Íslendingur - 08.10.1980, Blaðsíða 1
37. TÖLUBLAÐ . 65. ÁRGANGUR . AKUREYRI . MIÐVIKUDAGINN 8. OKTÓBER 1980
. .
Hér er mengunin mest.
Ljósm. G. Svansson
Eldur laus í Gullveri NS 12
í Slippstöðinni
Klukkan 9.45 s.l. mánudag var
slökkvilið Akureyrar kallað að
Slippstöðinni þar sem eldur var
laus í Gullveri NS 12 og var
þegar farið á tveimur bflum á
staðinn.
Þegar slökkviliðið kom á
staðinn var töluverður reykur
og var þá óskað eftir liðstyrk.
Tveir bílar komu í viðbót og
reykgrímur voru sendar á
staðinn. Eldurinn reyndist vera í
svampdýnum á vinnsludekki en
ekki var um mikinn eld að ræða.
Fyrir um það bil 2 árum síðan
var slökkvilið stofnað hjá Slipp-
stöðinni sem hefur það verkefni
m.a. að aðstoða er eldur kemur
upp í skipum enda eru þar menn
sem gjörþekkja til skipanna og
kom það nú að góðu gagni og
var aðstoð þeirra ómetanleg að
sögn Slökkviliðs Akureyrar.
Það var því ekki síst slökkviliði
Slippstöðvarinnar að þakka hve
greiðlega gekk að ráða niður-
lögum eldsins. Eldsupptök
munu hafa verið þau að fyrir
ofan var verið að logskera og
komust neistar í gegnum loft-
ræstistokka að dýnunum.
Skemmdir urðu ekki miklar
af eldi en talsverðar af reyk enda
fór reykur um mest allt skipið.
Slæmt ástand
Mengunarástandíð ekkí eins
slæmt og ýmsir hafa talið
Gerlamengun mest milli Torfunefs og Oddeyrartanga
Á árunum 1960-1970 komu
fram raddir um að mikilla
mengunaráhrifa gætti í Ákur-
eyrarpolli og innsta hluta Eyja-
fjarðar. Tóku sumir svo djúpt í
árinni að segja að Pollurinn
ÍDAG
• Lesendabréf á bls. 4.
• Leiðari fjallar um fylgis-
hrun ríkisstjórnarinnar og
skóiabœinn Akureyri.
• íþróttir eru á bls 10 og þar
er sagt frá kjöri íþrótta-
manns mánaðarins.
• Á opnu er m. a. sagtfrá nýju
húsnœði Valsmíði s.f.
væri Iíflaus orðinn og rotin leðja
í botni hans.
Árið 1969 var sett bann á
netalagnir og fyrirdrátt í land-
helgi bæjarins, af heilbrigðis-
ástæðum. Árið 1970 samþykkti
bæjarstjórn Akureyrar að láta
fara fram könnun á mengunar-
ástandinu í sjó og vötnum við
Akureyri og var heilbrigðis-
nefnd bæjarins falið að sjá um
það verk. Vorið 1971 leitaði
heilbrigðisnefndin svo til Nátt-
úrugripasafnsins á Akureyri og
beiddist þess að það skipulegði
rannsóknir og sæi um fram-
kvæmd þeirra.
Af hálfu Náttúrugripasafns-
ins hafa fyrst og fremst hinir
föstu starfsmenn þess unnið við
rannsóknirnar, einkum við sýna
tökur, ýmiss konar úrvinnslu og
skýrslugerð, ásamt fjölritun á
skýrslum. Helgi Hallgrímsson
hafði umsjón með rannsókn-
unum fyrsta árið (1971) og aftur
áárunum 1977-1980, en Hörður
Kristinsson annaðist þær í
millitíðinni, árin 1972-1976, en
það var hið eiginlega fram-
kvæmdatímabil rannsóknanna,
enda var þeim að mestu lokið
um 1975, eins og ráð var gert
fyrir. Úrvinnsla og skýrslugerð
fór hins vegar að mestu fram á
árunum 1975-1980: Auk ofan-
greindra starfsmanna hafa þeir
Hálfdán Björnsson og Sigurður
B. Jóhannesson unnið við rann-
sóknirnar á vegum safnsins.
Hafnarstjórinn á Akureyri lagði
til bát við söfnun sýna.
Frá upphafi ramisóknanna
var við það miðað, að greint
yrði frá niðurstöðum rannsókn-
anna í skýrslum sem síðan yrðu
Qölritaðar á vegum safnsins.
Hafa safninu nú borist sjö
skýrslur sem unnar hafa verið
þannig og gefnar út, og eru þær
skráðar hér á eftir:
Skýrsla um frumathuganir á
mengun í Eyjafjarðarbotni sum-
arið 1971, eftir Helga Hallgríms
son og Hörð Kristinsson.
