Íslendingur - 12.02.1980, Síða 6
..íþróttir...íþróttir...íþróttir...íþróttir...íþróttir..
Þessa mynd tók Ragnar Þorvaldsson fyrr í vetur úr leik KA og Þórs. Misjafnt var gengi þessara liða nú um helgina,
en þau leika gegn hvort öðru um nk. mánaðamót.
Tap og aftur tap hjá Þór í handbolta:
Fállbarátta
framundan
Það blæs ekki byrlega fyrir 2.
deildarliði Þórs eftir för þess til
Vestmannaeyja um síðustu
helgi. Liðið mátti þola tvö töp,
sem ekki var þó bætandi ofan á
þá stöðu, sem það er í.
Á laugardaginn léku Þórsar-
argegn Tý, og eftir fremurgóða
byrjun, þar sem Þórsliðið var
tveimur mörkum yfir í leikhléi,
14-12, virtist það vera með
unninn leik. En þegar fjórar
mínútur voru til leiksloka,
hrundi allt skipulag til grunna.
Týr skoraði sex mörk gegn einu
marki Þórs og sigraði 26-25.
Hrakfarir Þórs voru ekki þar
með úr sögunni. Daginn eftir
var leikið við Vestmannaeyja-
Þór, sem vermir neðsta sæti
deildarinnar, hafði ekkert stig
hlotið fyrir þessa viðureign, og
sigraði heimaliðið, þar sem
dómararnir réðu lítt við hlut-
verk sitt, 24-20, í hörkuleik.
Eyjamenn höfðu leitt, 11-8, í
leikhléi.
Staða þessara tveggja Þórs-
liða er afleit og bendir allt til
þess að annað hvort þeirra leiki
í 3. deild næsta keppnistímabil.
2. ídeild Islandsmótsins í handknattleik:
Staða KA-liðsins sterk
eftir vel heppnaða suðurferð
„Leikurinn gegn Ármenningum var ótrúlega léttur og
sigurinn aldrei í hættu, Við vorum á tímabili 10 mörkum
yfir og gátum leyft okkur þann munað að slappa af
undir lok leiksins. Það kom sér líka vel seinni daginn, er
við lékum við Þrótt. Sá leikur var mun erfíðari og með
tilliti til þess að vera tveimur mörkum undir þegar 30
sek. voru til leiksloka, getum við vart talist annað en
heppnir að ná þar í annað stigið.“ Þetta voru orð
fyrirliða KA-iiðsins í handknattleik, Þorleifs Ananías-
sonar, eftir vel heppnaða för suður til Reykjavíkur nú
um helgina.
KA sigraði Ármann með 25
mörkum gegn 18 eftir að hafa
verið yfir í hálfleik, 13-8. Flest
mörk gérðu Alfreð 12, Gunnar
Gíslason 6, og Þorleifur 5.
Magnús Gauti varði 4 vítaköst í
leiknum.
Jafntefli varð síðan gegn
Þrótti, 22-22. Þróttarar leiddu
nær allan leikin og höfðu 5
mörk yfir í hálfleik, 13-8. KA-
liðinu tókst hins vegar smám
saman að vinna upp þennan
mun og tryggðu sér, eins og fyrr
segir, annað stigið á síðustu
mínútunni með mörkum þeirra
Þorleifs og Ármanns. Flest
mörk KA-manna gerðu Þorleif-
ur 7, Alfreð 6, og Gunnar 4.
Aðspurður um stöðu liðsins í
dag sagði Þorleifur: „Ég tel að
það verði einkum þrjú lið, sem
muni berjast um sigurinn,
Fylkir, ÞrótturogKA. Hinumá
þó ekki gleyma, að deildin er
mjög opin og við eigum eftir
fimm erfiða leiki, þar sem eru
bæði Eyjaliðin á útivelli og svo
hér heima Fylkir, Afturelding
og erkióvinurinn, Þór“. Að
síðustu gat Þorleifur þess, að
þeir Ármann Sverrisson og
Friðjón Jónsson hefðu nú báðir
leikið með liðinu og væri koma
Bætt aðstaða við Strýtu
Sl. Laugardag var opnuð í
Hlíðarfjalli ný snyrti- og salern-
isaðstaða fyrir skíðafólk við
Strýtu. Einnig er þar í annarri
álmu aðstaða til þess að skjótast
inn og borða nesti og hlýja sér.
