Íslendingur


Íslendingur - 08.10.1980, Síða 12

Íslendingur - 08.10.1980, Síða 12
Dregið í vinabæja- happdrætti Svo sem kunnugt er vai bæklingnum „Við fimm i Norðri“ dreift í hvert hús á Akureyri nú fyrir skömmu. H ver bæklingur var númer- aður og þjónaði einnig sem happdrættismiði. Dregið var hjá bæjarfógeta 1. októ- ber s.l. og kom upp númer- ið 22660. Vinningurinn er ferð fyr- ir tvo fullorðna og tvö börn til einhvers vinabæja Akur- eyrar á Norðurlöndum. Handhafi vinningsnúmers- ins er bent á að snúa sér ti) bæjarstjórans á Akureyri. Myndlista- skólinn Myndlistaskólinn á Akur- eyri er nú að hefja vetrar- starf sitt. Að sögn skóla- stjórans Helga Vilbergs er míkil aðsókn að skólanum og nú hefur náðst sá áfangi að fornámsdeild verður starfrækt við skólann og eru í henni 9 nemendur. Fornámsdeildin samsvarar 1. ári í Myndlista- og Handíðaskóla íslands þann ig að nemendur héðan sem próf standast að vori geta haldið þar áfram í sér- námsdeildum. Auk Helga er einn fastráðinn kennari við skólann, Jón Bjarni Bjarnason og að auki 5 stundakennarar. Mikill hluti skólastarfs- ins fer fram á námskeiðum og eru þá hinir yngstu að jafnaði fyrir hádegi en síðan tekur hver hópur við af öðrum allt til kvölds. Skólinn hefur nú fengið aukið húsrými um 60m2 sem verður notað fyrir- modelteikningu og málun. Einnig er á döfinni að koma upp grafíkverkstæði og námskeið í grafík verður væntanlega eftir áramót. Málefni L.A. enn ófrágengin Vegna villandi fréttar í Morgunblaðinu er rétt að það komi fram að enn er ekki endanlega gengið frá málefnum Leikfélags Ak- ureyrar. Málið er enn á viðræðustigi milli fulltrúa félagsins annars vegar og fulltrúa ríkis og bæjar- félagsins hins vegar. Á næsta fundi þessara aðila verður væntanlega ljóst hver niðurstaðan verður. Lögfræðiþjónusta BENEOIKT ÚLAFSSON HDL Hafnarstræti 94 - Simi 24602 RAFORKA HF. GLERÁRGÖTU 32 Slmar: 23257 og 21867 Raflagnir - viðgerðarþjónusta á raflögnum og heimilistækjum. Nú fyrir skömmu hófst vinna við þak hins nýja íþróttahúss á Akureyri. Að sögn Harðar Tuiiníus hjá Híbýli h.f., sem sér um verkið, hafa framkvæmdir tafist veruiega þar sem iímtrésbitar þeir sem notaðir eru í þakið skemmdust verulega í flutningum frá Danmörku. Þá hafa komið upp ýmis tæknileg vand- kvæði og varð lokaniðurstaða hvað varðar festingu bitanna önnur en upphaflega var áætlað. Tilboðsverk fyrirtækisins var í upphafi að steypa húsið upp en síðar var þess farið á leit að það kæmi húsinu undir þak og verður lögð áhersla á að það verði áður en vetur sest að. Áætlað mun að húsið verði að einhverju leyti komið í gagnið 1982 þegar Iandsmót U.M.F.I. verður háð á Akureyri." íslendingur Málfunda- samtök stuðnings- manna Alberts Stofnuð hafa verið mál- fundasamtök stuðningsmanna Alberts Guðmundssonar í for- setakosningunum. Er hér um landssamtök að ræða og er einn trúnaðajmaður í hverju kjör- dæmi. í Norðurlandskjördæmi eystra er það Jón Arnþórsson sem er trúnaðarmaður og sagði hann í stuttu spjalli við'blaðið að ekki sé um það að ræða að nýr stjórnmálaflokkur sé í upp- siglingu. Hins vegar væru mörg mál sem menn úr öllum stjórn- málaflokkum geti ýtt áfram hver innan sinna eigin stjórn- málasamtaka. Að öðru leyti sagði Jón verður framtíðin að leiða í ljós hver framvinda þessara mála verður. CMöW Það er ekki ýkja langt síðan að „Dagur“ kom með þá nýstárlegu kenningu í leiðara að ef menn vildu grípa til blekkinga notuðu þeir fyrst lygi síðan haugalygi og ef það ekki nægði til þá kæmi til prósentureikningur. Nú vill svo dapurlega til að mál- flutningur þessa sama „Dags“ er kominn á það stig sam- kvæmt eigin kenningu að ekkert dugar utan prósentu- reikningur og virðist þá fokið í flest skjól. Er þar vitnað til skoðunakönnunar Dagblaðsins þar sem fram kemur að 41% kjósenda styður núverandi ríkisstjórn. Er síðan lagt út af þessu með ýmsu móti en niðurstaðan verður, þegar búið er að nota lygina og haugalygina, þessi. „Þær (þ.e. kannanirnar) benda ótvírætt til þess að ríkisstjórnin njóti - trausts mikils meiri hluta kjósenda í landinu.