Íslendingur


Íslendingur - 08.10.1980, Blaðsíða 4

Íslendingur - 08.10.1980, Blaðsíða 4
Hvítasunnu- hreyfingin gefur út bækur JONNI eftir Joni Eareckson. í þessari bók segir höfundur- inn frá slysi, sem hún varð fyrir, aðeins sautján ára gömul. Hún hálsbrotnaði og lamaðist frá hálsi og niður úr. Joni segir frá vonbrigðum, depurðinni og baráttunni sem hún fékk að reyna. Hún lýsir sjúkrahússvistinni, endurhæf- ingastöðum og stofnunum frá sjónarhóli sjúklingsins. Hún segir frá viðbrögðum félaga sinna og lýsir því hvernig það er að svipast út úr hringiðu æskuáranna. í þessum erfiðu kringum- stæðum reyndi Joni hjálpandi mátt trúarinnar á Guð og hún lýsir því hvernig trúin veitti henni nýjan lífsþrótt og lífs- , vilja. Joni Eareckson er nú þekktur munnmálari og fyrirlesari í Bandaríkjunum. Hún hefur hjálpað fjölmörgum, sem átt hafa bágt í lífinu, til að sjá framtíðina bjartari augum. Lækning lögreglumannsins eftir Kathrynu Kuhlman. Kathryn Kuhlman var mjög þekkt fyrir stórkostlega þjón- ustu, sem hún átti fyrir Guðs náð. Hún hélt stórsamkomui víða um lönd og einkum í Bandaríkjunum. Lækninga- kraftaverk og náðargjafir Heil- ags Anda einkenndu mjög þess- ar samkomur. í þessari bók segir lögreglu- maðurinn John LeVrier frá því hvernig hann, helsjúkur af krabbameini, fór á samkomu Kathrynar Kuhlman og lækn- aðist. Vegur frelsisins eftir Frank Mangs. Sænsk-finnski kennimaður- inn Frank Mangs er án efa einn áhrifamesti boðberi Krists, sem starfað hefur á Norðurlöndum síðustu áratugi. í þessari bók útskýrir hann „Veg frelsisins" en hann innifel- ur friðþægingu syndanna og eilíft líf. Bók þessi er endurútgefin, eftir að hafa verið ófáanleg um árabil. Bækurnar fást hér á Akureyri í Oddeyrargötu 11. Um starfsemi Lionsklúbbs Akureyrar f samræmi við tilgang og hlutverk Lionshreyfingarinn ar hefur klúbburinn látið flest í samfélagi sínu til sín taka nema stjórnmál. Eink- um hefur starf hans beinstað líknar- og heilbrigðismálum og hvers konar stuðningi við þá, sem helst standa höllum fæti í mannlegu samfélagi. Meðal þeirra aðilja, sem stuðnings hafa notið má nefna Ekknasjóð, Barna- verndarnefnd, Sumarbúðir Þjóðkirkjunnar, Krabba- meinsfélagið, Rauða kross- inn, Styrktarfélag vangef- inna, Kristneshæli og Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Einkum hefur kröftunum verið beitt til þess að sinna þörfum vangefinna á vist- heimilinu Sólborg. Ár eftir ár hafa klúbbfélagar aflað fjár til þessa með margs konar sjálfboðavinnu og með því að leita til almenn- ings, oftast með blóm til sölu, en einnig með skemmt- anahaldi eins og því sem nú er í boði. Vinsælast meðal fólks er vafalaust blóma- salan á konudaginn. En bingókvöftiin hafa líka verið vel sótt og ekki síður þær samkomur sem hafa verið haldnar síðari hluta helgar- daga. Ástæðan til að þakka Akureyringum hversu vel þeir hafa tekið fjáröflunar- aðferðum Lionsmanna, enda hafa þeir verið áhugasamir um þau líknarmál, . sem klúbburinn hefur einkum viljað leggja lið. Vonum við að svo verði enn. Síðastliðið starfsár var meginviðfangsefnið eins og áður efling Sólborgar. Einn- ig var Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra og lamaðra, veittur styrkur, Flugbjörgunarsveit- inni, og miklu fé var safnað fyrir Rauðu fjöðrina til hjálp ar blindum. Um leið og við þökkum Akureyringum veittan stuðn ing við allt þetta, hvetjum við þá til þess að koma enn til liðs við okkur sunnudag- inn 12. okt. því