Fólk áttar sig ekki almennilega á þessu, þar sem það heldur að kvartsúrin séu öll með ljósum og hlaupandi tölustöfum, en þessi nýja tækni er einnig komin í venjulegar gerðir af úrum, þ.e. með vísum og skífu og líta út alveg eins og og gömlu úrin. Breytingar eru um þessar mundir örar í framleiðslu úra og því hef ég undanfarin ár farið margar ferðir erlendis til að kynna mér nýjungar á þessu sviði, en það er ákaflega nauð- synlegt, ekki síst í sambandi við viðhald úra. í sambandi við endingu gömlu úranna get ég sagt þér, að ég þekki til tveggja bifvélavirkja, sem eru jú ekki í hreinlegustu og þokkalegustu vinnu sem hægt er að hugsa sér, en þeir eru báðir með úr síðan kringum 1944 og það sér ekki á þeim. Á sama tíma eru að koma til okkar 15 og 16 ára krakkar með 2-3 ára gömul úr gjörsam- lega ónýt. Veldur hver á held- ur, stendur einhvers staðar. Meira ræddum við Jón, en hér gefst ekki tóm til þess að ræða það. Þó kom fram, að áhugamál Jóns eru víðfeðm, m.a. hefur hann mikinn áhuga á öllu sem viðkemur tæknivís- indum og tölvufræði. Einnig dreif hann sig þegar er öldunga- deildin hófst hér á Akureyri í hana og hefur nú lokið stúdents prófi í nokkrum greinum kom- inn á fimmtugsaldur. Jón hefur verið áhugamaður um ýmsar íþróttir og auk þess hefur hann gefið sér tíma til þess að byggja upp stærstu úrsmíðavinnustofu landsins. Það hafa víst allir tíma til þess, sem þeir raunverulega ætla sér. Bjarni Jónsson, sá gamli völundur og vísnasmiður, við vinnu sína fyrir nokkrum árum. Norðan- garri skrifar hlutverki Tróju-hestsins. lýsir því yfir í Morgunblaðinu, að slíkt hafi aldrei komið til tals! Forsetaframbjóðandinn, Al- bert Guðmundsson, var fljótur að lýsa því yfir, að hann myndi verja stjórn Gunnars Thorodd- sen vantrausti. Að vísu hafði Albert engan málefnasamning séð, en það skipti ekki máli, allt slíkt er aukaatriði hjá því að Gunnar velgi stólinn. Það er glæsilegt upphaf á kosninga- baráttu forsetaframbjóðandans eða hitt þó heldur! Eða hver get- ur borið traust til manns, sem ekki lætur málefnin ráða? Svari hver fyrir sig. Þeir Pálmi Jónsson og Frið- jón Þórðarson hafa valið þann kostinn að láta líta svo út sem þeir hafi ekki viljað taka afstöðu fyrr en þeir hefðu séð málefnasamninginn. En auðvit- að er mergurinn málsins sá, að þeir hafa fyrir löngu tekið af- stöðu. Hver skyldi svo vera ástæðan fyrir þessu uppátæki Gunnars Thoroddsens, sem er í algjörri andstöðu við þingflokk sjálf- stæðismanna, að fyrrtöldum þingmönnum undanskildum? Hér hlýtur að vera um djúp- stæðan málefnalegan ágreining innan flokksins að ræða, kynni einhver að svara. En því er ekki þannig varið. Hér er um að ræða persónulega metorða- girnd eins manns, sem skeytir engu um stefnumál fiokks síns, eða hagsmuni þjóðarinnar. í munni Gunnars Thoroddsens heitir það að finna til ábyrgðar sinnar sem aldursforseti þings- ins. Skósveinar aldursforsetans hljóta að bera sömu ábyrgðar- tilfinningu í brjósti, því eftir höfðinu dansa limirnir. Þótt framsóknarmenn og kommúnistar setji hagsmuni þjóðarinnar skör lægra en per- sónulega metorðagirnd aldurs- forsetans er þorri sjálfstæðis- manna á annarri skoðun. Þjóðinni er nauðsyn á styrkri ríkisstjórn, en það verður ríkis- stjórn aldursforsetans ekki, enda gengur aldursforsetanum annað til en ábyrgðartilfinn- ingin. Hann er fyrst og fremst að vega að eigin samherjum, og þess vegna eru framsóknar- menn og kommarkátir, og veita honum vitaskuld lið til þess. Það er ömurlegt hlutskipti, sem Gunnar Thoroddsen hefur nú vaiið sér í íslenskum stjórn- málum, og rislítill endir á ann- ars að mörgu leyti glæsilegum stjórnmálaferli. Gunnar hefur valið hlutverk Tróju-hestsins. Gunnar Thoroddsen hefur sungið sinn svanasöng, en í hans hörpu eru nú allir strengir falskir. • Tómir eða fullir „Það verða tómir titilhafar meðal keppenda á Reykja- víkurmótinu", sagði Éinar Einarsson, forseti Skáksam- bandsins í sjónvarpsviðtali á dögunum. Það var lán að þeir eru bara tómir, hvernig hefði farið ef þeir hefðu allir verið fullir?!! • Norðurland að draga í land Nú hefur Norðurland, blað Alþýðubandalagsmanna á Norðurlandi, fellt seglin og kemur ekki út um sinn. Norðurland fór af stað með miklum pilsaþyt á sínum tíma undir stjórn Vilborgar Harðardóttur, sem naut bak stuðnings Kristínar Ólafs- dóttur. Síðan fór Vilborg suður og hóf störf hjá aðal- málgagninu sínu og þá var eins og Norðurland missti strax „sálina“, hvernig sem á því stóð. Það hefur aldrei borið sitt barr síðan oghefur nú sprungið á limminu um sinn, hvað sem verður. • Annar bjartsýnn Við sögðum frá einum bjart- sýnum í síðustu viku, en nú höfum við frétt af öðrum. Hann talaði alltaf um að flaskan væri hálffull þegar hún var hálftóm. • Fyrst að fylla upp - svo að malbika Bæjarstarfsmenn hafa unnið af kappi við að fylla upp í Pollinn í vetur og hvergi svikist undan. Finnst flestum nóg um. Höepfnersbryggj- urnar fara að hverfa bráðum og samkvæmt miðbæjar- skipulaginu er meiningin að fylla yfir gömlu Torfunefs- bryggjurnar líka. Bæjarbúar geta hins vegar enn haft áhrif á þá ráðagerð ef þeir taka sig saman. Verði þetta hins vegar úr, þá er komin bein lína frá Strandgötu og inn úr. Síðan er hugmyndin að leggja veg þvert yfir Leirurn- ar hjá „Árnagarði“. Þá verð- ur Pollurinn orðinn „fer- kantaður", eins og einn gamall Innbæingur orðaði það. Siðan verður haldið áfram við landvinningana í Pollinum - og að lokum malbikað yfir. Eftir öld verður svo tekið til við að moka upp úr Pollinum aftur. Þá verða sennilega margir sagnfræðingar á fullum laun um við að grafast fyrir um, hvernig mönnum datt þetta í hug. • A ð búa til brandara Gott ráð til að búa til brand- ara: Hlæja fyrst innilega og lengi, skella sér svo á lær og þurrka tárin - og hugsa svo aftur á bak. Prófaðu bara. • Enn ekkert á Dag Dálkurinn að verða búinn - og enn ekkert farið að „skjóta" á Dag! • Valtur í sessi „Styðja Eggert með Gunn- ari“, segir í fyrirsögn Dag- blaðsins. Ætli Eggert hafi verið að falli kominn? ÍSLENDINGUR - 5

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.