Íslendingur


Íslendingur - 08.10.1980, Blaðsíða 6

Íslendingur - 08.10.1980, Blaðsíða 6
íslendingur Útgefandi: Ftitstjóri og ábm. : Augiýsingastjóri: Gjaldkeri: Dreifingarstjóri: Ritstjórn, simi: Auglýsingar, simi: Áskriftargjald: Lausasala: Auglýsingaveró: Prentun: fslendingur hf. Kristinn G. Jóhannsson Guólaug Siguróardóttir Ottó Pálsson Sigurlína Sigurgeirsdóttir 21501 21500 kr. 3000 á ársfjóróungi kr. 280 eintakió kr. 2800 dáiksm. Prentsmiója Björns Jónssonar F ylgis- hrun Með ýmsu móti hefur verið lagt út af skoðanakönnun þeirri sem Dagblaðið efndi til á dögunum um hvert væri fylgi kjósenda við núverandi ríkisstjórn. Þar kom fram að stuðningsmönnum stjórnarinnar hafði fækkaðsíðan ífebrúar, er sams konar könnun var gerð, úr 70% niður í 41% nú. Þessi niðurstaða útleggst af einna mestri bjartsýni í Degi og er fylgishrunið tíundað þar í leiðara undir yfirskriftinni „Traustsyfirlýsing" en þó tekið fram til frekara öryggis ,,að margir kjósendur eru orðnir óþreyjufullir að sjá árangur í baráttunni gegn verðbólgunni og glímunni við önnur vandamál í þjóðfélaginu." Þegar nú 30% fylgishrun og auk þess óþreyja að sjá nokkurn minnsta árangur af störfum stjórnarinnar gegn verðbólgu og öðrum vandamálum sem að steðja er talin traustsyfirlýsing sýnist að venjulegir borgarar verði ofurlítið að fara að endurskoða rökhugsun sínaog sníða að þessari nýju bjartsýnisstefnu. Ef nú Dagur og aðrir þeir sem vilja taka að sér að túlka margrædda skoðanakönnun með sínum hætti vildu hyggja nánar að er ef til vill rétt að benda þeim á að fram kemur þar einnig að sögn Dagblaðsins að Framsóknarflokkurinn tapar 3,2% fylgis frá því sem það var við síðustu þingkosningar. Þetta héti eflaust á máli bjartsýnismanna stóraukið fylgi Framsóknarflokksins og traustsyfirlýsing á stefnu hans, enda hefur Stefán Valgeirsson, alþm., komist að þeirri niðurstöðu að stefna núverandi ríkisstjórnar byggist á stefnumörkun Framsóknarflokksins m.a. hvað varðar niðurtalningu verð- bólgunnar. En eins og Dagur getur réttilega er ekki laust við að fólk sé orðið óþreyjufullt að sjá árangur af þeirri aðferð sem Framsóknarmenn hyggjast beita í þeim efnum og allt ganga öndvert við það sem lofað var. FHin svokallaða niðurtalning enda orðin þess konar skopyrði að enginn tekur mark á lengur heldur spyrja eins og Framsóknarþingmaðurinn: ,,Hvað er framundan?" En þegar þeir sem segjast marka stefnuna hafa ekki hugmynd um hvert stefnir, er ef til vill lítil von til þess að aðrir hafi svör á reiðum höndum. Skólabærinn Akureyri Það fer víst ekki fram hjáneinum á Akureyri um þessar mundir að skólarnir eru að hefja vetrarstarf sitt. Fjöldi nemenda flykkist nú í bæinn til framhaldsnáms. Það fylgir ferskleiki þessu unga fólki og það giæðir lífið í bænum yfir veturinn þótt ekki sé nema með veru sinni einni, gáska og glaðlyndi. Akureyri er og verður miðstöð framhaldsmenntunar á Norðurlandi eystra og raunar Norðurlands alls og fer fjöl- breytni námsins sem hér er hægt að stunda vaxandi með hverju ári. Það sem hins vegar veldur nokkrum áhyggjum er það hversu Akureyri er raunar illa undir það búin að gegna því hlutverki sem henni er ætlað í menntakerfinu í fjórðungnum. He'r er fyrst og fremst átt við það að bærinn er alls ófær um að bjóða nemendum úr nágrannabyggðum upp á þá aðstöðu í heimavist og mötuneyti sem nauðsynleg er. Að vísu er myndarleg heimavist við Menntaskólann en nægir þó ekki fyrir þann nemendafjölda sem þangað sækir. Mötuneytis M.A. njóta margir þótt úr öðrum skólum séu. Sé hins vegar litið til hinna ýmsu sérskóla og verkmenntaskóla er Ijóst að þar er komið í nokkurt óefni og miklum erfiðleikum bundið fyrir utanbæjarnemendur að sækja þessa skóla þar sem þeir eiga ekki neinn öruggan samastað. Það fer því vaxandi nú hin síðari ár að fólk leitar langan veg út úr fjórðungnum þangað sem heimavistir eru eða ættmenni, að stunda þar nám sem