Íslendingur - 12.02.1980, Blaðsíða 8
Aukin
síma-
þjónusta
Lækna-
miðstöðv-
arinnar
Eins og fram kemur í aug-
lýsingu í blaðinu í dag hefur
verið ákveðið að breyta
nokkuð afgreiðsluháttum
á Læknamiðstöðinni frá og
með mánudeginum 18.
febrúar n.k. í þeirri von, að
það geri mönnum auðveld-
ara að ná sambandi við
stöðina og lækna þar.
Þessar breytingar eru
aðallega þrenns konar:
1. Aukin símaþjónusta.
2. Breyttir símaviðtals-
tímar.
3. Breyting á opnunar-
tíma.
Læknamiðstöðin hefur
fengið nýtt símanúmer
25511 til viðbótar aðal-
númerinu, sem er eins og
áður 22311. Þetta nýja
númer, 3 línur, er eingöngu
ætlað fyrir þá sjúklinga,
sem þurfa að panta viðtals-
tíma hjá lækni. Samkvæmt
okkar reynslu er um það bil
helmingur allra símtala við
stöðina, sem er varðandi
tímapantanir og hlýtur því
að létta mjög á aðalsíma
stöðvarinnar við þessa
breytingu. Það skal sér-
staklega ítrekað að þessi
sími er ei ngöngu fyrir tíma-
pantanir, og það er ekki
hægt að ná sambandi við
lækni í þessum síma.
Þá hefur símaviðtals-
tímum lækna verið breytt
og þeir færðir til á þann
hátt, að aðeins einn læknir
á stöðinni hefur síma-
viðtalstíma í einu. Þessi
ráðstöfun er einnig gerð
með það fyrir augum að
auðvelda mönnum að ná í
lækni í síma.
Að lokum hefur verið
ákveðið að opna kl. 8 á
morgnana og hefja 3 lækn-
ar þá viðtalstíma; þó aðeins
samkvæmt tímapöntun.
(Frá Læknamiðstöðinni.):-
Einar
Bolla
og félagar
gegn Þór
Mikið verður um að vera í
körfuboltanum um næstu
helgi hér á Akureyri. Föstu-
dagskvöld kl. 20 mætast í
Bikarkeppni KKÍ Þór og
KR-b, en þar eru m.a. Einar j
Bollason og hans gömlu fé-
lagar úr KR ásamt blökku-
manninum John Hudson. Á
laugardag er svo annar bik-
arleikur, þá í 2. fl. milli Þórs
og Vals. Á sunnudag er svo
einn af úrslitaleikjum 1. deild
ar, en þá mætast Þór og Ár-
mann. Spurningin er, hvern-
ig gengur Þórsurum að
hemja Danny Shouse?
Lögfræðíþjönusta
BENEDIKT ÚLAFSSON HDL.
Hafnarstræti 94 - Sími 24602
ið£
-sV* MALNING
ollum regnoogans
litum og annað til híbýlaprýði
íslendingur
Slippstöðin hf afhendir Hilmi SU-171
Ný
þjónusta
við
heyrnar-
daufa
Heilsuverndarstöð Akur-
eyrar hefur nýlega tekið að
sér ýmsa þjónustu við heyrn-
ardaufa á Norðurlandi, sem
Heyrnar- og talmeinastöð
íslands hefur fram til þessa
ein séð um.
Má þar nefna heyrnar-
mælingar, heyrnartækja-
meðferð, t.d. prófun tækja
og leiðbeiningar um meðferð
og einnig mótatöku af eyrum
vegna heyrnartækja. Þá eru
þar og til sölu rafhlöður,
snúrur o.fl.
Þessi þjónusta verðurveitt
hjá Heyrnardeild Heilsu-
verndarstöðvar Akureyrar
alla þriðjudaga kl. 14-16.
Smíði lokið á
réttum 12 mán.
Sl. lauga.dag ’ ar t^gerðar-
félaginu Hilmi hf. á Fáskrúðs-
rirði afhent hið nýja skip sitt,
sem Slippstöðin á Akureyri
hefur smíðað.