þá er fyrir- hugað fjölskyldubingó. Lionsklúbbur Akureyrar. Lesendur leggja orð í belg Yfirskyggð erfðavé Menning þjóðanna á sér oftast djúpar rætur í forsögu þeirra. Arfleifð flestra Evrópuþjóða er rismikil og öllum til sýnis, stórfengleg og fögur í mann- virkjum þeim sem staðist hafa þann brjálaða berserksgang sem grípur um sig meðal þeirra öðru hvoru og enn vofir yfir. Alla eiga nærþjóðir okkar líka ríku- legar bókmenntir og aðrar listaerfðir. öllu er vel viðhaldið. Við íslendingar, jafngamlir eða eldri flestum nágrönnum okkar sem menningar- og þjóðarheild, eigum ekkert, ekki eitt einasta mannvirki sem talist getur, úr fortíðinni, fyrirutan öxarárfoss og nokkur illa hlaðin grjóthörg, illa haldin flest. Mannvirki fortíðar eigum við engin. Engar foldgnáar dómkirkjur, hallir, kastalar eða musteri, brýr eða furðuverk nein. Hinsvegar er sagnmenning okkar hlaðin ger- semum, listaverkum náttúr- unnar og Iisteðli þjóðarinnar hefur gætt sínum lífsanda og gert að lífrænum minnismerkj- 4 - ÍSLENDINGUR um komnum og ókomnum kynslóðum tilyndisauka. Munu þau afsprengi náttúruafla og þjóðarsálar vara meðan þau eru ekki sködduð af mannahönd- um. Því máekkisprengjadverg- hamra okkar og álfakirkjur til að rýma fyrir vegum og því síður ýmsu tildri sammtíðar, nema lífsneyð beri til. Ekki má farga undrum og örnefnum þjóðarsögunnar og vistmenn- ingar okkar fyrir tittlingaskít tíðarhagsmuna. Það er að ófrægja og niðurníða verðmæti og æru formæðra okkar og -feðra, niðurlægja okkur sjálf, uppræta menningu okkar. Sál þjóðarinnar er ekki til sölu. Væri svo hefði hún enga sál, engin gild verðmæti, í augum afkomenda sinna, enga réttlætingu tilveru sinnar. Saga okkar, þjóðsögur og munnmæli geyma í örnefnabundnu gerfi sínu erfðaminjar okkar og flest- ar fornleifar. Helguvík, Hólmsberg, Stakks gnípa og Stakkur, Rosmhvala- nes og Stakksfjörður geyma þrjár sagnir úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar fyrra bindi bls. 83- 88, er segja allar frá nafngift Faxaflóa, Reykjaness og Hval- fjarðar, og undirstrika um leið eðli og náttúru þessa sjávar- háska- og sjósóknarsvæðis. „STAKKURINN“ sprakk af berginu þar sem FAXI spyrnti við, er hann stakk sér í sjóinn, sturlaður sem HROSSHVEL- IÐ mannskæða. Þessir staðir eru allir helg hof þjóðmenningarinnar. Þá má ekki skadda eða yfirskyggja með neinu nútíma hrófatildri, síst barbaríi sem olíugeymum og geymslugímöldum afla ber- sekjaæðis og véspjalla. Hvað sem öðrum viðhorfum viðkem- ur, sem fjölmörg eru til vernd- unar en engin gild á móti, þá er þetta mest. Staðbundinn hagn- aður kemur ekki til álita. Hér eru heilög vé okkar erfða. Björn Jónsson, læknir, Swan River, Manitoba. Myndlist Tvær sýningar Gallery Háhóll Sýning Septem hópsins í Gall- ery Háhól olli mér að ýmsu leyti vonbrigðum. Það er ekki óeðli- legt að þegar listamenn á borð við þá sem þar sýndu verk sín að maður eigi von á verulegum „trakteringum" en þótt hressi- legur blær væri að ýmsu leyti yfir sýningunni þótti mér hún um fátt átakamikil. Valtýr Pétursson hefur nú aftur snúið sér að landslagi og uppstillingum og verður undir- ritaður að játa að landslags- myndir Valtýs höfðuðu ekki til hans. Kristján Davíðsson hefur löngum haft nokkra sérstöðu innan íslendkra listamanna og verið manna djarfastur við að láta gamminn geysa, skapheitur og óstýrilátur á stundum. Myndir hans á þessari sýningu hafa á sér sterklegt svipmót hans en eru þó fjarri