Er þetta til mikils hagræðis fyrir
skíðafólkið, sem hingað til
hefur þurft niður í hótel til að
sinn öllum þörfum líkamans.
Þá er og þarna prýðis aðstaða
fyrir mótsstjórn skíðamóta, sem
segja má að hafi verið kvalræði
viðkomandi fram að þessu.
Allur er frágangur og aðbúnað-
ur þarna til fyrirmyndar.
Þá voru fréttamönnum einn-
ig sýnd ný tímatökutæki, sem
fengin hafa verið frá Austurríki
og munu vera af fullkomnustu
gerð. Lionsklúbbarnir í bænum
sameinuðust um að styðja
Skíðaráð Akureyrar til þessara
kaupa, en tækin munu kosta um
það bil 2 milljónir.
Að ofan eru nýju tímatökutæk-
in, sem Lionsmenn aðstoðuðu
Skíðaráð við að kaupa, og að
neðan er húsið með hinni nýju
snyrtiaðstöðu.
þeirra óneitanlega styrkur fyrir
liðið. - e.p.á.
Vestmannaeyja-Þór er enn
neðst með tvö stig, en Akureyr-
ar-félagið er skammt undan
með fjögur. Næsta lið neðanfrá
er svo Týr með 7 stig, þannig að
hvert stig er dýrmætt þegar
komið er út í seinni hluta
mótsins og það lið sem næst-
neðst verður þarf að leika við 3.
deildarlið um tilverurétt sinn í
deildinni.
Axlarliðurinn
réði úrslitum
Sl. laugardag var haldið í
Reykjavík júdómót fyrir 3.
kyo og lægri gráðaða. Kepp-
endur voru allmargir og var
þeim skipt í þrjá flokka.
Tveir júdómenn frá Akur-
eyri tóku þátt í þessu móti,
þeir Brynjar Aðalsteinsson
og Jón Hjaltason. Keppti
Brynjar í léttasta flokki en
Jón í 70-80 kg. flokki.
Brynjar, sem lenti í öðru
sæti í sínum flokki, varð fyrir
því óhappi snemma í úrslita-
glímunni um gullverðlaunin
að fara úr axlarliðnum.
Hann þrjóskaðist þó við að
hætta, en þegar aðeins 40
sek. voru eftir til loka
glímunnar varð hann að játa
sig sigraðan af eigin öxl, en
Brynjar var þá eitt Wassari
(7 stig) og tvö koka (3 stig) á
móti aðeins einu wassari
andstæðingsins.
Jón Hjaltason hafnaði
einnig í öðru sæti í sínum
flokki.
Sunnudaginn 3. þessa
mánaðar fór fram í Reykja-
vík síðari hluti afmælismóts
JSÍ. Keppt var í opnum
flokki karla og flokki sveina
17 ára og yngri. Tveir
akureyrskir júdómenn tóku
þátt í þessu móti. Þeir Bjarni
Stefánsson og Broddi
Magnússon, báðir 16 ára.
Sveinaflokknum var skipt
í tvo flokka og glímdu þeir
Bjarni og Broddi í þeim
yngri. Bjarni hafnaði í öðru
sæti en Broddi, sem hefurátt
við þrálát meiðsli að stríða í
vetur, lenti í fjórða sæti.
Bókhaldsþjónusta og
ráðgjöf í skattamálum
Skattaþ/ónustan sf.
EINAR GUÐNASON VIÐSKIPTAFR.
HAFNARSTRÆT1108 SÍMI96 24922 PÓST BOX 733 602 AKUREYRI
\sVeft'
KVJ
6 - ÍSLENDINGUR