Samningur um smíði skipsins
var undirritaður í apríl 1978 en
fékk ekki staðfestingu viðkom-
andi yfirvalda fyrr en í lok ágúst
sama ár og tafði það nokkuð
upphaf smíðinnar. Fyrsti botn-
hlutinn var lagður á garða um
miðjan febrúar 1979, skipiðvar
sjósett 4. janúar sl. og var þá
skírt Hilmir SU-171, og er nú
smíði þess lokið réttum 12
mánuðum eftir að kjölurinn var
lagður.
Hönnun skipsins, sem er að
burðargetu 1391 tonn, miðaðist
í megindráttum við það að
skapa burðarmikið fiskiskip við
takmarkaða djúpristu, vegna
takmarkaðs dýpis í mörgum
höfnum, og viðunandi gang-
hraða. Meðalganghraði í
reynslusiglingu reyndist vera 14
hnútar.
Hilmir er hannaður og útbú-
inn sem fiskiskip til hringnóta-
og flotvörpuveiða með 2 nóta-
kassa, hvorn um 100 rúmmetra,
sem er nægileg stærð fyrir
stærstu hringnætur, og með
flotvörpuvindu og sérstakar
geymslutromlur fyrir tog- eða
snurpuvíra, þannig að hægt er
að skipta um veiðiaðferð fyrir-
varalaust. Lestarrými er sam-
tals 1330 rúmmetrar, sem skipt
er niður í einangraða kælinlest,
6 einangraða sjókæligeyma og
milliþilfarslest.
Ibúðarrými í skipinu er fyrir
16 manna áhöfn. A milliþilfari
og aðalþilfari eru eldhús,
geymslur og rúmgóður matsal-
ur með setkrók, snyrtingar og
saunabað. Þá eru þar og 5 2ja
manna og 4 eins manns klefar,
en á bátaþilfari hafa skipstjóri
og • élstjóri báðir íbúðir með
svefnklefa, dagstofu og bað-
herbergi. íbúðir og íbúðarklef-
Semja
ritgerð
um
uppbygg-
ingu
Glerár-
hverfis
ar eru óvenju rúmgóðir og var
lögð áhersla á að skapa vin-
gjarníegt umhverfi fyrir áhöfn-
ina og virðist það hafa vel tekist.
Skipstjóri á Hilmi er Þor-
steinn Erlingsson og I. vélstjóri
Elías Þorsteinsson.
Árshátíð
Árshátíð Sjálfstæðisfélag-
anna á Akureyri verður
haldin í Sjálfstæðishúsinu
laugardaginn 29. febrúar
nk. Nánari upplýsingar eru
veittar á skrifstofu Sjálf-
stæðisflokksins í Kaup-
vangsstræti 4, sími 21504.
Skrifstofan er opin mánu-
daga og fimmtudaga kl.
16-19.
f síðustu viku var felld niður öll kennsla í 7. og 8. bekk Gler-
árskólans á Akureyri og fóru nemendur þessara bekkja víðs
vegar um bæinn og öfluðu sér ýmissa heimilda til samningar
ritgerða um hin ýmsu málefni. Hingað á fslending komu þrír
herramenn í fylgd Páls Bergssonar, setts skólastjóra, og
voru þeir að viða að sér efni og myndum varðandi upp-
byggingu Glerárhverfis. Ætlunin er að nemendur vinni rit-
gerðir og Ijósmyndaefni upp úr þessum könnunarferðum
sínum og haldin verði sýning á árangri þessa í skólanum
eftir svo sem hálfan mánuð. - Á meðfylgjandi mynd eru
nemendur og skólastjóri þeirra. Þeir eru f. v.: Haraldur
Guðmundsson, Páll Bergsson, Einir Einisson og Árni
Bjarman. fslendingur þakkar heimsóknina, sem var hin
ánægjulegasta.
MALFLUTNINGSSTOFA
Bj'örn Jósef Arnviðarson hdl. Hverskyns
„ . , lögfræði-
Hafnarstræti 108 Sími 25919 þjönusta
IDN BJflRNBSDN / URSMIDUH
Allar gerðir úra
Verð kr. 10-200 þús.
Kaupvangsstrntl 4 - Slml 24175 - Akurayrl