því að vera til jafns við það besta sem frá listamanninum hefur komið. Guðmunda Andrésdóttir leit- ar nú fyrir sér með öðrum hætti en þegar ég síðast sá verk hennar og vinnur nú í skærum, hreinum litum í kringum sama stefið í öllum myndunum. Myndirnar eru hressilegar og gott vitni sífelldrar leitar Guð- mundu að nýjum tjáningarform um og dirfsku hennar að hverfa frá öruggri fótfestu og leita nýrra leiða sem er raunar meira en sagt verur um þann snjalla listamann Þorvald Skúlason, sem virðist helst til fastur orðinn í ákveðnum formum og lætur greinilega ekki á sig fá þótt jaðri við sífellda endurtekningu og kann raunar að vera dyggð, en jaðrar þó einnig við átakaleysi. Jóhannes Jóhannesson finnst mér koma jafnbestur fram á sýningunni. Myndir hans eru yfirvegaðar og vinnubrögð öll með skemmtilegum hætti. Að lokum skal þrátt fyrir allt þakkað fyrir sýninguna. Hún var þó altént til þess fallin að hrista ofurlítið upp í hugum fólks enda gjörólík því sem að undanförnu hefur verið til sýnis í sölum Háhóls og veitti ekki af að fjölbreytnin yrði meiri. Listhúsið Sýmng Moy Keightley í List- húsinu á fátt sameiginlegt með sýningu fimm-menninganna í Háhól. Moy Keightley sem er bresk listakona sýnir þar 60 vatnslitamyndir og sækir efni í þær allar í íslenskt landslag og náttúru. Hún hefur áður sýnt íslandsmyndir sínar og þá í London. Myndir Keightley, sem allar eru litlar, sumar nánast frímerki að stærð, bera þess vott að hér fer listamaður sem kann sitt fag. Vatnsliturinn nýtur sín mjög vel í verkum og menningarleg ögun er aðal myndgerðarinnar og það jafnvel svo að mönnum kann að virðast sýningin átakalítil og hvert verkið öðru líkt. Það er hins vegar full ástæða til að hvetja fólk til að leggja leið sýna í Listhúsið og kynnast landinu eins og það kemur fram ,í myndum Moy Keightley. Mér leyfist ef til vill að finna ofurlítið að upphengingu á myndunum og ekki verður séð hvaða tilgangi það á að þjóna að hengja vond málverk af allt öðru sauðahúsi upp í salnum við hlið þessara viðkvæmu verka. Kr. G. Jóh. Unga fólkið bjartsýnt Ég las nýlega smá klausu í „fslendingi“ þar sem sagt varað allir kvörtuðu. Jú, það kvarta margir en ekki allir, og langar mig að fara þar um nokkrum orðum. Ég á þar við unga fólkið, það sem við eldri nefnum svo, fólkið sem er að stofna til heimilis- halds. Ég hef verið vitni að því hversu þetta fólk leggur mikið á sig við að koma sér upp eigin húsnæði til íbúðar. Þar eru mörg afrek unnin og það ári um- kvartana, þegar ungu hjónin leggjast á eitt við að búa sér heimili. Ég hef undrast þrek þeirra og samheldni, sem er til fyrirmyndar. Þetta unga afreks- fólk á það vissulega skilið að fá að búa óáreitt í eigin húsi sem það er oft neytt til að flytja í ófrágengið svo ekki sé meira sagt. En það kvartar ekki, og þegar það er tekið tali er oftast viðkvæðið: O, þetta kemur smám saman, við erum ánægð að vera komin í eigið hús. Og bjartsýni þess er augljós þrátt fyrir þröngan kost, og þó dýrtíðin hafi leikið það hart, og þessi stritvinna þeirra við eigið hús hafi ekki farið varhluta af skattaálagi, eða hin háu fast- eignagjöld að ógleymdu vaxta- okrinu sé ærið umkvörtunar- efni þá lítur það björtum augum til framtíðarinnar í von um betri tíma. Ég óska þessum ungmenn- um til hamingju, og virði fyrir mér nýju bæjarhverfin sem bera vitni um afrek þess og þraut- seigju. Einn úr hverfinu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.