“ Síðan nú hvenær 41% kjósenda er orðinn mikill meiri hluti kjósenda í landinu er í sjálfu sér nokk- urt hugsunarefni og því ekki að undra þótt „Dagur“ verði að grípa til þeirra meðala sem hann telur vera verri en haugalygi. En hann um það. Afar söknuðum við mikið framhaldssögunnar eftir Stefán Valgeirsson í fimmtu „Deginum". Það kom hins vegar á móti því að felld var niður framhaldssagan smá- letraða að í staðinn voru birtar blautlegar myndir og frásagnir og þykir okkur það í sjálfu sér góð skipti og til þess fallin að aukafrjósemi í gjörvöllum Norðlendinga- fjórðungi. Stórviðburðir og stríðsfréttir Það er raunar mec) hálfum huga, mín kœru, að ég skrifa þessa pisl/a mina á baksiðuna enda hreint ekki heiglum heni að skrifa i hlöð vfirleitt. Mér er tii dœmis sagt að Gis/i vinur minn Jónsson hafi mig grun- aðan um að kunna ekki að bevgja viss kvenmannsnöfn á prenti og hafi fjallað þar um i Mogganum svo sem sjálfsagt var tii þess að fó/k fceri nú ekki að apa bö/yaða vit/eysuna upp eftir mér. Eg get þó huggað Jólk meðþviað is/enskan míneref lil vi/l ekki a/veg svpna slæm þótt þessi guðs fordœmda prentvil/a s/æddist inn i blaðið. Ennóg um það. Það eiga vafa/aust margar ejiir að fylgja á eftir sem verða tilefni til umvandana. En nú er þar ti/ má/s að taka að það er rétt eins og ég haft tæpast náttúru lengur til að tala ti/ fólks á prenti né tö/uðu máli þegar ég er nú fluttur af Vatnsbakkanum mínum góða í Ólafsftrði og hreint ekki búinn að finna ■sjálfan mig eftir flutningana og er þó búinn að taka upp úr JJestuni kössum. Nú er það í sjálfu sér ekkert undarlegt þótt maður verði dálítið ringlaður að kpma í öll þessi stórborgarlœti hér á Akureyri eftir a/la þessa löngu útivist. Hér eru líka einatt að gerast heimsögulegir athurðir þvert oní þau rólegheit sem ég var vanur og það er hreint ekkert björgulegt fyrir sveita- matvi að standa hér á torgum mitt í mannkynssögunni sem er að verða til allt íkringum mann. Ég er til dæmis búinn að lesa tuttugu og eina og hálfa grein um Leikfélag Akureyrar sem er þó jafn blankt ogfyrr, undarlegt nokk. Annars staðar /es ég að styrjöld sé skollin á hér á nágrannafirði vegna einhvers sem á íslensku er kallað kvóti og ekki bólar á að öryggisráðið sýni hinar minnstu áhvggjur. Af sunnlenskum bltíðum lœrði ég að steypustrið væri háð hér utar með ftrðinum en með jafn fáfengilegum árangri og hitt stríðið. Ekki bætir það úr skák þegar Útvarp fslattdslengirþvíí hlustirnar á manni bara rétt si svona að á morgun eða hinn muni tvö til þrjú hundruð Húsvíkingar hlaupa fagnandi inn iftnnskapappírsfabrikku og grœða milljarða. Þetta vissu þeir upp á hárfvrir sunnan áður en Húsvíkingar höfðu hugmynd um það sjálftr og voru meira að segja farnir að vinna í slátur- húsinu og áttu sér einskis ills von. Þelta er rétt eins og þeir við Kröflu hafa ekki hugmynd um hvort ris eða hnigur undir þeim eðajafnvel gýs fýrr en þeir lesa sunnanpréssuna. Og ttú bíðum viðþess í ofvœni að komið verði upp fyrir okkur svo sem einu kennara- eða skólastjóra- hneyksli í kjördœminu, ekki má það nú tninna vera. En svo ég haldi nú áfrarn með mannkynssöguna sem gerist hér allt í kringum mig þá skilst mér alsaklausum að ég sé sjálfur staddur á vigvelli þar sem háð er nánast heilagt strið og um það. barist hvoru fyrirtækinu KEA eða Hagkaup auðnist að selja vöru sína með meira tapi. Nú svo geturþað velhafafarið fram hjá ykkur að nú á að fara að stofna einskonar útibú frá Slipp stöðinni suður i Nígeríu og Ititt lika að nú á að gefa hér út talandi blað og til þess nú að frvggja fyrir fullt og fast að menn gleymi ekki öllum stórvið burunum sem þeir upp/ifðu verður vœntanlega geftn út Arbók Akureyrar þar sem allt þetta og meira verður tíundað. Og ekki má þá heldur gleyma því að hér er nú haldin hver sigurhátt'ðin á fœtur annari að þvi tilefni að allir knattspyrnu- menn okkar hafa verið stimpl- aðir sem fyrsta flokks vara og gildir þá einu hvort þeir eru í KA eða Þór. Égget þáekki látið hjá líða að fræða ykkur áþví að forarpollarnir á bílastœðinu þar sem ég legg bílnum minum á morgnana eru nú orðnir svo jjölmennir að þeir eru nánast orðnir að einurh voða stórum. Ef nú einhver eftir þennan lestur efast um að nauðsynlegt sé að koma á fréttastofu hér fyrir norðan eins og við /tígðum til á þinginu okkar á dögunum vona ég að nú velkist enginn i vafa um það lengur að málið þolir hreint enga bið. Kr. G. Jóh. MALFLUTNINGSSTOFA IÚN BiflRNDSON / ÚRSMIDUR Björn Jósef Arnviðarson hdl. Hafnarstræti 108 Sími 25919 Hverskyns lögfræði- þjónusta I! Allar gerðir úra ____________Verð kr. 10-200 þús. Kaupvangsstrnti 4 - Sfml 24175 - Akureyrl

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.