þó er boðið upp á'innan umdæmisins. Þegar hugað er að uppbyggingu Akureyrar sem skólabæjar er því ekki nóg að byggja upþ kennsluhúsnæði heldurverður jafnframt að sjá til þess að utanbæjarnemendur geti sótt þá kennslu er þar fer fram. Kr. G. Jóh. Valsmíði s.f. flytur í nýtt húsnæði Trésmíðaverkstæðið Valsmíði s.f. hefur nú nýlega flutt í nýtt og rúmgott húsnæði að Frostagötu 6c á Akureyri. Að því tilefni leitaði blaðið upplýsinga hjá eigendum fyrirtækisins þeim Jónasi Sigurjónssyni og Guð- mundi Kristjánssyni um starf og framleiðslu. Fyrirtækið var stofnað 1974 og var Jónas einn af stofn- endum þess og var i upphafi keyptur lager og áhöld af „Valbjörk.“ Aðalverkefni verk- stæðisins er sérsmíði á innrétt- ingum alls konar s.s. í eldhús, baðherbergi o.fl. auk húsgagna- framleiðslu og ber þar hæst smíði svefnsófa og sófaborða sem fara mest á Reykjavíkur- markað. Þá hefur Valsmíði s.f. tekið að sér innréttingasmíði fyrir verslanir.' Jónas sagði að nú virtist mestur áhugi á innréttingum úr eik og þá æði oft litaðri. Hjá fyrirtækinu vinna nú átta manns og hefur vinnuaðstaða öll batnað verulega með til- komu hins nýja húss sem nú má heita fullfrágengið nema að utan. Smíði hússins hófstárið 1977 og er 570m2 að stærð og má geta þess að í hinu eldra húsnæði hafði hver starfsmaður um 35m2 Vetraráætlun Flugleiða Vetraráætlun innanlandsflugs Flugleiða hefst 1. október n.k. og stendur til loka aprílmánað- ar. Innanlandsáætlun er í meg- inatriðum hin sama og í fyrra- vetur og viðkomustaðir allir þeir sömu. Sætaframboð verður einnig svipað. Til flugsins verða notaðar fjórar Fokker Friends- hip flugvélar. Þrjár af gerðinni F-27-200 með 48 sæti og ein F-27-500 með sæti fyrir 56 farþega. Sú síðasttalda verður aðallega í flugi milli Akureyrar og Reykjavíkur. Ferðatíðni frá Reykjavík á viku hverri verður að öðru leyti sem hér segir: Til Akureyrar verða 25 flug þ.e. þrjár ferðir á dag fimm daga vikunnar, en íjórar ferðir á fimmtudögum og fimm ferðir á föstudögum. Til Egilsstaða verða ferðir alla daga og tvær ferðir þriðjudaga, fimm tudaga og föstudaga. Til ísa- íjarðar verða tvær ferðir á þriðjudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum og ein ferð aðra daga. Til Húsa- víkur verður flogið mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga. Til Hornafjarðar verður flogið þriðjudaga, fimmtudaga, föstu- daga og sunnudaga. Til Norð- fjarðar þriðjudaga og fimmtu- daga og til Patreksfjarðar mánu daga og föstudaga. Til Sauðár- króks verður flogið mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga og til Þingeyrar þriðjudaga og fimmtudaga. Til Vestmannaeyja verða ferðir alla daga og tvær ferðir mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Eins og undanfarin ár tengj- ast áætlunarflug Flugleiða til Akureyrar ferðum Flugfélags Norðurlands til Vopnafjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers, Grímseyjar og Siglu fjarðar. Þá tengjast ferðir Flug- leiða flugferðum Flugfélags Austurlands frá Egilsstöðum til Vopnafjarðar, Bakkafjarðar og Borgarfjarðar. Einnig tengjast ferðir Flugleiða víða áætlunar- bílferðum m.a. á ísafirði og Egilsstöðum en einnig á Patreks firði og Höfn í Hornafirði. í flugferðum til Neskaupstað- ar verður lent á austurleið á Egilsstöðum. Ennfremur hefur Færeyjaflugið á laugardögum viðkomu á Egilsstöðum í báð- um leiðum. Á fimmtudögum og sunnudögum hafa síðdegisferð- ir til Akureyrar viðkomu á Húsavík á norðurleið og sömu daga hafa flugferðir til ísafjarð- ar viðkomu á Þingeyri á vestur- leið. Á því tímabili vetrarins sem flugvélar Flugleiða fara í árleg- ar skoðanir er í ráði að leigð verði 19 sæta Twin Otterflugvél til að annast flug á leiðum félagsins. Flugmenn Flugleiða munu fljúga þessari leiguflug- vél. Talið er að í heildina muni skoðanir Fokker Friendship vélanna taka 3 mánuði. 6 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.