Botndýr í Akureyrarpolli,
eftir Agnar Ingólfsson, Arnþór
Garðarsson og Svein Ingvars-
son.
Rannsóknir á Coligerlum,
súrefni, nitrati og fosfati í
Akureyrarpolli 1971-1974, eftir
Hörð Kristinsson.
Straummælingar við Odd-
eyrartanga í Eyjafirði, eftir
Svend-Aage Malmberg.
Könnun á botndýralífi í inn-
anverðum Eyjafirði, eftir Erling
Hauksson.
Botnþörungar í innanverðum
Eyjafirði, eftir Karl Gunnarsson
Könnun á fjörudýralífi í
innanverðum Eyjafirði, eftir
Erling Hauksson.f
Heildarniðurstöður.
1. í yfirborðslagi Pollsins og
innsta hluta Qarðarins (innan
Krossaness) eru áhrif skólp-
mengunar auðsæ, einkum með
vesturlandinu, næst útrásum
slcólpsins og i lygnum víkum.
Áhrifin koma m.a. fram í: -
a) miklu magni saurgerla í
yfirborðslaginu
b) óvenju háu hlutfalli jurta-
næringaefna, einkum fosfórs
c) litlu gagnsæi að sumrinu,
sem bendir til mikils svif-
gróðurs
d) fátæklegum gróðri og
dýralífi í fjörum og á grunnum
með föstum botni
e) óvenjulegu magni vissra
dýrategunda (orma) sem geta
nýtt úrganginn.
Sum þessara atriða má þó að
einhverju leyti skrifa á reikning
Framhald á bls. 9.
í hafnarmálum
á Raufarhöfn
Mjög brýnt er nú orðið að
hafnarskilyrði verði bætt á
Raufarhöfn. Að sögn Helga
Ólafssonar er 90 metra hafn-
arbryggja það athafnasvæði
sem öll skip verða að notast
við. Það er því ekki ósjaldan
að skip verða að bíða af-
greiðslu af þessum sökum.
Þá er orðið mjög knýjandi
að dýpka höfnina þar sem
stærstu loðnuskipin t.d.
koma þangað alls ekki inn og
önnur verða jafnvel að sæta
flóði. Á því er þess vegna
hæ tta að skipin leiti hrein-
lega til annarra hafna með
afla sinn ef ekki verður úr
bætt. Telur Helgi það mesta
hagsmunamál þeirra á Rauf-
arhöfn að höfninni verði
komið í viðunandi horf.
Þá gat Helgi þess að
sundlaugarbygging hefði
verið í smíðum í þrjú ár og
fyndist heimamönnum held-
ur hægt ganga en byggingin
er nú fokheld. Er það von
manna að hún verði sem
fyrst nýtanleg og þeir fjár-
munir sem í hafa verið lagðir
komi að gagni. Gerð smá-
bátahafnar er langt komin og
leggja heimamenn áherslu á
að henni verði lokið hið
fyrsta. Þegar hefur um helm-
ingur þjóðvegarins gegnum
þorpið verið lagður olíumöl
og verður nú að því unnið að
fá því verki lokið.
Sýning á verkum Moy
Keightley í Listhúsinu
Opnuð hefur verið sýning á
verkum bresku listakonunn-
ar Moy Keightley í List-
húsinu í Kaupvangi. Á sýn-
ingunni eru litlar vatnslita-
myndir og sækir listakonan
efnið í íslenskt landslag.
Moy Keightley stundaði
málaranám við Listaskólann
i Chelsea í London. Hlaut
Morland Lewis ferðastyrk
og var við nám i París og
Róm. Býr nú og starfar í
London. Kennir við „The
Central School of Art and
Design, London" ogstjórnar
jafnframt listadeild „North
London Collcgiate School."
Hún cr höfundur bókar-
innar „Investigating Art",
sem kom út á forlag Paul
Elek London 1976, mynd-
skreytti „Thc Book of
Hampstead” 1962, auk
ýmissa annarra ritstarfa.
Hún hefur tekið þátt í
fjölda samsýninga auk þess
selrn hún hefur haldið margar
einkasýningar á tímabilinu
frá 1960 til 1979. Á síðustu
sýningu hennar, sem haldin
var á síðastliðnu ári í „New
Grafton Gallery" Bond
Street, London sýndi hún
eingöngu vatnslitamyndir
frá íslandi og seidust öll
verkin á sýningunni.
Mov Keightley á verk á
ýmsum söfnum í Evrópu og
Bandaríkjum Norður-
Ameríku.
Það er SPARNADUR fyrir Norðlendinga að drekka SANA dvykki